Morgunblaðið - 14.12.2002, Page 69
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 69
anförnum árum verið „unnið að því
að tryggja að gögn um laun opin-
berra starfsmanna séu til þess fallin
að nýta megi í kjararannsóknum“.
Þetta er stórlega orðum aukið: Í bók-
un með nýja launakerfinu sem samið
var um árið 1997 var ákvæði um að
ríkið skyldi fylgjast með afleiðingum
þess fyrir launamun kynjanna. Þetta
hefur ekki verið gert. Ástæðan? Það
er ekki til starfaflokkun. Mér vitan-
lega hefur starfaflokkun ekki vafist
fyrir stjórnvöldum í öðrum löndum.
Annað dæmi er að hvergi er að finna
skiptingu vinnuaflsins milli hins op-
inbera og almenna markaðarins.
Þriðja atriðið, kaldhæðnislegt eins
og það kann að hljóma, snertir vill-
una margfrægu þar sem launamun-
ur kynja í opinbera geiranum var of-
metinn. Þessi gögn eru ekki tekin
saman reglulega fyrir opinbera
markaðinn og voru þess vegna reikn-
uð sérstaklega fyrir þessa könnun.
Því miður fór sem fór – og Rann-
sóknastofa í kvennafræðum og
Kjararannsóknanefnd opinberra
starfsmanna hafa þegar leiðrétt vill-
una, skýrt hana og harmað mistökin.
Launamunur kynja er eldfimt og
hápólitískt mál. Það er mikilvægt að
grafast fyrir um hann eins og gert er
í þessari könnun. Það græðir enginn
á að ofmeta hann og enginn hefur
gert það vísvitandi eða í vafasömum
tilgangi. Launamunurinn er mikill
hér á landi og það er brýnt að leita
leiða til að útrýma honum. Það er
spurning hvort yfirlætislegri gagn-
rýni á Evrópukönnunina er hér ætl-
að að þjóna þeim tilgangi.
Höfundur er lektor í kynjafræði við
félagsvísindadeild Háskóla Íslands.
Moggabúðin
Músarmotta, aðeins 450 kr.
Mörkinni 3, sími 568 7477
www.virka.is
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14
Gjafabréf
til saumakonunnar
nýtist vel þar sem
efnaúrvalið er mikið
Jólatónar
í Ljósafossstöð
Landsvirkjunarkórinn býður öllu tónelsku fólki á létta jólatónleika í
Ljósafossstöð laugardaginn 14. desember kl. 16:00.
Þuríður G. Sigurðardóttir og Þorgeir J. Andrésson syngja einsöng
Kaffi og piparkökur að tónleikum loknum.
Allir velkomnir