Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 57 Lostafullt og ósiðlegt Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 2 /0 2 miðvikudaginn 8. janúar kl. 19:30 fimmtudaginn 9. janúar kl. 19:30 föstudaginn 10. janúar kl. 19:30 laugardaginn 11. janúar kl. 17:00 3.000 / 2.600 / 2.200 kr. Í lok átjándu aldar þóttust menn vissir um að „hinn lostafulli og ósiðlegi“ vals væri „ein af meginástæðunum fyrir veikleika kynslóðar okkar bæði á sál og líkama.“ Tíminn hefur síðan leikið þessa kenningu grátt en eins og allir unn- endur Vínartónlistar vita er hún sannkallaður óður til fegurðar og lífsgleði. Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru vinsælustu sígildu tónleikar ársins. Peter Guth, listrænn stjórnandi Strauss hátíðarhljómsveitarinnar í Vín, stjórnar af sinni alkunnu snilld. Hringdu núna í miðasöluna í síma 545 2500 til að tryggja miða; opið í dag, á morgun og á Þorláksmessu frá 9-17. Gjafakort á Vín er góð gjöf Hafðu samband við miðasöluna og láttu útbúa góða jólagjöf fyrir þína. Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Garðar Thor Cortes Dansari: Lucero Tena Vínartónleikar í Háskólabíói Miðaverð LÖGREGLAN í Reykja- vík stöðvaði aðeins þrjá ökumenn vegna gruns um ölvun við akstur um helgina. 20 voru stöðvaðir vegna hraðaksturs. Síðdegis á laugardag var ekið á gangandi vegfaranda, eldri konu. Bifreiðinni var ekið vestur Lauga- veg og beygt til vinstri áleiðis suður Snorrabraut en konan gekk til vest- urs yfir gangbraut sunnan gatna- mótanna. Konan var flutt á slysa- deild með sjúkrabifreið og virtist ekki um alvarleg meiðsli að ræða. Lögreglumenn voru víða á ferðinni með endurskinsmerki sem fólk var hvatt til að nota en áberandi hefur verið hvað fáir nota endurskins- merki. Á laugardagskvöld var bifreið mæld á Vesturlandsvegi nálægt Suðurlandsvegi á 134 km hraða en þarna er 80 km hámarkshraði. Öku- maður virti ekki stöðvunarskyldu en ók á móti rauðu umferðarljósi og komst undan. Síðdegis á sunnudag varð árekstur á gatnamótum Sól- eyjargötu og Skothúsvegar. Öku- maður og farþegi úr annarri bif- reiðinni voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild en meiðsli þeirra voru þó talin minni háttar. Hinn ökumaðurinn fór af vettvangi og var talið að hann væri undir áhrifum áfengis. Báðar bifreiðarnar voru fluttar á brott með krana- bifreið. Slökktu á kertaljósum Lögreglumenn settu miða með aðvörunum á allmargar bifreiðar þar sem ökumenn höfðu skilið eftir verðmæti í bifreiðunum. Um helgina var brotist inn í átta bifreið- ar og stolið meðal annars fjórum dýrum farsímum, bjór, miklu af geisladiskum og jólagjöfum. Á föstudagskvöld hringdi kona og lýsti áhyggjum sínum af kertaljós- um við verslun á Suðurlandsbraut. Lögreglan slökkti á kertunum en hafði að öðru leyti ekki afskipti af jólaskreytingum í borginni. Aðfaranótt föstudags var tilkynnt um mann sem lá á jörðinni við Suð- urgötu og var sjúkralið og lögregla sent á staðinn. Maðurinn reyndist ofurölvi og var handtekinn og flutt- ur í fangageymslu. Talsverður erill var hjá lögreglu aðfaranótt föstudags vegna ölvaðs fólks sem var að slást eða trufla ná- granna með hávaða. Snemma á laugardagsmorgun hringdi maður í Neyðarlínuna og sagðist hafa slas- ast þegar hann var að skokka eftir gangstíg einvers staðar í Elliðaár- dalnum og taldi hann sig vera ná- lægt Reykjanesbrautinni. Sendir voru tveir sjúkrabílar til aðstoðar. Maðurinn fannst kaldur og hrakinn og var fluttur á slysadeild til að- hlynningar. Á laugardagsmorgun var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr aðstöðu verktaka á Réttarhálsi. Stolið var borvélum og hjólsög. Einnig var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr geymslu í Hólahverfi. Hurð var spennt upp og stolið ál- felgum og sumardekkjum. Með tölvuleiki á listanum Síðdegis á laugardag var piltur staðinn að þjófnaði í Kringlunni en hann hafði reynt að stela sælgæti að verðmæti rúmlega þúsund krón- ur. Leitað var á piltinum og fundust þá vörur úr fleiri verslunum, sæl- gæti og skartgripir. Pilturinn var fluttur á lögreglustöðina þangað sem faðir hans sótti hann. Aðfaranótt sunnudags var tölu- verður erill fyrripart nætur í mið- borginni og mikil ölvun. Fólk var æst og voru höfð afskipti af mönn- um vegna líkamsárása og slags- mála. Kvartað var yfir miklum há- vaða frá samkvæmi í íbúð í Fellahverfi. Afskiptum lögreglu lauk með því að hald var lagt á tvö skotvopn í eigu húsráðanda. Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um að sést hefði til tveggja manna brjóta rúðu í bifreið vestan við Hafnarhús og tína alls kyns muni úr bifreiðinni í poka. Lög- reglan kom á vettvang skömmu síð- ar og handtók mennina. Þá voru tveir piltar handteknir í verslun á Laugavegi. Þeir voru grunaðir um þjófnað þarna og í annarri verslun fyrir nokkrum dögum en komust á brott í bæði skiptin. Á þeim fé- lögum fannst innkaupalisti með nöfnum tölvuleikja sem þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að út- vega með ólöglegum hætti. Snemma á mánudagsmorgun var tilkynnt um mann sem hafði brotið rúðu í skartgripaverslun á Lauga- vegi. Honum tókst að stela tals- verðu af skartgripum og komst undan á hlaupum. Úr dagbók lögreglu – 20.–23. desember Lögreglan kölluð út til að slökkva á kertaljósum Morgunblaðið/Júlíus Ekið var á eldri konu á gangbraut á horni Laugavegar og Snorrabrautar. LÝST er eftir ökumanni jepplings vegna áreksturs á Reykjanes- braut sunnan Bústaðavegar í Reykjavík þann 22. desember sl. á Áreksturinn varð með þeim hætti að jepplingurinn var stöðvaður á vinstri akrein Reykjanesbrautar, þrátt fyrir mikla umferð, enda logaði grænt ljós fyrir akstursleið ökutækja áfram yfir gatnamót Bústaðavegar. Stöðvun þessi hafði í för með sér aftanákeyrslu aftar í röðinni og urðu þar slys á fólki. Bifreið- inni var síðan skyndilega ekið vestur Bústaðaveg og hvarf þar sjónum. Talið er að sú bifreið sé svartur jepplingur af gerðinni Honda. Lögreglan í Reykjavík biður ökumanninn að hafa sam- band svo og þá sem geta gefið frekari upplýsingar um málið. Lýst eftir vitnum Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.