Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 37
nar ganga um gátt
Óþreyja barna á Íslandi hefur byggst upp alla
aðventuna en stundin sem þau öll bíða eftir rennur
upp í kvöld. Að kvöldi 11. desember fóru börnin
spennt að sofa en voru fljót í rúmið. Stekkjarstaur
kom um nóttina og gaf þeim eitthvað í skóinn.
Síðan komu þeir hver á fætur öðrum til byggða,
gömlu íslensku jólasveinarnir, sem þó eru farnir að
klæðast rauða búningnum. Og aðventan hefur liðið
með jólaböllum, barnamessum, söng og jafnvel
Lúsíuhátíðum. Allt hefur þetta skemmt börnunum
og stytt þeim stundir. Ljósmyndarar
Morgunblaðsins komu víða við í aðdraganda
jólanna og festu tilhlökkun barnanna á filmu.
Feimin við sveinka – Það er alveg eðlilegt að vera svolítið feimin við fúl-
skeggjaðan jólasvein. Þessi kom í heimsókn á leikskólann Jörfa.
herðar, hné og tær, hné og tær. Höfuð,
tææææær. Augu, eyru, munnur og
ðu sig samkvæmt hefð, á jólaballi
nudag í aðventu.
Prúðbúin í leikskólann – Ónefndur jólasveinn kom með gjafir handa börnunum
þegar hann mætti ásamt bróður sínum á jólaball prúðbúinna barnanna í leikskól-
anum Krílakoti í Ólafsvík.
Morgunblaðið/Kristján
ið á jólaball leikskólans Krógabóls í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Sveinninn lét sig ekki muna um
Heilög Lúsía – Á Lúsíudaginn 13. desember var hátíðleg stund í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Glampi var í augum, krönsum og kertum þegar Lúsíusöngurinn
hljómaði að sænskum sið.
Skórinn út í glugga – Tvíburasysturnar hlakka til jólanna. Margrét og Elísabet eru ungar að ár-
um en hafa þó lært að setji þær skóinn út í glugga, kemur í hann glaðningur.
Að gefa og þiggja – Mandarínur boða jól. Líka á leikskólanum Maríuborg þar sem
litlu börnin þáðu óhrædd mandarínur frá jólasveini með glansandi skegg.