Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 61 DAGBÓK Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. G.V.F. ehf Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Tímapantanir virka daga í síma 568 6311. Auður Smith MRCOG Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp Hef opnað lækningastofu í Læknastöðinni ehf., Glæsibæ STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú hefur milda skapgerð og þér gengur vel að lynda við fólk en jafnframt ertu með báða fætur á jörðinni. Þú lætur erfiðleika ekki hafa of mikil áhrif á þig. Árið fram- undan einkennist af annríki. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vikan hefst með krafti. Þú kemur miklu í verk, m.a. vegna þess að aðrir hlusta á þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í dag er heppilegt að vinna að málum í sambandi við útgáfufyrirtæki, fjölmiðla, menntastofnanir, erlend ríki og ferðir. Þú getur hjálpað einhverjum í fjöl- skyldunni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Greiddu úr flækjum í sam- bandi við eignir, sameigin- lega ábyrgð og eignaskipti. Vinsamlegar viðræður við systkini og ættingja bera ávöxt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Í dag er gott að tala um peninga við nána ættingja eða félaga. Reyndu að skipuleggja eyðsluna en ekki óttast örlæti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er gæfuríkt ár. Í dag eru bæði tunglið og Júpíter í merki þínu. Njóttu þessa happs og einbeittu þér að því að koma á umbótum í vinnunni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að láta fjölskyldu- mál til þín taka en þú þarft einnig að sinna þér. Ef þú ferð ekki vel með þig nýtist þú engum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Í dag er gott að ræða við vini. Reyndu að hitta kunn- ingja í hádeginu eða í kvöld. Þá er gott að fara í bíó, tónleika eða á íþrótta- viðburði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú skalt hefja vikuna á að ræða við yfirmann þinn. Reyndu að vera samninga- lipur en þú getur haft mikil áhrif um þessar mundir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að komast í burtu á næstunni en ferðalög auka á lífsgleði þína. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Bæði sólin og Merkúr eru í merki þínu og það eykur þér kraft í samræðum við aðra. Ekki óttast að takast á við erfið og viðkvæm mál. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Reyndu að sýna hógværð og samvinnulipurð í byrjun vikunnar og brostu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að vera skipulagð- ari í vinnunni í dag. Aðrir kunna að vilja hjálpa þér. Hópumræður kunna að verða gagnlegar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, 25. desem- ber, verður sextugur Elías Einarsson, veitingamaður, Klettagötu 16, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Ólöf Eyj- ólfsdóttir. Þau taka á móti gestum í Borgartúni 6 (Rúg- brauðsgerðinni) föstudaginn 27. desember frá kl. 18. 90 ÁRA afmæli. Í dag,24. desember, er ní- ræð Hanna A. Þórðardóttir frá Sauðanesi á Langanesi, nú til heimilis að hjúkrun- arheimilinu Sóltúni, Reykjavík. Í kvöld verður hún, ásamt fjölskyldu sinni, á heimili dóttur sinnar að Miðvangi 135, Hafnarfirði. 70 ÁRA afmæli. Í dag,24. desember, verður sjötugur Kristján J. Ólafs- son, húsgagnabólstrari, Hraunbæ 54, Reykjavík. Eiginkona hans er Anna Sigurjónsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum 28. desember í Félagsheim- ili Óháða safnaðarins við Háteigsveg milli kl. 15–18. 90 ÁRA afmæli. Annan íjólum, 26. desember, verður níræður Sigurður Kristjánsson, tæknifræð- ingur og fyrrv. yfirkennari við Iðnskólann í Reykjavík, Vesturgötu 7 (áður Miklu- braut 24). Hann verður með fjölskyldu sinni á afmælis- daginn. BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. Hvað þá verður, veit nú enginn. Vandi er um slíkt að spá. Eitt er víst, að alltaf verður ákaflega gaman þá. Jóhannes úr Kötlum LJÓÐABROT Sumt í tilverunni ráða menn við, annað ekki. Þannig er það líka við spilaborðið: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á652 ♥ D10653 ♦ ÁK ♣K6 Suður ♠ KDG7 ♥ 82 ♦ 986543 ♣9 Vestur Norður Austur Suður – 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur trompar út. Hvern- ig er best að spila? Þetta spil vinnst aldrei nema hægt sé að nýta tígul- inn. Og það tekst varla ef lit- urinn brotnar 4-1. Sagnhafi verður að sætta sig við það að tígullinn þurfi að vera 3-2. En þar fyrir þarf hann ekki endi- lega að stóla líka á hagstæða tromplegu. Hann gæti ráðið við 4-1 legu í spaða, en þá verður að taka fyrsta slaginn í borði á spaðaás: Norður ♠ Á652 ♥ D10653 ♦ ÁK ♣K6 Vestur Austur ♠ 10843 ♠ 9 ♥ ÁK ♥ G974 ♦ D102 ♦ G7 ♣Á1054 ♣DG8732 Suður ♠ KDG7 ♥ 82 ♦ 986543 ♣9 Rétta spilamennskan er þessi: Spaðaás í fyrsta slag, síðan ÁK í tígli. Svo spaði heim og tígull trompaður í borði. Vestur á þrílit í tígli með spaðalengdinni og getur því ekkert gert. Nú á sagn- hafi enn tromp í blindum til að spila heim. Tíu slagir. Samgangurinn fer allur í hönk ef sagnhafi tekur fyrsta slaginn heima. Svolítið lúmskt spil. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson 60 ÁRA afmæli. Mið-vikudaginn 25. des- ember verður sextugur Sím- on Páll Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Borgarness. Af því tilefni taka hann og eigin- kona hans, Þuríður Jóhanns- dóttir, á móti ættingjum og vinum í Félagsheimilinu Val- felli, föstudaginn 27. desem- ber nk. frá kl. 18–22. 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Bb5 Rd4 4. Ba4 g6 5. Rf3 Bg7 6. O-O a6 7. Rxd4 cxd4 8. Re2 b5 9. Bb3 Bb7 10. d3 d5 11. Rg3 h5 12. exd5 Rf6 13. f4 Bxd5 14. f5 O-O 15. Bg5 Bxb3 16. axb3 Rd5 17. De2 Dd6 18. Hae1 Hac8 19. Re4 Dc6 20. Hf2 Bf6 21. Dd2 Hc7 22. Bxf6 Rxf6 23. fxg6 fxg6 24. Dh6 Rh7 25. Hxf8+ Rxf8 26. Hf1 De8 27. Rg5 e5 Staðan kom upp á heims- meistaramóti 20 ára og yngri sem lauk fyrir skömmu í Goa í Indlandi. Heimsmeistarinn Levon Aronjan (2581) hafði hvítt gegn Preetham Sharma (2311). 28. Hxf8+! og svartur gafst upp enda verður hann manni undir eftir 28... Dxf8 29. Dxf8+ Kxf8 30. Re6+. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ég gæti nú sagt þér að frú- in í nr. 8 heldur við herrann í nr. 17, en ég er ekki mikið fyrir slúður. FRÉTTIR SAMTÖK ferðaþjónustunnar hafa sent borgarstjórn Reykjavíkur er- indi þar sem skorað er á borgar- stjórn að falla frá þeim áformum að loka öllum leikskólum borgarinnar í fjórar vikur yfir sumartímann. Í erindinu segir að með slíkri lok- un á háannatíma í ferðaþjónustu sé starfsfólki í greininni og vinnuveit- endum þess gert mjög erfitt um vik. Vegna mismunandi þarfa atvinnu- lífsins sé óheppilegt að foreldrar hafi ekki einhvern sveigjanleika og geti dreift frídögum sínum. Fallið verði frá lokun leikskóla yfir sumartímann ÍSLANDSBANKI færði á dögunum Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra styrk vegna starfsemi Reykjadals, en þar er boðið upp á sumar- og vetrardvöl fyrir fötluð börn og ungmenni. Íslandsbanki hefur und- anfarin ár varið andvirði jólakorta til viðskiptavina til styrktar góðum málefnum og kemur sú fjárhæð í hlut Reykjadals að þessu sinni. Gjöfin rennir stoðum undir það starf sem gefur árlega um 200 fötluðum börnum og ungmennum tækifæri til að taka þátt í hefð- bundnu sumarbúðastarfi, upplifa ævintýri tilverunnar í hópi með jafnöldrum, skemmta sér og öðlast dýrmætar minningar. Það er ómetanlegt fyrir félagið að fá stuðning sem þennan til að geta haldið úti öflugu starfi fyrir þenn- an hóp. Íslandsbanki styður starf Reykjadals Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Eva Þengilsdóttir ráðgjafi taka við styrknum frá Huldu Dóru Styrmisdóttur, framkvæmdastjóra markaðs- og kynningarmála hjá Ís- landsbanka. Í ÁR verður boðin sú nýjung í þjón- ustu hjá verslunum 10-11 að hafa þær opnar meira og lengur yfir há- tíðarnar en áður. Í sólarhringsbúðunum í Lágmúla, Sporhömrum í Grafarvogi og Stað- arbergi í Hafnarfirði verður aðeins lokað frá kl. 16 á aðfangadag til mið- nættis á jóladag og um áramót frá kl. 18 á gamlársdag til miðnættis á ný- ársdag. Í öðrum verslunum 10-11 verður opið kl. 9-23 alla daga yfir há- tíðarnar nema 24. des. en þá verður opið kl. 9-16, 25. des. verður lokað, 31. des. verður opið kl. 9-18 og 1. jan. lokað. Opið lengur um hátíðarnar í 10–11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.