Morgunblaðið - 14.12.2002, Page 60

Morgunblaðið - 14.12.2002, Page 60
KIRKJUSTARF 60 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ geir Valdimarsson og Alda Ingi- bergsdóttir. Organisti kvöldsins verður Lenka Mateova. Jólavakan í Hafnarfjarðarkirkju er fyrir löngu orðinn ómissandi hluti af aðventu og undirbúningi jóla hjá þeim fjölmörgu er hana hafa sótt ár eftir ár. Að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á að öll fjölskyldan njóti kvöldsins saman og tónlistin valin með tilliti til þess. Eftir jólavökuna er boðið upp á kaffi, kakó og piparkökur í safn- aðarheimilinu. Jólaball Fylkis og Árbæjarkirkju EINS og undanfarin ár er samvinna kirkjunnar og íþróttafélagsins í Ár- bænum á aðventunni. Stórum og smáum Árbæingum er boðið til fjöl- skylduguðsþjónustu í kirkjunni kl. 11. Að henni lokinni er haldið í safn- aðarheimilið þar sem haldið verður jólaball. Dansað í kringum jólatréð og sungin öll gömlu og nýju jólalög- in af hjartans list. Heyrst hefur að jólasveinar séu væntanlegir á stað- inn. Komum og gleðjumst saman í jólaundirbúningnum. Fylkir og Árbæjarkirkja. Helgistund á Lækjartorgi HELGISTUND verður á jólamark- aðnum á Lækjartorgi sunnudaginn 15. desember kl. 14.00. Bjarni Karlsson prestur í Laugarneskirkju flytur hugleiðingarorð. Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson, Gunnar Gunnarsson og Þorvaldur Þorvaldsson munu flytja fallega jólasálma. Jólastund barnanna í Hressingarskálanum Í DESEMBER hefur Hressing- arskálinn í Austurstræti 20 fengið á sig nýjan og jólalegan blæ. Þar hef- ur allt verið skreytt og fegrað. Helgina 14. og 15. desember verður jólastund barnanna í húsinu klukk- an 3. Jóna Hrönn Bolladóttir, mið- borgarprestur, segir frá atburðum jólanna, brúðukrakkar úr sunnu- dagaskólanum koma í heimsókn og það verða sungin jólalög. Foreldrar og börn eru velkomin að staldra við í miðborginni og njóta samvista í Hressó, en þar er einnig hægt að kaupa ljúffengar Anton Bruckner, Pál Ísólfsson, Francis Polanck og fleiri. Þá verð- ur einnig almennur söngur. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Hugleiðingar í tónum og tali í Neskirkju MITT í aðventuönnum, sunnudag- inn 15. desember kl. 17, býður Nes- kirkja til uppbyggilegrar samveru í kirkjunni þar sem fluttar verða undurfagrar Rósakranssónötur nr. I-V eftir Heinrich Biber (1644-1704) en hann var bæheimskur fiðlusnill- ingur og tónskáld er dvaldi síðustu 24 ár ævi sinnar við hirð erkibisk- upsins í Salzburg. Flytjendur eru Dean Richard Ferrell á bassa, Martin Frewer á fiðlu og Stein- grímur Þórhallsson á orgel. Séra Örn Bárður Jónsson les ritning- arlestra og flytur stuttar hugvekjur á milli tónlistaratriða. Jólasöngvar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudaginn 15. des- ember, verður fjölskylduhátíð í Frí- kirkjunni í Hafnarfiði og hefst dag- skráin kl. 11. Þriðja aðventuljósið verður tendrað og fjallað um merk- ingu þess. Börn úr æskulýðsstarfi kirkjunnar sýna helgileikinn um fæðingu frelsarans og að sjálfsögðu verða jólalögin fallegu rifjuð upp. Það er Örn Arnarson tónlist- armaður sem leiðir þessa stund ásamt leiðtogum barnastarfsins. Fjölskyldufólk er hvatt til þess að mæta til kirkjunnar og undirbúa þannig komu jólanna. Jólavaka í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudag, verður haldin aðventuhátíð í Hafnarfjarð- arkirkju sem kölluð hefur verið jólavaka við kertaljós. Hefst jólavakan kl. 20.30. Þar mun Guðrún Helgadóttir rithöf- undur halda hátíðarræðu kvöldsins. Kór kirkjunnar flytur ný og gömul jólalög undir stjórn Antoniu Hev- esi, hins nýja organista kirkjunnar. Með kirkjukórnum syngur barna- og unglingakór Hafnarfjarð- arkirkju, en honum stjórnar Helga Loftsdóttir. Ásamt kórunum koma fram einsöngvararnir Jóhann Frið- Í TILEFNI þess að 40 ár eru liðin frá vígslu Kópavogskirkju verða ýmsir viðburðir í kirkjunni á næstu mánuðum. Bæði verður um að ræða söng- og orgeltónleika og einnig þátttöku listamanna og kóra í guðs- þjónustum. Afmælisárið hefst með tónleikum og hátíðarguðsþjónustu dagana 14., 15. og 16. desember. Laugardagur 14. desember: Skólakór Kársness heldur tónleika ásamt hljóðfæraleikurum kl. 20.30. Á tónleikunum mun kórinn m.a. flytja nýtt efni. Undirleikari á tón- leikunum verður Marteinn H. Frið- riksson og stjórnandi Þórunn Björnsdóttir. Sunnudagur 15. desember: Kirkjudagur Kópavogskirkju. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Nem- endur úr Tónlistarskóla Kópavogs leika á hljoðfæri á undan guðsþjón- ustu. Séra Árni Pálsson predikar og sóknarprestur þjónar fyrir alt- ari. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Julian Hewlett. Samvera og kaffi verður á Gjábakka að lokinni guðsþjónustu. Mánudagur 16. desember: Kirkjukór Kópavogskirkju heldur tónleika ásamt einsöngvurum kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt efni, m.a. að- ventu- og jólasöngvar. Stjórnandi Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Aðventuhátíð barnanna HIN árlega aðventuhátíð barnanna verður í Dómkirkjunni sunnudag- inn 15. desember kl. 11. Að þessu sinni munu börn úr sunnudagaskólanum ásamt krökk- um úr 9-10 ára starfi flytja helgileik um fæðingu frelsarans undir umsjá æskulýðsfulltrúans, Hans G. Al- freðssonar. Einnig mun barnakór Dómkirkjunnar (yngri hópur) syngja í helgileiknum undir stjórn Kristínar Valsdóttur. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur jóla- hugleiðingu og leiðir stundina. Að henni lokinni munu krakkarnir úr 9-10 ára og 11-12 ára hópunum standa fyrir kökusölu. En þau eru um þessar mundir að styrkja stúlku til náms á Indlandi. Andi jólanna verður allsráðandi nk. sunnudag og við hvetjum því alla til þess að mæta og eiga með okkur góða stund í Dómkirkjunni. Jólastund í Lágafellskirkju JÓLASTUND barnastarfsins verð- ur á sunnudag kl. 11. Skólakór Mos- fellsbæjar syngur undir stjórn Guð- mundar Ómars Óskarssonar. Kirkjukrakkar, TTT-krakkar og félagar úr Æskulýðsfélaginu taka þátt í guðsþjónustunni. Umsjón hef- ur Þórdís Ásgeirsdóttir djákni og Hreiðar Örn, organisti er Jónas Þórir. Athugið að jólastundin kemur í stað hinnar almennu guðsþjónustu safnaðarins og að sunnudagaskól- inn í safnaðarheimilinu fellur niður. Kvöldstund verður í Lágafells- kirkju kl. 20 í tilefni af 10 ára vígsluafmæli orgels kirkjunnar. Organisti safnaðarins, Jónas Þórir, leikur aðventu- og jólalög. Kyrrðarstund til bænar og íhug- unar á jólaföstu. Aðventusöngvar í Hjallakirkju AÐVENTUSÖNGVAR kamm- erkórsins Vox Gaudiae verða í Hjallakirkju sunnudaginn 15. des- ember kl. 20. Hugmyndin að að- ventusöngvunum er sótt til Bret- lands þar sem slíkir aðventusöngvar kallast „An Advent Carol Service“. Á milli söngva eru lesnir sjö lestrar úr ritningunni þar sem spáð er fyrir um fæðingu Jesú Krists. Einsöngvari með kórnum er Hrafnhildur Björnsdóttir og söng- stjóri Jón Ólafur Sigurðsson. Flutt verða aðventu- og jólalög eftir Alta Heimi Sveinsson, Benjamin Britten, veitingar. Miðborgarstarf KFUM/K og kirkjunnar. Helgileikur barnakóra Fella- og Hólakirkju SUNNUDAGINN 15. desember verður fluttur helgileikur af barna- kórum Fella- og Hólakirkju í kirkj- unni kl. 17. Helgileikurinn Hljóðu jólaklukkurnar er eftir hjónin Wal- ter og Carol Noona. Íslensku þýð- inguna gerðu Guðfinna Ólafsdóttir og Rúnar Einarsson. Stjórnendur kóranna eru Lenka Mátéová og Þórdís Þórhallsdóttir. 40 börn eru í kórunum á aldrinum 6 til 12 ára og æfa þau tvisvar í viku yfir vetr- armánuðina. Undanfarnar vikur hafa þau æft helgileikinn en þar fá þau tækifæri til að læra sviðsframkomu og leik auk söngsins. Íslenska óperan hef- ur góðfúslega lánað leikbúninga sem börnin kunna vel að meta og gerir atburðinn ennþá meira spenn- andi fyrir þau. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Foreldrafélagið selur veit- ingar í safnaðarheimilinu eftir stundina í kirkjunni á vægu verði. Kórstjórar. Aðventuguðsþjónusta eldri borgara í Fella- og Hólakirkju SUNNUDAGINN 15. desember, verður aðventuguðsþjónusta kl. 14 í Fella- og Hólakirkju sem, eins og undanfarin ár, er tileinkuð er eldri borgurum, en að sjálfsögðu eru all- ir hjartanlega velkomnir. Sr. Ólafur Skúlason biskup pre- dikar og þjónar í guðsþjónustunni ásamt sr. Guðmundi Karli Ágústs- syni og Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna. Um tónlistina sjá Lenka Mátéová organisti, Þorvaldur Hall- dórsson og Gerðubergskórinn und- ir stjórn Kára Friðrikssonar. Með- hjálpari er Valdimar Ólafsson. Eftir guðsþjónustuna bjóða sókn- arnefndir Fella- og Hólabrekku- safnaða upp á kaffiveitingar í safn- aðarheimilinu. Sóknarnefndir. Feðgar í jólaskapi AÐVENTUMESSA verður í Selja- kirkju sunnudagskvöldið 15. des- ember. Feðgarnir Þorvaldur Hall- dórsson og Þorvaldur Þorvaldsson munu leiða okkur inn í notalega jólastemmningu með miklum jóla- söng. Sr. Bolli Pétur Bollason pré- dikar. Altarisganga.Verið velkomin í Seljakirkju. Hátíðartónleikar í Fríkirkjunni Kefas MÁNUDAGINN 16. desember kl. 20 verða hátíðartónleikar í Frí- kirkjunni Kefas. Flutt verða valin jólalög sem eiga að koma öllum í hátíðarskap. Fram kemur tónlist- arhópur Kefas ásamt góðum gest- um. Einsöngvararnir Geir Jón Þór- isson og María Jónsdóttir flytja einstakar jólaperlur. Komdu og upplifðu sanna hátíðargleði – syngjum hátíðina inn. Miðaverð kr. 500. Aðventuvaka í Frí- kirkjunni í Reykjavík AÐVENTUVAKA verður í dag, laugardag, kl. 22. Aðventuvakan sem ber yfirskrift- ina Á dimmri nóttu er klukkustund- ar kyrrlát dagskrá með kerta- ljósum, hugleiðingum og ljúfum tónum. Anna Sigríður Helgadóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteins- dóttir píanóleikari munu sjá um tónlist og Ása Björk Ólafsdóttir guðfræðinemi mun flytja hugleið- ingar um aðventu og jólahald. Allir eru hjartanlega velkomnir og að- gangur er ókeypis. Siv Friðleifsdóttir í Seltjarnarneskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 15. des- ember, flytur Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hugvekju í messu í Seltjarnarneskirkju kl. 11 f.h. Í vetur munu leikmenn flytja hugvekju við messu einu sinni í mánuði og er Siv önnur í röðinni, en prófessor Pétur Pétursson talaði í sl. mánuði. Siv hefur búið á nesinu frá því að hún var tveggja ára, en er af siglfirsku og norsku bergi brotin. Hún var á skólaárum sínum virkur þátttakandi í félags- og íþróttalífinu á Seltjarnarnesi. Það má segja að Siv hafi hafið stjórn- málaferil sinn í bæjarpólitík ness- ins, en hún sat í tvö kjörtímabil í bæjarstjórn fyrir Neslistann. Siv var kjörin á þing fyrir Framsókn- Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kópavogskirkja 40 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.