Morgunblaðið - 20.12.2002, Page 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 17
Komdu vi› í verslun Símans, Kringlunni
og kynntu flér máli› nánar.
Vertu
frjáls!
firá›laust Internet
innifali› flrá›laust kort og sendir
ver› frá 21.690 kr.
engar snúrur
nettengdur hvar sem
er á heimilinu
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I I Y
D
D
A
•
N
M
0
8
2
7
8
/ sia
FRJÁLSLYNDI umbótasinninn Roh
Moo-Hyun bar sigur úr býtum í for-
setakosningunum sem fóru fram í
Suður-Kóreu í gær. Munurinn á hon-
um og íhaldsmanninum Lee Hoi-
Chang var þó ekki ýkja mikill, þegar
búið var að telja næstum öll atkvæði
hafði Roh hlotið 48,9% atkvæða en
Lee 46,6%. Á kjörskrá voru 35 millj-
ónir manna, þátttaka var 70,2% sem
er næstum ellefu prósentustigum
minna en í síðustu forsetakosn-
ingum.
„Ég þakka ykkur, kæru samland-
ar mínir, fyrir að velja mig sem for-
seta ykkar,“ sagði Roh, sem er 56
ára, þegar úrslitin voru ljós. „Ég
mun reyna að verða forseti ekki að-
eins þeirra sem studdu mig, heldur
líka þess fólks sem greiddi atkvæði
gegn mér í kosningunum.“
Ólík afstaða til N-Kóreu
Lee, sem einnig tapaði naumlega í
forsetakosningunum árið 1997, ósk-
aði Roh til hamingju með sigurinn
undir miðnættið, um miðjan dag að
íslenskum tíma. „Ég gerði mitt
besta, en það var ekki alveg nóg,“
sagði Lee.
Afstaða manna gagnvart Norður-
Kóreustjórn, sem upplýsti nýverið
að hún ætti kjarnorkusprengju, setti
mjög svip sinn á kosningabaráttuna
í Suður-Kóreu, sem og samskiptin
við Bandaríkin, sem reynst hafa
mikilvægur bandamaður Suður-
Kóreu undanfarna áratugi, allt frá
dögum Kóreustríðsins 1950-53.
Roh lýsti því yfir í kosningabar-
áttunni að hann vildi að samskiptin
við Bandaríkin væru meira á jafn-
ingjagrundvelli en verið hefði en
hann styður „sólskinsstefnu“ fráfar-
andi forseta, Kims Dae-Jung, gagn-
vart Norður-Kóreu, og telur að
besta leiðin til að draga úr spennu á
Kóreuskaga sé að taka upp við-
ræður við Norður-Kóreustjórn.
Lee, sem er 67 ára, nýtur hins
vegar stuðnings eldra fólks sem ekki
vill ljá máls á neinni „sólskinsstefnu“
í garð stjórnarinnar í Pyongyang, er
meira sammála Bandaríkjaforseta
sem hefur nefnt N-Kóreu sem eitt af
„öxulveldum hins illa“.
Reuters
Roh Moo-hyun fagnar sigri í forsetakosningunum í Suður-Kóreu í gær.
Umbótasinni
kjörinn forseti
Suður-Kóreu
Seoul. AP, AFP.
AÐILDARRÍKI sem segir skilið
við Evrópusambandið (ESB) get-
ur áfram verið aðili að Evrópska
efnahagssvæðinu (EES) og þarf
þá ekki að inna af hendi greiðslur
til fjárlaga sambandsins.
Þetta kemur fram í drögum að
samkomulagi um gildistöku sátt-
mála um stjórnarskrá Evrópu-
sambandsins en þau eru hluti af
frumkönnun er gerð var að beiðni
Romanos Prodis, forseta fram-
kvæmdastjórnar ESB. Eru drög-
in birt á vefsíðu ESB, europa.eu.-
int, undir titlinum: „Framlag til
frumdraga. Stjórnarskrá Evrópu-
sambandsins. Vinnuskjal.“ Tekið
er fram að drögin skuldbindi
framkvæmdastjórnina ekki að
neinu leyti.
Ofangreint ákvæði er í fjórðu
grein sáttmáladraganna, er fjallar
um samskipti ESB og aðildarríkja
sem tilkynnt hafa að þau séu
„ekki í aðstöðu“ til að gefa ein-
dregna yfirlýsingu um staðfastan
vilja sinn til að vera áfram aðili að
ESB, en í þriðju greininni segir
að slíka yfirlýsingu skuli hvert og
eitt aðildarríki gefa áður en
Stjórnarskrársáttmálinn tekur
gildi.
EES-ríki þurfi ekki
að greiða í sjóði ESB
VLADÍMÍR Pút-
ín, forseti Rúss-
lands, rak í gær
úr starfi Gennadí
Troshev hers-
höfðingja, en
hann hefur verið
yfirmaður rúss-
neska heraflans í
Tétsníu. Troshev
hefur áður neitað
opinberlega að taka við nýju starfi,
sem hann hafði verið skipaður í,
sem yfirmaður heraflans í Síberíu.
Hafði Troshev gagnrýnt Sergeí Ív-
anov varnarmálaráðherra fyrir að
bjóða honum starfið.
Yfirmönnum í rússneska hernum
er á nokkurra ára fresti gert að
færa sig til í starfi og ráð hafði ver-
ið fyrir því gert að Troshev færi til
Síberíu næsta vor. Pútín hrósaði
hershöfðingjanum fyrir vel unnin
störf í gær en sagði ummæli hans
um borgaralega yfirmenn sína
„óviðunandi“.
Vladímír Pútín víkur
hershöfðingja frá
Vladímír Pútín