Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 9 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið í dag, frá kl. 10-12. Gleðileg jól! Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag frá kl. 10.00—12.00 Auðbrekku 14, Kópavogi. Símar 544 5560 og 820 5562, www.yogastudio.is Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegrar hátíðar og friðar á komandi ári. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-12 Óskum ykkur gleðilegra jóla nær og fjær Minkapelsar Ný sending Glæsileg jóladress og jólagjafir í nýjum Glæsibæ Gleðileg jól Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 sérverslun. Sérhönnun st. 42-56 Fataprýði ÞAÐ er ekki nema von að logskurð- urinn gangi þetta líka glimrandi vel hjá þeim í Stálsmiðjunni, eins og veðrið hefur verið. Öll útiverk hafa unnist eins og best lætur um há- sumar. Það er þó vissara að standa klár á því að það er jólafríið sem er að hefjast, en ekki sumarfríið, ef einhver skyldi ruglast í ríminu í sumarblíðunni í skammdeginu. Morgunblaðið/Golli Bátaviðgerð í blíðunni ÁRLEGUR kostnaður vegna um- ferðarslysa samkvæmt opinberum tölum er ca. 20 milljarðar á ári eða álíka upphæð og kostaði að reka Landspítala–háskólasjúkrahús á árinu 2001. Þetta var á meðal þess sem fram kom í erindi Jóns Sigurðs- sonar svæfingalæknis á jólafundi læknaráðs Landspítala–háskóla- sjúkrahúss sem haldinn var fyrir helgina. Yfirskrift fundarins var Liggur þér lífið á. Í erindi sínu fjallaði Jón á almenn- um nótum um slys í umferðinni, tíðni þeirra eftir löndum og hlutfall mænuskaddaðra í umferðinni en Jón skaddaðist sjálfur alvarlega á mænu í umferðarslysi fyrir fjórum árum. Fram kom í máli hans að 85% slysa sem verða á ári hverju eru í umferðinni. Af þeim sem skaddast á mænu má rekja hátt í 60% tilvika til umferðarslysa en um 80 manns eru mænuskaddaðir hér á landi. Jón benti á að stærstur hópur þeirra sem slasast í umferðinni væri ungt fólk á aldrinum 20–29 ára. Af þeim sem hlytu mænuskaða væru 75% karl- menn. Hann minnti á að til að draga úr hættu á umferðarslysum væri ekki nóg að huga að öryggisbúnaði bílsins heldur þyrftu ökumenn að draga úr hraðanum. „Það sem af er þessu ári hafa 29 látist í umferðinni. Þeir voru það líka í morgun þegar ég hlustaði á fréttir og við skulum vona að þeir verði ekki fleiri,“ sagði Jón. Kostnaður vegna um- ferðarslysa færður í tal á fundi læknaráðs LSH Álíka mikill og rekstrar- kostnaður LSH 2001 BANKASTJÓRN Seðlabankans fundaði á föstudag með forystu- mönnum Alþýðusambands Íslands, ASÍ, um vaxtamál en ASÍ hafði farið fram á þennan fund vegna lítilla við- bragða viðskiptabankanna við lækk- un stýrivaxta Seðlabankans. Að fundi loknum var það samdóma álit beggja aðila að viðskiptabankarnir hefðu frekara svigrúm til að lækka verðtryggða vexti. Lýstu menn yfir ánægju með að Búnaðarbankinn hefði gripið til slíkrar lækkunar og sparisjóðirnir sýnt sömu viðleitni. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri sagði fundinn hafa verið gagnlegan. Ýmsum gögnum og upp- lýsingum hefði verið komið á fram- færi við forystumenn ASÍ, m.a. að al- mennt væri vitað að óverðtryggðir vextir tækju hraðari breytingum en hinir verðtryggðu. Þetta væri ein skýringin á því að langtímavextir lækkuðu ekki jafn hratt og skamm- tímavextir. „Í þeim gögnum sem við lögðum fyrir fundinn kemur fram að enn sé svigrúm til að lækka verðtryggðu vextina. Búnaðarbankinn hreyfði sig um þrjátíu punkta í dag [föstudag], sem ég er mjög ánægður með, en sparisjóðirnir hefðu kannski mátt stíga stærri skref en þeir lækkuðu vextina um fimm punkta. Ég hef ekki fregnað hvað aðrir bankar gerðu,“ sagði Birgir Ísleifur. Hann sagði seðlabankastjórnina einnig hafa komið því á framfæri við forystumenn ASÍ að þeir gætu haft áhrif á að lækka markaðsvexti á skuldabréfamarkaðnum. „Þar hafa þeir tök í gegnum lífeyrissjóðina um að sjóðirnir auki kaup á íslenskum skuldabréfum, til dæmis húsbréfum, enda ekki í kot vísað,“ sagði Birgir Ísleifur. Skoðanir svipaðar Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að fundurinn í Seðlabankanum hefði verið sérlega ánægjulegur og gagnlegur. Fyrir hafi legið að skoð- anir ASÍ og bankans væru á svip- uðum slóðum gagnvart viðbrögðum viðskiptabanka í lækkun verð- tryggðra vaxta á langtímalánum. Það sé samdóma álit að umtalsvert svigrúm sé til lækkunar verð- tryggðra vaxta. „Þarna erum við að tala um vaxta- kjör sem skipta mestu máli fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Um er að ræða stærstu skuldbindingarn- ar í upphæðum talið og lengstu lánin þannig að allra hluta vegna er mjög brýnt og eðlilegt að bankarnir bregðist hratt og vel við lækkunum stýrivaxta Seðlabankans. Þetta er ekki síður mikilvægt vegna aukins atvinnuleysis í landinu,“ sagði Grét- ar. Hann taldi líklegt að á næstunni yrði farið fram á viðræður við við- skiptabankana um vaxtamálin ef þeir myndu ekki bregðast frekar við. Bankastjórn Seðlabankans fundaði með forystumönnum ASÍ Samdóma álit að meira svigrúm sé til vaxtalækkana HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur dæmt fertugan karlmann í árs fang- elsi fyrir að nýta sér þroskahömlun konu til að hafa við hana samræði sem hún gat ekki spornað við sökum andlegra annmarka sinna. Konan kærði málið til lögreglu en sagðist hún þekkja hinn ákærða mjög vel og hafa heimsótt hann öðru hverju til að sjá börnin hans. Þegar maðurinn hafi komið á heimili hennar hafi lagt af honum áfengislykt og hún verið hrædd við að sporna við kynferðislegum til- burðum hans. Hann hafi síðan haft við hana samræði gegn vilja hennar en hún kvaðst til þess dags ekki hafa átt samræði við nokkurn mann. Reikull og tvísaga Við fyrstu yfirheyrslu neitaði mað- urinn alfarið að hafa haft við hana samræði og kvaðst aldrei hafa komið inn í íbúð hennar en dró þennan framburð til baka daginn eftir. Sagði hann lögreglu þá að konan hefði komið honum til kynferðislega og hann síðan átt samræði við hana en það hafi verið með hennar vilja og hann ekki notfært sér þroskahömlun hennar. Taldi dómurinn að fram- burðurinn nyti ekki stuðnings í gögnum málsins. Tveir vinir manns- ins höfðu þó borið að konan hefði margsinnis sóst eftir kynlífi með þeim og verið tíðrætt um kynferð- ismál en dómurinn tók lítið mark á framburði þeirra, sagði þá hafa ým- ist verið tvísaga eða reikula í fram- burði. „Þykir vitnisburður þeirra að þessu leyti ótrúverðugur og ber hann þess glögg merki að vera gef- inn af hreinu skeytingarleysi og/eða til að fegra hlut ákærða og sverta mannorð [konunnar] að sama skapi,“ segir í dómnum. Önnur gögn voru talin hnekkja þessum framburði þ.á m. frásögn þriggja kvenna sem höfðu kynnst konunni við störf sín hjá svæðisskrifstofu fatlaðra en þær báru allar að ástundun kynlífs væri henni þvert um geð. Skýr og greinargóð Héraðsdómur taldi að konan hefði verið staðföst í vitnisburði sínum, frásögn hennar skýr og greinargóð þrátt fyrir þroskahömlun hennar. Þótti ekki varhugavert að leggja hann til grundvallar, enda framburð- ur mannsins ótrúverðugur að sama skapi. Það var ennfremur álit dóms- ins að engum meðalgreindum manni gæti blandast hugur um að hún væri greindarskert en maðurinn hafði þekkt konuna um nokkurt skeið áður en þetta mál kom upp. Því væri hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði notfært sér andlega annmarka konunnar til að koma fram vilja sín- um. Í dómnum segir að konan hafi talið manninn vera vin sinn og í barnslegri einfeldni sinni bundið við hann traust. Þetta traust hafi hann haft að engu og komið fram við hana á niðurlægjandi hátt og engu skeytt þótt hún hafi af veikum mætti reynt að ýta honum frá sér. Maðurinn ætti sér engar málsbætur og ekki kæmi til greina að skilorðsbinda refs- inguna að neinu leyti. Hann var einn- ig dæmdur til að greiða konunni 300.000 kr. miskabætur en fram kom fyrir dómi að atferli konunnar hefði breyst og hún verið hrædd við að fara út meðal fólks. Einn vildi þyngri refsingu Dómurinn var kveðinn upp af Er- lingi Sigtryggssyni sem dómsfor- manni og héraðsdómurunum Ingv- eldi Einarsdóttur og Jónasi Jóhannssyni. Jónas tók fram að hann teldi refsingu mannsins hæfi- lega 18 mánaða fangelsi, miðað við sakarferil mannsins og hversu alvar- legt brotið var en frá 1978 hefur maðurinn sex sinnum verið dæmdur fyrir ýmis afbrot og hlotið samtals fimm ára fangelsi. Arnar Geir Hinriksson hdl. var réttargæslumaður konunnar en Björn Jóhannesson hdl. var mann- inum til varnar. Sigríður Friðjóns- dóttir saksóknari, sótti málið. Dæmdur fyrir að nýta sér þroskahömlun konu Framburður vina hins ákærða tal- inn ótrúverðugur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.