Morgunblaðið - 14.12.2002, Page 75

Morgunblaðið - 14.12.2002, Page 75
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 75 Í GREIN sem ég ritaði og birt var í Morgunblaðinu 11. desember sl. kom fram að hlutfallslega eru um helmingi fleiri aldraðir á stofnunum á landsbyggðinni, en er í Reykjavík. Þannig eru tæplega 18% Reykvík- inga sem eru 80 ára og eldri á öldr- unarstofnunum, sem er um helmingi lægra hlutfall en á landsbyggðinni utan höfuðborgarsvæðis. Markmið heilbrigðisáætlunar Skv. markmiðum heilbrigðisáætl- unar er miðað við að á árinu 2010 verði um 25% þeirra sem eru 80 ára og eldri á stofnunum, en 75% verði í heimahúsum. Skv. upplýsingum úr heilbrigðisáætlun eru nú 35% þeirra sem eru 80 ára og eldri á öldrunar- stofnunum. Til að ná markmiðum heilbrigðisáætlunar verður að leggja mikla áherslu á uppbyggingu heima- hjúkrunar og annarrar þjónustu við aldraða í heimahúsum á næstu ár- um. Heimaþjónusta á eina hönd Starfshópur forsætisráðherra um öldrunarmál, sem skipuð var fulltrú- um stjórnvalda og Landssambands eldri borgara, skilaði nýlega álits- gerð um nauðsynlegar breytingar um málefni aldraðra. Ein af tillögum starfshópsins var að auka heima- þjónustu við aldraða til að ná því markmiði að þeir geti sem lengst dvalið á eigin vegum utan stofnana. Þar var m.a. lagt til að verkefni sem eru nú á vegum ríkis og sveitarfé- laga verði færð á eina hönd. Hér er átt við heimahjúkrun annars vegar sem rekin er af ríkinu og hins vegar stuðning við heimilishald, s.k. heima- þjónustu og aðra félagsþjónustu, sem rekin er af sveitarfélögum. Reynsla á samhæfingu Slík samhæfing á þjónustu við aldraða hefur átt sér stað í reynslu- sveitarfélögunum á Akureyri og Höfn í Hornafirði um nokkurra ára skeið, með góðum árangri. Sl. haust var fjárlaganefnd Alþingis á ferð um Norðurland. Forsvarsmenn öldrun- arþjónustu á Akureyri kynntu þar fyrir nefndinni áherslubreytingar eftir að sveitarfélagið tók að sér að samhæfa heilbrigðisþjónustu, fé- lagsþjónustu og heimaþjónustu við aldraða í bænum. Þar kom m.a. fram að á síðasta áratug hefur öldrunarrýmum á Ak- ureyri fækkað um 12% á sama tíma og íbúum 67 ára og eldri hefur fjölg- að um 16%. Þá hefur hlutfall þeirra sem eru 80 ára og eldri á stofnunum lækkað verulega. Með samhæfingu þjónustuþátta hefur sveitarfélagið aukið þjónustu við aldraða í heima- húsum með fjölgun dagvistarrýma um 100%, 56% fjölgun þeirra sem njóta heimahjúkrunar og 64% fjölg- un þeirra sem njóta stuðnings við heimilishald. Þá hefur Akureyrar- bær tekið upp heilsueflandi heim- sóknir til aldraðra, þar sem þeim er boðið upp á stuðningsheimsókn fag- fólks til að veita leiðbeiningar og ráðleggingar, sem eru til þess fallnar að styðja við aldraða í heimahúsum. Jákvæð breyting Nú er reyndar svo komið að byggja þarf fleiri hjúkrunarrými á Akureyri, en flutningur þjónustu við aldraða á eina hönd frestaði slíkum framkvæmdum um nokkur ár með tilheyrandi sparnaði. Hins vegar er óumdeilt að áherslubreytingin hefur leitt til bættrar þjónustu við aldraða og þeir studdir til að standa lengur á eigin fótum utan stofnana, sem er í samræmi við einlægar óskir flestra eldri borgara. Sameiginleg markmið Í Reykjavík er mikil þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými enda benda töl- ur til að höfuðborgin hefur setið eftir í þeim efnum. Annars staðar á land- inu virðist nokkurt jafnvægi á fram- boði og eftirspurn að Akureyri und- anskilinni. Ég hef haldið því fram að umframframboð sé á öldrunarrým- um á ýmsum stöðum úti á landi og sveitarfélög beini jafnvel öldruðum einstaklingum á stofnanir sem ríkið fjármagnar og greiðir reksturinn fyrir til að spara sér kostnað vegna heimaþjónustu sem sveitarfélagið rekur og ber kostnað af. Skipulags- breytingar af því tagi sem lagt er til í starfshópi forsætisráðherra um mál- efni aldraða og reynsla er þegar komin á á Akureyri eru til þess falln- ar að stuðla að betri nýtingu fjár- muna. Um leið er komið til móts við óskir aldraðra um að fá að vera eins lengi í heimahúsum og unnt er, með stuðningi frá opinberum aðilum ef þörf krefur. Færa þarf þjónustu við aldraða á eina hönd Eftir Ástu Möller „Í Reykjavík er mikil þörf fyrir fleiri hjúkrunar- rými.“ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.