Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 72
JÓLAFAGNAÐUR Verndar og Hjálpræðishersins verður haldinn í dag, aðfangadag, í Herkast- alanum, Kirkjustræti 2 í Reykja- vík, og hefst með borðhaldi klukk- an 18. Allir þeir sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vandamönn- um á aðfangadagskvöld eru hjart- anlega velkomnir á jólafagnaðinn. Jólafagnaður Verndar og Hjálpræðis- hersins MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. „VIÐ þurftum aðeins að bregða okkur úr bíln- um til þess að sinna smáverkefni og okkur þótti ekki taka því að fara í jakkana. Það var svo hlýtt úti og mælirinn í bílnum hjá okkur sýndi tíu stiga hita,“ sagði Pétur Guðmunds- son, útivarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík, en hann og Eiríkur Rafn voru við eftirlit á Laugaveginum. „Það er mjög margt fólk í bænum, búið að loka flestum hliðargötum og Laugavegurinn bara orðinn göngugata. Það er mjög fín stemning, létt yfir fólki og hálfgert Majorka-veður í Reykjavík.“ Morgunblaðið/Júlíus Pétur Guðmundsson útivarðstjóri og Eiríkur Rafn Rafnsson lögreglumaður voru léttklæddir og skapléttir við eftirlit í mannmergðinni í miðbænum. Brosandi í jólablíðunni MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út föstudaginn 27. desem- ber. Um jólin verður frétta- þjónusta á Fréttavef Morgun- blaðsins, mbl.is. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is eða hringja í síma 861 7970. Fréttavakt á mbl.is yfir jólin LJÓST er að álverið í Straumsvík (ISAL) mun setja framleiðslumet á árinu, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Rannveigu Rist, for- stjóra ISAL, í gær. Rannveig bendir á í leiðara í ISAL tíðindum að árið sem senn er á enda hafi að mörgu leyti verið gott. Flest- ar kennistærðir í rekstrinum séu já- kvæðar og framleiðslumet verði slegið enn eitt árið, þar sem útlit sé fyrir að verksmiðjan nái 173 þúsund tonna markinu áður en nýtt ár geng- ur í garð. Það er nærri því 7% meiri framleiðslugeta en stefnt var að með stækkun verksmiðjunnar árið 1997. Betri nýting á kerum „Þessi árangur byggist að miklu leyti á straumhækkunum og tækni- legum breytingum í kerskálum, en ekki síður betri nýtingu í kerum og stöðugri rekstri. Möguleikar á frek- ari framleiðsluaukningu eru tak- markaðir, en þó stefnum við að því að framleiða 176 þúsund tonn á næsta ári,“ segir hún. Rannveig segir í samtali við Morg- unblaðið að næsta ár leggist vel í sig. ,,Álverð er að vísu lágt en mér sýnist að okkur ætli að takast að framleiða heldur meira og þau gefa vel þessi aukatonn sem við getum bætt við í sömu verksmiðju,“ segir hún. Álverið í Straumsvík var stækkað árið 1997 og var ársframleiðslugeta verksmiðjunnar þá 162 þúsund tonn. Nú fimm árum síðar eru framleidd 11 þúsund tonn umfram það magn í sömu verksmiðju. „Við getum vel við það framleiðslumagn unað,“ segir Rannveig. Framleiðslumet sett hjá ISAL á árinu AÐEINS eitt fiskiskip verður á sjó um jólin en það er Stígandi VE 77 frá Vestmannaeyjum. Að sögn Þorsteins Viktorssonar, útgerðar- manns Stíganda, er stefnt að því að Stígandi sigli áleiðis af stað til Þýskalands 1. janúar með afla. „Þeir eru að trolla einhvers staðar í myrkrinu á Reykjaneshryggnum núna en það hefur verið frekar ró- legt fiskerí til að byrja með. Það eru sextán manns í áhöfninni og ég reikna með að þeir fái ham- borgarhrygg á aðfangadagskvöld, rétt eins og við hin,“ sagði Þor- steinn. Aðeins eitt fiskiskip á sjó um jólin Fá hamborgar- hrygg á Hryggnum Margar garðyrkju- stöðvar eru á söluskrá ÓVENJU margar garðyrkjustöðvar eru til sölu um þessar mundir, að sögn Magnúsar Leópoldssonar hjá Fasteignamiðlun. Þar eru sex stöðv- ar á söluskrá, sem eru víða um Suð- urland og í Borgarfirði. Helgi Jóhannesson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir margt geta skýrt þessa þróun. Blómaframleiðendur hafi átt í erfið- leikum vegna offramleiðslu og lágs verðs. Grænmetisbændur hafi ekki fengið hátt verð fyrir framleiðsluna og grænmetisverð hafi ekki fylgt kostnaðarhækkunum. Þá bjóði land- búnaðarráðuneytið garðyrkjubænd- um sem vilja hætta framleiðslu upp á úreldingu. Þeir sem hafi ákveðið að fara þá leið vilji líklega sjá hvort þeir geti fengið meira fyrir stöðina á al- mennum markaði þar sem úrelding- arbætur séu frekar lágar. Helgi seg- ir Samband garðyrkjubænda ekki hafa samanburð á fjölda stöðva á sölu á milli ára og því erfitt að segja til um hvort óvenjumargar stöðvar séu nú til sölu. Samkvæmt aðlögun- arsamningi sem gerður var við garð- yrkjubændur í upphafi ársins, verða 30 milljónir króna settar árlega yfir fimm ára tímabil til úreldingar. Vaxtarmöguleikar í tómötum Ólafur Friðriksson, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir að tilgangurinn sé að hjálpa mönnum, sem það vilji, að komast út úr grein- inni. Bendir Ólafur á að aðrir fram- leiðendur hafi valið að stækka og því keypt aðrar stöðvar. Offramleiðsla sé ekki vandamál hjá garðyrkju- bændum, miklir vaxtarmöguleikar séu t.d. í tómötum þótt paprika hafi frekar átt undir högg að sækja. HJÓN sluppu ómeidd er bíll þeirra valt á Mývatnsheiði vestan Másvatns í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Húsavík var glerhálka á þriggja til fjögurra kílómetra kafla á þessari leið en annars eru vegir á svæðinu víðast auðir. Bíllinn er stórskemmdur eftir veltuna. Sluppu ómeidd eftir bílveltu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.