Morgunblaðið - 14.12.2002, Síða 79
SAMBAND íslenskra kristniboðs-
félaga gefur út almanak, eins og und-
anfarin ár, til kynningar á starfi
samtakanna. Almanak næsta árs er
sérstaklega helgað konum, lífi þeirra
og kjörum og hvernig kristniboðs-
starfið miðar að því að styrkja kon-
urnar.
Almanakinu er dreift ókeypis en
með því fylgir gíróseðill sem nota má
til að koma til skila fjárframlögum til
starfsins. Fólk sem hefur áhuga á að
fá eintak getur haft samband við
skrifstofu Kristniboðssambandsins,
húsi KFUM og KFUK, Holtavegi
28, eða nálgast það í sölubás samtak-
anna í Kringlunni nú fyrir jólin.
Kristniboðs-
almanakið
komið út
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 79
SIGURÐUR Hafsteinsson, sem er
búsettur í Grenaa í Danmörku, hefur
hafið sölu á dönskum jólatrjám á
Dalvegi í Kópavogi.
Er þetta í annað skiptið sem Sig-
urður kemur hingað til lands að selja
jólatré. Sigurður hefur ásamt fjöl-
skyldu sinn fellt trén í Danmörku og
flutt þau inn. 10% af andvirði sölunn-
ar renna til einhverfra barna.
Uppboð verður á 3,5 metra háu
jólatré 20. desember nk. og mun and-
virði þess renna óskipt til einhverfra
barna, segir í fréttatilkynningu.
Selur dönsk
jólatré
Morgunblaðið/Alfons
Sigurður Hafsteinsson með jólatréð
sem hann ætlar að bjóða upp 20.
desember nk.
Jólamarkaðurinn á Lækjartorgi
verður opinn sunnudaginn 15. des-
ember kl. 13–22. Á boðstólum
verður m.a.: Sólheimakerti og Sól-
heimasultur, handunnið jóla-
skraut, hlæjandi húfur, heima-
saumuð dúkkuföt, jólatré og
grenigreinar, framandi skraut-
munir, forngripir, skart og slípaðir
steinar o.fl. Veitingasalan verður í
höndum miðbæjarprests ásamt
unglingum úr fjölþjóðastarfinu og
Samhjálp. Bjarni Karlsson, sókn-
arprestur í Laugarneskirkju, talar
um aðventuna og jólaboðskapinn
kl. 14. Tónlistarmennirnir Tómas
R. Einarsson, Gunnar Gunnarsson
og Þorvaldur Þorvaldsson flytja
jólasálma. Kl. 15 flytur hljóm-
sveitin Santiago lög af nýjum
geisladiski sínum. Eyjólfur Krist-
jánsson leikur og syngur nokkur
lög kl. 20 og áritar nýja diskinn
sinn Engan jazz hér í sölubás
Skífunnar.
Landakotskirkja Níu manna hóp-
ur nýrra Íslendinga heldur jóla-
vöku, á morgun, sunnudaginn 15.
desember, kl. 16. Verkefnið heitir
„Enginn er eyja“ og verða m.a.
lesin ljóð, jólalög sungin bæði á ís-
lensku og ensku, og að auki á
tagalog (megintungumál Filipps-
eyinga), bemba (tungumálið í
Sambíu) og á þýsku.
Jafnframt verður safnað fyrir
hjálparstarfið í Zambíu og á Fil-
ippseyjum til handa fátæku og
veiku fólkið þar. Hinir nýju Ís-
lendingar vilja með framlaginu
auka skilning milli sín og eyja-
skeggja.
Neskirkja Rósakranssónötur
númer 1–5 eftir Heinrich Biber
verða fluttar í Neskirkju annað
kvöld kl. 21. Það eru þeir Martin
Frewer fiðluleikari, Dean Ferrell
kontrabassaleikari og Steingrímur
Þórhallsson orgelleikari sem flytja
tónlistina og Örn Bárður Jónsson
flytur ritningalestur og hugleið-
ingu en Rósakranssöturnar lýsa
fæðingu og fyrstu 12 árum Krists.
Hver og ein lýsir einum þætti í lífi
Krists eins og því er lýst í Nýja
testamentinu.
Á MORGUN
Opið hús í félagsheimili ása-
trúarmanna, Grandagarði 8, verð-
ur í dag, laugardaginn 14. desem-
ber kl. 2 – 5 en þar er nú verið að
undirbúa stærsta blót ársins sem
haldið verður um vetrarsólstöður.
Formlega verður opnuð sýning
Júlíusar Samúelssonar „Lífsins
tré“. Júlíus sýnir þar olíumálverk
og er efni verkanna sótt í goð-
heima. Aðgangur er ókeypis í
Hrafnakaffi ásatrúarmanna og allir
velkomnir.
Jólafundur LAUFS, landssamtaka
áhugafólks um flogaveiki verður
haldinn í dag, laugardaginn 14.
desember kl. 14 – 16 í Hátúni 10,
jarðhæð. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
fytur hugvekju og Guðlaug María
Bjarnadóttir leikkona verður með
upplestur. Heitt súkkulaði og jóla-
kökur.
Í gamla Hressingarskálanum
verður ýmislegt um að vera í dag,
laugardaginn 14. desember. Dag-
skrá hefst kl. 15 með barnastund í
umsjá Jónu Hrannar Bolladóttur
miðborgarprests. Auður Jónsdóttir
rithöfundur les úr bók sinni
skrýtnastur er maður sjálfur. Kl.
16 kemur Margrét Pálmadóttir
ásamt nokkrum söngsystrum sín-
um úr Kvennakórnum og syngja.
Kl. 17 syngur Hólmfríður Jóhann-
esdóttir mezzósópran nokkur lög
við undirleik Hreiðars Inga Þor-
steinssonar.
Jólaböll í Vetrargarðinum í
Smáralind, í dag, laugardaginn 14.
og á morgun, sunnudaginn 15. des-
ember, kl. 14 – 16. Ásta og Lóa
ókurteisa koma á jólaballið. Einnig
verður boðið upp á myndatöku með
jólasveininum við Hans Petersen
frá kl. 14 – 16. Margir tónlist-
armenn verða í Vetrargarðinum; á
laugardaginn kl. 13.30 syngur Kata
ásamt dönsurum og söngvurum, kl.
15 Í Svörtum fötum, kl. 17 Bubbi,
Þórunn A., Papar, Eyfi og Valgeir
Guðjónsson. Á sunnudag kl. 15
syngur Jóhanna Guðrún, KK, Pap-
ar, Páll Rósinkrans, Í svörtum föt-
um, Írafár, Land og synir, kl. Day-
sleeper, Þórunn A., Hera og XXX
Rottweiler hundar.
Á laugardag kl. 19 verður jóla-
skemmtun í Vetrargarðinum með
Jólalest Coca-Cola. Jólasveinarnir
verða á ferð í göngugötunni
skemmta börnunum, harmonikku-
og flautuleikarar flytja jólatónlist
og Álafosskórinn syngur á laug-
ardag kl.15. Jólalandið í Vetr-
argarðinum er opið alla daga til
jóla.
Í Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inum verður boðið upp á hest-
vagnaferðir um garðinn kl. 14 – 15
um helgina. Á sunnudaginn verður
rúningsmaðurinn Guðmundur Hall-
grímsson og konur frá ullarselinu á
Hvanneyri. Einnig verður ráðu-
nautur frá Bændasamtökunum til
að mæla kjöt- og fituþykkt á fénu
með aðstoð sónartækis. Kl. 10.40
er jólasaga lesin í fjósinu og kl. 14
munu jólasveinarnir og Grýla leyfa
gestum garðsins að fylgjast með
jólaundirbúningnum á heimili sínu,
en jólasveinaheimilið er opið alla
daga kl. 14 – 15. Í stað hefðbund-
innar hestateymingar ætla dýra-
hirðarnir að bjóða fólki í hest-
vagnaferð í rúmlega 100 ára
gömlum hestvagni kl. 14 – 15 báða
dagana. Virka daga verður hesta-
teyming kl. 14 – 14.30. í Kaffihús-
inu verður hádegishlaðborð.
Upplýsingafundur um virkjana-
áformin á hálendi Íslands verður
í dag, laugardaginn 14. desember
kl. 15 – 17, á efri hæð Grand Rokks
að Smiðjustíg 6. Erindi halda:
Katrín Theodórsdóttir lögmaður
og Ólafur S. Andrésson, í stjórn
Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Í DAG
Jólahappdrætti
Krabbameins-
félagsins
HAPPDRÆTTI Krabbameins-
félagsins er helsta fjáröflunarleið
krabbameinssamtakanna hér á
landi. Einn mikilvægasti þáttur
starfseminnar, fræðsla um krabba-
mein og krabbameinsvarnir, byggist
að langmestu leyti á happdrættisfé,
svo og aðstoð og stuðningur við
krabbameinssjúklinga og aðstand-
endur.
Í jólahappdrættinu fá konur
heimsenda happdrættismiða. Vinn-
ingar í jólahappdrættinu eru 150
talsins að verðmæti rúmar 18 millj-
ónir kr. Aðalvinningur er Alfa Ro-
meo 156 frá Alfa Romeo-umboðinu.
Annar aðalvinningurinn er bifreið
eða greiðsla upp í íbúð að verðmæti
kr. 1.000.000. 148 vinningar eru svo
úttektir hjá ferðaskrifstofu eða
verslun, hver að verðmæti kr.
100.000. Vinningarnir eru skatt-
frjálsir. Dregið verður 24. desember.
Miðar eru einnig til sölu á skrif-
stofu Krabbameinsfélagsins í Skóg-
arhlíð 8.
Mótmæla
hækkunum á
verðlagi
EFTIRFARANDI ályktun hefur
borist frá Verkalýðsfélagi Akraness:
„Trúnaðarráð Verkalýðsfélags
Akraness mótmælir harðlega þeim
hækkunum á verðlagi sem nýlega
hafa verið ákveðnar eða eru í burð-
arliðnum. Verkalýðshreyfingin hef-
ur í síðustu kjarasamningum axlað
sinn hluta ábyrgðarinnar á því að
halda aftur af verðbólgu. Hreyfingin
sýndi jafnframt hvers hún er megn-
ug í átakinu við að halda verðlags-
hækkunum innan við rauðu strikin
síðastliðið vor. Þær hækkanir sem
nú hafa verið kynntar eru algjört
stílbrot í þessu samhengi. Þær sýna
að frumkvæði okkar er einskis metið
og að ríkisstjórnin, ýmis fyrirtæki og
sveitarfélög ætla ekki að axla sinn
hluta ábyrgðarinnar.
Flestum er í fersku minni að það
þurfti að knýja ríkisstjórnina til
þátttöku í átakinu um að halda verð-
lagi innan við rauðu strikin. Það er
greinilegt að hún nýtir sér fyrsta
tækifæri til að hækka verðlag og
leggja nýjar álögur á almenning í
landinu. Þessar aðgerðir hljóta að
gefa tóninn í undirbúningi næstu
kjarasamninga.“
BÍLABÚÐ Benna hefur fengið um-
boð fyrir bandarísku torfæruhjólin
frá Cannondale, en gengið var frá
samningum þess efnis um síðustu
mánaðamót. Fyrsta sending af tor-
færuhjólunum er komin og verða þau
frumsýnd mánudaginn 16. desember.
Helsta nýjungin er rafeindastýrð
innsprautun eldsneytis og rafeinda-
stýrt kveikjukerfi. Þannig geta eig-
endur tengt mótorhjól sín við tölvu og
stillt eiginleika vélar hjólanna með til-
liti til þeirra aðstæðna sem ætlunin er
að keyra við, en slíkt hefur hingað til
ekki þekkst í torfæruhjólum. Enn-
fremur koma þau með keppnisfjöðr-
un frá Öhlins. Grind hjólsins er úr áli,
vökvakúpling er staðalbúnaður, olíu-
verk gírkassa er aðskilið frá vél og
meðal framúrstefnubreytinga er að
snúa strokklokinu öfugt við það sem
hingað til þekkist en með því móti er
hægt að stytta pústgreinina og hag-
ræða uppsetningu hjólsins til muna,
segir í fréttatilkynningu.
Samhliða torfæruhjólunum mun
Bílabúð Benna selja O’neal fatnað,
Oakley gleraugu, Alpinestars hlífðar-
fatnað og Michelin torfæruhjóladekk.
Sýna torfæru-
hjól frá
Cannondale
Fagna ákvörðun
um jarðgöng um
Héðinsfjörð
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá bæjaryfirvöldum á Siglu-
firði vegna ákvörðunar um jarð-
gangagerð:
„Samgönguráðuneytið hefur
kynnt ákvörðun um útboð vegna
jarðgangagerðar á Austur- og
Norðurlandi í vetur og fram-
kvæmdaáætlun verkanna. Bæjaryf-
irvöld á Siglufirði fagna því heils-
hugar að nú liggi fyrir endanleg
ákvörðun ríkisstjórnar og ráðuneyt-
is um útboð jarðganga um Héðins-
fjörð milli Siglufjarðar og Ólafs-
fjarðar í febrúar 2003 og í framhaldi
af því framkvæmdir við verkið. Er
mikilsvert að með þeirri tilhögun
sem ákveðin hefur verið helst sú
hagkvæmni af samlegðaráhrifum
beggja verkefnanna sem gert var
ráð fyrir með sameiginlegu útboði.
Það hlýtur ávallt að vera fagn-
aðarefni þegar skynsamlegar
ákvarðanir eru teknar í samgöngu-
málum þjóðarinnar en áætluð þjóð-
hagsleg arðsemi af byggingu jarð-
ganga um Héðinsfjörð er um 14,5%
samkvæmt skýrslu Vegagerðarinn-
ar um umhverfismat framkvæmda.“
Byggðarann-
sóknastofnun
opnar heimasíðu
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra opnaði
heimasíðu Byggðarannsóknarstofn-
unar Íslands föstudaginn 6. desem-
ber sl.
Hjá Byggðarannsóknarstofnun
eru stundaðar rannsóknir á sviði
byggðamála og er stofnunin staðsett
við Háskólann á Akureyri. Verk-
efnastjóri Byggðarannsóknarstofn-
unar er dr. Grétar Þ. Eyþórsson, en
hann er jafnframt framkvæmda-
stjóri Rannsóknarstofnunar Háskól-
ans á Akureyri (RHA).
Á síðunni má m.a. finna öflugan
gagnvirkan gagnagrunn um íslensk-
ar byggðarannsóknir. Er hér um að
ræða þann fyrsta og eina sinnar teg-
undar um byggðamál hérlendis, seg-
ir í fréttatilkynningu. Slóð heimasíð-
unnar er www.brsi.is og frétt af
opnuninni má sjá á heimasíðu Há-
skólans á Akureyri www.unak.is
Frá afhendingu styrksins, frá vinstri: Fanney Karlsdóttir starfsmaður,
Guðmundur K. Einarsson gjaldkeri og Garðar Guðjónsson, formaður
Kópavogsdeildar, Margrét Scheving formaður og Ingibjörg Ingvadóttir
gjaldkeri, fulltrúar Mæðrastyrksnefndar.
Styrkir Mæðrastyrks-
nefnd Kópavogs
Auk matarstyrkja úthlutar
nefndin fötum til þeirra sem á
þurfa að halda. Fataúthlutun í
desember fer fram á þriðjudögum
kl. 16–18 í húsnæði deildarinnar í
Hamraborg 20a.
KÓPAVOGSDEILD Rauða kross-
ins hefur veitt Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs 500 þúsund króna styrk
vegna aðstoðar við fjölskyldur
sem leita til nefndarinnar nú fyrir
jólin.
Í STAÐ útsendinga jólakorta
í ár styrkir Sorpa Ferðafélag-
ið Víðsýn. Ögmundur Einars-
son, framkvæmdastjóri Sorp-
eyðingar höfuðborgarsvæðis-
ins bs. afhenti Ferðafélaginu
Víðsýn styrk föstudaginn 13.
desember.
Ferðafélagið Víðsýn hefur
það markmið að gefa fé-
lagsmönnum kost á að fara í
skipulagðar ferðir innanlands
sem utan. Í félaginu eru rúm-
lega 40 einstaklingar, gestir
Vinjar, athvarfs fyrir geðfatl-
aða sem Rauði kross Íslands
rekur að Hverfisgötu 47,
Reykjavík.
Fyrir hönd Ferðafélagsins
Víðsýnar veitti Garðar Sölvi
Helgason, gjaldkeri félagsins
og gestur Vinjar, styrknum
móttöku og eins og áður kom
fram mun styrkurinn nýtast til
niðurgreiðslu ferðakostnaðar
fyrir gesti Vinjar.
Sorpa styrkir
Ferðafélagið
Víðsýn