Morgunblaðið - 20.12.2002, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 20.12.2002, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐ lestur Hálendisblaðsins sem kom út með Morgunblaðinu 8. des- ember sl. vöknuðu eftirfarandi spurningar sem ég vil leggja fyrir ráðamenn ís- lensku þjóðarinn- ar: Hvers vegna að valda röskun og skaða á um 60 fossum? Hvers vegna að veita Jökulsá á Dal, einu aurug- asta jökulfljóti í Evrópu, í Lagarfljót með tilheyrandi breytingum á vatnafari? Hvers vegna að eyðileggja um 40 ferkílómetra af dýrmætum gróður- vinjum á hálendinu? Hvers vegna að spilla 1.000 ferkíló- metra svæði ómetanlegs víðernis og jarðsögumenjum á hálendinu? Hvers vegna að taka mikla áhættu á sand- og leirfoki úr fjöruborði Háls- alóns og Keldulóns með tilheyrandi gróðurskemmdum á Vestur- öræfum og Hraunum? Hvers vegna að eyða stórum bú- svæðum hreindýra, heiðagæsa og fleiri dýra? Þið vitið: að Hálsalón verður á stærð við Hvalfjörð og með allt að 70 m vatns- borðssveiflu! að Kárahnjúkastífla verður 190 m á hæð, eða rúmlega tvisvar sinnum hærri en Hallgrímskirkja! að að neðan verður Kárahnjúka- stífla um 700 m breið, eða álíka og Esjan er há! að lengstu jarðgöng í Kárahnjúka- virkjun verða um 40 km og alls verða jarðgöngin ríflega 70 km á lengd! að opnir skurðir verða um 3,5 km á lengd og stíflur rúmlega 5 km á lengd! að með Kárahnjúkavirkjun verða um 80% af raforku landsins seld stór- iðju! að rekstarhalli á Kárahnjúkavirkj- un hefur verið áætlaður á bilinu 17– 53 milljarðar króna! að Kárahnjúkavirkjun eykur fjár- skuldbindingar Reykjavíkurborgar um 45 milljarða króna! að undir fyrirhugaðri Kára- hnjúkastíflu í Hafrahvammsgljúfri er þéttriðið net af misgengissprungum! að framkvæmdir við Kárahnjúka- virkjun og álver Alcoa munu leiða til hækkunar stýrivaxta um 2 prósentu- stig! að rammaáætlun ríkisstjórnarinn- ar sýnir að Kárahnjúkavirkjun er sá virkjunarkostur sem veldur hvað mestum umhverfisspjöllum! að tap á náttúrugæðum vegna Kárahnjúkavirkjunar hefur verið metið á andvirði 300 milljóna króna á ári! að um 65% þjóðarinnar eru hlynnt þjóðgarði norðan Vatnajökuls! að Skipulagsstofnun hafnar Kára- hnjúkavirkjun vegna umtalsverðra og óafturkræfra umhverfisáhrifa! að Skipulagsstofnun telur hagræn- ar forsendur Kárahnjúkavirkjunar veikar! að friðlýst svæði við Kringilsár- rana verður eyðilagt! að ströndin við Héraðsflóa mun hopa og hafa áhrif á seli, fugla og fleiri dýr! að Folavatn á hásléttu Hrauna verður eyðilagt! Er réttlætanlegt að kljúfa þjóðina í tvær andstæðar fylkingar vegna Kárahnjúkavirkjunar? Vel rökstutt svar óskast. JÓHANN G. JÓHANNSSON, tónlistar- og myndlistarmaður. Ráðamenn, hvers vegna? Frá Jóhanni G. Jóhannssyni Jóhann G. Jóhannsson Í MBL. 11. des. er grein eftir al- þingismann okkar Reykvíkinga, Ástu Möller, undir yfirskriftinni „Heima eða á stofnun“. Greinin hefst á þessum orðum: „Í SÍÐUSTU viku beindi ég fyr- irspurn til heilbrigðisráðherra...“ Það er eins og þingmaðurinn viti ekkert um þá umræðu sem verið hefur um bága stöðu málefna hjúkrunarheimila í hennar kjör- dæmi, ma. háværar kröfur Félags eldri borgara um tafarlausar úr- bætur. Hún þarf að spyrja heil- brigðisráðherra. Seinna í greininni er reynt að koma skömminni yfir á Reykjavíkurborg, og víst hefðu borgaryfirvöld mátt standa sig bet- ur. En nú skal ég upplýsa þing- manninn okkar um það að meg- inástæðan fyrir því að ekki hafa verið byggð hjúkrunarheimili er sú staðreynd að núverandi heimili eru rekin með miklu tapi, vegna þess að ríkið greiðir ekki raunverulegan reksturskostnað, að undanskildu óskabarninu Sóltúni. Í kringum þessa staðreynd komast stjórnar- liðar ekki. Ég er henni sammála um það að allra hluta vegna á að gera öldr- uðum það kleift að búa á sínu heim- ili, eins lengi og heilsan frekast leyfir, eins og ég hef margsinnis bent á í skrifum mínum undanfarin ár. Að lokum vil ég benda alþing- ismanninum á að kynna sér vel það samkomulag sem Landssamband eldri borgara gerði við ríkisvaldið þann 19. nóvember, sérstaklega kaflana um úrbætur í málum hjúkrunarheimila, heimilisaðstoð, dagvistun ofl. Þar má sjá hverju stjórnarliðar eru samningsbundnir um að koma í framkvæmd. Ef ein- hver misbrestur verður á þeim framkvæmdum, þá er vissulega tímabært að bera fram fyrirspurn- ir, og fylgja málum svo eftir. PÉTUR GUÐMUNDSSON, Skeiðarvogi 41, Reykjavík. Hvað vita alþingismenn? Pétur Guðmundsson skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.