Morgunblaðið - 14.12.2002, Síða 68

Morgunblaðið - 14.12.2002, Síða 68
UMRÆÐAN 68 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GETA fréttamenn og fréttastof- ur samþykkt að fréttakonan Guð- rún Gunnarsdóttir hafi sýnt „af- dráttarlausa afstöðu gegn klámvæðingu“ með því að neita að taka viðtal við klámmyndaleikar- ann Ron Jeremy, einsog fullyrt er af samráðshópnum sem veitti henni verðlaun fyrir? Í rökstuðn- ingi kemur fram að fréttastofan sem hún vinnur á, hafi tekið þátt í klámvæðingu með því að birta fréttaviðtal við klámkónginn í þættinum ísland í dag sem Guðrún ritstýrir sjálf ásamt öðrum. Fréttastofan kveðst hinsvegar hafa „vegið rök og mótrök“ fyrir viðtalinu „enda væri upplýsandi fyrir allan almenning að hlýða á manninn svara gagnrýnum spurn- ingum, óháð því hvort menn líti á starfsvettvang hans með velþókn- un eður ei“, einsog það var svo faglega og hárrétt orðað í Bylgju- fréttum. Að auki var sagt í frétt Bylgj- unnar að við afhendingu verð- launanna hafi Guðrúnu verið þakk- að fyrir „framúrskarandi dómgreind“ í málinu. Sú fullyrðing samstarfshópsins þýðir á mæltu máli að fréttastofa Stöðvar tvö og Bylgjunnar hafi sýnt framúrskar- andi dómgreindarleysi með því að birta viðtalið. Þess var reyndar ekki getið í frétt Bylgjunnar. Enda fráleitt að Snorri Már Skúlason, sem tók viðtalið einn þar sem Guð- rún vék sæti, sé þar með orðinn holdgervingur einhverrar klám- væðingar í þættinum. Flestir fréttamiðlar sáu frétta- efni í þessum manni, en þeir fáu sem gerðu það ekki, hafa ekki enn fengið verðlaunaplatta. Meira að segja Morgunblaðið tók viðtal við Ron Jeremy. Varð Morgunblaðið við það þátttakandi í klámvæð- ingu? Mogginn!!!! Þessi sanni boð- beri kristilegs siðferðis sem birti harðorðan leiðara gegn klámvæð- ingu fyrir nokkru, þar sem klám- fengi kvennalandsliðsins í fótbolta var fordæmt í heilagri vandlæt- ingu, eftir að stúlkurnar sýndu af sér þau meintu ósmekklegheit að sitja fyrir á nærbuxunum einum fata í auglýsingu, án þess þó að það sæist í svo mikið sem eina geirvörtu. Ég held ekki. Ekki frekar en aðrar fréttastofur. Einhvern veginn finnst mér sem vitleysan hafi náð áður óþekktum hæðum. Eða er það fíkniefnavæð- ing þegar fréttamaður tekur fréttaviðtal við fíkil eða fíkniefna- sala, til að varpa ljósi á þann veru- leika sem þeir lifa í? Voru stjórn- endur Kastljóssins og fréttamenn á Stöð tvö að taka „afdráttarlausa afstöðu“ með lögbrotum Árna Johnsen í frægum gagnrýnum við- tölum, bara af því að þeir stóðu ekki upp og fóru heim í mótmæla- skyni við hegðun þingmannsins fyrrverandi? Tók DV afstöðu með rasistum og gegn Afríkubúum með því einu að birta frægt viðtal við þjóðern- issinnann um árið? Hafa fjölmiðlar lagt blessun sína yfir verknað morðingja með viðtölum við þá, en nokkur dæmi eru um slík viðtöl í íslenskum fjölmiðlum? Auðvitað ekki. En kannski gilda önnur lög- mál þegar birt eru fréttaviðtöl úr klámheimum. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr þeirri viðleitni að veita viðurkenn- ingar fyrir hin ýmsu þjóðþrifa- verk. En ég hlýt að vekja athygli á því þegar slík verðlaun eru veitt í einhverjum allsherjar misskilningi á því hlutverki sem fréttamenn gegna í samfélaginu. Starfs míns vegna hef ég þurft að tala við hverskyns rumpulýð og ógæfufólk. Jafnvel miklu sorglegri menn en Ron Jeremy. Ég tel það reyndar ekki eftir mér, enda hluti af starf- inu. Það er hinsvegar nýtt fyrir mér að með því hafi ég gerst þátt- takandi í einhverri „væðingu“. Viðurkenn- ingarvæðing í fréttum Eftir Sigmar Guðmundsson „Vitleysan hefur náð áður óþekktum hæðum.“ Höfundur er fréttamaður. Í MORGUNBLAÐINU í gær komu athugasemdir frá Hagstofunni og fjármálaráðuneytinu við evr- ópskri launakönnun sem ég hef tekið þátt í fyrir hönd Rannsóknastofu í kvennafræðum í umboði Jafnréttis- ráðs. Það er alfarið rangt sem kemur fram í báðum þessum athugasemd- um að íslenski hlutinn sé unninn eftir annarri aðferðafræði en í hinum löndunum. Hagstofan og fjármála- ráðuneytið gagnrýna réttilega það sem fram hefur komið – og þegar verið leiðrétt – að launamunur sé meiri í opinbera geiranum en á al- menna markaðnum. Þær tölur um launamun sem Hagstofan og fjár- málaráðuneytið birtu eru því algjör- lega í samræmi við það sem fram kemur í könnuninni. Þetta er inn- takið í gagnrýni Fjármálaráðuneyt- isins og svarið við henni er einfald- lega að aðferðafræðin er sambærileg. Eftir stendur að launa- munur á Íslandi er í hærra lagi mið- að við samanburðarlöndin. Öll gögn í íslensku könnuninni koma frá þeim aðilum sem afla þeirra (Hagstofan, Kjararannsókna- nefnd opinberra starfsmanna og Kjararannsóknanefnd) og reyndar í góðri samvinnu við þau – fram að þessu. Annað mætti hins vegar skilja á athugasemdum Hagstofunnar, þar sem ýjað er að því að opinber gögn séu misnotuð og rangtúlkuð í vafa- sömum tilgangi. Beðið var um eins gögn í öllum löndunum og verklag við íslenska hlutann var að senda við- komandi aðilum samræmdar töflur til ífyllingar, þannig að upplýsingar væru réttar. Þá var þess gætt að breyta ekki gögnum nema í samráði við þá sem veittu þau. Sú gagnrýni hagstofustjóra að ekki hafi verið leiðrétt fyrir vinnutíma hjá vissum stéttum er athyglisverð í því ljósi, að það sem var gert, var einmitt í sam- ráði við Hagstofuna. Í könnuninni eru gögnin hins vegar skýrð hverju sinni, hvað þau sýna og hvað þau sýna ekki, og tekur samanburður að sjálfsögðu mið af því. Fjármálaráðu- neytið, Hagstofan og leiðari Morg- unblaðsins gagnrýna öll að ekki hafi verið staðið faglega að verki. Hér hefur gagna verið aflað með sam- ræmdum hætti, þeim ekki breytt nema í samráði við þá sem veita þau og ávallt skýrt í samanburði hvað þau segja og hvað þau segja ekki. Ef það eru ekki fagleg vinnubrögð væri fróðlegt að fá hvaða skilning menn leggja í það hugtak. Í gagnrýni Hagstofunnar kemur fram að „talnasamanburður af þessu tagi“ gefi ekki tilefni til að álykta að ástandið sé verst hér á landi. Eðli málsins samkvæmt er svona saman- burður alltaf „talnasamanburður“ af einhverju tagi. Mikilvægt er að hér komi fram að samanburður í þessari könnun byggist á fleiri stoðum, m.a. evrópskum gagnagrunnum, og ályktanirnar traustari sem því nem- ur. Hagstofan bendir réttilega á að gera verði greinarmun á „óleiðrétt- um“ og „leiðréttum“ launamum. Í Evrópukönnuninni byggist saman- burðurinn á hvoru tveggja og til- greint hvað á við hverju sinni, auk þess sem eigindleg gögn eru skoðuð. Þá bendir Hagstofan á nýlega könn- un á Íslandi sem sýnir launamun kynja upp á 7½–11% sem dæmi um „leiðréttan“ launamun. Margar afar hæpnar skýribreytur hafa verið not- aðar til að „leiðrétta“ launamun karla og kvenna og í þeirri könnun er gengið ansi langt í slíkri „leiðrétt- ingu“. Samkvæmt þeirri aðferða- fræði mætti „leiðrétta“ launamuninn enn frekar með því að taka tillit til skóstærðar (konur nota að jafnaði minni skó en karlar), háralitar (fleiri konur eru ljóshærðar en karlar) o.fl. Evrópukönnunin er í anda nýrra rannsóknaraðferða sem setja þenn- an „leiðrétta“ launamun í mjög gagnrýnið samhengi. Sama gildir um aðferðafræði Félagsvísindastofnun- ar Háskóla Íslands, sem vinnur traustustu launakannanir sem nú eru gerðar hérlendis. Ef Hagstofan vill taka mið af rannsóknum sem byggjast á gömlum aðferðum getur hún ekki vænst þess að finna sam- anburðarhæfar kannanir erlendis – og fær vafalaust minni launamun kynja hér en í öðrum löndum. Loks að yfirlýsingum fjármála- ráðuneytisins um að það hafi á und- Rétt og rangt í gagnrýni á evrópska launakönnun Eftir Þorgerði Einarsdóttur „Launamun- ur kynja er eldfimt og hápólitískt mál.“ DILBERT mbl.is Flott ... LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.