Morgunblaðið - 14.12.2002, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 14.12.2002, Qupperneq 82
DAGBÓK 82 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brynjólfur fer í dag. Fréttir Bókatíðindi 2002. Núm- er laugardagsins 14. des. er 99087. Mannamót Norðurbrún 1, Furu- gerði 1, Hæðargarður 31 og Vitatorg. Mánu- daginn 16. desember verður farið í aðventu- ferð á Hellu í boði Hóp- bíla og Hestheima þar sem handverkssýning heimamanna verður skoðuð. Farið verður að Hestheimum þar sem verður boðið upp á jóla- kaffihlaðborð með heitu súkkulaði og kaffi ásamt öllum gerðum af kökum og smurðu brauði. Skag- firðingarnir Ásta Begga og Gísli á Hestheimum syngja jólalög. Lagt af stað kl. 12.30 frá Norð- urbrún 1 og síðan teknir farþegar í Furugerði, Hæðargarði og Vita- torgi. Uppl. í Norð- urbrún s. 5688 6960, Furugerði s. 553 4060, Hæðargarði s. 568 3132 og Vitatorgi s. 561 0300. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Púttað er í Hraunseli mánudaga kl. 10 þriðjudaga kl. 13 fimmtudögum kl. 10 og föstudögum kl. 13. Bilj- ardstofan er opinn alla virkadaga frá kl. 13–16. Skráning og allar upp- lýsingar í Hraunseli síma 555 0142. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borgara í Damos. Fé- lagsstarfið verður til 19. des. og endar þá með há- tíðarstund á Hlaðhömr- um kl. 14. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Handverks- sýning á Garðabergi. 8 leirlistakonur nem- endur hjá Svetlönu Mat- usa og 10 konur nem- endur í bútasaum hjá Elísabetu Magnúsdóttur á námskeiðum hjá FAG með sýningu á Garða- bergi. Sýningarnar eru opnar á virkum dögum og á laugardag kl. 13–17. Allir velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöð- in og matur í hádegi. Sunnudagur: Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Ljósaskreyt- ingar á Akranesi, stutt dagsferð 15. desember, brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 14. Söngvaka nk. miðviku- dag 18. desember kl. 20.45. Umsjón Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir. Skrifstofa félags- ins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Myndlistarsýning Árna Sighvatssonar stendur yfir. Gullsmári. Jólahlaðborð verður í dag, laugardag- inn 14. des. kl. 18.30. Tekið á móti gestum með fordrykk. Samkór Kópavogs undir stjórn Julian Hawlett. Fjölda- söngur og dans. Hvassaleiti. Litlu jólin verða haldin þriðjudag- inn 17. des. nk. kl. 13–16. Á boðstólum verður jóla- matur, Þorvaldur Hall- dórsson kemur og sér um jólatónlistina. Skrán- ing er á skrifstofunni í síma 588 9335. Vesturgata 7. Nýtt jóganámskeið byrjar mánudaginn 6. janúar. Kennt verður á mánu- dögum og mið- vikudögum kl. 10.30– 11.30. Leiðbeinandi Hildur Björg Eydal. Frír prufutími, upplýs- ingar og skráning í síma 562 7077. Jóla- hugvekja verður fimmtudaginn 19. des. kl. 10.30 í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests. Þor- valdur Halldórsson syngur og leikur á hljómborð. Allir vel- komnir. Digraneskirkja, kirkju- starf aldraðra. Opið hús á þriðjudag frá kl. 11, leikfimi, léttur máls- verður, helgistund, fræðsluþáttur, kaffi. All- ir velkomnir. Húnvetningafélagið og Húnakórinn halda ár- lega jólaskemmtun í Húnabúð, Skeifunni 11, í dag 14. des. kl. 15. Húnakórinn syngur, jólasveinn kemur í heim- sókn. Kaffihlaðborð. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir Félag einhleypra. Jóla- fundur í kvöld kl. 20 í Konnakoti Hverfisgötu 105. Nýir félagar vel- komnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Slysavarnarkonur í Reykjavík, laugardag- inn 4. janúar verður haldið jólaball frá kl. 15– 18 fyrir kvennadeild- arkonur og fjölskyldur þeirra. Vinsamlegast til- kynnið þátttöku fyrir 18. des. til Hrafnhildar í síma 567 9794. Breiðfirðingakórinn. Sunnudaginn 15. des. heldur Breiðfirðingakór- inn bingó og syngur létt jólalög í Breiðfirð- ingabúð og hefst skemmtunin kl. 14.30. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum. Á Seyðisfirði: hjá Birgi Hallvarðssyni, Botnahlíð 14, s. 472 1173. Á Nes- kaupstað: í blómabúð- inni Laufskálanum, Kristín Brynjarsdóttir, Nesgötu 5, s. 477 1212. Á Egilsstöðum: í Blómabæ, Miðvangi, s. 471-2230. Á Reyðarfirði: hjá Grétu Friðriksd., Brekkugötu 13, s. 474 1177. Á Eskifirði: hjá Aðalheiði Ingimund- ard., Bleikárshlíð 57, s. 476 1223. Á Fáskrúðs- firði: hjá Maríu Ósk- arsd., Hlíðargötu 26, s. 475 1273. Á Hornafirði: hjá Sigurgeir Helgasyni, Hólabraut 1a, s. 478 1653. Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588 7555 og 588 7559 . Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofutíma er sím- svari. Einnig er hægt að hringja í síma 861 6880 og 586 1088. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533 1088 eða í bréfs. 533 1086. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutíma í síma 552 4440 frá kl. 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.parkinson.is/ sam_minningarkort.asp. Í dag er laugardagur 14. desem- ber, 348. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Eitt sinn voruð þér myrk- ur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður eins og börn ljóssins. (Efes. 5, 8.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 sleitulaust, 8 grotta, 9 þurrki út, 10 ungviði, 11 horfa, 13 húsfreyjan, 15 fáni, 18 lítið, 21 sápulög, 22 skjálfa, 23 eldstæði, 24 vanmáttugur. LÓÐRÉTT: 2 fugl, 3 rýja, 4 flanaði, 5 orkt, 6 guðs, 7 vangi, 12 togstreitu, 14 viðkvæm, 15 flot, 16 endurtekið, 17 kátt, 18 syllu, 19 borð- haldinu, 20 fjallstopp. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bjáni, 4 fúlga, 7 bóman, 8 níræð, 9 agn, 11 turn, 13 hrum, 14 ósmáa, 15 brot, 17 klók, 20 þró, 22 ostur, 23 lofar, 24 iðaði, 25 rýrar. Lórétt: 1 búbót, 2 álmur, 3 inna, 4 fönn, 5 lærir, 6 auð- um, 10 gómar, 12 nót, 13 hak, 15 bloti, 16 ostra, 18 lifur, 19 kærar, 20 þrái, 21 ólar. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur gaman af góð-látlegum kvikindisskap og deil- ir þeim áhuga með gárungunum Guðjóni Inga Eiríkssyni og Jóni Hjaltasyni. Hafa þeir gert mark- visst út á þennan kvikindisskap sinn, öðrum kvikindum til sjávar og sveita til mikillar kátínu. Prakkara- strik tvíeykisins eru bækur með gamansögum sem þeir hafa sent frá sér undanfarin ár þar sem þeir hafa tekið í gegn nokkrar af „virðulegri“ starfsstéttum samfélagsins eins og alþingismenn, lækna og presta. Í nýjustu bókinni fá fjölmiðlamenn svo fyrir ferðina. Ýmis neyðarleg mismæli eða fleipur sem þeir hafa farið með í beinni ljósvakaútsend- ingu eða á prenti eru þar höfð eftir. x x x VÍKVERJI hefur skemmt sérkonunglega við lestur bókar- innar og þá einna best yfir glappa- skotum íþróttafréttamanna. Þeim er auðvitað vorkunn því þeir eru nátt- úrlega í langerfiðasta starfinu, að þurfa að dæla út úr sér lýsingum, í beinni útsendingu, frá oftast nær æsilegum kappleikjum sem taka rækilega á taugarnar. En til að vera samkvæmur sjálfur sér stenst þó kvikindið Víkverji ekki mátið að láta nokkrar af skemmtilegustu glefsum bókarinnar af þessu tagi flakka. Hörður Magnússon á Stöð 2 og Sýn hefur átt nokkra glæsilega „málfarsspretti“ eins og orðað er í bókinni. Þannig sagði hann eitt sitt: „Desailly maldar í móðinn.“ Við annað tækifæri sagði hann: „Þarna sjáum við Houllier. Hann er glaður á bragðið.“ Og enn annað: „Þetta er slæm sjón fyrir Arsenal. Ljungberg að reyna að haltra.“ Og fáir íþrótta- fréttamenn þekkja eðlisfræði knatt- arins betur en fyrrverandi mark- varðahrellir úr Hafnarfirðinum: „Sjáiði knöttinn! Hann er á fleygi- ferð í loftinu!“ Samúel Örn Erlingsson á Sjón- varpinu hefur átt sína spretti á kappvelli íþróttalýsinga. Eitt sinn sagði hann um handboltalið KA þeg- ar risarnir Robert Duranona, Er- lingur Kristjánsson, Patrekur Jó- hannesson og Alfreð Gíslason voru þar fremstir í flokki: „Allir leikmenn liðsins eru á annan meter.“ Vá! Í lýsingu á öðrum handknattleiks- leik þar sem landsliðið okkar keppti sagði hann um Gunnar Beinteins, Geir Sveinsson og Héðin Gilsson: „Þeir standa vörnina núna: Gunnar, Geir, Héðinn. Það er nú bara eins og maður sé að lesa upp úr Njálu.“ Já, þeir eru líka víðlesnir íþróttafrétta- mennirnir. Svo fannst Samúel knattspyrnulið KR fá „hornspyrnu á mjög hættu- legum stað“. x x x GUÐJÓN Guðmundsson á Stöð 2og Sýn er maður með ákveðnar skoðanir og veigrar sér ekki við að flíka þeim: „Þetta er kókapuffs-kynslóðin. Hún hefur ekki stigið hendi í kalt vatn.“ Og Guðjón, gamall aðstoðarmaður Bogdans, þekkir sko hvað snýr upp og hvað niður á íþróttamanni: „Hann verður að fara af velli. Hann getur ekki stigið í hnéið.“ Guðjón þekkir líka muninn á góðum og slæmum sendingum: „Þetta var glæsileg sending hjá Cole, en hann á ekki möguleika á að ná boltanum.“ „Donadoni reyndi þarna slæma sendingu.“ Hafið þakkir fyrir kæru „kvik- indi“, Guðjón Ingi og Jón, að standa vaktina fyrir okkur hin. Friðum rjúpuna GÓÐIR Íslendingar. Opnið augu ykkar fyrir fegurð rjúpunnar í náttúru- lega umhverfi. Látum hana í friði, hættum að drepa rjúpuna, njótum hennar lif- andi. Friðum rjúpuna. Gleðileg jól. Elsa Pétursdóttir, Neðstaleiti 5. Rjúpnaveiði VEIÐIMENN. Liggur ykkur svo lífið á að veiða rjúpurnar að um leið og veður batnar þá þurfið þið að rjúka af stað með ákafa til veiða? Gætuð þið ekki notað tímann í leiðinni og veitt óvin rjúpunnar, tófu og mink. Hjartað í brjóstinu blakti svo ótt blásvörtu augun full orða af gnótt þar eru bænir þess mæla ei má maður ég hrelldur kom náð þína á miskunnar, miskunnar þurfi. Anna. Nammiland Hagkaupa UM síðustu mánaðamót fórum við tvær vinkonur í nammilandið í Hagkaupum í Kringlunni. Þegar við höfðum fyllt pokana með góðgæti og fórum að vigta nammið var okkur sagt að það væri ekki 50% afsláttur af namminu, það væri bara í Smáralind. Við hættum við, skiluðum namminu og fór- um í Smáralindina þar sem við keyptum nammið á 50% afslætti. Þegar heim var komið fórum við að lesa Fréttablaðið og þar var auglýsing um 50% afslátt í nammilandinu í Hagkaup- um, bæði í Smáralind og Kringlunni. Hvernig stend- ur á þessu? Tvær vinkonur. Að gera undantekningu ÉG keypti jólagjöf handa móður minni í blómabúðinni Dalíu um síðustu jól. Þetta var gjöf sem kostaði 7.900 krónur sem hún ákvað að skipta. Hún fann ekkert sem hana hugsanlega lang- aði í og fékk inneignarnótu. Næstu 8 mánuðina fór hún reglulega í Dalíu en gat engan veginn fundið eitt- hvað sem hana langaði í. Ákvað ég þá að hringja í eiganda verslunarinnar og útskýra fyrir honum hvern- ig málin stæðu og ég spurði hann hvort hann gæti mögulega gert undantekn- ingu og endurgreitt þessa upphæð svo hún gæti keypt sér eitthvað sem hana lang- aði virkilega í. Hann var mjög dónalegur og sagðist ekki hafa heyrt um þetta mál áður og skildi ekki af hverju hún gæti ekki fundið sér neitt. Ég reyndi að út- skýra fyrir honum að hana langaði ekki bara í eitthvað heldur eitthvað sérstakt því þetta væri jólagjöf frá mér. Hann sagðist ætla að hugsa málið og hringja í mig næsta dag. Þremur mánuð- um og mörgum samtölum síðar hringdi hann loks til að láta vita að hann ætlaði ekki að endurgreiða þetta. Ég hefði verið fullkom- lega sátt við þetta svar í fyrsta skipti sem ég talaði við hann en er ansi ósátt að bíða svona eftir þessu svari. Kt. 020880-5119. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÁGÆTI Velvakandi: Vegna greinar í dálki þínum 11. des. sl., „frá húsmóður í vesturbænum“, þar sem fram koma rangar fullyrðingar um Læknavaktina, vil ég sem stjórn- arformaður fyrirtækisins taka eftirfar- andi fram. Læknum ber lögum samkvæmt að skrá öll samskipti sín og meðferð á hverjum sjúklingi og skiptir þar ekki máli hvort samskiptin eru „einföld“ að mati sjúklings eða ekki. Slík samskipti á að skrá á sérstaka samskiptaseðla fyrir hvern og einn sjúkling og ber að varð- veita lögum samkvæmt og senda afrit af til heimilislæknis viðkomandi til upp- lýsinga og öryggis fyrir sjúklinginn. Læknavaktin er framlenging á þjón- ustu heilsugæslustöðvanna hér á höf- uðborgarsvæðinu utan dagvinnutíma samkvæmt sérstökum þjónustusamn- ingi við heilbrigðisyfirvöld. Læknavakt- inni ber að innheimta komugjöld fyrir hvern sjúkling sem fær hér þjónustu á móttökunni í samræmi við reglugerð HTR um sjúklingagjöld. Þetta er nákvæmlega sama gjaldskrá og í Heilsugæslunni og unnið eftir sömu reglum og eiga að vera í gildi þar. Komugjöld sem sjúklingar greiða hjá Læknavaktinni koma til frádráttar þeim greiðslum sem ella koma frá heil- brigðisyfirvöldum í fjárlögum hverju sinni. Virðingarfyllst, f.h. Læknavaktarinnar, Atli Árnason, stjórnarformaður LV. Læknavaktin svarar húsmóður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.