Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 34
LISTIR 34 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ J ÓLALEIKRIT Þjóðleik- hússins að þessu sinni er söngleikurinn Með fullri reisn, verk sem gerist í kaupstaðnum Hafnarvík, þar sem flestir karlmenn bæjarins hafa verið atvinnulausir mánuðum saman. Þótt þeir bregðist á mis- jafnan hátt við þessari óbærilegu stöðu, eiga þeir það sameiginlegt að finnast staðan niðurlægjandi. Þeir eru þreyttir á að vaska upp og skúra, þreyttir á að hangsa, þreytt- ir á að sækja um vinnu og fá höfn- un, þreyttir á að drekka bjór og spila körfubolta. Flestir þeirra standa frammi fyrir missi af ein- hverju tagi ef ekki verður einhver breyting á. Eiginkonurnar í bænum eru flestar útivinnandi og á kvöldin vilja þær fara með vinkonum sínum út að skemmta sér, slaka á, lyfta sér upp – sem er jú ólíkt skemmti- legra en að hanga yfir karli sem vill samúð. Það sem vekur mestan áhuga kvennanna er karlstrippari sem heimsækir bæinn og heldur hressi- leg „show“ og ekki er það til að bæta líðan hinna atvinnulausu karla. Þar til einum þeirra dettur það snjallræði í hug að safna hóp af körlum saman, sex stykkjum, og setja saman enn betra „show“, ganga enn lengra en hinn flotti kroppur sem er búinn að æra allar konur bæjarins. Þeir sex sem veljast í hópinn eru misjafnlega á sig komnir og á æði ólíkum aldri – og áður en „showið“ góða verður að veruleika, gengur á ýmsu. Hver og einn þarf að takast á við aðstæður heima fyrir, í upphafi kunna þeir ekkert að dansa, eiga erfitt með að halda takti – og kjark- urinn er nú kannski ekki í sem bestu lagi. En áfram halda þeir þó. Þetta er alvöru fólk Það kann að vekja upp spurn- ingar að Þjóðleikhúsið setji upp jólasýningu um atvinnuleysi og karla sem ákveða að berhátta sig. En það er kannski aðeins hin ein- falda lýsing á verkinu, því það sem karlarnir sex þurfa til þess að hefja sig upp úr ástandinu, er hugmynda- auðgi, frumkvæði, seigla, kjarkur, gagnkvæmur skilningur, vinátta og samstaða. Það reynir verulega á alla þessa þætti. Með hlutverk sexmenninganna fara Rúnar Freyr Gíslason, Ólafur Darri Ólafsson, Baldur Trausti Hreinsson, Atli Rafn Sigurðarson, Kjartan Guðjónsson og Arnar Jóns- son og eru þeir sammála um að það sé djarft af Þjóðleikhúsinu að setja verkið upp. En það er ekki á hverj- um degi sem leikarar Þjóðleikhúss- ins eru látnir berhátta fyrir framan áhorfendur og þegar þeir eru spurðir hvernig þeim hafi litist á blikuna þegar þeir mættu á fyrsta samlestur, segir Rúnar Freyr: „Mér fannst þetta strax mjög spennandi hugmynd. Ég hafði séð leikritið í London og fannst það skemmtilegt. Það var mikið hlegið, því það koma upp aðstæður sem eru fyndnar. Mér finnst mjög gam- an að fá að standa með svona skemmtilegum félögum fyrir fram- an fimm hundruð manns í þessu djarfa leikriti.“ En Arnar, hefur þú einhvern tím- ann áður þurft að standa nakinn á leiksviði? „Nei.“ „Fannst þér það ekkert óþægi- legt til að byrja með?“ „Nei, ég var svo upptekinn af öllu öðru að ég var ekkert að velta því fyrir mér. Þetta starf er þannig að þegar maður stendur frammi fyrir því, þá lætur maður sig bara hafa það. Því má heldur ekki gleyma að þetta er saga um fólk sem er í ákveðinni neyð. Þetta er alvöru fólk – og það er nokkuð sem alltaf vekur áhuga áhorfenda. Það sem er líka áhugavert við þetta verk, er að yfirleitt eru það konur sem eru „objekt“ en hér er því snúið við. Þetta er hópur karla sem ákveður að sigrast á aðstæð- um. Tímarnir vinna gegn þeim – en þeir hafa frumkvæði. Það er ör- vænting í gangi en þeir sigrast á henni. Þeir hafa tapað sjálfsvirðing- unni en ætla sér að vinna hana aft- ur – og tekst það af fullri reisn.“ Dauðleiðir á því að vaska upp og ryksuga „Þeir eiga við svo ólík vandamál að stríða, þegar á hólminn er kom- ið,“ segir Ólafur Darri. „Ef við tök- um til dæmis minn karakter, sem hafði kannski ekki svo mikla sjálfs- virðingu fyrir vegna þess að hann er of feitur. Ég get alveg játað að fyrst eftir að æfingar hófust, hugs- aði ég með mér: Hvað er ég að gera? Ég er hér á bumbunni dögum saman, en svo gleymist það vegna þess að það er svo margt í þessu verki þegar maður fer að kynnast því.“ „Auðvitað standa allar persón- urnar frammi fyrir spurningunni „hvers vegna er ég að gera þetta“ á einhverjum tímapunkti,“ segir Baldur Trausti og Rúnar Freyr bætir við: „En þeir eru bara allir dauðleiðir á því að vera heima að vaska upp og ryksuga. Þeir horfast í augu við sjálfa sig og ástandið og verða hreinlega að takast á við það – og vonandi gleymist það ekki að þetta eru menn með tilfinningar. Á því veltur allt.“ Úr ólíku umhverfi Og vissulega koma persónur karl- anna sex úr ólíku umhverfi, þótt þeir hafi allir unnið á sama vinnu- staðnum. Baldur Trausti leikur fyrrverandi yfirmann í stálsmiðj- unni sem sagt hefur þeim upp. Hann er hinn dæmigerði vel lukkaði eiginmaður, hörkuskaffari sem er elskaður og dáður af eiginkonunni – og getur ekki hugsað sér að neita henni um neitt. Karakter Ólafs Darra er einnig kvæntur en vegna atvinnuleysisins er hann í svo mik- illi sálarkreppu að hjónabandið er komið í vanda. Eiginkonan getur reddað honum vinnu við að safna saman körfum í kaupfélaginu – svo það er kannski ekki að furða að honum finnist hann vera rusl. Rún- ar Freyr leikur forsjárlausan föður, sem stendur frammi fyrir því að missa umgengnisrétt við soninn, ef hann ekki bregst skjótt við – því þótt hann hafi kannski ekki verið fullkominn eiginmaður, er hann „næstum því“ frábær pabbi, eins og sonur hans segir. Atli Rafn leikur pasturslítinn mömmudreng sem ekki aðeins rís upp úr eymdinni með því að taka þátt í „showinu,“ heldur verður vin- áttan og samstaðan til þess að hann uppgötvar hver hann er. Karakter Kjartans er ekkert að víla mögu- leikann fyrir sér. Hann ætlar að vera með. Hann er fullkomlega sjálfsöruggur fyrir neðan belti og þar sem hann er ótta- og kvíðalaus, verður hann dálítið til þess að stappa stálinu í hina. Þegar karakt- er Arnars Jónssonar mætir til leiks, líst strákunum ekki á blikuna. Þeim finnst hann of gamall – en hann tekur þvílíkan snúning fyrir þá á gólfinu, að þeir sjá að þeir hafa ekki roð við honum og geta margt af honum lært.“ Lífið er sápuópera En hvernig er að starfa svona ná- ið í karlahópi? „Mér finnst þetta vera eins og í öllum sýningum,“ segir Rúnar Freyr, „maður er að vinna mjög ná- ið með ákveðnum hópi og fljótlega fer vinnan í vissan farveg.“ „Við þekktumst líka allir mjög vel,“ segir Kjartan. „Við vorum allir í leiklistarskólanum á sama tíma, nema Arnar. Hann kenndi okkur.“ „Það má líka segja að ég sé svona bastarður í sýningunni,“ segir Arn- ar. „Ég átti ekki að leika hlutverkið upphaflega, heldur annar leikari sem veiktist í baki, þannig að þeir fundu mig – einn bæklaðan – til þess að fara með hlutverkið.“ Ég verð að játa, að ég kveið fyrir að sjá sýninguna, vegna þess að mér finnst berir karlar á leiksviði pínleg tilhugsun – en útfærslan er er svo vel gerð, að hún ætti ekki að særa blygðunarkennd nokkurs leik- húsgests. Eruð þið sáttir? „Já, mjög svo,“ segja sexmenn- ingarnir og bæta við: „Strippið er aukaatriði. Þetta verk fjallar um það að axla ábyrgð á lífi sínu. Það skapast mikil samstaða innan þessa hóps við öfgakenndar aðstæður. Það er svo misjafnt hvernig fólk bregst við áföllum. Sumir sigrast á þeim, aðrir þurfa hjálp til þess og enn aðrir bugast. Það er allt litrófið í gangi. Við getum sagt að lífið sé dálítil sápuópera og kannski er þetta verk að einhverju leyti sápu- ópera – en rétt eins og í lífinu eru persónurnar menn af holdi og blóði.“ Sjálfs- virðingin að veði Þjóðleikhúsið frumsýnir söngleikinn Með fullri reisn á annan í jólum, verk sem er bæði áleitið og djarft. Súsanna Svavars- dóttir spjallaði við karlana sex sem fara með aðalhlutverkin í sýningunni. Morgunblaðið/Halldór „Strippið er aukaatriði.“ Rúnar Freyr, Atli Rafn og Ólafur Darri. Guðmundur Ingi Þorvaldsson nýtur óskiptrar athygli í hlutverki sínu. eftir Terence McNally og David Yazbek. Þýðing og staðfærsla: Karl Ágúst Úlfsson Leikarar: Arnar Jónsson, Rúnar Freyr Gíslason, Ólafur Darri Ólafsson, Baldur Trausti Hreinsson, Atli Rafn Sigurð- arson, Kjartan Guðjónsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Hall- dóra Björnsdóttir, Edda Heið- rún Backman, Alexander Briem/Daði Már Guðmundsson, Valdimar Örn Flygenring, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson, Vig- dís Gunnarsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Randver Þorláksson, Stefán Jónsson, Sigurður Skúlason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Margrét Eir Hjartardóttir og Edda Arn- ljótsdóttir. Hljómsveitarstjóri:Jóhann G. Jóhannsson Hljóðfæraleikarar: Agnar Már Magnússon/Eyþór Gunnarsson, Birgir Bragason/Jóhann Ás- mundsson, Eiríkur Örn Páls- son, Erik Qvick, Edward Frederiksen, Guðmundur Pét- ursson, Pétur Grétarsson og Sigurður Flosason. Lýsing: Björn B. Guðmundsson og Páll Ragnarsson Búningar: Filippía I. Elísdóttir Leikmynd: Vytautas Narbutas Aðstoðarleikstjóri: Tinna Gunnlaugsdóttir Leikstjóri og danshöfundur: Kenn Oldfield Með fullri reisn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 301. tölublað (24.12.2002)
https://timarit.is/issue/251119

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

301. tölublað (24.12.2002)

Aðgerðir: