Morgunblaðið - 20.12.2002, Side 64
64 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FRIÐRIK Karlsson, sem garðinn
gerði frægan með Mezzoforte hér í
eina tíð, hefur nú verið búsettur í
Bretlandi síðan 1996. Hann á heim-
ili þar í Surrey og hefur atvinnu af
tónlist; annars vegar er hann eft-
irsóttur lausaspilari en jafnframt
hefur hann gefið út slökunartónlist
sem hefur fallið vel í kramið hjá
kaupendum og hafa þær allar sem
ein gengið vel á markaði. Sérstakar
útgáfur koma út hérlendis og fyrir
stuttu kom sú sjötta út og ber hún
titilinn Feng Shui. Þær sem á und-
an fara heita Lífsins fljót (’97), Into
the Light (’98), Hugar-Ró (’99),
Máttur hugans (’00) og Morgunn/
Kvöld (’01).
„Ég fór að kynna mér þessi Feng
Shui-fræði,“ segir Friðrik, er hann
er inntur eftir nálguninni við þessa
plötu. „Þetta eru kínversk fræði og
hafa með skipulag umhverfisins að
gera – að það hafi áhrif á orku-
flæði og líðan fólks. Í fræðunum er
gert ráð fyrir að ákveðin öfl eins
og vatn, eldur og viður hafi áhrif á
mann og þau eigi að vera nálægt
manni, það hjálpi upp á jafnvægið.
Hvert lag er því tákn fyrir hvert
afl.“
Friðrik segir að hann hafi sjálf-
ur látið gera Feng Shui-úttekt á
húsi sínu og hljóðveri. „Og ég verð
að segja það að það varð alveg
rosaleg breyting,“ segir hann og
hlær.
Friðrik rekur fyrirtæki úti í
Englandi sem heitir The Feel
Good Collection. Feng Shui ber
undirtitilinn „Vellíðan“ sem er ís-
lenska útgáfan af þessu safni.
„Þetta er sjötti diskurinn og
þeir seljast allir vel – og allt árið
um kring þá. Enda fylgir þessi tón-
list engri tísku,“ segir hann.
Stór samningur
Þetta fyrirtæki hans er nú orðið
það næststærsta í Bretlandi og
Friðrik hefur unnið sér inn gott orð
í þessum „bransa“. Hann segir fólk
hafa orð á því að það skynji það í
gegnum tónlistina að sá sem er að
semja sé greinilega að stunda þá
hluti sem tengjast henni. Slíkt
fylgir ekki alltaf svona sköpun.
„Sumir af þessum tónlistar-
mönnum eru einhverjir gamlir
hasshippar sem urðu eftir,“ segir
Friðrik og kímir. „Sumir gera þetta
af heilindum en svo eru margir sem
gera það ekki.“
Friðriki finnst það ansi skondið
að diskar hans hafi ratað inn á vin-
sældalista hérlendis. Og það gerist
þá jafnan í janúar og febrúar. „Um
það leyti greinilega sem fólk er að
reyna að ná sér niður eftir jóla-
stressið,“ segir Friðrik með bros á
vör.
Friðrik starfar einnig sem lausa-
spilari og hefur spilað inn á lög með
popplistamönnum eins og Boyzone,
Westlife, S-Club 7, Atomic Kitten,
Kate Winslet og Ronan Keating.
„Á næstu vikum er ég svo að fara
að gera samning við BMG-
fyrirtækið (sem er ein stærsta tón-
listarútgáfa í heimi) um að ég verði
einn af þeirra lagasmiðum. Ég hef
verið að vinna að þessu í heilt ár og
loksins sé ég fyrir endann á því
ferli.“
Friðrik segir að lokum að næsta
slökunarplata sé þegar á áætlun.
„Þeir sem nota svona tónlist, t.d.
nuddarar, spila þetta náttúrlega
daginn út og inn og ég veit að þeir
eru alltaf mjög fegnir þegar ég
kem með nýja plötu (hlær).“
Ný ró í hnappagatið
Feng Shui er sjötta slökunarplata Friðriks Karlssonar.
arnart@mbl.is
Feng Shui er sjötta slökunarplata Friðriks Karlssonar
POSSESSION
GWYNETH
PALTROW
AARON
ECHART
JENNIFER
EHLE
JEREMY
NORTHAM
Sýnd kl. 10.10.
1/2MBL
Jólamyndin 2002
Kvimyndir.is
8
Eddu verðlaun
Yfir 54.000
áhorfendur
Sýnd kl. 5.45 og 8. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10.
Roger Ebert
1/2 Kvikmyndir.is
DV
Y F I R 6 0 . 0 0 0 G E S T I R
1/2HL MBL
RadíóX
Jólamynd film-undar
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
H.K. DVGH. Vikan
SK RadíóX
SV. MBL
GH. Kvimyndir.com
B.Ö.S. Fréttablaðið
Tónlist eftir Sigur Rós.
Sýnd kl. 5 og 8 íslenskt tal. Sýnd kl. 6 og 9 enskt tal.Forsýningar laugardag og sunnudag kl. 8
Loksins, Loksins
Framhald af Stellu í Orlofi, einni
vinsælustu grínmynd íslendinga fyrr og síðar
Komið ykkur í réttu jólastemninguna! Rekið endahnútinn á
jólaundirbúninginn og skellið ykkur með alla fjölskylduna á einu
sýningarnar sem haldnar verða á þessari frábæru grínmynd fyrir jól.
Forsal
a hafi
n
E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I
Það voru 1200 manns
um borð þegar það
týndist fyrir 40 árum..
nú er það komið aftur
til að hrella þig!
KRINGLA ÁLFABAKKI
Y F I R 6 0 . 0 0 0 G E S T I R
Frumsýnd 26. des. Tryggðu þér miða í tímaFORSÝND KL. 10.10. Einnig sýnd í VIP. Vit 496
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I