Morgunblaðið - 14.12.2002, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 14.12.2002, Qupperneq 60
KIRKJUSTARF 60 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ geir Valdimarsson og Alda Ingi- bergsdóttir. Organisti kvöldsins verður Lenka Mateova. Jólavakan í Hafnarfjarðarkirkju er fyrir löngu orðinn ómissandi hluti af aðventu og undirbúningi jóla hjá þeim fjölmörgu er hana hafa sótt ár eftir ár. Að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á að öll fjölskyldan njóti kvöldsins saman og tónlistin valin með tilliti til þess. Eftir jólavökuna er boðið upp á kaffi, kakó og piparkökur í safn- aðarheimilinu. Jólaball Fylkis og Árbæjarkirkju EINS og undanfarin ár er samvinna kirkjunnar og íþróttafélagsins í Ár- bænum á aðventunni. Stórum og smáum Árbæingum er boðið til fjöl- skylduguðsþjónustu í kirkjunni kl. 11. Að henni lokinni er haldið í safn- aðarheimilið þar sem haldið verður jólaball. Dansað í kringum jólatréð og sungin öll gömlu og nýju jólalög- in af hjartans list. Heyrst hefur að jólasveinar séu væntanlegir á stað- inn. Komum og gleðjumst saman í jólaundirbúningnum. Fylkir og Árbæjarkirkja. Helgistund á Lækjartorgi HELGISTUND verður á jólamark- aðnum á Lækjartorgi sunnudaginn 15. desember kl. 14.00. Bjarni Karlsson prestur í Laugarneskirkju flytur hugleiðingarorð. Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson, Gunnar Gunnarsson og Þorvaldur Þorvaldsson munu flytja fallega jólasálma. Jólastund barnanna í Hressingarskálanum Í DESEMBER hefur Hressing- arskálinn í Austurstræti 20 fengið á sig nýjan og jólalegan blæ. Þar hef- ur allt verið skreytt og fegrað. Helgina 14. og 15. desember verður jólastund barnanna í húsinu klukk- an 3. Jóna Hrönn Bolladóttir, mið- borgarprestur, segir frá atburðum jólanna, brúðukrakkar úr sunnu- dagaskólanum koma í heimsókn og það verða sungin jólalög. Foreldrar og börn eru velkomin að staldra við í miðborginni og njóta samvista í Hressó, en þar er einnig hægt að kaupa ljúffengar Anton Bruckner, Pál Ísólfsson, Francis Polanck og fleiri. Þá verð- ur einnig almennur söngur. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Hugleiðingar í tónum og tali í Neskirkju MITT í aðventuönnum, sunnudag- inn 15. desember kl. 17, býður Nes- kirkja til uppbyggilegrar samveru í kirkjunni þar sem fluttar verða undurfagrar Rósakranssónötur nr. I-V eftir Heinrich Biber (1644-1704) en hann var bæheimskur fiðlusnill- ingur og tónskáld er dvaldi síðustu 24 ár ævi sinnar við hirð erkibisk- upsins í Salzburg. Flytjendur eru Dean Richard Ferrell á bassa, Martin Frewer á fiðlu og Stein- grímur Þórhallsson á orgel. Séra Örn Bárður Jónsson les ritning- arlestra og flytur stuttar hugvekjur á milli tónlistaratriða. Jólasöngvar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudaginn 15. des- ember, verður fjölskylduhátíð í Frí- kirkjunni í Hafnarfiði og hefst dag- skráin kl. 11. Þriðja aðventuljósið verður tendrað og fjallað um merk- ingu þess. Börn úr æskulýðsstarfi kirkjunnar sýna helgileikinn um fæðingu frelsarans og að sjálfsögðu verða jólalögin fallegu rifjuð upp. Það er Örn Arnarson tónlist- armaður sem leiðir þessa stund ásamt leiðtogum barnastarfsins. Fjölskyldufólk er hvatt til þess að mæta til kirkjunnar og undirbúa þannig komu jólanna. Jólavaka í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudag, verður haldin aðventuhátíð í Hafnarfjarð- arkirkju sem kölluð hefur verið jólavaka við kertaljós. Hefst jólavakan kl. 20.30. Þar mun Guðrún Helgadóttir rithöf- undur halda hátíðarræðu kvöldsins. Kór kirkjunnar flytur ný og gömul jólalög undir stjórn Antoniu Hev- esi, hins nýja organista kirkjunnar. Með kirkjukórnum syngur barna- og unglingakór Hafnarfjarð- arkirkju, en honum stjórnar Helga Loftsdóttir. Ásamt kórunum koma fram einsöngvararnir Jóhann Frið- Í TILEFNI þess að 40 ár eru liðin frá vígslu Kópavogskirkju verða ýmsir viðburðir í kirkjunni á næstu mánuðum. Bæði verður um að ræða söng- og orgeltónleika og einnig þátttöku listamanna og kóra í guðs- þjónustum. Afmælisárið hefst með tónleikum og hátíðarguðsþjónustu dagana 14., 15. og 16. desember. Laugardagur 14. desember: Skólakór Kársness heldur tónleika ásamt hljóðfæraleikurum kl. 20.30. Á tónleikunum mun kórinn m.a. flytja nýtt efni. Undirleikari á tón- leikunum verður Marteinn H. Frið- riksson og stjórnandi Þórunn Björnsdóttir. Sunnudagur 15. desember: Kirkjudagur Kópavogskirkju. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Nem- endur úr Tónlistarskóla Kópavogs leika á hljoðfæri á undan guðsþjón- ustu. Séra Árni Pálsson predikar og sóknarprestur þjónar fyrir alt- ari. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Julian Hewlett. Samvera og kaffi verður á Gjábakka að lokinni guðsþjónustu. Mánudagur 16. desember: Kirkjukór Kópavogskirkju heldur tónleika ásamt einsöngvurum kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt efni, m.a. að- ventu- og jólasöngvar. Stjórnandi Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Aðventuhátíð barnanna HIN árlega aðventuhátíð barnanna verður í Dómkirkjunni sunnudag- inn 15. desember kl. 11. Að þessu sinni munu börn úr sunnudagaskólanum ásamt krökk- um úr 9-10 ára starfi flytja helgileik um fæðingu frelsarans undir umsjá æskulýðsfulltrúans, Hans G. Al- freðssonar. Einnig mun barnakór Dómkirkjunnar (yngri hópur) syngja í helgileiknum undir stjórn Kristínar Valsdóttur. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur jóla- hugleiðingu og leiðir stundina. Að henni lokinni munu krakkarnir úr 9-10 ára og 11-12 ára hópunum standa fyrir kökusölu. En þau eru um þessar mundir að styrkja stúlku til náms á Indlandi. Andi jólanna verður allsráðandi nk. sunnudag og við hvetjum því alla til þess að mæta og eiga með okkur góða stund í Dómkirkjunni. Jólastund í Lágafellskirkju JÓLASTUND barnastarfsins verð- ur á sunnudag kl. 11. Skólakór Mos- fellsbæjar syngur undir stjórn Guð- mundar Ómars Óskarssonar. Kirkjukrakkar, TTT-krakkar og félagar úr Æskulýðsfélaginu taka þátt í guðsþjónustunni. Umsjón hef- ur Þórdís Ásgeirsdóttir djákni og Hreiðar Örn, organisti er Jónas Þórir. Athugið að jólastundin kemur í stað hinnar almennu guðsþjónustu safnaðarins og að sunnudagaskól- inn í safnaðarheimilinu fellur niður. Kvöldstund verður í Lágafells- kirkju kl. 20 í tilefni af 10 ára vígsluafmæli orgels kirkjunnar. Organisti safnaðarins, Jónas Þórir, leikur aðventu- og jólalög. Kyrrðarstund til bænar og íhug- unar á jólaföstu. Aðventusöngvar í Hjallakirkju AÐVENTUSÖNGVAR kamm- erkórsins Vox Gaudiae verða í Hjallakirkju sunnudaginn 15. des- ember kl. 20. Hugmyndin að að- ventusöngvunum er sótt til Bret- lands þar sem slíkir aðventusöngvar kallast „An Advent Carol Service“. Á milli söngva eru lesnir sjö lestrar úr ritningunni þar sem spáð er fyrir um fæðingu Jesú Krists. Einsöngvari með kórnum er Hrafnhildur Björnsdóttir og söng- stjóri Jón Ólafur Sigurðsson. Flutt verða aðventu- og jólalög eftir Alta Heimi Sveinsson, Benjamin Britten, veitingar. Miðborgarstarf KFUM/K og kirkjunnar. Helgileikur barnakóra Fella- og Hólakirkju SUNNUDAGINN 15. desember verður fluttur helgileikur af barna- kórum Fella- og Hólakirkju í kirkj- unni kl. 17. Helgileikurinn Hljóðu jólaklukkurnar er eftir hjónin Wal- ter og Carol Noona. Íslensku þýð- inguna gerðu Guðfinna Ólafsdóttir og Rúnar Einarsson. Stjórnendur kóranna eru Lenka Mátéová og Þórdís Þórhallsdóttir. 40 börn eru í kórunum á aldrinum 6 til 12 ára og æfa þau tvisvar í viku yfir vetr- armánuðina. Undanfarnar vikur hafa þau æft helgileikinn en þar fá þau tækifæri til að læra sviðsframkomu og leik auk söngsins. Íslenska óperan hef- ur góðfúslega lánað leikbúninga sem börnin kunna vel að meta og gerir atburðinn ennþá meira spenn- andi fyrir þau. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Foreldrafélagið selur veit- ingar í safnaðarheimilinu eftir stundina í kirkjunni á vægu verði. Kórstjórar. Aðventuguðsþjónusta eldri borgara í Fella- og Hólakirkju SUNNUDAGINN 15. desember, verður aðventuguðsþjónusta kl. 14 í Fella- og Hólakirkju sem, eins og undanfarin ár, er tileinkuð er eldri borgurum, en að sjálfsögðu eru all- ir hjartanlega velkomnir. Sr. Ólafur Skúlason biskup pre- dikar og þjónar í guðsþjónustunni ásamt sr. Guðmundi Karli Ágústs- syni og Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna. Um tónlistina sjá Lenka Mátéová organisti, Þorvaldur Hall- dórsson og Gerðubergskórinn und- ir stjórn Kára Friðrikssonar. Með- hjálpari er Valdimar Ólafsson. Eftir guðsþjónustuna bjóða sókn- arnefndir Fella- og Hólabrekku- safnaða upp á kaffiveitingar í safn- aðarheimilinu. Sóknarnefndir. Feðgar í jólaskapi AÐVENTUMESSA verður í Selja- kirkju sunnudagskvöldið 15. des- ember. Feðgarnir Þorvaldur Hall- dórsson og Þorvaldur Þorvaldsson munu leiða okkur inn í notalega jólastemmningu með miklum jóla- söng. Sr. Bolli Pétur Bollason pré- dikar. Altarisganga.Verið velkomin í Seljakirkju. Hátíðartónleikar í Fríkirkjunni Kefas MÁNUDAGINN 16. desember kl. 20 verða hátíðartónleikar í Frí- kirkjunni Kefas. Flutt verða valin jólalög sem eiga að koma öllum í hátíðarskap. Fram kemur tónlist- arhópur Kefas ásamt góðum gest- um. Einsöngvararnir Geir Jón Þór- isson og María Jónsdóttir flytja einstakar jólaperlur. Komdu og upplifðu sanna hátíðargleði – syngjum hátíðina inn. Miðaverð kr. 500. Aðventuvaka í Frí- kirkjunni í Reykjavík AÐVENTUVAKA verður í dag, laugardag, kl. 22. Aðventuvakan sem ber yfirskrift- ina Á dimmri nóttu er klukkustund- ar kyrrlát dagskrá með kerta- ljósum, hugleiðingum og ljúfum tónum. Anna Sigríður Helgadóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteins- dóttir píanóleikari munu sjá um tónlist og Ása Björk Ólafsdóttir guðfræðinemi mun flytja hugleið- ingar um aðventu og jólahald. Allir eru hjartanlega velkomnir og að- gangur er ókeypis. Siv Friðleifsdóttir í Seltjarnarneskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 15. des- ember, flytur Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hugvekju í messu í Seltjarnarneskirkju kl. 11 f.h. Í vetur munu leikmenn flytja hugvekju við messu einu sinni í mánuði og er Siv önnur í röðinni, en prófessor Pétur Pétursson talaði í sl. mánuði. Siv hefur búið á nesinu frá því að hún var tveggja ára, en er af siglfirsku og norsku bergi brotin. Hún var á skólaárum sínum virkur þátttakandi í félags- og íþróttalífinu á Seltjarnarnesi. Það má segja að Siv hafi hafið stjórn- málaferil sinn í bæjarpólitík ness- ins, en hún sat í tvö kjörtímabil í bæjarstjórn fyrir Neslistann. Siv var kjörin á þing fyrir Framsókn- Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kópavogskirkja 40 ára
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.