Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 49 Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Gleðilega hátíð! Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Hagvangur Starfsfólk Víddar ehf. í Kópavogi og á Akureyri óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Gleðileg jól ,,KOMIÐ til mín eins og börn.“ Aldrei hef ég getað hugsað mér þegar ég lít nýfætt barn að í eðli þess sé falin grimmd, græðgi, of- beldi og glæpahneigð svo fátt eitt sé nefnt. Reynslan hefur kennt mér að ekkert mótar framtíð þess eins og umhverfið og atlætið. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið góða. Fátt gleður meira en sjá foreldra gefa barni sínu ró og tíma. Þegar litla barnið fær sjálft að ganga sínum skjögrandi skrefum inn á læknastofuna fer um mig notaleg tilfinning. Þessi börn sitja líka róleg og örugg í faðmi föður eða móður. Nú eru sjö ár síðan fyrirtækið Íslenzk erfðagreining var stofnað. Ekki leið á löngu þar til tekizt hafði að blinda Íslendinga í glýju líftækni og erfðavísinda. Þetta am- eríska fyrirtæki var skilgetið af- kvæmi nýja hagkerfisins sem náði að slá gamla bankastjóra út af lag- inu þótt sumir þeir hafi að vísu lif- að ósköpin af. Hið virta vikurit Spiegel kallaði þetta hagkerfi ný- lega kapítalisma rándýrsins og að- aleinkenni þess mikilmennskubrjál- æði og græðgi. Ekki hefur farið fram nein vitræn umræða um svo- kölluð erfðavísindi hér á Íslandi enda hafa talsmenn deCODE kerf- isbundið bælt hana niður. Þó felst í svokallaðri erfðagreiningu meiri sjúkdómsvæðing en dæmi eru um áður í sögu læknisfræðinnar. Með henni verður allt lífið sjúkdóms- vætt frá vöggu til grafar. Þó munu flest svokölluð erfðapróf hvorki standast vísindalegar né siðferði- legar kröfur. Markaðskraftar lyfja- og líftækniiðnaðarins munu gera allt til að þrýsta þessum prófum á markað. Hér hafa margir brugðizt en fáir þó eins og Háskóli Íslands. „Genin okkar“ Nýlega kom út bók sem sætir miklum tíðindum. Hér á ég við bók Steindórs J. Erlingssonar ,,Genin okkar“. Þessi litla bók er skrifuð af manni sem augljóslega kann sitt fag. Hér er fjallað um flókið efni á auðskiljanlegan hátt, en það er ein- mitt aðalsmerki þeirra sem skilja. Bókin er eins og þéttur akur, frá- bærlega skrifuð og fræðandi. Steindór fer ekki í launkofa með gagnrýni sína á þá taumlausu ein- staklingshyggju sem mótað hefur samtímann og þar með vísindin síð- ustu áratugi. Hann setur nútíma erfðafræði í vítt vísindalegt, fé- lagslegt og sögulegt samhengi með þeim hætti að hvern hugsandi mann hlýtur að langa til að lesa meira. Þar kemur mjög ítarleg heimildaskrá að miklum notum, en mikið efni er til á erlendum málum. Hér er um lítið meistarastykki að ræða og grundvallarrit á íslenzku. Ekki efa ég að Jónasi Hallgríms- syni hefði líkað sú frjóa og gagn- rýna hugsun sem þarna birtist, en hann er einmitt höfundur einkunn- arorða Háskólans: ,,Vísindin efla alla dáð“. Erfðir og atlæti Eftir Jóhann Tómasson Höfundur er læknir. „Markaðs- kraftar lyfja- og líftækni- iðnaðarins munu gera allt til að þrýsta þess- um prófum á markað.“ Í MORGUNBLAÐINU 17. des- ember birtist grein eftir Valdimar Leó Friðriksson þar sem hann gagnrýnir mig fyrir að ætla að taka aftur nýsamþykkta hækkun örorkubóta til fatlaðra á sambýl- um með því að innheimta af þeim húsaleigu. Ég ætla að þeir sem fylgst hafa með verkum mínum í þágu fatlaðra á undanförnum ár- um geti ekki annað sagt en ég hafi lagt á það mikla áherslu að vinna að hag fatlaðra eftir bestu getu. Verulegur árangur hefur náðst á undanförnum árum í aukningu og styrkingu á þeirri þjónustu sem veitt er fötluðum í dag. Það má þó alltaf segja að betur megi gera enda eru þarfir fólks breytingum háðar. Ég mun því beita mér fyrir bættum hag fatlaðra hér eftir sem hingað til. Það er því hvorki rétt né sanngjarnt að stilla hlutum upp með þeim hætti sem gert er í um- ræddri grein. Yfirlýsingar eins og þær sem settar eru fram í þessari blaðagrein þjóna ekki öðrum til- gangi en þeim að valda fólki van- líðan og ala á vantrausti manna sem þó væntanlega hafa það að markmiði að vinna að hag fatlaðra. Vegna þessara yfirlýsinga er þó nauðsynlegt að gera nokkra grein fyrir þeim hugmyndum sem liggja að baki ákvörðunum um þátttöku fatlaðra í húsaleigu á sambýlum. Árið 1999 skipaði ég starfshóp sem fjalla skyldi um húsaleigu og annan kostnað sem fatlaðir greiða vegna búsetu á sambýlum. Í þenn- an starfshóp voru skipaðir tveir fulltrúar frá hagsmunasamtökum fatlaðra, einn frá samtökum sveit- arfélaga ásamt fulltrúum frá svæðisskrifstofum og félagsmála- ráðuneyti. Ástæða nefndarskipaninnar var sú að verulegs misræmis gætti hvort fatlaðir íbúar sambýla greiddu húsaleigu eða ekki. Þetta misræmi felst í því hver er eigandi húsnæðisins. Um 2⁄3 hlutar sam- býla eru í dag í húsnæði í eigu rík- isins en hinn hlutinn í eigu sam- taka fatlaðra, svo sem Landssamtakanna Þroskahjálpar, Styrktarfélags vangefinna og Ör- yrkjabandalags Íslands. Einnig eiga sveitarfélög og einkaaðilar húsnæði sem leigt er til fatlaðra. Á sambýlum í eigu ríkisins hafa íbúar ekki þurft að greiða húsa- leigu. Á mörgum sambýlum sem rekin eru í húsnæði félagasamtaka þurfa íbúar á hinn bóginn að greiða húsaleigu. Ríkisendurskoð- un hefur meðal annars vakið at- hygli á þessu misræmi og bent á að íbúar sambýla sitji ekki við sama borð hvað húsnæðiskostnað sambýlanna varðar. Íbúar á nokkrum sambýlum greiða stóran hluta af sameiginlegum sjóðum sínum í húsaleigu á meðan aðrir greiða aðeins lítinn hluta í formi fasteignagjalda og brunatrygg- inga. Tillögur starfshópsins Í hugmyndum starfshópsins um ákvörðun húsaleigu var reynt að taka mið af þeirri aðstöðu sem fatlaðir búa við. Var þá fyrst og fremst verið að huga að þeim mis- mun sem er á milli eldri og yngri sambýla þar sem einkarými í nýj- um sambýlum hefur stækkað veru- lega á undanförnum árum. Nefndin gerði tillögur að upp- hæð leigu á sambýlum og var for- sendan fyrir þeim tillögum að íbú- ar sambýlanna fengju jafnan rétt á húsaleigubótum. Nú eiga þeir sem búa á sambýlum jafnan rétt á húsaleigubótum á við aðra. Við ákvörðun leigufjárhæðarinnar var reynt að taka mið af ráðstöfunar- tekjum íbúa en ekki af raunkostn- aði við rekstur húseignar. Þær upphæðir sem nefndin lagði til um húsaleigu hafa ekki hækkað frá því að nefndin skilaði tillögum sínum en það var fyrir réttum tveimur árum. Í nýju reglugerðinni um búsetu fatlaðra eru skilgreindir fimm leiguflokkar eftir stærð þess rýmis sem hver og einn einstaklingur hefði afnot af. Leiguflokkarnir eru: 1. Herbergi minna en 10 fermetrar 2. Herbergi 10–14 fermetrar 3. Herbergi stærra en 14 fermetr- ar 4. Herbergi með snyrtingu 5. Ígildi tveggja herbergja íbúðar Leigan á mánuði fyrir herbergi minna en 10 fermetrar er 11.000 kr. en húsleigubætur lækka þessa upphæð niður í 5.500 kr. Fyrir ígildi tveggja herbergja íbúðar er leigan 23.000 kr. á mánuði en á móti koma húsaleigubætur að fjár- hæð 8.450 kr. Í dag eru dæmi þess að fatlaðir sem hafa ígildi tveggja herbergja íbúðar í húsnæði í eigu félagasamtaka greiði allt að 30.000 kr. í leigu á mánuði og mun því nýja reglugerðin hafa verulegar breytingar í för með sér fyrir þá. Einnig má geta þess að Fram- kvæmdasjóður fatlaðra leggur yf- irleitt til stofnframlag upp á tvær milljónir króna fyrir hvert nýtt sambýli. Þeir fjármunir eru nýttir til húsbúnaðarkaupa og kaupa á flestu því sem tilheyrir sameig- inlegu heimilishaldi. Ráðstöfunarfé fatlaðra sem búa á sambýlum og greiða leigu sam- kvæmt þremur fyrstu leiguflokk- unum breytist óverulega. Um er að ræða 80% þeirra sem búa á sambýlum ríkisins í dag. Í leiguflokki 4 og 5 þar sem um er að ræða herbergi með snyrt- ingu eða ígildi tveggja herbergja íbúðar minnkar ráðstöfunarfé við- komandi um 5–10 þúsund kr. á mánuði enda eru þessir aðilar að fá húsnæði sem svarar til einstak- lingsíbúðar eða tveggja herbergja íbúðar. Húsaleigugreiðslur ann- arra sem búa við sambærilegar að- stæður í dag í húsnæði í eigu fé- lagasamtaka munu á hinn bóginn lækka. Með reglugerðinni er verið að jafna aðstæður fatlaðra gagnvart búsetu hvort sem þeir búa í hús- næði á vegum ríkisins eða hags- munasamtaka fatlaðra. Jafnræði fyrir alla Eftir Pál Pétursson „Með reglu- gerðinni er verið að jafna að- stæður fatl- aðra gagnvart búsetu.“ Höfundur er félagsmálaráðherra. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Sjónvarpsskápur 139.000 Kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.