Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 73
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 73 FRAMBOÐSLISTAR vegna komandi alþingiskosninga eru að líta dagsins ljós hver af öðrum. Fyrir liggur skv. úttekt fjölmiðla að konum mun fækka í þinginu eftir næstu kosningar. Í mínu kjördæmi, sem kennt er við norðvestur, hafa birst listar allra fjórflokkanna. Nokkra umræðu hefur vakið karlaslagurinn, slagsmál sitjandi þingkarla um að halda öruggu sæti, konur lítt verið nefndar til sögunnar í þeirri um- ræðu. Listarnir enda þannig að það er best að byrja að leita rétt ofan við miðju ef maður ætlar að finna konu, hreinir karlahlunkalistar að Sam- fylkingunni undanskilinni. Ég sem hef kennt mig við vinstri - græna hafði nú ekki áhyggjur af stöðu kvenna í mínum flokki. Í mín- um flokki er stefnan skýr hvort sem er í jafnréttis- eða kvenfrelsismál- um. Ekki bara í stefnuskránni og málefnahandbókinni heldur hefur formaðurinn líka í hátíðarræðum gert sér tíðrætt um meginstoðirnar þrjár í stefnu flokksins; vinstri stefn- una, umhverfisverndina og síðast en ekki síst kvennabaráttuna. Við höf- um öll klappað rosalega, jafnt konur og karlar, svo ánægð með stefnuna og meginstoðirnar og svo auðvitað formanninn. Nei, það var nú ekki ástæða til að hafa áhyggjur af mínum flokki í mínu kjördæmi, enda úrval af vel frambærilegum konum sem mundu sóma sér vel hvort sem er í 1. eða 2. sæti, konum sem voru tilbúnar til að hella sér í slaginn, konum sem njóta virðingar og vinsælda á heimaslóð- um og formaðurinn minn auk þess búinn að vera að gera grín að slags- málum karlanna í hinum flokkunum um þingsætin. En hver varð svo veruleikinn? Jú vinstri - grænir, þótt þeir ættu nú ekki marga þingmenn, voru lentir í sömu vandræðum og hinir flokkarnir með sitjandi karlkyns þingmann sem átti litla von um endurkjör vegna kjördæmabreytinganna. Góður fé- lagi í þingflokknum, voðalega skemmtilegur strákur, vinur for- mannsins og þægilegur í allri um- gengni. Svona karlmaður má ekki missa von um þingsæti. Vandann verður að leysa. Þetta var undra ein- falt, nokkur símtöl milli miðaldra fyrrverandi allaballakarla og lausnin fundin; 2. sæti í Norðvesturkjör- dæminu, – með góðri baráttu gæti verið von um uppbótarþingsæti. Léttir, – búið að koma körlunum fyr- ir , – setjum konur í næstu 3-4 sæti, það ætti að vera þokkalegt jafnrétti. Er þá stefnan og allt talið um meg- instoðirnar; kvennabaráttuna og hitt, bara til hátíðarbrúks? Eigum við konur að vera ánægðar meðan stefnuskráin er í lagi hvernig sem framkvæmdin er? Eru hinar megin- stoðirnar kannski líka bara svona til að nota spari? Karlarnir hafa reynt að bera fram ýmisleg rök fyrir listanum sínum. Skemmtilegasta afsökunin er að þurft hafi að gæta þess að frambjóð- andi í 2. sæti skyggði ekki á karlinn sem „átti“ 1. sætið. Dásamleg rök í flokki sem hefur kvennabaráttu sem eina af „meginstoðunum“. Ekki er ég svo barnaleg að halda að þetta greinarkorn mitt hafi áhrif á karlakompaníið í vinstri - grænum. Þeir munu afgreiða þetta annað- hvort góðlátlega með – „ hún er ekki í nógu góðu skapi í dag“ eða ein- hverju þess háttar eða bara varpa frá sér allri ábyrgð og vísa á uppstill- ingarnefnd í kjördæminu. Þeir gætu jafnvel att flokkshollri konu í að svara mér. Steingrímur og félagar hafa áralanga reynslu í að hrista af sér málefnalega gagnrýni kvenna eins og hverja aðra óværu og láta það alls ekki hafa áhrif á sig. Von mín er hinsvegar sú að konur, sem enn hafa í sér ögn af kvennabar- áttuneista, hugleiði málið. Það er hægt að sitja heima á kjördag eða skila auðu, – jafnvel teikna það sem virðist skipta mestu máli á kjörseð- ilinn. Er ekki kominn tími til að beita „kvennaráðum“? Þokkalegt jafnrétti Eftir Hjördísi Hjartardóttur Höfundur er varaþingmaður VG á Norðurlandi vestra. „Er þá stefn- an og allt talið um meginstoð- irnar; kvennabaráttuna og hitt, bara til hátíð- arbrúks?“ alltaf á þriðjudögumHEIMILI/FASTEIGNIR ATVINNA mbl.is Pétur Gautur Í dag ,kl. 16 –19, opnar jólasýning á nýjum verkum á vinnustofu minni „Gallerí Örnólfur“ á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Komið inn úr kuldanum og jólatraffíkinni og þiggið piparkökur og léttar veitingar og hlýðið á ljúfa tóna Tómasar R. Einarssonar bassaleikara. VERIÐ VELKOMIN OG TAKIÐ MEÐ YKKUR GESTI. á aðventu SýningSýningin er opin frákl. 16-18 alla dagafram að jólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.