Morgunblaðið - 14.12.2002, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 14.12.2002, Qupperneq 71
lagsþjónustu Reykjavíkur, sem veitir fjárstyrk fyrir karla til náms í félagsráðgjöf, á sinn þátt í því að þrír karlmenn útskrifast væntan- lega með starfsréttindi í félagsráð- gjöf frá Háskóla Íslands árið 2003. Í undirbúningi eru fleiri hvatning- araðgerðir. Einnig hefur verið lagt til að Háskóli Íslands og Jafnrétt- isráð, í samstarfi við fjölda stofn- ana og fyrirtækja, hefji hvatn- ingarátak til að kynna drengjum í grunn- og framhaldsskólum nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Ís- lands (Rósa Erlingsdóttir, minn- isblað: Átaksverkefni; konur til for- ystu og jafnara námsval kynjanna). Í dag eru konur í meirihluta í deildum félagsvísinda og við velt- um því fyrir okkur hvort staðhæf- ingar sem heyrast gjarnan, að kon- ur séu ef til vill betur læsar á tilfinningar en karlar og að þær eigi betur með að vinna í hóp, sé ástæðan fyrir því hvers vegna þær sæki frekar í félagsvísindi. Hvað varðar félagsráðgjöf er, að okkar mati, skýringa frekar að leita í þeirri hefð sem myndast hefur fyr- ir því að líta á félagsráðgjöfina sem rótgróna kvennastétt. Karlmenn hafi hreinlega ekki lagt í að brjóta upp þessa venju sem skapast hef- ur. En til þess að slíkt geti orðið að veruleika þyrfti að efla jafnrétt- isumræðuna í Háskóla Íslands, og víðar, enn frekar og ræða málin á breiðari grundvelli svo hún nái örugglega eyrum allra, líka karl- þjóðarinnar. Bæði kynin – betri þjónusta Aukin aðsókn karlmanna í fé- lagsráðgjöf, sem og aðrar greinar sem einkennast af þátttöku kvenna, er að okkar mati mjög já- kvæð þróun. Karlkyns félagsráð- gjafar gætu vissulega átt þátt í því að koma með nýjar áherslur inn í stéttina þar sem um breitt starfs- svið er að ræða og þörf er á sí- felldri endurnýjun. Einkunnarorð félagsráðgjafar er heildarsýn, þar sem félagsráðgjafanum er ætlað að líta á vandkvæði einstaklinga út frá persónulegum, félagslegum og samfélagslegum þáttum í lífi hans. Það mætti segja manni að full- komin heildarsýn sé einmitt fengin með sjónarmiðum beggja kynja að leiðarljósi. Reynslan úr heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu bendir til að karlkyns og kvenkyns starfskraft- ar taki með ólíkum hætti á málum. Kynin eru misjafnlega félagsmótuð og kannski misjöfn að upplagi líka, því hlýtur víðsýnin að aukast þegar þau vinna saman að því að leita lausna og það tryggir jafnframt oft sanngjarnari þjónustu. Þetta á ekki bara við í félagsráðgjöf heldur í öllum fögum og sviðum sam- félagsins. Ef konur finna að karlar leita inn á hefðbundin kvennasvið er ekki ólíklegt að þær finni sig frek- ar á meðal karla, á hefðbundnum karlasviðum. Karlar þurfa að læra á mjúku sviðin, á sama tíma og konur læra á þau hörðu. Efna- hagur framtíðarinnar byggist á því að nýta alla þá þekkingu sem til staðar er, og þá ekki síst kvenna, því hún hefur verið vannýtt hingað til. Einnig þarf að beina körlum á breiðari vettvang því við þurfum einnig krafta þeirra sem víðast. Í öllum fögum er mikilvægt að jafna hlutfall kynjanna þar sem það hallar áberandi á annað hvort þeirra, því allstaðar er þörf á sýn beggja kynja og einnig not fyrir mannauð og reynslu þeirra. Að því er nú unnið við Háskóla Íslands. Höfundar eru nemendur á fjórða ári í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 71 alltaf á föstudögum Síðumúla 3-5 Sími 553 7355 Opið alla daga frá kl. 11-18 23. des. opið frá kl. 11-23 24. des. opið frá kl. 11-13 Satínnáttkjólar Stuttir verð kr. 3.800 Síðir verð kr. 6.400 Silkináttföt Verð kr. 14.200 Undirföt í úrvali Draumagjöfin hennar! Á fljúgandi fer› - um jólin 15% afsláttur af brettapökkum (bretti, skór og bindingar) Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 94 42 12 /2 00 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.