Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 20.12.2002, Síða 34
HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, segir spurður um þá yfirlýsingu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra um að hún hyggist sitja áfram sem borgarstjóri og fara líka í framboð fyrir Samfylkinguna í Reykjavík, að ekki sé hægt að vera skipstjóri á einum báti og háseti á öðrum. Hann segir afstöðu framsókn- armanna í Reykjavík skýra í þessu máli; fram- sóknarmönnum finnist ekki samrýmanlegt að vera forystumaður þriggja flokka í höfuðborg- inni; vera þeirra borgarstjóri og borgarstjóri í Reykjavík á ábyrgð þeirra en fara jafnframt á fullt í landsmálapólitíkina á vegum Samfylking- arinnar. „Þetta gengur ekki upp,“ segir Halldór og bendir m.a. á að Samfylkingin ætli að reka sína kosningabaráttu í andstöðu við núverandi ríkisstjórn. „Það er að sjálfsögðu vonlaust að borgarstjóri, sem er á ábyrgð þessara þriggja flokka og þar með Framsóknarflokksins, geti blandað sér með afgerandi hætti inn í þessa kosningabaráttu. Það fer ekki saman.“ Þegar Halldór er spurður að því hvort hann hafi verið hafður með í ráðum þegar Ingibjörg Sólrún tók umrædda ákvörðun sína segir hann svo ekki hafa verið. Hún hefði heldur ekki haft samband við forystumenn Framsóknarflokksins og VG í Reykjavík. „Ég geri engar kröfur um samráð við mig í þessu máli en ég tel fráleitt að ræða ekki við for- ystumann Framsókn- arflokksins í Reykjavík, Al- freð Þorsteinsson, áður en svo afdrifarík ákvörðun er tekin.“ Halldór telur að Samfylk- ingin hafi ekki hugsað málið mikið. „Ég er viss um að málið horfði öðruvísi við þeim ef framsóknarmaður hefði verið borg- arstjóri í Reykjavík og hefði síðan ákveðið að blanda sér inn í landsmálabaráttuna með jafn- afgerandi hætti.“ Engar þreifingar um nýjan meirihluta Spurður að því hvort hann hafi verið með í ráðum við gerð yfirlýsingar borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og VG í gær segir Halldór að hann hafi lesið uppkast að yfirlýsingunni í gærmorgun og ekki gert neinar athugasemdir. Halldór var spurður um myndun nýs meiri- hluta í borgarstjórn springi sá sem nú er. „Ef þessi meirihluti springur verður að mynda ann- an me hugle ræða ingin tískum Me sæti l Samf kjörd lista s ingin sex er „en é flokk stóra nein þ á okk borga Að ustu d andi h segir áhrif til ko ingum þá ek Reyk Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins Halldór Ásgrímsson Skipstjórinn ekki háseti á ö 34 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Um árabil hafa flestirgengið út frá því semvísu að Ingibjörg Sól-rún Gísladóttir myndi láta að sér kveða í landsmálunum á nýjan leik. Líklega áttu hins vegar fæstir von á því að þegar sú stund rynni upp myndi það valda jafn- miklu írafári og raun ber vitni. Samstarfið innan Reykjavíkurlist- ans hefur verið í uppnámi síðast- liðinn sólarhring og samstarfs- flokkar Samfylkingarinnar krefjast þess að Ingibjörg Sólrún láti af embætti borgarstjóra láti hún verða af framboði til Alþingis. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gær sagði Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgar- stjórn, að það væri „grundvallarat- riði“. Það er því forvitnilegt að velta fyrir sér annars vegar stöðu Ingibjargar Sólrúnar í stöðunni sem og framtíð Reykjavíkurlist- ans. Óvíst um fimmta sætið Í næstu kosningum verður kosið í fyrsta skipti samkvæmt nýrri kjördæmaskipan og hefur Reykja- vík verið skipt upp í tvö kjördæmi, norður og suður, sem hvort um sig hefur níu kjördæmaþingmenn og tvo uppbótarþingmenn. Miðað við núverandi fylgi Samfylkingarinn- ar hefur verið talið líklegt að fjórða sætið yrði baráttusæti flokksins í báðum kjördæmunum. Það þyrfti nokkuð mikið til ef flokkurinn ætti að ná inn fimmta manninum. Í al- þingiskosningunum 1999 hlaut Samfylkingin 26,8% fylgi á lands- vísu en í Reykjavíkurkjördæmi var flokkurinn með 29% atkvæða. Engin leið er að segja til um hvernig það fylgi myndi skiptast á milli nýju kjördæmanna og raunar á eftir að draga endanleg mörk þeirra. Hins vegar er ljóst að jafn- vel þótt Samfylkingin myndi bæta við sig töluverðu fylgi myndi það ekki duga til að ná fimmta sætinu í Reykjavík norður. Það sem þyrfti í raun að gerast er að Samfylkingin næði svipaðri stærð og Sjálfstæð- isflokkurinn hefur haft í Reykjavík í gegnum árin. Miðað við þær úthlutunarreglur sem taka gildi með nýju kosninga- lögunum þarf framboð fylgi á bilinu 38,5–50% til að ná fimm kjördæmakjörnum þingmönnum í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæm- anna miðað við að fimm listar séu í framboði. Það er því í raun ekki fyrr en 50% markinu er náð sem fimmti maðurinn er alveg öruggur. Fylgið þyrfti líka að vera yfir 45% til að flokkurinn væri nokkuð öruggur. Það er erfiðara að reikna út hvernig jöfnunarsætin tvö munu raðast þar sem fleiri þættir hafa áhrif þar. Ef gengið er út frá að þau muni raðast líkt og kjör- dæmasætin þarf fylgi á bilinu 33,3–41,7% til að ná inn fimmta manninum. Það þingsæti væri hins vegar alls ekki öruggt fyrr en 41,7% markinu er náð og ekki eru miklar líkur á þingsæti fyrr en fylgið er orðið á bilinu 35–40%. Harður slagur í Reykjavík Það liggur fyrir að slagurinn verður gífurlega harður í Reykja- vík norður. Davíð Oddsson for- sætisráðherra mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra mun leiða lista Framsóknarflokks- ins. Þá má gera ráð fyrir að annar forystumanna vinstri grænna í Reykjavík, Ögmundur Jónasson eða Kolbrún Halldórsdóttir, leiði lista þeirra. Í þessu ljósi verður að teljast hæpið að Samfylkingin eigi miklar líkur á að ná fimmta manninum inn í Reykjavík norður. Í pólitík getur hins vegar allt gerst og það er hægt að leika sér að því að skoða hvað myndi gerast ef Samfylking- in ynni slíkan stórsigur að Ingi- björg Sólrún næði kjöri sem fimmti þingmaður flokksins í Reykjavík norður. Sjálfstæðisflokkur var með 45,7% fylgi í Reykjavík í síðustu kosningum og þarf því mikið að ganga á til að fimmti þingmaður hans í kjördæminu sé í hættu. Það er því líklegra að annaðhvort Hall- dór Ásgrímsson eða oddviti vinstri grænna yrði að sjá á eftir þingsæti sínu. Það er því kannski engin furða að leiðtogar þessara flokka skuli telja ákvörðun borgarstjóra um framboð beint að sínum um að einhverju leyti þó flokkarnir starfi saman í stjórn. Kostir Ingibjarga Fyrir Ingibjörgu Sólr mikið í húfi. Hún hefur undir með því að taka sk borgarmálunum í landsm nýjan leik. Þetta er raunar skipti, sem hún tekur þett en hún var borgarfulltrúi K listans á níunda áratugnum ar þingmaður sama flokks. Ingibjörg Sólrún hefur yfir að hún hyggist sitja áfr borgarstjóri. Hins vegar Framsóknarflokkurinn og grænir líta svo á að henni sætt lengur í stól borga Heimildamaður innan Fra arflokksins sagði að þar á litið á yfirlýsinguna sem ky í hádeginu í gær sem „u arbréf“ og ekki yrði hvikað Ef Ingibjörg Sólrún l starfi borgarstjóra mun framtíð hennar ráðast í kosningum og þá ekki sí Samfylkingin mun eiga a næstu ríkisstjórn. Ef sú raunin mun útspili Ing vafalítið verða þakkaður á inn. Ef Ingibjörg Sólrún n Ingi-bjarga Áform Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um þingframboð hafa hleypt lífi í pólitík- ina. Steingrímur Sigurgeirsson veltir fyrir sér ýmsum möguleikum í stöðunni. Alfreð Þorsteinsson og In AF INNLENDUM VETTVANGI UPPNÁMIÐ Í R-LISTANUM Samstarf flokkanna þriggja,sem mynda Reykjavíkurlist-ann og meirihluta borgar- stjórnar Reykjavíkur, er í uppnámi vegna yfirlýsingar Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra um að hún ætli í þingframboð fyrir Samfylkinguna. Harkaleg viðbrögð forystumanna Framsóknarflokks- ins og Vinstri grænna í Reykjavík koma borgarstjóra augljóslega á óvart. Það er harla ótrúlegt að Ingibjörg Sólrún hafi séð það fyrir að samstarfsflokkar hennar settu henni stólinn fyrir dyrnar með þeim hætti sem þeir gerðu í gær, er þeir kröfðust þess opinberlega að hún hætti við framboðið en viki ella úr stóli borgarstjóra. Það vekur raunar nokkra furðu, hversu gerólíkum augum forystu- menn samstarfsflokka Samfylking- arinnar í R-listanum annars vegar og borgarstjóri hins vegar líta þetta mál og bendir ekki til að þar sé mikill samkomulagsgrundvöllur fyrir hendi úr þessu. Í yfirlýsingu borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og VG, sem kynnt var í gær, segir: „Með hlið- sjón af því hvernig til Reykjavík- urlistans var stofnað er ljóst að það er ekki samrýmanlegt að vera borgarstjóri í umboði kosninga- bandalags þriggja flokka og fara á sama tíma í þingframboð fyrir einn þeirra og gerast þannig keppinaut- ur tveggja samstarfsflokka í borg- arstjórn. Með ákvörðun sinni um að taka sæti á framboðslista Sam- fylkingarinnar í Reykjavík hefur borgarstjóri því í raun ákveðið að hverfa úr stóli borgarstjóra.“ Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir í Morgunblaðinu í dag að ákvörðun borgarstjóra gangi ekki upp. „Það er að sjálfsögðu vonlaust að borg- arstjóri, sem er á ábyrgð þessara þriggja flokka og þar með Fram- sóknarflokksins, geti blandað sér með afgerandi hætti inn í þessa kosningabaráttu. Það fer ekki sam- an,“ segir Halldór. Alfreð Þorsteinsson, leiðtogi framsóknarmanna í borgarstjórn, segir: „Við teljum að það samrým- ist ekki stöðu borgarstjóra að fara í framboð fyrir einn af þessum þremur flokkum sem eru í þessu samstarfi ... ég tel að það komi alls ekki til greina.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segist sammála yfirlýsingu borgarfulltrúanna og segir svo: „Hún vissi svo sem hug minn og Halldórs Ásgrímssonar og mat okkar til þessara hluta frá því í haust. Það hefur ekkert breyst í því.“ Þá talar Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og forystu- maður VG í borginni, um trúnaðar- brest og segir: „Við höfum einfald- lega sagt að við teljum að það sé ekki samrýmanlegt að vera í fram- boði fyrir Samfylkinguna og vera áfram borgarstjóri í þessu kosn- ingabandalagi hér.“ Öllu skýrar geta forystumenn VG og Framsóknarflokksins varla talað. Ekki verður séð hvernig þeir eiga úr þessu að geta sætt sig við að Ingibjörg Sólrún sitji áfram sem borgarstjóri, að því gefnu að hún bjóði sig fram til þings fyrir Samfylkinguna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir virðist hins vegar láta þetta allt sem vind um eyru þjóta þegar hún segir í blaðinu í dag að hún njóti áfram trausts sem borg- arstjóri og telji af og frá að hætta við framboð sitt til þings. Vandséð er, miðað við það sem áður er rak- ið, hvaða rök hún hefur fyrir því að hún njóti áfram trausts samstarfs- flokka Samfylkingarinnar í Reykjavíkurlistanum. Samstarfs- flokkarnir hafa gert henni að velja á milli framboðs til þings og borg- arstjórastólsins og hún hlýtur að eiga afar erfitt með að komast hjá því vali. Í þessu máli brýzt fram af fullum krafti sú togstreita, sem verið hef- ur á milli sameiginlegra hagsmuna R-listaflokkanna þriggja í borgar- stjórn annars vegar og hagsmuna þeirra í landsmálapólitíkinni hins vegar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Framsóknarflokkurinn líta augljóslega svo á að framboð Ingibjargar Sólrúnar til þings sé svo sterk ógnun við þessa flokka, að þeir geti ekki við unað. Aug- ljóslega taka þeir ekki mark á þeirri röksemdafærslu borgar- stjóra, að hún geti barizt fyrir hagsmunum Reykjavíkurborgar á þingi, heldur líta svo á að hún muni berjast fyrir flokkshagsmunum Samfylkingarinnar. Steingrímur Sigfússon segist í Morgunblaðinu í dag hafa áhyggjur af því að ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar minnki líkurnar á að vinstri stjórn verði mynduð eftir kosningarnar í vor og að möguleikar flokkanna þriggja til að byggja upp traust sín á milli um samstarf í landsstjórn- inni hafi einnig skaðazt. Þetta virðist ekki björguleg byrjun á þeirri baráttu fyrir breyttu stjórnarmynztri, sem Ingi- björg Sólrún sagðist í Morgun- blaðinu í gær vilja leggja lið með framboði sínu. Svo virðist sem borgarstjóri hafi með útspili sínu jafnvel frekar auk- ið líkurnar á áframhaldandi sam- starfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í landsstjórn- inni. Sömuleiðis blasir við að hverfi Ingibjörg Sólrún úr stóli borgar- stjóra á hún sér engan augljósan eftirmann, sem gæti notið trausts allra flokkanna þriggja. Vandkvæði á að ná samkomulagi um nýjan borgarstjóra gætu raunar orðið til þess að einhver R-listaflokkanna skærist úr leik og leitaðist við að mynda nýjan meirihluta með Sjálf- stæðisflokknum. Í ljósi þessa má ljóst vera að ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að gefa kost á sér til Alþingis er stórpólitísk tíðindi, sem eiga eftir að draga dilk á eftir sér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.