Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGMENN Repúblikanaflokks- ins í öldungadeild Bandaríkja- þings kusu sér nýjan leiðtoga í gær í kjölfar afsagnar Trents Lotts fyrir helgi. Þingmennirnir, sem flestir eru komnir til síns heima vegna jólahátíðanna, áttu saman símafund í gær og völdu þeir þar Bill Frist, öldungadeild- arþingmann frá Tennessee, til að taka við af Lott. Mun Frist því taka við hlutverki leiðtoga meiri- hluta repúblikana í öldungadeild- inni á fyrsta fundi nýs þings 7. janúar nk. Lott neyddist til að segja af sér fyrir helgi vegna ummæla sem hann lét falla fyrir tæpum 3 vikum í 100 ára afmælisveislu Stroms Thurmonds, sem er að ljúka stjórnmálaferli sínum um þessar mundir. Mátti túlka orð hans þar þannig að hann væri að mæla bót þeirri stefnu sem áður réð ríkjum í Suðurríkjum Bandaríkjanna og markaðist af andstöðu við að svertingjum yrðu veitt aukin lýð- réttindi. Tilraunir Lotts seinna til að biðjast fyrirgefningar féllu í grýttan jarðveg og rifjað var upp að hann hefði látið svipuð ummæli falla áður, auk þess sem hann hefði á þingmannsferli sínum m.a. greitt atkvæði gegn tillögu þess efnis að fæðingardagur Martins Luthers Kings yrði opinber frí- dagur í Bandaríkjunum. Lott sagðist á sunnudag hafa fallið í gildru pólitískra andstæð- inga sinna. „Það er til hópur fólks í Washington sem hefur í langan tíma verið að reyna að negla mig,“ sagði Lott. „Þegar þú kemur frá Mississippi, ert íhaldsmaður og kristinnar trúar þá er ljóst að mörgum líkar það illa. Ég féll í gildru þessa fólks og get því ekki kennt neinum um ófarnirnar nema sjálfum mér.“ Efnaður hjartaskurðlæknir Chuck Hagel, þingmaður frá Nebraska, sagði fyrir símafund- inn í gær að líklega yrði Frist ein- róma kjörinn leiðtogi repúblikana, sem í kosningum í haust tryggðu sér meirihluta í öldungadeildinni. Frist er vel stæður hjarta- skurðlæknir en ekki ýkja þekktur meðal almennings. Hann er fimm- tugur að aldri og var kjörinn á þing fyrir átta árum. Hann hefur viðurkennt að hafa neytt kosn- ingaréttar síns fyrr en hann var orðinn 36 ára gamall. „Ég kom úr öðrum geira mannlífsins [en póli- tíkinni] og það er kostur,“ sagði Frist í síðustu viku. Repúblikanar vonast til þess að með Frist í forystu takist þeim að skapa sér jákvæðari ímynd; ekki síst vonast þeir til að Frist höfði til minnihlutahópa. Sumir segja hann þó síst íhaldsamari en Lott. Engum blandast hins vegar hugur um að Frist er sérfróður um heil- brigðismál og hann hefur reglu- lega tekið þátt í hjálparstarfi í Afríku og víðar. Frist er ennfrem- ur álitinn bandamaður George W. Bush Bandaríkjaforseta. OSKAR Lafontaine, fyrrver- andi fjármálaráðherra Þýska- lands, gagnrýndi í gær Gerhard Schröder kanslara og flokks- bróður sinn í þýzka Jafnaðar- mannaflokkn- um SPD fyrir að áforma að veita skatt- svikurum sak- aruppgjöf. Tók Lafon- taine undir hvatningu til um fjögurra milljóna opinberra starfs- manna um að þeir fari í alls- herjarverkfall, sem yrði það fyrsta í áratug. Opinberir starfsmenn vilja fá 3% launa- hækkun til samræmis við aðra hópa en ríki og sveitarfélög hafa boðið mun minna. Ef samningaviðræður bera ekki árangur á næstunni gætu verkalýðsfélögin, sem þegar hafa staðið fyrir skæruverkföll- um sem m.a. lömuðu almenn- ingssamgöngur nýlega, látið fara fram atkvæðagreiðslu um allsherjarverkfall. Lafontaine sagði af sér emb- ætti fjármálaráðherra og for- manns SPD árið 1999 en hann taldi sig ekki geta stutt stefnu Schröders. Khatami til Pakistans MOHAMMAD Khatami, for- seti Írans, hóf í gær þriggja daga opinbera heimsókn til Pakistans. Þykir heimsóknin marka tímamót í samskiptum ríkjanna, en þetta er fyrsta heimsókn íransks ráðamanns til Pakistans frá því talebana- stjórninni í Afganistan var steypt fyrir ári. Khatami átti viðræður við Perez Musharraf, forseta Pakistans, og hinn nýja forsætisráðherra landsins, Mir Zafarullah Kham Jamali. Að sögn embættismanna er ástandið í heimshlutanum efst á dagskrá viðræðnanna, eink- um Íraksmál og spennan í sam- skiptum Pakistana og Indverja. Rauður khmeri dæmdur DÓMSTÓLL í Kambódíu dæmdi í gær einn æðstu manna Rauðu khmeranna í lífstíðar- fangelsi fyrir að hafa lagt á ráð- in um rán og morð á þremur vestrænum ferðamönnum fyrir átta ár- um. Sam Bith, 69 ára, er einn æðsti foringi Rauðu khmer- anna sem dreginn hefur verið fyrir dómstóla. Bith var fundinn sek- ur um að hafa ráðgert morð á Ástrala, Breta og Frakka árið 1994, mörgum árum eftir að Rauðu khmerunum var steypt af valdastóli í Kambódíu og störfuðu því sem skæruliða- samtök. Undir forystu hins al- ræmda Pol Pots réðu þeir ríkj- um í landinu á árunum 1975 til 1979 og gerðu landið að einum allsherjarvígvelli. STUTT Lafon- taine hvetur til verkfalls Oskar Lafontaine Sam Bith AKIHITO Japanskeisari kom stutt- lega fram opinberlega í gær og heilsaði þegnum sínum við keis- arahöllina í Tókýó í tilefni af því að hann átti afmæli. Hrópuðu menn þá: „Banzai!“ Á japönsku mun það vera ósk um langlífi. Auk þess að taka virkan þátt í heillaóskahróp- unum halda hér tryggir þegnar keisarans á loft gunnfána keis- aradæmisins, „ríkis hinnar rísandi sólar“, en hann hefur ekki verið notaður opinberlega frá lokum síð- ari heimsstyrjaldar árið 1945. Keisarinn varð 69 ára í gær. Í ávarpi er hann flutti sagði hann meðal annars að hann hefði skiln- ing á því, að efnahagsörðugleikar gerðu landsmönnum erfitt fyrir um þessar mundir. Reuters Banzai! Repúblikanar velja Bill Frist til forystu Washington. AP, AFP. Bill Frist Trent Lott ÞAU ummæli Alans Greenspans, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að efnahagslífið sé að vinna sig út úr erfiðleikunum hafa haft góð áhrif á verðbréfamarkaðinn vestra. Er því nú spáð, að það muni taka vel við sér á árinu 2004 eða strax og áhyggjum af Írak og hugsanlegum hernaði þar léttir. Kermit Schoenholtz, hagfræðing- ur hjá Citigroup-bankanum, sagði um helgina, að óvissan um framvind- una í Íraksmálum myndi halda aftur af efnahagslífinu enn um sinn. Það væri hins vegar búið að laga sig vel að nýjum aðstæðum eftir þensluna á síðasta áratug og gæti því tekið vel við sér strax og spennan í Miðaust- urlöndum minnkaði. Hagfræðing- arnir hjá Citigroup spá því, að hag- vöxtur í Bandaríkjunum verði 2,5% á komandi ári en 4,2% 2004. Bjartsýni Greenspan nefndi það sama í ræðu sinni í síðustu viku en bætti við, að lágir vextir og aukin framleiðni væru farin að skila sér. Kæmi það meðal annars fram í því, að aukinnar bjart- sýni væri farið að gæta í ýmsum framleiðslugreinum. Hagfræðingar hjá fjármálafyrir- tækinu Morgan Stanley eru líka sammála um, að nýtt hagvaxtarskeið sé framundan en þó ekki fyrr en ástandið í alþjóðamálum batnar. Bandaríkin Íraksdeila tefur fyrir hagvexti Washington. AFP. RANNSÓKN í leyniskyttumálinu svokallaða í Bandaríkjunum þykir hafa leitt í ljós að táningurinn John Lee Malvo hafi skotið flest ef ekki öll fórnarlambanna tíu. Gæti þessi nið- urstaða torveldað þau áform sak- sóknara að fara fram á dauðadóm yf- ir John Muhammad, sem flestir höfðu talið höfuðpaurinn í málinu. Muhammad, sem er 41 árs, og Malvo, sem er 17 ára, hafa verið ákærðir fyrir að hafa myrt tíu manns og sært þrjá til viðbótar í úthverfum Washington og nágrannasveitar- félögum á þriggja vikna tímabili í október. Þá eru þeir grunaðir um árásir í Georgíu, Alabama, Louisiana og Washington-ríki. Þeir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm verði þeir fundn- ir sekir. „Það er ekki margt sem bendir til sektar Muhammads og þess vegna verður mjög snúið að sýna fram á að hann hafi tekið í gikkinn,“ sagði hátt- settur löggæslumaður í samtali við New York Times. Malvo sagður hafa játað sum morðanna Fyrir nokkru var fullyrt í fjölmiðl- um vestra að Malvo hefði gengist við því við yfirheyrslur að hafa verið að verki í nokkrum byssuárásanna. Meðal sönnunargagna sem benda til sektar hans eru hár sem fundust í bíl, sem lögregla telur hafa verið not- aðan við árásirnar, og sem DNA- rannsóknir sýna að eru úr Malvo. Þá fundust fingraför hans á blaði sem fannst á einum árásarstaða, auk þess sem rannsóknir á munnvatnssýni, sem fannst nálægt einum árásar- staðanna, þykja benda til að þar hafi Malvo verið á ferð. Leyniskyttumálið í Bandaríkjunum Malvo líklega oftast að verki Centreville í Virginíu. AP. Reuters John Lee Malvo er hann var leiddur fyrir dómara í nóvember sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.