Morgunblaðið - 20.12.2002, Page 12

Morgunblaðið - 20.12.2002, Page 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ I NGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir segist í samtali við Morgunblaðið ekki líta svo á að yfirlýsing borgarfulltrúa Framsókn- arflokksins og Vinstri grænna í R- listasamstarfinu jafngildi vantrausti á sig sem borgarstjóra. Vantraustið geti ekki ver- ið á þeim forsendum að hún ætli að taka 5. sæt- ið á öðrum hvorum lista Samfylkingar í Reykja- vík. R-listinn starfi í borgarstjórn á grundvelli samstarfsyfirlýsingar, málefnasamnings og stefnuskrár og ekkert hafi það gerst sem ætti að kippa grunninum undan þessu þrennu. Ingi- björg telur það af og frá við núverandi að- stæður að hún hætti við ákvörðun sína um að fara í þingframboð, hún telur sig áfram njóta trausts sem borgarstjóri fyrir R-listann. „Þegar Reykjavíkurlistinn varð til und- irgekkst ég það aldrei gagnvart þessum flokk- um að ég mætti ekki skipta mér af landspólitík- inni. Það stendur hvergi í þessum yfirlýsingum, enda hefði ég aldrei samþykkt að láta hneppa mig þannig í vistarbönd. Þegar leitað var til mín árið 1994 um að ég leiddi sameiginlegan lista Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Framsókn- arflokks og Kvennalista gerði ég það á skýrum forsendum þess að ég væri ekki á kvóta neins flokks, þó að ég hafi á þeim tíma verið þingkona Kvennalistans. Þá var heldur ekki farið fram á það við mig að ég segði af mér þingmennsku. Það ákvað ég sjálf að gera. Ég hef alltaf lagt á það áherslu að ég gegndi starfi borgarstjóra og undirgengist ekki flokksvald neinna samstarfs- aðilanna,“ segir Ingibjörg. – Þú segist ekki vera undir flokksvaldi en snýst málið ekki frekar um traust samstarfs- aðilanna í kosningabandalagi frekar en eitt- hvert flokksvald? „Jú, traustið hlýtur að snúa að þeim vett- vangi sem ég starfa á, sem borgarstjóri fyrir Reykjavíkurlistann.“ Snýst ekki eingöngu um mig Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna, hefur sagt að trún- aður sé brostinn í samstarfi R-listans. Aðspurð hvort ekki sé mikilvægt að njóta trúnaðar og trausts samherja sinna segir Ingibjörg að sá trúnaður geti ekki eingöngu snúist um sína per- sónu. Hann hljóti að snúast um málefnin sem R-listinn standi sameiginlega að. Hún segist ekki hafa gengið á svig við það samkomulag sem um stefnu Reykjavíkurlistans ríki. – Voru þessi viðbrögð ekki fyrirséð þegar þið Össur ákváðuð að þú tækir sætið, í ljósi við- bragða formanna samstarfsflokkanna í R- listanum við hugmyndum um þingframboð þitt í september? „Í haust snerist málið um það að ég blandaði mér í prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar með það að markmiði að leiða lista í öðru kjördæm- anna í Reykjavík. Þar með hefði ég þurft að hætta sem borgarstjóri, mér var það alveg ljóst. Um þetta snýst málið ekki nú, heldur um það að setjast í 5. sæti á lista. Menn máttu alltaf gera því skóna að ég yrði einhvers staðar á listan- um.“ – Skiptir einhverju máli að þú sért í 5. sæti? Hlýtur Samfylkingin ekki að stefna að því að koma þér á þing og er það ekki ástæðan fyrir að þú ert í framboði? „Allir flokkar stefna að því að fá eins marga fulltrúa kjörna og þeim er unnt. Ég gæti verið í þeirri stöðu sem Geir Hallgrímsson var í á sín- um tíma er hann var borgarstjóri og varaþing- maður og síðar þingmaður. Ég get ekki fullyrt um stöðu mína fyrr en í vor að loknum kosn- ingum.“ Ætla ekki að stuðla að framhaldslífi Davíðs í stóli forsætisráðherra – Með því að stefna að þingsæti, ertu þá ekki um leið að stefna þingsæti Halldórs Ásgríms- sonar í norðurkjördæminu í hættu? „Nei, það tel ég af og frá. Halldór Ásgríms- son er það sterkur stjórnmálamaður að ekki geti verið nein spurning um að hann hljóti stuðning.“ – Þú ræddir ekki við Halldór eða aðra leið- toga samstarfsflokkana? „Nei, ég gerði það hvorki við hann né aðra leiðtoga. Um hvað átti ég að ræða? Ég gat ekki verið að spyrja þá leyfis. Ég ráðgaðist ekki við neinn á hinum pólitíska vettvangi, hvorki á vett- vangi Alþingis né borgarstjórnar. Ég ræddi ekki við borgarfulltrúa fyrr en ég ákvað að kynna þetta fyrir öllum borgarstjórnarflokkn- um í einu. Ákvörðunina tók ég án þess að ráð- færa mig við þá sem hafa hlutverki að gegna í stjórnmálum. Eins og ævinlega ráðfærði ég mig við minn eiginmann, enda er hann góður ráð- gjafi.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur látið hafa eftir sér að hann telji líkur á vinstri stjórn eftir næstu þingkosningar hafa minnkað með ákvörðun Ingibjargar Sól- rúnar. Aðspurð hvort hún sé sammála þessu segist Ingibjörg ekki átta sig á hvað Stein- grímur eigi nákvæmlega við. Hún sé vön að starfa með flokkunum þremur og hafi af því ágæta reynslu. Sú reynsla eigi ekki að standa í vegi fyrir því að vinstri stjórn verði mynduð, líkur á því hafi vonandi aukist heldur en hitt. „Ég er ekki að blanda mér í landsmálapólitík- ina til að stuðla að framhaldslífi Davíðs Odds- sonar á forsætisráðherrastóli.“ Betra að láta jólin líða Ingibjörg segist ekki hafa fengið neinn frest til að svara yfirlýsingu samstarfsaðilanna í Framsóknarflokki og Vinstri grænum, enda sé langt til vors og menn eigi að taka sér tíma til að tala saman og fara yfir málin. Hún segir að menn verði að anda með nefinu, engin ögur- stund sé uppi. Full ástæða sé til að flýta sér hægt. Ingibjörg á von á því að viðræður R- listaflokkanna hefjist á næstu dögum þó að hún hafi ekki verið boðuð til neins fundar. Hún telur þó betra að láta jólahátíðina líða áður en lengra verði haldið. Betra sé að sjá hvað nýtt ár beri í skauti sér. Nýt áfram trausts og hætti ekki við þingframboð Mikið hefur mætt á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í fjölmiðlum eftir að hún þáði boð um að taka sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík vegna komandi þingkosninga. Ingibjörg Sólrún segist aldrei hafa samþykkt að verða hneppt í vistarbönd Morgunblaðið/Halldór Kolbeins DAGUR B. Eggertsson borg- arfulltrúi kom nýr inn í Reykjavík- urlistann við síðustu kosningar sem fulltrúi utan flokka. Aðspurður um viðbrögð við þingframboði Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur segir Dagur hana vera með sínum hætti að svara ákveðnu kalli um ný vinnu- brögð í stjórnmálum og nýjan val- kost í landsmálum. Dagur ritaði grein í Morgunblaðið í byrjun september sl. þar sem hann sagðist vera fullviss um að Ingibjörg Sólrún færi ekki í þingframboð og að hún yrði áfram borgarstjóri. Þar sagði hann pólitískan styrk Ingi- bjargar byggjast ekki síst á trú- verðugleika og styrk hennar til að fylgja eigin sannfæringu. Nú segir Dagur að stuðningur við þingframboð Ingibjargar sé mun meiri en í haust og trúverð- ugleiki hennar hafi ekki beðið hnekki. Andstaðan sé minni og óákveðn- um hafi fækkað verulega. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Kalli svarað um nýjan valkost í landsmálum Dagur B. Eggertsson ÖSSUR Skarp- héðinsson, for- maður Samfylk- ingarinnar, segist í samtali við Morgunblaðið ekki neita því að viðbrögð sam- starfsflokkanna í Reykjavíkurlist- anum við þing- framboði Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur séu nokkuð yfirdrifin, ekki síst í ljósi þess að jafnan hafi af þeirra hálfu, einkum Vinstri grænna, verið lögð áhersla á að R-listinn snerist um málefni en ekki menn. „Ég rifja sérstaklega upp að þeg- ar ég skilgreindi kosningasigur R- listans í kosningaþætti í Sjónvarpinu í vor sem persónulegan sigur Ingi- bjargar Sólrúnar, þá mótmælti for- maður Vinstri grænna því ákaflega. Taldi hann rangt að telja einstökum persónum sigurinn til tekna. Við- brögðin sýna hins vegar að hlaupinn er kosningaskjálfti í menn og heldur fyrr en ég átti von á. Þau sýna líka að það er mikill styrkur fyrir Sam- fylkinguna í því að fá borgarstjórann til framboðs í landsmálunum. Við- brögðin undirstrika einnig að menn sjá í því framboði mikinn þunga,“ segir Össur. „Þó ég vilji taka fullt tillit til sam- starfsflokka minna í Reykjavík- urlistanum þá finnst mér það full- mikil kröfuharka af þeirra hálfu að Samfylkingunni hafi borið skylda til að bera það undir þá hverja við byð- um fram til Alþingis. Ég hef ekki óskað eftir því að þeir beri framboð sín undir mig,“ segir Össur. Menn eiga að fara sér rólega Hann bendir á að innan R-listans hafi flokkarnir átt farsælt samstarf. Það hafi leitt til þess að saman hafi flokkarnir gjörsigrað Sjálfstæð- isflokkinn í borgarstjórn Reykjavík- ur. Saman hafi þeir náð að bera fram málefni, sem hafi fallið borgarbúum í geð, og náð að hrinda þeim í fram- kvæmd með þeim hætti að Reykvík- ingar hafi endurtekið kosið að leiða listann til valda. „Ég held að í ljósi þessa góða sam- starfs þá eigi menn að fara sér ró- lega, anda hægt og ræða saman. Í yfirlýsingu framsóknarmanna og Vinstri grænna er lýst harðri and- stöðu við ákvörðun Ingibjargar en jafnframt óskað eftir viðræðum um hina upphaflegu samstarfsyfirlýs- ingu flokkanna. Við í Samfylking- unni erum að sjálfsögðu reiðubúin til þess og munum gera það á næst- unni. Borgarstjóri hefur sagt sína skoðun og ég og minn stóri flokkur styðjum hana að sjálfsögðu heils- hugar.“ Össur Skarphéðinsson Yfirdrifin viðbrögð og fullmikil kröfuharka Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.