Morgunblaðið - 20.12.2002, Qupperneq 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 31
Snorrabraut 38, sími 562 4362
Kápur stuttar og síðar
Fullt af tilboðum
Ullarjakkar frá kr. 7.900
Mokkakápur frá kr. 9.990
Yfirstærðir
Komið og
skoðið úrvalið
Mikið úrval af
fallegum jóla-
gjöfum smáum
og stórum
Gleðileg
jól
Gjafa gallery
Frakkastíg 12
sími 511 2760
Sendum í póstkröfu
Jólagjöfina finnið þið í
Eldavél með
búsáhöldum
kr. 4.985
Laugavegi 25
551 1135
i
Póstsendum
á horni Skólavörðustígs og
Klapparstígs, sími 551 4050
Glæsilegt úrval
af vönduðum
sængurfatnaði fyrir
alla fjölskylduna
Laugavegi 54, sími 552 5201
ÓL Í FLASH
Hálfsíðar
ullarkápur
áður 12.990
nú 9.990
Stærðir 36-48
Opið
til kl. 22.00
alla daga
Jólastemmningin
er á Laugavegi
og nágrenni
GAMANMYNDIN The Great
Dictator eða Hinn mikli einræð-
isherra er sígilt meistaraverk Charl-
ies Chaplin. Chaplin gerði The Great
Dictator árið 1940 og leikur hann
þar sjálfur aðalhlutverkin tvö, ein-
ræðisherrann Adenoid Hynkel, sem
er lítt dulbúin skopstæling á Hitler,
og rakara einn af gyðingaættum sem
missti minnið í fyrri heimsstyrjöld-
inni og snýr heim sér algjörlega
ómeðvitandi um veldi nasista og of-
sóknirnar á hendur gyðingum. Fjör
færist í leikinn þegar sá síðarnefndi
er tekinn í misgripum fyrir þann
fyrrnefnda.
Myndin hefur að undanförnu ver-
ið sýnd víða um lönd og verður nú
meðal jólamynda hérlendis í nýrri
útgáfu með endurbættu hljóði og
auknum myndgæðum.
Myndin er lofsöngur Chaplins til
lýðræðisins og beitt ádeila á einræð-
ið þar sem hinn þýski Hitler og hans
stefna er dregin sundur og saman í
háði. Sjálfur er Chaplin bæði leik-
stjóri og handritshöfundur mynd-
arinnar auk þess sem hann leikur
aðalhlutverkið í þessu meistaraverki
sínu sem var reyndar
síðasta myndin sem
hann lék í.
Myndin hefst á atrið-
um úr stríðinu þar sem
einn hermaðurinn, rak-
ari af gyðingaættum,
bjástrar við stríðstól og
sprengjur sem hann
ræður ekkert við og
beinast einna helst
gegn honum sjálfum.
Hann missir minnið og
lendir í því að vera tek-
inn í misgripum fyrir einræðisherr-
ann Hynkel, eftir að hann hefur
komið við í gettóinu og opnað gömlu
rakarastofuna sína. Daglegu lífi
fólksins í gettóinu er teflt á móti
veruleikafirrtu lífi einræðisherrans
og í lokaatriði myndarinnar flytur
litli rakarinn, sem tekinn var í mis-
gripum fyrir einræðisherrann, óðinn
til lýðræðisins, sem á sér djúpar
rætur í samtíðinni allri.
Lofsöngur til lýðræðisins
Háskólabíó frumsýnir The Great Dict-
ator annan í jólum.
Leikarar: Charles Chaplin, Jack Oakie,
Henry Daniell, Reginald Gardiner, Billy
Gilbert og Gracy Hayle.
Hinn mikli einræðisherra er sígilt meistaraverk
Charlies Chaplins. Myndin var gerð árið 1940.
ÆVINTÝRAMYNDIN Treasure
Planet eða Fjársjóðaplánetan, sem
frumsýnd verður um hátíðarnar, er
teiknuð Disney-útgáfa af Treasure
Island eftir Robert Louis Steven-
son. Munurinn á þessari útgáfu og
öllum hinum er að Treasure Planet
gerist í geimnum með tilheyrandi
geimverum og geimfurðum.
Sagan segir frá Jim Hawkins og
ferð hans umhverfis alheiminn sem
káetudrengur um borð í risastóru
og tignarlegu geimskipi. Hann hef-
ur vingast við kokk skipsins, John
Silver, sem er vélmenni, gæddur
miklum persónutöfrum. Jim og hin-
ir í áhöfninni þurfa að berjast við
margar af hættunum í geimnum,
svo sem sprengistjörnur, svarthol
og grimma geimstorma. En einn
daginn kemst Jim að því að vinur
hans John Silver er í
raun og veru slóttugur
geimræningi með upp-
reisn í huga.
Höfundur handrits-
ins er Barry Johnson,
en um leikstjórnina
sáu Ron Clements og
John Musker. Aðal-
hlutverkin eru í hönd-
um Austin Majors,
Joseph Gordon-Levitt,
David Hyde Pierce,
Mone Marshall, Brian
Murray, Johnny
Rzeznik, Martin Short
og Emma Thompson.
Íslenskar leikraddir eiga m.a.
Atli Rafn Sigurðsson, Róbert Gísla-
son, Pétur Einarsson, Þórunn Lár-
usdóttir, Þór Tulinius, Þórhallur
Sigurðsson, Nanna Kristín Magn-
úsdóttir, Jóhann Sigurðarson,
Pálmi Gestsson, Rúrik Haraldsson,
Arnar Jónsson og Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir. Þýðing var í hönd-
um Harald G. Haralds, leikstjórn
annaðist Júlíus Agnarsson og Páll
Rósinkrans sá um söng.
Í grimmri geimveröld
Teiknimyndin Treasure Planet gerist í geimnum
með tilheyrandi geimverum og geimfurðum.
Sambíóin í Reykjavík, Keflavík og
Akureyri, Háskólabíó og Laugarásbíó
frumsýna Treasure Planet annan
í jólum.
Hanna Dóra
Sturludóttir –
Sönglög – Lieder
nefnist ný geisla-
plata sem hefur
að geyma 20 ís-
lensk og erlend
lög í flutningi samnefndrar sópr-
ansöngkonu. Undirleikari á píanó er
Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Meðal
laga er Þú eina hjartans yndið mitt og
Erla eftir Sigvalda Kaldalóns, Lindin
og Myndin þín, eftir Eyþór Stef-
ánsson, Draumalandið og Gígjan eftir
Sigfús Einarsson, Hanna, eftir Guð-
bjart Björgvinsson, Ég vaki eftir Hall-
dór Þórðaron, Þú ert eftir Þórarin Guð-
mundsson, Það kom söngfugl að
sunnan eftir Atla Heimi Sveinsson.
Meðal erlenda höfunda eru Grieg,
Richard Strauss og Brahms.
Hanna Dóra hefur sungið mörg af
helstu hlutverkum óperubók-
menntanna víðs vegar í Þýskalandi.
Útgefandi er Hanna Dóra Sturlu-
dóttir. Upptökur fóru fram í Hásölum
árið 2000 og 2002. Hljóðritun: tækni-
rekstrardeild Ríkisútvarpsins.
Sönglög
Sálmar í gleði
nefnist nýr geisla-
diskur þar sem
Schola cantorum
syngur sálma úr
sálmabók ís-
lensku þjóðkirkj-
unnar. Stjórnandi er Hörður Áskels-
son. Hörður og Kári Þormar leika
einnig á orgel, Martial Nardeau á
þverflautu og Ásgeir Steingrímsson
og Eiríkur Örn Pálsson á trompet.
Sálmarnir eru 27 að tölu, allir
þekktir og teljast til ástsælustu
sálma í sálmaarfi okkar Íslendinga.
Schola cantorum var stofnaður árið
1996 af stjórnanda sínum Herði Ás-
kelssyni. Í kórnum eru 18 söngvarar,
allir með mikla söngreynslu og tónlist-
arnám að baki. Kórinn hefur með
reglubundnum hætti haldið tónleika í
Hallgrímskirkju. Kórinn hefur áður gef-
ið út tvo geisladiska.
Útgefandi er Skálholtsútgáfan.
Upptökur fóru fram í Digraneskirkju í
október sl. Upptöku annaðist Staf-
ræna hljóðupptökufélagið – Sveinn
Kjartansson. Verð: 2.400 kr.
Sálmar