Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 50
LISTIR 50 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTAKONURNAR Ása Ólafs- dóttir, Bryndís Jónsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Þorgerður Sig- urðardóttir hafa allar verið virkar í sýningarhaldi á annan áratug. Þær hafa verið með vinnustofur á Korp- úlfsstöðum í um sex ár. Líklega var það nándin þar sem kom fyrstu samsýningu þeirra á laggirnar en nú sýna þær saman í þriðja sinn. Fyrsta sýningin var í Norska Hús- inu í Stykkishólmi 2001, þær sýndu í Ketilshúsi á Akureyri sl. sumar og nú í Hafnarborg í Hafnarfirði. Að vísu sýndu þær saman áður en ekki opinberlega, heldur settu þær upp verk í eldhúsinu hjá sér á Korpúlfs- stöðum, kynntust þannig verkum hver annarrar. Þetta er nefnt hér vegna hugleiðinga um það hvað veldur því að listamenn ákveða að sýna saman, hvenær tekst það vel og hvenær ekki. Þeim fimm tekst það vel og verk þeirra vinna ágæt- lega saman enda er þessi sýning eiginlega sjálfsprottin. Þær vinna allar í ólík efni en í bakgrunni má greina samhljóm sem tengist náttúru landsins, innblæstri frá daglegu umhverfi og áhuga á fólki. Vinnubrögð þeirra byggjast á hægri en staðfastri þróun, verk þeirra allra byggjast á ákveðnum efnivið, snertingu, áferð og um- breytingu efnis en útiloka ekki þátt tilviljunarinnar, undir vissri stjórn. Hér er allt annað á ferð en hug- myndalist sem notar sér hvaða efni- við sem er og getur þá staðið frammi fyrir því að vanta tæknilega þekkingu til að útfæra verk. Slík vinna þróast oft í stökkum, hér sjáum við verk sem hafa þróast skref fyrir skref. Ása Ólafsdóttir hefur ofið tölu- vert og notað letur í verkum sínum en sýnir hér litfalleg krosssaums- verk ásamt þráðum þeim sem hún saumar úr. Myndirnar eru frekar litlar utan ein og gefa fyrirheit um spennandi framhald. Hún litar garnið sjálf og færir sér skemmti- lega í nyt þátt tilviljunarinnar við útfærslu mynda sinna. Bryndís Jónsdóttir heldur áfram vinnu sinni með íslensk sauðfjármörk sem út- gangspunkt í stórum leir- verkum þar sem vinna saman sterk form og íslensk sér- kenni. Málverk Kristínar Geirsdóttur eru jafnan falleg og víkja hér ekki mikið frá verkum síðustu ára, þó eru þau kannski að þróast í átt að flóknari formum og mynstri. Í þeim blandast til- finning fyrir birtu, litum og formi á hugleiðslukenndan máta. Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýnir hér dúk-og tréristur unnar á jap- anspappírslengjur nokkurn veginn í mannsstærð. Kven- myndir hennar eru unnar af öryggi og einkennast af ákafa og þrautseigju. Þær eru bæði hlýlegar, glaðar og yfir þeim hvílir sorg, sígilt viðfangsefnið er langt frá því að vera þreytt í meðförum hennar. Þorgerður Sigurðar- dóttir sýnir svo skemmtileg- ar grafíkmyndir þar sem hún hefur notað hversdagslega hluti í umhverfinu, járn- og málmplötur til að þrykkja með og skapar þannig óvæntar og fallegar oft næstum þrí- víðar þrykkmyndir. Grafíkverk hennar eru fersk og efniviðurinn lofandi. Á sýningunni er sýnt myndband sem sýnir listakonurnar við vinnu sína og er góð viðbót við sýninguna, sérstaklega þar sem hér er um að ræða verk sem að nokkru leyti mót- ast af sköpunarferlinu. Heildaryfir- bragð sýningarinnar einkennist af þrautseigju og metnaði. Þessar kon- ur láta tískusveiflur í listinni lönd og leið og tapa ekki á því. MYNDLIST Hafnarborg Til 22. desember. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11-17. SAMSPIL, BLÖNDUÐ TÆKNI, FIMM LISTAKONUR Jarðtenging í Hafnarborg Ragna Sigurðardóttir Kristín Geirsdóttir, Blá jörð. NÚ sýna tveir ötulir málarar verk sín í Húsi málaranna við Eið- istorg á Seltjarnarnesi. Þeir Einar Hákonarson og Óli G. Jóhansson hafa báðir verið afkastamiklir og að sama skapi duglegir við að sýna verk sín. Einar Hákonarson sýnir nú portrettverk og málverk unnin út frá landslagsstemningum. Port- rettin þrjú eru af þekktum ein- staklingum, þeim Steini Steinarr, Halldóri Kiljan Laxness og Einari Ben. Af þessum þremur finnst mér Einar Ben koma best út, hin verk- in tvö bera keim af karíkatúr, kannski er það líka ætlunin en fyr- ir vikið verður tilfinning fyrir innri persónu fyrirmyndarinnar ekki eins sterk. En það er gaman að sjá portrettverk. Ekki hefur mikið verið gert af slíku hér á landi und- anfarna áratugi. Listakona af yngri kynslóðinni, Sigríður Ólafs- dóttir, hefur þó lagt fyrir sig að mála áhugaverð portrett af ís- lenskum fjölskyldum og heldur vonandi áfram á þeirri braut. Mál- verkið er einstakur miðill og í mál- verkinu er hægt að miðla svo miklu sem ekki næst á ljósmynd. Nýrri miðlar bjóða án efa líka upp á möguleika í þessum efnum. Auk portrettverkanna sýnir Einar málverk sem eru sprottin upp úr landslagi, þau bera titla eins og Þokuslæður, Álfabyggð, Suðaustanvindar, Morgunn. Hann notar hér liti sem eru mjúkir og jarðtengdir og teiknar stundum með mjóum flæðandi línum á flöt- inn. Myndirnar eru frjáls sýn á umhverfið, abstrakt málverk með tilvísunum í náttúruna. Ekki laust við að manni verði hugsað til Kjar- vals heitins og þess hversu mjög hann hefur mótað sýn okkar á ís- lenska náttúru. Jarðlitamyndirnar fannst mér einna best heppnaðar, þar sem mýkt og hógværð í litavali eru ríkjandi, eins og á myndinni Þokuslæður. Óli G. sýnir nú verk sem flest eru máluð í Danmörku, fáein hér á landi. Það var forvitnilegt að sjá hversu litríkar Danmerkurmyndir hans eru, því danskur vetur er grár og myrkur þótt danskt sumar sé ljóst og bjart. Myndir Óla eru abstraktsjónir en þó finnur maður glögglega, einna best á Herning myndunum, fyrir iðandi bæjarlífi, húsum, götum, bílum. Sumar myndirnar gefa í skyn marglit ljós í myrkri ásamt norrænum bláma. Óli G. hefur orðið fyrir sterkum áhrifum af stefnum í málaralist sem voru efst á baugi svona upp úr 1940 og fram yfir 1950, meira og minna abstrakt tjástefnustíl. Það er kannski ástæðan fyrir því hvað það sótti ákafan djass að mínum innri eyrum þegar ég skoð- aði verkin. Nú er spurning hvaða erindi stíltegundir fyrri tíma eiga við nú- tímann. Stíltegundir sem á sínum tíma urðu til af listrænni þörf, voru viðbrögð við samtíma sínum, tíma sem nú er liðinn. Geta þær miðlað einhverju í dag? Það er þó ekkert sem segir að listrænt tungumál sé uppurið og dautt þótt tími sá er var upp- spretta þess sé liðinn. Í þessu sem öðru er það afstaða listamannsins, vinnan sjálf, markmiðin og nið- urstaðan sem gilda. Um leið er augljóst að áhrifamáttur sá sem verk af þessum toga höfðu á sínum tíma er ekki samur í dag. Óli G. virðist þó hafa fundið í þessum stíl eitthvað sem höfðar til hans innri manns, hann staðnar ekki heldur málar af miklum krafti og verk hans þróast samkvæmt því. Verkin eru því ekki yfirborðskennd eft- iröpun, heldur sjálfstæð verk, unn- in í fyllstu einlægni. Hús málaranna hefur nú bætt við nýjum sýningarsal, þar sem sýnd eru verk eftir ýmsa málara. Þegar ég kom í salinn mátti sjá verk eftir Braga Ásgeirsson, Einar Þorláksson, Guðmund Ármann, Jó- hönnu Bogadóttur og Kjartan Guðjónsson. MYNDLIST Hús málaranna Til. 23. desember. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. OLÍUMÁLVERK, EINAR HÁKONARSON, ÓLI G. JÓHANNSSON Frjálsar línur, fjöll og fólk Þokuslæður, Einar Hákonarson. Ragna Sigurðardóttir Þ essa dagana eru mér hugleikin mál sem snerta alla, þ.e. frí- dagarnir í skólunum; starfsdagar, vetr- arfrí, jólafrí, páskafrí og ekki síst sumarfrí og vísa ég til greinar minnar sem birtist um þetta efni í gær. Hvort sem við erum for- eldrar eða ekki, kemur okkur við hvernig leikskólarnir og grunn- skólarnir skipuleggja starf sitt, þar sem frídagarnir koma við allt atvinnulífið. Þeir sem vinna með foreldrum þurfa kannski að axla auknar byrðar þegar foreldrarnir þurfa að fá frí vegna frídaga barnanna. Vinnustaðir eru mis- munandi og á sumum er lítill sveigjanleiki þannig að allt fer úr skorðum ef eitt foreldri þarf að fá frí. Ég segi ekki að frí- dagarnir komi niður á atvinnu- lífinu, vegna þess að ég veit að starfs- dagar og námskeið er nauðsyn- legt leikskóla- og grunn- skólakennurum og þessir dagar eru síst of margir. Þessir dagar eru til staðar og foreldrar eiga að vita af þeim með góðum fyrirvara. Samtök atvinnulífsins draga mik- ilvægi starfsdaga ekki í efa en spyrja hvort ekki sé hægt að skipuleggja þá með skilvirkari hætti og setja m.a.s. fram nokkr- ar hugmyndir í þeim tilgangi. SA taka þó skýrt fram að það sé ekki þeirra hlutverk að koma með lausnir. Hugmyndirnar ganga ekki upp í raunveruleikanum, að mínu mati og margra annarra kennara. Einkaskólar eiga auð- veldara með að hafa starfsdaga á laugardögum heldur en skólar reknir af sveitarfélögunum og gera það sumir. Yfirvinna svo margra kennara hefur aukinn kostnað í för með sér fyrir sveit- arfélögin, auk þess sem ekki er hægt að skylda þá til að vinna yf- irvinnu á laugardögum. Ekki hef- ur heldur reynst vel að flétta starfsdagana inn í vikulegt skipu- lag skólanna. Á starfsdögum eru mikil fundahöld (stundum reynd- ar of mikil að mati sumra) en þeir eru líka notaðir í skipulag og und- irbúning sem krefst samfelldrar samvinnu kennara. Slíkt er ekki gott að vinna 1–2 klst. á dag í viku eða jafnvel lengra tímabil. Að samræma starfsdaga leik- skóla og grunnskóla hlýtur að vera hægt en það er svo sem ekki stórt skref en væri vissulega til bóta fyrir fjölskyldur þar sem börnin eru á mismunandi skóla- stigum, bæði í leikskóla og grunn- skóla. Skipulags- og námskeiðs- dagar leikskóla eru aðeins þrír á ári og ætti þeim foreldrum sem einungis eiga börn í leikskóla að reynast nokkuð auðvelt að gera ráðstafanir til að koma til móts við þessa frídaga barnanna. Samræming starfsdaganna yrði aðeins fyrsta hænuskrefið í að móta einhverja fjölskyldu- stefnu hér á landi. Ég fékk ekki mikil viðbrögð við þeirri spurn- ingu hvernig foreldrar koma til móts við langt sumarleyfi barnanna hér á landi en svo virð- ist sem fæstir vilji stytta það. Fá- ir eiga samt annarra kosta völ en að börnin séu einn og hálfan mán- uð á mismunandi leikjanám- skeiðum en um mánuð í fríi með foreldrum, einu eða báðum. Vissulega taka foreldrar sér frí á mismunandi tímum eða launa- laust leyfi til að dekka sumarið en hvers konar fjölskyldustefna er það? Það er sú fjölskyldupólitík sem rekin er hér á landi. Venjulegt fólk, sem svo mjög er í um- ræðunni þessa dagana, er í basli á framabrautinni. Ein og hálf laun duga ekki til framfærslu fjöl- skyldunnar, heldur vinna báðir foreldrar fulla vinnu með mis- sveigjanlegum vinnutíma og skiptast á að vinna lengur og skiptast á að taka sér frí hér og þar yfir veturinn og sumarið. Þetta er ekki góð pólitík fyrir ís- lenskar fjölskyldur. Ég er sammála því að hér þarf að mótast hefð um vetrarfrí líkt og mótast hefur m.a. á Norð- urlöndunum. Ég tel þrátt fyrir allt að Íslendingar geti lært margt af hinum Norðurlanda- þjóðunum, þótt sumir telji það næstum neðan okkar virðingar. Samtök atvinnulífsins vilja skoða almenna vetrarorlofsdaga og vilja koma orlofsmálum almennt í fast- ari skorður. Sumarorlofstímabilið er nefnilega líka hálflosaralegt. Sumarorlofstíminn hér er að- allega þrír mánuðir en strangt til tekið fjórir, frá 15. maí til 15. september. En í þrjá mánuði er hálfgerð deyfð yfir öllu, allt meira og minna lamað, eins og einn orð- aði það. Það mætti nú stytta löm- unartímabilið niður í tvo mánuði, jafnvel sex vikur svo ég gerist nú djörf. Það hlýtur a.m.k. að vera betra fyrir atvinnulífið en þar er óumdeilanlega fókus núverandi ríkisstjórnar. Skipulagið gæti verið eitthvað í þá veru að vetrarorlofsdagar væru alls tíu en sumarorlofsdagar alls 20 á sex vikna til tveggja mánaða tímabili. Þannig gætu fjölskyldur tekið sér vetrarfrí og sumarfrí þar sem fjölskyldan væri saman bróðurpartinn. Leikjanámskeiðið væri kannski eitt í stað þriggja og löm- unartímabil atvinnulífsins yrðu styttri og dreifðari. Leikskólinn hefur jafnan verið meiri þjónustustofnun við for- eldra heldur en grunnskólinn og ber skóladagatal leikskólanna það með sér. Í leikskólanum er aðeins lokað þrjá daga á ári vegna skipu- lags- og námskeiðsdaga, þar er opið á almennum vinnudögum í þjóðfélaginu og foreldrar hafa getað valið um hvenær börnin þeirra taka fjögurra vikna sam- fellt sumarleyfi. Fyrirhugaðar sumarlokanir leikskóla yrðu varla eins mikið hitamál ef fyr- irkomulagið væri eins og lýst er í draumsýninni að ofan. Foreldrar verða vissulega að taka ábyrgð á börnunum sínum, enginn mælir á móti því og við er- um ekki að garga á meiri pössun fyrir börnin. Við erum að kalla á samræmi og fjölskyldupólitík sem allir þurfa að koma að, foreldrar, kennarar, atvinnulífið og stjórn- málamennirnir. Starf og frí En í þrjá mánuði er hálfgerð deyfð yfir öllu, allt meira og minna lamað, eins og einn orðaði það. Það mætti nú stytta lömunartímabilið niður í tvo mánuði, jafnvel sex vikur svo ég gerist nú djörf. Það hlýtur a.m.k. að vera betra fyrir at- vinnulífið en þar er óumdeilanlega fók- us núverandi ríkisstjórnar. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.