Morgunblaðið - 24.12.2002, Side 31

Morgunblaðið - 24.12.2002, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 31 Bjarni Ara Birgir Braga Kalli Olgeirs Jóel Pálsson Steingr. Guðm. Einar Jónsson Sími 552 9900Sími 595 1960 Forsala í anddyri Súlnasals á Radisson SAS Hótel Sögu 26. desember frá kl. 13-20 Spariklæðnaður Miðaverð kr. 2.000 Húsið opnað kl. 22 JÓLADANSLEIKUR MILLJÓNAMÆRINGANNA 26. desember, annan í jólum, í Súlnasal á Radisson SAS Hótel Sögu Páll Óskar Raggi Bjarna Bogomil Font ÞEGAR Leifur Þórarinsson féll frá á vordögum árið 1998 hvarf af sjónarsvið- inu einn af merkustu tónsmiðum Íslend- inga. Leifur var gjarnan óhátíðlegur þegar hann kom fram og við hann var rætt, næstum hversdagslegur, og fátt virtist honum fjarlægara en að setja sig á stall. Í þessu sambandi má benda á skemmtilegt viðtal sem Arndís Björk Ásgeirsdóttir átti við Leif í nóvember 1997 og má heyra í lok geislaplötunnar För (ITM 7-12) sem kom út árið 1999. „Maður lýsir alltaf einhverri reynslu í verkum sínum… maður lýgur engu í músík er haft eftir Leifi í bæklingi geislaplötunnar Leitin eilífa og lýsir til- vitnunin vel tilgerðarlausu viðhorfi hans til tónsmíða sinna. Nú hefur útgáfufyr- irtækið Smekkleysa gefið út glæsilegan geisladisk með sex tónverkum Leifs Þórarinssonar og eru fimm þeirra hljóð- rituð þar í fyrsta sinn. Í þessum verkum er engu logið. Angelus Domini er samið við Maríu- ljóð frá miðöldum og notast Leifur við þýðingu Halldórs Laxness á því. Þetta er geysilega falleg tónsmíð í öllum ein- faldleika sínum. Þrátt fyr- ir örstuttan, stormasaman miðhluta, er ró og friður hér allsráðandi. Tónmálið er næstum rómantískt og ekki laust við að jafnaldri Leifs, Eistlendingurinn Arvo Pärt komi upp í hug- ann. Ekki spillir fyrir nær- færinn hljóðfæraleikur Kammersveitar Reykja- víkur og yndislegur söng- ur Guðrúnar Eddu Gunn- arsdóttur. Eina verkið á diskinum sem áður hefur verið hljóðritað er Rent fyrir strengjasveit. Þeir lesendur sem hafa heyrt Sinfóníu Leifs Þórarinssonar nr. 2 munu kannast við stefjaefni sem bæði verkin eiga sameiginlegt. Þar er um að ræða stef í þrískiptum takti (heyrist fyrst á 13’42 í sinfóníunni og 5’40 í Rent) og síð- an fallegan kóral (20’42 í sinfóníunni og 6’54 í Rent). Rent er samið fyrir Kamm- ersveitina í Örebro og ku þóknunin fyrir tónverkið hafa dugað fyrir húsaleigunni í Kaupmannahöfn þar sem Leifur var þá búsettur (sem skýrir heitið). Höfundur texta í bæklingi, Árni Heimir Ingólfsson, telur verkið lýsingu á leitinni að tilgangi lífsins og með kóralstefinu í lokin hafi hann fundist: trúin á Guð. Rent er magn- að verk og er hér leikið frábærlega vel af Kammersveitinni og ekki er það hvað síst niðurlagið sem er sérstaklega áhrifa- ríkt í flutningi hennar. Draumurinn um „Húsið er órætt og hlaðið mikilli dulúð. Byrjandi sálmalag reynir að brjótast fram en tekst það þó ekki. Það er and- vana fætt. Engin lausn í sjónmáli. Hér hefur Leifi enn tekist að skapa tónverk sem hefur djúpstæð áhrif á þann sem heyrir. Kammerkonsertarnir þrír sem Leifur samdi eru allir fluttir á þessari plötu. Þeir heita Styr – Notturno Capr- iccioso (1988), Á Kýpros (1993) og Vor í hjarta mínu (1993). Leifur hafði ætlað sér að hafa kammerkonsertana fjóra en entist ekki aldur til þess. Öll verkin þrjú eru virtúósastykki fyrir einleikarasveit- ir, eins konar konsertar fyrir hljómsveit, en í ein- um þeirra, Styr, er píanóið þó í einleikshlutverki. Konsertarnir eru glæsileg stykki sem gera miklar kröfur til flytjenda enda eru einleiksstrófur áber- andi og er leikur Kamm- ersveitar Reykjavíkur undir öruggri stjórn Bern- harðar Wilkinsonar ekki síður vandaður en efnið. Hér vekur athygli snarpur flutningur í hröðu köflun- um og nærfærin nálgun við inhverfar hugmyndir í þeim hægari og hljóðlát- ari. Fyrst og fremst má hér heyra at- vinnumennsku í hæsta klassa. Viða- mestur konsertanna er Vor í hjarta mínu. Þetta er frábært verk og í hæsta máta litríkt og skemmtilegt áheyrnar. Titill verksins bendir ótvírætt til ákveð- ins léttleika, ef ekki glaðværðar, en und- irtónninn er samt alvarlegur. Kammer- sveitin fer hér á kostum í hljóðfæraleik sem sannarlega er aðdáunarverður og skýr hljóðritunin undirstrikar þennan framúrskarandi flutning. Píanókonsert- inn Styr er tilþrifamikið verk, geysilega dramatískt á köflum en er hæglátt og draumkennt í seinni hlutanum og minn- ir þá helst á næturstemningar í sumum verkum Bartóks. Sjaldan hefur maður heyrt aðra eins ákefð í leik hljóðfæra- hóps eins og hér hjá Kammersveit Reykjavíkur og er píanóeinleikur Önnu Guðnýjar að sönnu frábær í þessu stykki. Hljóðritun tæknimanna útvarps- ins er framúrskarandi að öllu leyti. Leifur Þórarinsson er eitt okkar bestu tónskálda fyrr og síðar. Smekk- leysa sýnir Leifi mikinn sóma með disk- inum Leitin eilífa, sem verðskuldar tví- mælalaust athygli tónlistaráhugafólks. Hér hefur verið vandað til verka og telst hann hiklaust til eins af bestu geisla- diskum ársins. Valdemar Pálsson Engu logið TÓNLIST Geislaplötur Leifur Þórarinsson: Á Kýpros – kammerkons- ert fyrir Kammersveit Reykjavíkur, Rent fyrir strengjasveit, Vor í hjarta mínu – kamm- erkonsert fyrir 12 hljóðfæraleikara, Draumur um „Húsið fyrir hörpu og strengi, Angelus Domini fyrir mezzósópran og kammersveit, Styr – Notturno Capriccioso. Hljómsveit: Kammersveit Reykjavíkur. Einleikur: Anna Guðný Guðmundsdóttir (píanó). Einsöngur: Guðrún Edda Gunnarsdóttir (mezzósópran). Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Hljóð- ritun: Tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins 2001. Heildarlengd: 73’01. Útgefandi: Smekkleysa (SMK27), 2002. LEITIN EILÍFA Leifur Þórarinsson Í dag er glatt heitir nýr geisla- diskur Sinfón- íuhljómsveitar áhugamanna. Einleikari á org- el er Lenka Mátéová. Einsöngvarar eru Inga J. Bachman, Fífa Jónsdóttir, Árný Ingvarsdóttir, Regína Unnur Ólafsdóttir og Dóra Steinunn Ár- mannsdóttir. Á geisladiskinum eru Konsert fyrir orgel, strengi og slagverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Jólakantata fyrir sópran og hljómsveit eftir Jakob Hall- grímsson, Tilbrigði um Jólasvein- ar einn og átta, tveir sálmar eftir Árna Sigurðsson, Í dag er glatt í döprum hjörtum, Það aldin út er sprungið, Lag frá 14. öld, Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Danskt lag frá miðöldum og Heims um ból. Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna var stofnuð haustið 1990. Hljómsveitin er að jafnaði skipuð 40–60 manns en alls hafa meira en 130 manns leikið með sveitinni í lengri eða skemmri tíma. Ingvar Jónasson hefur verið listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar frá upphafi. Flest viðfangsefni hljómsveit- arinnar eru sótt í tónverk klass- íska tímans. Nokkur nýrri verk hafa verið tekin til flutnings og nokkur tónskáld hafa samið tón- verk sérstaklega fyrir sveitina. Útgefandi er Sinfón- íuhljómsveit áhugamanna. Upp- tökur fóru fram í Neskirkju haust- ið 2001 og í Seltjarnarneskirkju haustið 2002. Upptökur ann- aðist Stafræna upptökuféalgið ehf., Vigfús Ingvarsson. Sinfóníu- hljómsveit ALDA Sverrisdóttir vann til verðlauna í listaháskóla í Ástr- alíu á dögunum, Griffith Uni- versity, Queensland College of Art, en hann útskrifar einvörð- ungu nemendur í ljósmyndun og er leiðandi á því sviði. Rúm- lega 50 ljúka prófi á þessu ári. Til BA-prófs geta stúdentar valið á milli listrænnar ljós- myndunar, skapandi auglýs- ingaljósmyndunar, frétta- ljósmyndunar og iðnaðarljósmyndunar. Loka- verkefnið er sýning ljósmynda sem nemendur hafa unnið á árinu. Alda valdi sér „landslag“ sem viðfangsefni og eru mynd- irnar í syrpunni svarthvítar, teknar á 50 ára gamla mynda- vél, Linhof Technica og notaðu hún hefðbundna vinnsluaðferð við framköllun og stækkun. Verðlaunamynd Öldu er af trjábolum í vatni úr syrpunni Landslag og vakti hún verð- skuldaða athygli á sýningunni. Verðlaunaverk Öldu Sverr- isdóttur: Landslag. Verðlauna- ljósmynd eftir Íslend- ing í Ástralíu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.