Morgunblaðið - 20.12.2002, Page 50

Morgunblaðið - 20.12.2002, Page 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðbrandurRögnvaldsson, bílamálari og fyrrv. vaktmaður hjá Sec- uritas, fæddist í Hafnarfirði 29.10. 1926. Hann lést á heimili sínu fimmtu- daginn 12.12. síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Rögnvald- ur Guðbrandsson, f. 27.9. 1900, d. 28.2. 1983, lengst af verk- stjóri hjá Slippfélag- inu í Reykjavík, og k.h., Steinunn Þor- kelsdóttir, f. 14.6. 1895, d. 6.8. 1950, húsmóðir. Systkini Guð- brands eru: Svanur, f. 14.12. 1929, fórst með Suðurlandinu 1986, sjó- maður í Reykjavík, var kvæntur Fríðu Gústafsdóttur; Árna Stein- unn, f. 5.5. 1932, húsmóðir í Reykjavík, gift Guðjóni Andrés- syni; Már, f. 19.8. 1942, mat- reiðslumaður í Reykjavík, kvænt- ur Gíslínu Gunnarsdóttur. Hálfbróðir Guðbrands, sam- mæðra, er Þorkell Árnason, f. kona hans er Guðríður Jónasdótt- ir húsmóðir og eiga þau tvö börn en fyrir átti Albert Ómar þrjú börn; Sævar Guðbrandsson, f. 5.1. 1954, útgerðarmaður á Húsavík, kvæntur Svölu Björgvinsdóttur húsmóður og eiga þau tvö börn; Steinunn Guðbrandsdóttir, f. 3.10. 1956, bankastarfsmaður, búsett í Hafnarfirði, gift Hallbergi Svav- arssyni, tannsmíðameistara og hljómlistarmanni, og eiga þau fjögur börn; Haraldur Halldór Guðbrandsson, f. 29.9. 1965, starfsmaður hjá Norðuráli, bú- settur í Borgarnesi, en kona hans er Svanhildur M. Ólafsdóttir hús- móðir og eiga þau þrjú börn en fyrir átti Haraldur einn son; Rögnvaldur Guðbrandsson, f. 16.12. 1967, matreiðslumaður í Kópavogi og á hann þrjú börn. Guðbrandur ólst upp í Hafnar- firði til tólf ára aldurs og síðan í Þingholtunum í Reykjavík. Hann vann í Bretavinnunni á unglings- árunum, vann hjá Slippfélaginu í Reykjavík í nokkur ár, lærði bíla- málun og var bílamálari hjá Ræsi hf. og rak síðan eigið verkstæði á árunum 1956–86. Þá hóf hann störf hjá Securitas þar sem hann vann til starfsloka 1996. Útför Guðbrands fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 17.1. 1924, fyrrv. starfsmaður Reykja- víkurborgar, búsettur í Reykjavík. Guðbrandur kvænt- ist 25.7. 1950 Bjarn- dísi Ingu Albertsdótt- ur, f. 18.8. 1926, húsmóður. Hún er dóttir Alberts G. J. Magnússonar, sjó- manns í Bolungarvík, og k.h., Vigdísar Benediktsdóttur hús- móður. Börn Guð- brands og Bjarndísar eru Valsteinn Heiðar Guðbrandsson, f. 12.4. 1947, d. 28.2. 2000, sveitarstjórnarmaður í Súðavík, var kvæntur Maríu Kristófersdóttur húsmóður og eignuðust þau þrjá syni en fyrir átti Heiðar einn son; Vigdís Alda Guðbrandsdóttir, f. 14.5. 1949, húsmóðir á Breiðavaði en maður hennar er Magnús Jóhannsson, verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins, og eiga þau fjórar dætur; Albert Ómar Guðbrandsson, f. 6.7. 1951, iðnaðarmaður í Danmörku, en Afi okkar er dáinn, okkur þótti vænt um hann, enda eini afinn sem við höfum kynnst. Og öllum börnum þykir jú vænt um hann afa sinn. Hann var oft stríðinn, en alltaf á góðan og glettinn hátt, og oft kom stafurinn hans í áttina að okkur þegar hann var að stríða eða þykj- ast varna okkur að komast eitthvað. Hann var alltaf kátur og góður við okkur barnabörnin og barnabarna- börnin, og oftast átti hann eitthvert nammi sem hann laumaði að okkur. Það var nú komið ár frá því að við sáum afa síðast, en þá fluttum við til Danmerkur með mömmu og pabba, en honum afa í Kópavoginum höfum við ekki gleymt, og söknum hans mikið. Við vonum að Guð gefi að honum líði vel þar sem hann er núna og að honum hafi ekki liðið mjög illa í veikindum sínum upp á síðkastið, en okkur leið alltaf illa þegar pabbi sagði okkur að hann afi væri kom- inn á spítala. Og okkur leið mjög illa þegar pabbi sagði okkur að hann afi væri dáinn. En hann útskýrði líka fyrir okkur að sennilega myndi hon- um líða miklu betur núna, og það vonum við svo innilega. Og við von- um að amma taki þessu líka vel, en við söknum hennar jafnmikið þótt hún lifi af því við erum svo langt í burtu. Og vonum við, amma, að þú sjáir þér fært að koma út til Dan- merkur og heimsækja okkur, en svo komum við líka til þín í sumar. Jón Þór biður líka að heilsa. Þó að hann sé bara fimm ára og hafi ekki séð afa í tvö ár þá man hann eftir honum og stafnum hans þegar hann hélt í stafinn og labbaði með honum afa. Þetta ár er frá oss farið, fæst ei aftur liðin tíð. Hvernig höfum vér því varið? Vægı́ oss Drottins náðin blíð. Ævin líður árum með, ei vér getum fyrir séð, hvort vér önnur árslok sjáum. Að oss því í tíma gáum. (Br. Jónsson frá Minna-Núpi.) Arnór Veigar og Bjarndís Ýr Albertsbörn. Síðustu æviárin voru Guðbrandi mági mínum þungbær á ýmsan hátt. Fyrir sex árum, um það leyti er hann var að ljúka sínum langa og oft stranga starfsferli, fékk hann alvar- legt áfall sem síðan hefti mjög alla hreyfigetu hans og tjáskipti. Hvort tveggja var honum erfitt því hann var að eðlisfari atorkusamur, fé- lagslyndur og glaðsinna. Þau hjónin urðu svo fyrir þeirri þungu sorg að missa elsta son sinn, Heiðar, af slysförum fyrir tæpum þremur árum. Heiðar var á margan hátt eftirmynd foreldra sinna, harð- duglegur til allra verka, áhugasam- ur um almenna velferð og framfarir og geislandi af lífskrafti. Það er nú tæp hálf öld frá því ég kynntist Guðbrandi. Hann var elst- ur alsystkina konu minnar en þau systkinin eiga einn eldri hálfbróður. Guðbrandur fór í ýmsu fyrir systkinahópnum. Því var betra að hafa hann með sér en á móti. Skemmst er frá því að segja að Guð- brandur tók mér strax opnum örm- um og hefur aldrei í öll þessi ár fall- ið skuggi á vináttu okkar. Ég minnist nú með ánægju þeirra utanlandsferða sem við fórum sam- an með fjölskyldur okkar, en hann var fyrirmyndar ferðafélagi og hrókur alls fagnaðar þegar frí gafst frá daglegu amstri. Guðbrandur kvæntist 1950 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Bjarndísi Ingu Albertsdóttur. Þau komu sér upp myndarheimili í Garðsenda, voru þar búsett lengst af og eign- uðust sjö mannvænleg börn. Guð- brandur og Bjarndís voru samhent hjón, glaðsinna og skemmtileg í góðra vina hópi og æðrulaus í mót- læti sínu. Um leið og ég þakka mági mínum tæplega hálfrar aldar samfylgd sendi ég Bjarndísi og börnum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Guðbrands. Guðjón Andrésson. GUÐBRANDUR RÖGNVALDSSON MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Mosfellsbær Leikskólinn Hlíð Börn og listmenning Vegna stækkunar leikskólans þá auglýsum við eftir leikskólakennurum til starfa við leik- skólann frá 1. febrúar eða eftir nánara sam- komulagi. Um er að ræða stöður deildarstjóra og al- mennra leikskólakennara. Til greina kemur að ráða aðra uppeldis- menntaða starfsmenn og/eða starfsfólk með reynslu. Áherslur í leikskólastarfi eru: Skapandi starf og listmenning. Kjör leikskólakennara eru samkvæmt kjara- samningi Félags leikskólakennara og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Áhugasamir hafi samband við Jóhönnu S. Hermannsdóttur leikskólastjóra í símum 566 7375 og 861 2957 eða undirritaða í síma 525 6700 Mosfellsbær rekur í dag fjóra leikskóla sem hver og einn státar af metnaðarfullri stefnu og starfsháttum. Íbúafjöldinn er rúmlega 6.000 manns og er bærinn ört vaxandi útivistarbær enda stutt milli fjalls og fjöru og umhverfi bæjarins allt afar fagurt og mannlíf gott. Leikskólafulltrúi. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Jólaball Eflingar-stéttarfélags verður haldið laugardag- inn 28. desember nk. kl. 15 í Versölum, Hall- veigarstíg 1. Miðasala er á skrifstofunni. Tryggið ykkur miða tímanlega. Efling-stéttarfélag. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Miðvangur 18, hl. 0101, Egilsstöðum, fastnr. 224-6627, þinglýstur eigandi Austur-Hérað, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 27. desember 2002 kl. 14.00. Miðvangur 18, hl. 0102, Egilsstöðum, fastnr. 224-6628, þinglýstur eigandi Austur-Hérað, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 27. desember 2002 kl. 14.10. Miðvangur 18, hl. 0103, Egilsstöðum, fastnr. 224-6629, þinglýstur eigandi Austur-Hérað, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 27. desember kl. 14.20. Miðvangur 18, hl. 0104, Egilsstöðum, fastnr. 224-6630, þinglýstur eigandi Austur-Hérað, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 27. desember 2002 kl. 14.30. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 17. desember 2002. TIL SÖLU Ferðamálasjóður auglýsir til sölu bátinn Áka sknr. 6357 sem er 10 m langur, ætlaður til ferðaþjónustu. Báturinn tekur 22 í sæti, hann er knúinn tveim- ur 200 ha. Volvo penta diesel vélum, smíðaður árið 1986. Báturinn stendur á flutningsvangi sem fylgir með í kaupunum. Frekari upplýsingar eru veittar í Ferðamála- sjóði, Borgartúni 21 í Reykjavík, eða í síma 540 7510. Ferðamálasjóður. TILKYNNINGAR Bessastaðahreppur Deiliskipulag við Brekku Hreppsnefnd Bessastaðahrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Brekku á miðsvæðisreit í Bessastaðahreppi samkvæmt 1. mgr. 26. gr., sbr. 25. gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin nær til svæðisins norðan og sunnan við Brekku. Í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir 46 íbúðum í einbýlishúsum, raðhúsum, par- húsum og fjölbýlishúsum í stað 21 húss í ein- býlishúsum og parhúsum í gildandi deiliskipu- lagi. Einnig breytist skipulag gatna norðan Brekku. Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu Bessastaðahrepps, Bjarnastöðum, frá kl. 8:00— 16:00 alla virka daga frá 20. desember 2002 til 7. febrúar 2003. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn at- hugasemdum rennur út 7. febrúar 2003. Athugasemdum skal skilað skriflega til sveitar- stjóra Bessastaðahrepps, Bjarnastöðum. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Sveitarstjórinn í Bessastaðahreppi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.