Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 11 AÐ MÖRGU er að huga fyrir jólin og margur bíleigandinn sættir sig ekki við annað en hreinan og strok- inn bíl um hátíðirnar. Ragnar Ósk- arsson hjá Bílaþvottastöðinni Spikk og span við Bíldshöfða hafði í nógu að snúast seinnipartinn í gær við að taka bílana í jólabað. Morgunblaðið/Ingó Bíllinn í jólabað SÖNGKONURNAR Hjördís Elín Lárusdóttir og Guðrún Árný Karls- dóttir afhentu í gær forráðamönnum Barnaspítala Hringsins 50 þúsund króna framlag sem renna á til upp- byggingar spítalans. Að sögn Hjördísar var vel tekið á móti þeim og var þeim boðið að heim- sækja spítalann þegar hann verður formlega opnaður 26. janúar nk. Nítjánda desember sl. sungu þær á tónleikum í Seltjarnarneskirkju og var ákveðið að láta aðgangseyri renna óskiptan til spítalans. Undir- leikari á tónleikunum var Þórir Úlf- arsson en einnig komu fram karla- kórinn Stefnir auk þess sem brasskvartett sté á svið. 50 þúsund til barnaspítalans AFTANSÖNGUR í Grafarvogs- kirkju verður útvarpað á Netinu á aðfangadag og verður útsendingin aðgengileg frá mbl.is. Prestur verður sr. Vigfús Þór Árnason og organisti Hörður Braga- son. Kór Grafarvogskirkju syngur, einsöngvari er Egill Ólafsson. Birgir Bragason leikur á kontrabassa, Bryndís Bragadóttir á lágfiðlu og Hjörleifur Valsson á fiðlu. Til að horfa á útsendinguna þarf ókeypis hugbúnað frá Microsoft, Windows Media Player, sem hægt er að sækja til Microsoft ef hann er ekki til stað- ar á tölvu viðkomandi. Þegar líður að útsendingunni, sem hefst kl. 18, verður hægt að smella á tengilinn Aftansöngur í Grafarvogs- kirkju undir liðnum Nýtt á mbl.is efst til hægri á forsíðu mbl.is. Síminn Internet annast tæknilega hlið út- sendingarinnar. Messa á mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt þrjá menn í þriggja mánaða fangelsi fyrir að falsa fimm þúsund króna seðla. Refsingin er skilorðsbundin til tveggja ára. Mennirnir notuðu tölvu og litaprent- ara í eigu eins þeirra til að falsa seðl- ana en 14 slíkir voru notaðir í við- skiptum. Þáttur þeirra í fölsunum var misstór en alls voru 54 seðlar falsaðir. Mennirnir játuðu brot sín. Auk tölvubúnaðarins var lítilræði af fíkniefnum gert upptækt. Hjördís Hákonardóttir kvað upp dóminn. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari sótti málið f.h. ríkissaksóknara, Jó- hannes Rúnar Jónsson hrl. var til varnar fyrir einn þeirra en hinir voru ekki með skipaða verjendur. Dæmdir fyrir að falsa seðla SJÓÐUR íslenskra kvenna fékk úthlutað 10 milljónum króna á fjár- lögum 2003 til stuðnings lækningu á mænuskaða. Framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) hefur sýnt málinu áhuga og er áfram unnið að því að stofna hérlendis samstarfsmiðstöð í málefnum mænuskaddaðra. Í júní 2001 var haldið hér á landi málþing um mænuskaða, sem Al- þjóða heilbrigðismálastofnunin og íslensk stjórnvöld stóðu fyrir að frumkvæði Auðar Guðjónsdóttur, hjúkrunarfræðings. Þar vaknaði hugmynd að stofnun alþjóðlegs gagnabanka um mænuskaða og hefur verið unnið að málinu síðan. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, segir að í vor hafi hann skrifað Gro Harlem Brundtland, framkvæmdastjóra WHO, bréf vegna málsins og í svari hennar síðsumars hafi komið fram að hún vildi stuðla að því að hér yrði kom- ið á fót samstarfsmiðstöð í mál- efnum mænuskaddaðra. Ef af yrði myndi sú miðstöð væntanlega rísa við Landspítalann – háskólasjúkra- hús og hefði málið verið rætt við forsvarsmenn sjúkrahússins og Auði Guðjónsdóttur. „Við hittumst aftur eftir áramótin,“ segir Jón og bætir við að þá verði farið yfir framhaldið. Jón segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um frekari stuðning að svo stöddu enda eigi fjárveitingin að vera nægileg til að koma málinu á verulega hreyfingu. Viss skilyrði þurfi að uppfylla til að koma gagnabankanum á fót, en málið sé í ákveðnum farvegi og áhugi sé fyrir því að ýta því áfram. Mænuskaðagagna- banki á fjárlögum HJÖRLEIFUR Guttormsson, fyrr- verandi alþingismaður og ráðherra, gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur harðlega í grein sem birtist í DV í gær. Í greininni segir Hjörleif- ur óraunsætt að Ingibjörg Sóllrún geti haldið stöðu sinni lengur sem borgarstjóri og „leikið þannig tveim- ur skjöldum“. Því muni Sjálfstæð- isflokkurinn nú leita samstarfs við aðra flokka um stjórn Reykjavíkur, að hans mati, og fari svo byrji Ingi- björg afskipti sín af landsmálum með „sviðna jörð að baki“. Þá segir Hjör- leifur: „Ekki verður annað séð en hér sé um sögulegan afleik af hennar hálfu að ræða. Hver getur treyst stjórnmálamanni til frekari forystu sem gengur jafn rækilega á bak orða sinna? Nóg var fyrir Samfylkinguna að hafa Össur á oddinum með þann ótrúverðuga blæ sem lengi hefur fylgt honum sem stjórnmálamanni, þótt meinsæri Ingibjargar bættist ekki við í áru flokksins.“ Hjörleifur segir ljóst að Ingi- björgu verði teflt fram sem „aðal- trompi og leiðtogaefni Samfylking- arinnar“. Hafa orðið þáttaskil Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjallar um framboðsmál Ingibjargar Sólrúnar í pistli á vefsíðu sinni valgerdur.is. Þar segir hún m.a.: „Ákvörðun Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur um framboð til Alþingis er tekin með hagsmuni Samfylkingarinnar í huga. Reykjavíkurlistanum er fórnað. Að sjálfsögðu hefði það átt að liggja fyr- ir við borgarstjórnarkosningarnar í maí sl. að það kæmi til greina af hálfu Ingibjargar Sólrúnar að skella sér í þingframboð. Það hefði í mínum huga breytt afstöðu Framsókn- arflokksins til samstarfsins um Reykjavíkurlistann. Ingibjörg Sól- rún hélt því ítrekað fram að hún væri ekki á leið í þingframboð fyrir örfá- um mánuðum, þegar hún leitaði eftir endurkjöri sem borgarstjóri. Ekkert hefur gerst sem kallar á breytt við- horf hennar til þess. Það verður að álíta sem svo að þetta framboð hafi ávallt komið til greina af hennar hálfu. Tvennt stendur upp úr við ákvörð- un Ingibjargar Sólrúnar. Annars vegar hefur hún gengið svo berlega á bak orða sinna að hún stendur sködduð eftir. Hins vegar kallar framkoma Samfylkingarinnar fram spurningar um hæfni hennar til sam- starfs við aðra stjórnmálaflokka. Þetta tvennt verður Samfylkingunni til vandræða í komandi þingkosn- ingum. Ingibjörg Sólrún á fullt erindi í landsmálin, en þá verður hún að fórna borgarstjórastólnum. Það hafa orðið þáttaskil. Nú lít ég á Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur sem hvern annan andstæðing minn í póli- tík. Því kveð ég hana sem samherja og þakka fyrir samstarfið.“ Spunafréttir Björn Bjarnason, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, fjallar einnig um framboðsmál borgarstjóra í pistli á vefsíðu sinni bjorn.is. Segist Björn hafa þóst heyra „spunafréttir“ í hádegisfréttum Bylgjunnar og hljóðvarps ríkisins á sunnudag sem ættu rætur að rekja til þeirra, sem vilji skapa óvild á milli sjálfstæð- ismanna og framsóknarmanna í von um, að það spilli fyrir því, sem um sé slúðrað vegna upplausnarinnar inn- an R-listans. Vísar Björn m.a. til fréttar á Bylgjunni um að Björn og Guðlaug- ur Þór Þórðarson, stjórnarmenn af hálfu Sjálfstæðisflokksins í Orku- veitu Reykjavíkur, hefðu gagnrýnt Alfreð Þorsteinsson og gefið hafi verið til kynna, að þess vegna gætu framsóknarmenn ekki litið sjálf- stæðismenn réttu auga sem sam- starfsmenn, ef R-listinn liðaðist í sundur. „Mórallinn í spunanum var þessi: Hvernig í ósköpunum halda menn, að þeir Björn Bjarnason og Alfreð Þorsteinsson geti starfað saman eft- ir það sem á undan er gengið vegna ágreinings innan stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eða gagnrýni Björns á Alfreð? Ef einhver hefði ætlað að spinna á þann veg, að víst gætum við Alfreð starfað saman, hefði sá hinn sami getað vakið athygli á því, að við höfum um áratugaskeið átt saman sæti í stjórn Samtaka um vestræna samvinnu, en Alfreð er í þeim armi Framsóknarflokksins, sem styður NATO-aðild og varnarsamstarfið við Bandaríkin á tímum kalda stríðsins og síðan. Brast sú samstaða ekki á miklu meiri spennutímum í íslensk- um stjórnmálum en nú ríkja,“ segir Björn í pistlinum. Hörð gagnrýni á borgarstjóra HLUTVERK endurskoðenda hjá Reykjavíkurborg mun verða skýrara og veigameira en mögulegt er með núverandi fyrirkomulagi, að því er fram kemur í greinargerð starfshóps sem fjallað hefur um undirbúning breytinga á endurskoðun hjá borg- inni. Stefnt er að því að leggja niður embætti Borgarendurskoðunar frá og með 28. febrúar á næsta ári sam- kvæmt tillögu borgarstjóra og for- seta borgarstjórnar. Samkvæmt tillögunni verður öll- um starfsmönnum stofnunarinnar, átta talsins, sagt upp störfum frá og með 1. janúar nk. Jafnframt er lagt til að til starfa taki ný deild, innri endurskoðunardeild, sem í skipuriti heyri beint undir borgarstjóra. Störf í nýju endurskoðunardeildinni verða auglýst laus til umsóknar og er mið- að við að starfsemin hefjist 1. mars 2003. Fram kemur að borgarstjóri muni kanna hvort finna megi önnur störf við hæfi hjá Reykjavíkurborg handa þeim starfsmönnum sem missa vinnuna hjá Borgarendur- skoðun. Þess má geta að í september sl. var fjórum starfsmönnum Borg- arendurskoðunar sagt upp störfum. Í greinargerð starfshóps sem unn- ið hefur að breytingum á endurskoð- un hjá borginni segir að innri endur- skoðun sé sú starfsemi sem miði að því að tryggja að innra eftirlit sé virkt og áhættu sé stýrt. Eigi það bæði við um fjárhagslega þætti starfseminnar svo og aðra þætti hennar. Innri endurskoðanda sé ætlað að skoða með skipulegum hætti þá verkferla sem unnið sé eftir hjá við- komandi fyrirtæki eða stofnun, leita að veikleikum og gera tillögur að úr- bótum. Hann á einnig m.a. að kanna hvort unnið sé í samræmi við ákvarð- anir stjórnenda, hvort starfsreglur séu virtar og lög og aðrar viðmiðanir. Fram kemur að ytri endurskoð- andi borgarinnar hafi ekki það hlut- verk að fylgjast frá degi til dags með virkni eftirlits borgarinnar og ein- stakra stofnana hennar. Hins vegar hefði innri enduskoðun það hlutverk m.a. að koma upp um misferli, veita ráð um úrbætur í eftirliti og sinna ýmsum þeim aðgerðum sem auka skilvirkni borgarkerfisins. Í tillögu borgarstjóra og forseta borgarstjórnar segir að hlutverk hinnar nýju innri endurskoðunar verði ólíkt verkefnum Borgarendur- skoðunar, stjórnskipuleg staða verði önnur og tilkall til þekkingar annað en sé hjá ytri endurskoðun. Lagt er til að hin nýja innri endurskoðunar- deild muni ekki bera nafnið Borg- arendurskoðun. Málefnalegar ástæður Þar segir enn fremur að Reykja- víkurborg hafi eitt sveitarfélaga nýtt sér heimild í sveitarstjórnarlögum að fela sérstakri endurskoðunar- stofnun á vegum sveitarfélagsins að endurskoða borgarsjóð, stofnanir og fyrirtæki borgarinnar. Þar segir að búið sé að bjóða út enduskoðunarþjónustu fyrir A-hluta borgarsjóðs og B-hluta fyrirtækin, Reykjavíkurhöfn, Fráveitu og Bíla- stæðasjóð Reykjavíkur. Þá hafi lög- giltir endurskoðendur verið ráðnir til að sinna endurskoðun annarra fyrirtækja borgarinnar. Bent er á að þar með séu í raun brostnar forsend- ur sem sé að finna í 68. gr. sveit- arstjórnarlaga fyrir því að borgin haldi úti enduskoðunarstofnunum. Á fundi borgarráðs sl. þriðjudag óskaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi D-lista, umsagnar borgarlögmanns um hvort hann teldi að með vísan til samþykktar borg- arstjórnar 18. apríl sl. um framtíð Borgarendurskoðunar, væru mál- efnalegar ástæður til að leggja niður deildina. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi borgarstjórnar í fyrradag. Ný innri endurskoðunardeild tekur við af Borgarendurskoðun eftir áramót Öllum átta starfsmönnum verður sagt upp störfum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.