Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 51 Í KOSNINGABARÁTTUNNI síð- astliðið vor kom fram að skuldir borg- arinnar hefðu margfaldast á síðustu átta árum, eða um það bil tífaldast. Þessi niðurstaða var ekki hrakin þrátt fyrir tilraunir til að breiða yfir stað- reyndina með ýmiss konar útúrsnún- ingum og reiknikúnstum. Nú þegar umræður eiga að standa yfir um fjárhagsáætlun R-listans bregður svo við að enginn og allra síst fréttastofurnar, virðist hafa hugmynd um að fjármál borgarinnar séu á dag- skrá. Af hverju? jú, athygli manna er beint í annan farveg. Enn eru það yf- irhylmingar og stærðfræðilegir loft- fimleikar sem villa mönnum sýn. Fyrst var fjárhagsáætlunin klofin upp svo engin leið væri fyrir venjulegt fólk að fá heildarsýn yfir málið, síðan er borgarbúum boðið upp á flugelda- sýningar. Kannast einhver við aðferð- arlýsinguna? „Gefið lýðnum brauð og leika“ sagði Neró og lagði eld að Rómar- borg. Eitthvað í líkingu við þetta eru Reykvíkingar að uppskera núna, en meðan leikarnir standa er allt annað gleymt. Meiri leik! hrópar bara lýð- urinn og er nú svo komið að menn muna ekki lengur um hvað uppákom- urnar snúast. Í Kastljósi fyrir u.þ.b. tveimur vikum var landsfrægur skemmtikraftur spurður hvað hann væri að fást við. Í ljós kom að hann hafði verið ráðinn af Reykjavíkurborg til að troða upp á einhverri samkomu. Tilefnið var þó eitthvað á reiki í hug- arskotum hans og ekki að undra, því erfitt er að henda reiður á hvað skemmtanastjóri borgarinnar býður uppá næst. Listamaðurinn tók sig þó saman í andlitinu og svaraði spurn- ingunni á þá leið að hann ætti að skemmta á Lækjartorgi á „menning- ar, eee-eitthvað jóla“. Tilsvarið sýnir í hnotskurn tómleikann sem taumleys- ið leiðir af sér. En hvað með fjárhagsáætlunina? Þegar fyrri umræða fór fram og í ljós kom að álögur á borgarbúa áttu að þyngjast til muna og draga átti úr sjálfsagðri þjónustu við aldraða og barnafólk, var ótrúlegri umræðu um ábyrgðarstöðu Reykjavíkurborgar vegna Kárahnjúkavirkjunar hrundið af stað. Mál sem borgin hefur staðið frammi fyrir mánuðum saman. Eins og leirinn í Jöklu botnféll fjárhags- áætlunin í yfirlýsingagleði borgarfull- trúa R-listans og frjálsra. Ekki einu sinni upplýsingar um 11 milljónirnar, sem R-listamenn hafa ákveðið að taka af gamalmennum til að skemmta sjálfum sér, hafa náð eyrum almenn- ings. En þótt öll umræða sé drepin í dróma í ráðhúsi Reykjavíkur stöðvar það ekki tímans rás. Nú er komið að annarri umræðu um fjármál borgar- innar. Í þetta sinn er það samstæðu- reikningur borgarinnar sem á að ræða, Lína net með meiru. Hvað skeður þá? Ný bomba springur. Ingi- björg Sólrún ætlar í framboð. Fjár- hagsáætlunin vermir aftur vara- mannabekkinn. Fer Ingibjörg á þing? Verður hún áfram borgarstjóri? Er naflinn á konunni ílangur eða í hring? Málefnaleysið um R-listasamstarfið kemur nú berlega í ljós – engin fram- tíðarsýn, bara grímulaus valda- græðgi. Framsókn og vinstri-grænir taka þátt í leiknum og láta eins og um stórmál sé að ræða. Bakvið tjöldin fara nú viðskiptin fram. Ef að líkum lætur fær Framsókn Kárahnjúkaá- byrgðina uppáskrifaða, VG fær að flytja það sem eftir er af Geldinganes- inu vestur í bæ og Ingibjörg heldur stólnum og fær að bjóða sig fram til þings. Samstarfið er jú svo ljómandi gott. Allir græða nema borgarbúar sem eiga að punga út fyrir fjárhags- áætluninni án þess að vita uppá hvað hún hljóðar. Gamalt máltæki segir að „Sjaldan launi kálfur ofeldið“. Forfeður okkar leituðu gjarnan skýringa á mannlegri hegðun í dýraríkinu. Halldór og Steingrímur eru tæpast einni kynslóð frá sveitinni og hefðu því átt að geta sagt sér hvað af hlytist þegar gauks- unginn er fóðraður of rausnarlega? Fjármál og flugeldar Eftir Ragnhildi Kolka „Allir græða nema borg- arbúar.“ Höfundur er meinatæknir. Wokpanna, gæði í gegn Klapparstíg 44 - sími 562 3614 10, 12 og 14 tommu Verð frá kr. 1.995 Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.