Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 31 Bjarni Ara Birgir Braga Kalli Olgeirs Jóel Pálsson Steingr. Guðm. Einar Jónsson Sími 552 9900Sími 595 1960 Forsala í anddyri Súlnasals á Radisson SAS Hótel Sögu 26. desember frá kl. 13-20 Spariklæðnaður Miðaverð kr. 2.000 Húsið opnað kl. 22 JÓLADANSLEIKUR MILLJÓNAMÆRINGANNA 26. desember, annan í jólum, í Súlnasal á Radisson SAS Hótel Sögu Páll Óskar Raggi Bjarna Bogomil Font ÞEGAR Leifur Þórarinsson féll frá á vordögum árið 1998 hvarf af sjónarsvið- inu einn af merkustu tónsmiðum Íslend- inga. Leifur var gjarnan óhátíðlegur þegar hann kom fram og við hann var rætt, næstum hversdagslegur, og fátt virtist honum fjarlægara en að setja sig á stall. Í þessu sambandi má benda á skemmtilegt viðtal sem Arndís Björk Ásgeirsdóttir átti við Leif í nóvember 1997 og má heyra í lok geislaplötunnar För (ITM 7-12) sem kom út árið 1999. „Maður lýsir alltaf einhverri reynslu í verkum sínum… maður lýgur engu í músík er haft eftir Leifi í bæklingi geislaplötunnar Leitin eilífa og lýsir til- vitnunin vel tilgerðarlausu viðhorfi hans til tónsmíða sinna. Nú hefur útgáfufyr- irtækið Smekkleysa gefið út glæsilegan geisladisk með sex tónverkum Leifs Þórarinssonar og eru fimm þeirra hljóð- rituð þar í fyrsta sinn. Í þessum verkum er engu logið. Angelus Domini er samið við Maríu- ljóð frá miðöldum og notast Leifur við þýðingu Halldórs Laxness á því. Þetta er geysilega falleg tónsmíð í öllum ein- faldleika sínum. Þrátt fyr- ir örstuttan, stormasaman miðhluta, er ró og friður hér allsráðandi. Tónmálið er næstum rómantískt og ekki laust við að jafnaldri Leifs, Eistlendingurinn Arvo Pärt komi upp í hug- ann. Ekki spillir fyrir nær- færinn hljóðfæraleikur Kammersveitar Reykja- víkur og yndislegur söng- ur Guðrúnar Eddu Gunn- arsdóttur. Eina verkið á diskinum sem áður hefur verið hljóðritað er Rent fyrir strengjasveit. Þeir lesendur sem hafa heyrt Sinfóníu Leifs Þórarinssonar nr. 2 munu kannast við stefjaefni sem bæði verkin eiga sameiginlegt. Þar er um að ræða stef í þrískiptum takti (heyrist fyrst á 13’42 í sinfóníunni og 5’40 í Rent) og síð- an fallegan kóral (20’42 í sinfóníunni og 6’54 í Rent). Rent er samið fyrir Kamm- ersveitina í Örebro og ku þóknunin fyrir tónverkið hafa dugað fyrir húsaleigunni í Kaupmannahöfn þar sem Leifur var þá búsettur (sem skýrir heitið). Höfundur texta í bæklingi, Árni Heimir Ingólfsson, telur verkið lýsingu á leitinni að tilgangi lífsins og með kóralstefinu í lokin hafi hann fundist: trúin á Guð. Rent er magn- að verk og er hér leikið frábærlega vel af Kammersveitinni og ekki er það hvað síst niðurlagið sem er sérstaklega áhrifa- ríkt í flutningi hennar. Draumurinn um „Húsið er órætt og hlaðið mikilli dulúð. Byrjandi sálmalag reynir að brjótast fram en tekst það þó ekki. Það er and- vana fætt. Engin lausn í sjónmáli. Hér hefur Leifi enn tekist að skapa tónverk sem hefur djúpstæð áhrif á þann sem heyrir. Kammerkonsertarnir þrír sem Leifur samdi eru allir fluttir á þessari plötu. Þeir heita Styr – Notturno Capr- iccioso (1988), Á Kýpros (1993) og Vor í hjarta mínu (1993). Leifur hafði ætlað sér að hafa kammerkonsertana fjóra en entist ekki aldur til þess. Öll verkin þrjú eru virtúósastykki fyrir einleikarasveit- ir, eins konar konsertar fyrir hljómsveit, en í ein- um þeirra, Styr, er píanóið þó í einleikshlutverki. Konsertarnir eru glæsileg stykki sem gera miklar kröfur til flytjenda enda eru einleiksstrófur áber- andi og er leikur Kamm- ersveitar Reykjavíkur undir öruggri stjórn Bern- harðar Wilkinsonar ekki síður vandaður en efnið. Hér vekur athygli snarpur flutningur í hröðu köflun- um og nærfærin nálgun við inhverfar hugmyndir í þeim hægari og hljóðlát- ari. Fyrst og fremst má hér heyra at- vinnumennsku í hæsta klassa. Viða- mestur konsertanna er Vor í hjarta mínu. Þetta er frábært verk og í hæsta máta litríkt og skemmtilegt áheyrnar. Titill verksins bendir ótvírætt til ákveð- ins léttleika, ef ekki glaðværðar, en und- irtónninn er samt alvarlegur. Kammer- sveitin fer hér á kostum í hljóðfæraleik sem sannarlega er aðdáunarverður og skýr hljóðritunin undirstrikar þennan framúrskarandi flutning. Píanókonsert- inn Styr er tilþrifamikið verk, geysilega dramatískt á köflum en er hæglátt og draumkennt í seinni hlutanum og minn- ir þá helst á næturstemningar í sumum verkum Bartóks. Sjaldan hefur maður heyrt aðra eins ákefð í leik hljóðfæra- hóps eins og hér hjá Kammersveit Reykjavíkur og er píanóeinleikur Önnu Guðnýjar að sönnu frábær í þessu stykki. Hljóðritun tæknimanna útvarps- ins er framúrskarandi að öllu leyti. Leifur Þórarinsson er eitt okkar bestu tónskálda fyrr og síðar. Smekk- leysa sýnir Leifi mikinn sóma með disk- inum Leitin eilífa, sem verðskuldar tví- mælalaust athygli tónlistaráhugafólks. Hér hefur verið vandað til verka og telst hann hiklaust til eins af bestu geisla- diskum ársins. Valdemar Pálsson Engu logið TÓNLIST Geislaplötur Leifur Þórarinsson: Á Kýpros – kammerkons- ert fyrir Kammersveit Reykjavíkur, Rent fyrir strengjasveit, Vor í hjarta mínu – kamm- erkonsert fyrir 12 hljóðfæraleikara, Draumur um „Húsið fyrir hörpu og strengi, Angelus Domini fyrir mezzósópran og kammersveit, Styr – Notturno Capriccioso. Hljómsveit: Kammersveit Reykjavíkur. Einleikur: Anna Guðný Guðmundsdóttir (píanó). Einsöngur: Guðrún Edda Gunnarsdóttir (mezzósópran). Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Hljóð- ritun: Tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins 2001. Heildarlengd: 73’01. Útgefandi: Smekkleysa (SMK27), 2002. LEITIN EILÍFA Leifur Þórarinsson Í dag er glatt heitir nýr geisla- diskur Sinfón- íuhljómsveitar áhugamanna. Einleikari á org- el er Lenka Mátéová. Einsöngvarar eru Inga J. Bachman, Fífa Jónsdóttir, Árný Ingvarsdóttir, Regína Unnur Ólafsdóttir og Dóra Steinunn Ár- mannsdóttir. Á geisladiskinum eru Konsert fyrir orgel, strengi og slagverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Jólakantata fyrir sópran og hljómsveit eftir Jakob Hall- grímsson, Tilbrigði um Jólasvein- ar einn og átta, tveir sálmar eftir Árna Sigurðsson, Í dag er glatt í döprum hjörtum, Það aldin út er sprungið, Lag frá 14. öld, Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Danskt lag frá miðöldum og Heims um ból. Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna var stofnuð haustið 1990. Hljómsveitin er að jafnaði skipuð 40–60 manns en alls hafa meira en 130 manns leikið með sveitinni í lengri eða skemmri tíma. Ingvar Jónasson hefur verið listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar frá upphafi. Flest viðfangsefni hljómsveit- arinnar eru sótt í tónverk klass- íska tímans. Nokkur nýrri verk hafa verið tekin til flutnings og nokkur tónskáld hafa samið tón- verk sérstaklega fyrir sveitina. Útgefandi er Sinfón- íuhljómsveit áhugamanna. Upp- tökur fóru fram í Neskirkju haust- ið 2001 og í Seltjarnarneskirkju haustið 2002. Upptökur ann- aðist Stafræna upptökuféalgið ehf., Vigfús Ingvarsson. Sinfóníu- hljómsveit ALDA Sverrisdóttir vann til verðlauna í listaháskóla í Ástr- alíu á dögunum, Griffith Uni- versity, Queensland College of Art, en hann útskrifar einvörð- ungu nemendur í ljósmyndun og er leiðandi á því sviði. Rúm- lega 50 ljúka prófi á þessu ári. Til BA-prófs geta stúdentar valið á milli listrænnar ljós- myndunar, skapandi auglýs- ingaljósmyndunar, frétta- ljósmyndunar og iðnaðarljósmyndunar. Loka- verkefnið er sýning ljósmynda sem nemendur hafa unnið á árinu. Alda valdi sér „landslag“ sem viðfangsefni og eru mynd- irnar í syrpunni svarthvítar, teknar á 50 ára gamla mynda- vél, Linhof Technica og notaðu hún hefðbundna vinnsluaðferð við framköllun og stækkun. Verðlaunamynd Öldu er af trjábolum í vatni úr syrpunni Landslag og vakti hún verð- skuldaða athygli á sýningunni. Verðlaunaverk Öldu Sverr- isdóttur: Landslag. Verðlauna- ljósmynd eftir Íslend- ing í Ástralíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.