Morgunblaðið - 20.12.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.12.2002, Qupperneq 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 25 UMFANGSMIKLAR framkvæmdir standa nú yfir um borð í Sléttbak EA, nýja frystitogara Útgerðarfélags Akureyringa hf. Skipt verður um lúgu á fiskmóttökunni á dekkinu, skápur fyrir flottrollshlera útbúinn og ýmislegt fleira. Einar þrjár vélsmiðjur koma að verkinu, tvær frá Akureyri og ein frá Dalvík en stefnt er að því að ljúka þessum framkvæmdum í byrjun jan- úar. Sléttbakur kom til löndunar á Akureyri í byrjun vikunnar með tæp- lega 260 tonn af frystum afurðum. Aflaverðmæti skipsins var um 63 millj- ónir króna. Morgunblaðið/Kristján Framkvæmdir í Sléttbak BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti í morgun að styðja fyrir- hugaðar framkvæmdir Landsvirkj- unar við Kárahnjúka. Á fund ráðsins mættu til við- ræðna Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Stefán Péturs- son, framkvæmdastjóri fjármála- sviðs, og Bjarni Bjarnason, fram- kvæmdastjóri orkusviðs. Þeir gerðu grein fyrir stöðu mála og lýstu fyrirhuguðum framkvæmd- um. Að loknum umræðum sam- þykkti bæjarráð samhljóða sam- þykkt þar sem lýst er yfir stuðningi við það að Landsvirkjun hrindi áformum um Kárahnjúka- virkjun í framkvæmd að uppfyllt- um þeim markmiðum sem fram hafa verið sett af eigendum um arðsemi af starfsemi Landsvirkj- unar. Bæjarráð Akureyrar Styður fram- kvæmdir við Kárahnjúka„ÞETTA er auðvitað alveg hræðilegt,“ sagði Ólafur R. Ólafsson en á miðvikudagskvöld kom eldur upp í íbúð hans og eiginkonunnar, Oddnýjar Kristinsdóttur, í Skessugili 1. Íbúðin er ný en þau fluttu inn ásamt þrem- ur börnum sínum í sumarbyrjun. Eldsins varð vart um kl. 18.30 og var enginn heimavið á þeim tíma. „Ég var í vinnunni og það var hringt í mig þangað, mér varð heldur illa við þegar ég heyrði tíðind- in,“ sagði Ólafur. Talið er að kviknað hafi í út frá jólaseríu sem prýddi hornglugga í íbúð fjölskyldunnar og sagði Ólafur að menn væru að geta sér þess til að skammhlaup hefði orðið í perum sem legið hefðu þétt saman. Það voru börn úr nágrenninu sem fyrst sáu hvers kyns var og létu ná- grannakonu vita, en hún hringdi umsvifalaust á lög- reglu sem kom á vettvang ásamt slökkviliði skömmu síð- ar. Gífurlegur hiti var inni í íbúðinni þegar að var komið og komst lögregla ekki inn af þeim sökum. Ólafur sagði að litlu hefði munað að glugginn hefði sprungið, en hann hefði sem betur fer haldið, ella hefði mátt búast við enn meira tjóni en þó varð. Ólafur sagði að einkum væri um að ræða hita- og sótskemmdir. Fjölskyldan var búin að skreyta híbýli sín hátt og lágt og undirbúningi fyrir hátíðina var að mestu lokið, en þau eiga von á einni dóttur sinni heim á sunnudag. Hún hefur dvalið með afreksliði Íslands á skíðum í Noregi síðasta mánuð. „Við vildum vera búin að öllu þegar hún kæmi heim,“ sagði Ólafur. Hann nefndi að þó það væri mikið áfall að horfa upp á íbúðina í þessu ásigkomulagi rétt fyrir jólin væri lán í óláni að enginn hefði slasast. „Það er hægt að bæta alla hluti, en mannslífið skiptir mestu,“ sagði Ólafur. Unnið var við það í gær að rýma íbúðina, en innbú; rúm, sófar og annað slíkt verður sent í hreinsun. Þá verður íbúðin þrifin og loks er áætlað að allt að 6 vikur taki að gera hana upp á nýju. Þau gera ráð fyrir að flytja inn aftur um miðjan febrúar. Fjölskyldan dvaldi hjá ætt- ingjum nóttina eftir brunann, en er nú að leita að íbúð. Talið að kviknað hafi í út frá jólaseríu í glugga Fyrir mestu að enginn slasaðist Morgunblaðið/Kristján Guðmundur Helgason frá Sjóvá-Almennum skoðar verksummerki í Skessugili, þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp á miðvikudagskvöldið. NORÐURORKU, veitufyrirtæki Akureyrarbæjar, verður breytt í hlutafélag sem tekur til starfa 1. jan- úar nk. og yfirtekur allar eignir rétt- indi, skuldir og skuldbindingar Norðurorku. Ekki er einhugur í stjórn Norður- orku um þessa breytingu á rekstr- arformi fyrirtækisins og á síðasta fundi lagði Kristín Sigfúsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í stjórninni, fram eftirfarandi bókun: „Vegna eignar- formsbreytinga Norðurorku í Norð- urorku hf. lýsi ég yfir ótta mínum um að stigið hafi verið óheillaspor sem leiða muni til þess að Akureyringar missi síðar forræði yfir veitum sínum og uppskeri hlutfallslega verri og dýrari þjónustu.“ Óttast að stigið hafi verið óheillaspor Fulltrúi vinstri-grænna í stjórn Norðurorku Herradeild Akureyri, sími 462 3599. Frakkar Stuttir og síðir ullarfrakkar SKJALDARVÍK TIL SÖLU Fasteignir Akureyrarbæjar auglýsa til sölu og óska eftir tilboðum í fasteigninar Ytri og Syðri - Skjaldarvík, í Hörgárbyggð. Um er að ræða: · Íbúðarhús, 182,3 m² á einni hæð. · Íbúðarhús á tveimur hæðum samtals 242,5 m². · Áður dvalarheimili, heildarstærð 1.867 m², húsið er á tveimur hæðum og kjallari. · Skemma samtals 126 m². · Vélaskemma og geymsla samtals 364 m². · Fjós, kálfahús og hlaða samtals 560 m². Húsunum verður afmörkuð leigulóð og til greina kemur að leigja væntanlegum kaupendum úthaga og tún. Áskilin er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum ber að skila eigi síðar en 9. janúar 2003, kl. 16.00, á skrifstofu Fasteigna Akureyrarbæjar. Fasteignir Akureyrarbæjar Geislagötu 9, 4 hæð, sími 460 1000, 460 1128. Jólakossinn vinargjöf sími 462 2900 Blómin í bænum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.