Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 65
Jennifer Aniston fékk Emmy-verðlaun í ár, sem besta aðalleikkona í gamanþætti fyrir hlut- verk sitt í Vinum. LEIKARARNIR í bandarísku sjónvarpsþátt- unum Vinum hafa fallist á að leika í tíundu þáttaröðinni. Sjónvarpsstöðin NBC greiðir framleiðanda þáttanna, Warner Bros., um tíu milljónir dala fyrir hvern þátt, eða um 850 milljónir króna. Er sjónvarpsþátturinn því einhver sá dýrasti sem um getur. Til þessa hefur Warner Bros. sett upp sjö milljónir dala, eða um 600 milljónir króna, fyrir hvern þátt. Laun sexmenninganna verða ekki af verra taginu. Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer fá eina milljón dala fyrir hvern þátt, eða um 85 milljónir króna. Vinir voru næstvinsælustu sjónvarps- þættirnir í ár í Bandaríkjunum á eftir CSI: Crime Scene Investigation sem sýndir eru á CBS. Þá hlutu þeir Emmy-verðlaun sem bestu gamanþættirnir og Aniston var valin besta gamanleikkonan. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 65 21.12. 2002 9 4 5 4 6 4 0 1 4 8 2 25 26 28 36 13 18.12. 2002 12 14 15 17 21 37 26 40 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Jólasýning lau 28/12 kl. 21 Gleðileg jól BANDARÍSKIR bíógestir tóku öðrum hluta Hringadróttinssögu, Turnunum tveimur, fagnandi og var myndin sú mest sótta þar- lendis um helgina. Gnæfa Turn- arnir yfir Two Weeks Notice, rómantíska gamanmynd með Söndru Bullock og Hugh Grant í aðalhlutverkum. Hún situr í öðru sæti bandaríska bíólistans og er ný inn á listann. Sjaldan hefur framhalds- myndar verið beðið með eins mikilli eftirvæntingu og nú. End- urspeglast það í að tekjurnar af fyrstu myndinni, Föruneyti hringsins, voru 35% minni en af Turnunum yfir frumsýningarhelg- ina. Turnarnir tveir hafa hlotið góða dóma og má búast við því að ís- lenskir bíógestir eigi eftir að flykkjast á myndina. Hún verður frumsýnd hérlendis annan í jólum. Óður Martins Scorceses til skuggahliða New York-borgar, Gangs of New York, er ein af fjór- um myndum, sem komast nýjar inn á listann eftir helgina. Myndin, sem er með stórstjörnunum Leon- ardo DiCaprio, Daniel Day-Lewis og Cameron Diaz í aðalhlut- verkum, naut nokkurra vinsælda og situr í fjórða sæti. Öskubuskuævintýri Jennifer Lopez, Maid in Manhattan, sem var á toppnum í síðustu viku, situr í þriðja sæti listans. Harry Potter, geimævintýri Star Trek-fólks og James Bond njóta enn vinsælda og sitja í áttunda, ní- unda og tíunda sæti listans. Turnarnir tróna á toppnum                                                                                                        ! "     !   ## $  %                &'() '*(* ''(+ ,(' -(& &(' *() *() *(* *(+ '+'() '*(* .)() ,(' //(0 &(' '.(- //0(, /&() '.0() Gollrir kemur mikið við sögu í fram- haldsmynd Hringadróttinssögu. Áfram Vinir Fallast á að gera tíundu þáttaröðina Reuters FÖSTUDAGINN 27. des- ember mun þýska þung- kjarnasveitin Heaven Shall Burn heimsækja landann í annað sinn og leika í Tjarn- arbíói. Síðast kom hún hing- að í sumar og lék við góðan orðstír í Tónabæ. Sveitin hefur verið starf- andi síðan 1996 og tónlistin er nýstárleg blanda svartþung- arokks, þungkjarna, dauðarokks og mulningsrokks (e. grindcore) sem fengið hefur suma til að nefna þetta „dauða-kjarna“ (e. death-core). Nýjasta plata sveitarinnar, Whatever It May Take, kom út á þessu ári og hefur fengið lofsamlega dóma. Sveitin er afar pólitísk og fjalla textarnir um hvers- kyns misrétti og fordóma en jafnframt fylgja meðlim- ir lífsspeki beinu brúnar- innar eða „straight edge“, eru allir grænmetisætur, dýraverndunar- og umhverfissinnar, snerta ekki á vímuefnum og eru á móti ábyrgðarlausu kynlífi. Íslensku sveitirnar I adapt, And- lát, Vígspá og Spildog hita upp. Tón- leikarnir hefjast kl. 19.00. Heaven Shall Burn á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.