Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 12
Búnaðar-
bankinn selur
Fóðurblönduna
BÚNAÐARBANKINN hefur gert
samkomulag um að selja Fóður-
blönduna til Eignarhaldsfélagsins
Fóðurblöndunnar ehf., sem núver-
andi framkvæmdastjóri Fóðurblönd-
unnar, Finnbogi Alfreðsson, er í for-
svari fyrir. Gengið verður frá
kaupunum 10. janúar næstkomandi.
Finnbogi segir að lítið tilefni sé til yf-
irlýsinga að svo stöddu. „Þetta kem-
ur allt betur í ljós þegar við göngum
frá kaupunum í janúar,“ segir hann.
Guðmundur Guðmundsson hjá
fyrirtækjaráðgjöf Búnaðarbankans
segir að kaupverð sé trúnaðarmál.
Hann vill ekki heldur tjá sig um
hvort söluverðið sé hærra en kaup-
verð bankans á sínum tíma. Spurður
um ástæðu sölunnar segir hann að
ekki hafi verið heppilegt fyrir bank-
ann að eiga samkeppnisfyrirtæki.
Bankinn keypti Fóðurblönduna af
Eignarhaldsfélaginu GB fóður í júní
2001. Fóðurblandan átti Reykja-
garð, einn stærsta kjúklingafram-
leiðanda landsins, þar til í sumar að
Reykjagarður var seldur til Slátur-
félags Suðurlands. Fóðurblandan
hefur um 40% markaðshlutdeild og
að sögn Guðmundar er gert ráð fyrir
viðunandi hagnaði á árinu.
Íslenski
hlutabréfa-
sjóðurinn tapar
56 milljónum
TAP Íslenska hlutabréfasjóðsins á
sex mánaða tímabili frá 1. maí til 31.
október 2002 var 56 milljónir króna.
Tap sjóðsins á sama tímabili á síð-
asta ári var 323 milljónir. Í tilkynn-
ingu frá sjóðnum segir að tap hans
skýrist af erfiðum aðstæðum á er-
lendum mörkuðum.
Hlutafé ÍH var 997 milljónir króna
í lok október 2002 en var 1.048 millj-
ónir í lok apríl 2002. Á sama tíma
lækkaði eigi fé sjóðsins úr 1.864
milljónum í 1.717 milljónir. Skuldir
félagsins voru 693 milljónir í lok
október 2002. Hluthafar þá voru
samtals 6.232. Enginn einn hluthafi
átti meira en 10% í félaginu.
Í tilkynningunni kemur fram að í
kjölfar hluthafafundar 6. desember
síðastliðinn hafi verið gerð breyting
á áherslum ÍH. Samhliða því hafi
verið ráðist í fjárfestingar á veruleg-
um hlut í tveimur fyrirtækjum.
Stærstu eignarhlutir félagsins í dag
eru Jarðboranir, en hlutur ÍH í því
félagi er rúmlega 37%, og Sæplast,
rúmlega 42%. Með breytingunum
var nafni félagsins breytt; það heitir
nú Fjárfestingarfélagið Atorka hf.
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BAUGUR-ID hefur fest kaup á
1.350.000 hlutum í Big Food Group til
viðbótar við þann hlut sem félagið átti
fyrir. Samtals er eignarhlutur Baugs í
Big Food Group nú 19,35% en var
18%. Fyrir helgina keypti Baugur
2,95% í bresku matvöruverslanakeðj-
unni Somerfield.
Dagblöð og fjármálasérfræðingar í
Bretlandi fylgjast grannt með við-
skiptum Baugs í landinu og getgátur
hafa verið uppi um að Baugur vilji
sameina þessi tvö fyrirtæki.
The Guardian sagði að verðbréfa-
miðlarar í Lundúnum fylgdust vel
með fjárfestingum Baugs á breska
verðbréfamarkaðnum í ljósi þess að
nánast öll fyrirtæki sem Íslending-
arnir fjárfestu í enduðu í yfirtökutil-
raunum. Þess vegna hefði tilkynning
um kaup Baugs á hlutnum í Somer-
field á föstudag vakið mikla athygli.
Guardian hefur eftir sérfræðingum
að Baugur sé væntanlega að veðja á
að áhættufjárfestir muni koma fram á
sjónarsviðið og reyna að hluta Somer-
field í sundur en markaðsvirði fyrir-
tækisins lækkaði um 50% í október
eftir að það birti afkomuviðvörun.
Gerðist þetta yrðu verslanir Somer-
field væntanlega seldar til fyrirtækja
á borð við Safeway eða Marks &
Spencer en Kwik Save, lágverðsversl-
anahluti fyrirtækisins, yrði gerður að
sjálfstæðri einingu.
Óhagkvæmt að sameina
Blaðið hefur eftir sérfræðingunum,
sem ekki eru nefndir, að ekki sé lík-
legt að Baugur hafi áhuga á að sam-
eina Somerfield og Big Food Group
þar sem slíkt sé varla hagkvæmt.
Í Daily Telegraph neitaði ónefndur
talsmaður Baugs að tjá sig varðandi
það hvort hlutafjárkaupin myndu
enda í tilraun til að sameina Big Food
Group og Somerfield. „Þetta er hluti
af þeirri stefnu fyrirtækisins að
kaupa eignir sem eru undirverðlagð-
ar,“ lét talsmaðurinn hafa eftir sér.
Jafnframt sagði þessi talsmaður
Baugs að frekari kaup á Somerfield
væru inni í myndinni hjá fyrirtækinu.
Ekki vænlegt til árangurs
Mark Hughes sérfræðingur hjá
Numis Securities, sem Daily Tele-
graph vitnar í, segir að sá möguleiki
væri alltaf fyrir hendi að Baugur
reyndi að kaupa Somerfield, en enn
væri of snemmt að spá fyrir um það.
„Með því að sameina BFG og Somer-
field væru tvær lágverðskeðjur sam-
an komnar í einni. Ég tel það ekki
vænlegt til árangurs,“ sagði Hughes.
Í Morgunkorni Íslandsbanka segir
að markaðshludeild Somerfield á
matvörumarkaðnum í Bretlandi sé
7% og verslanir fyrirtækisins samtals
1.300 talsins með yfir 59 þúsund
starfsmenn. „Somerfield leggur
áherslu á gæði, vöruframboð og
ferskar vörur og hafa verslanir verið
endurnýjaðar á undanförnum árum í
samræmi við þessa stefnu. Somer-
field keypti Kwik Save árið 1998 en
félagið er stærsta lágvöruverðskeðja
Bretlands. Fyrirtækið velti samtals
um 4.965 milljónum punda á síðasta
fjárhagsári og var hagnaður þess 28,8
milljónir punda. Í tvö ár þar á undan
var tap á rekstri félagsins. Lokagengi
félagsins á föstudag var 75 pens á hlut
sem samsvarar um 370 milljóna
punda markaðsvirði. Markaðsvirði
hlutar Baugs er því um 1,4 ma.kr. en
ekki kemur fram í tilkynningu Baugs
hvert meðalkaupgengi hlutarins er.“
Baugur bætir við sig í BFG
Viðskipti Baugs í sviðsljósinu í
Bretlandi. Vangaveltur um
samruna Somerfield og BFG
NÝR mælikvarði um stöðu efna-
hagslífsins er kynntur til sögunnar í
desemberskýrslu greiningardeildar
Búnaðarbanka Íslands. Samkvæmt
þessum mælikvarða, eða hagsveiflu-
vísitölu, er efnahagslífið enn á nið-
urleið og botni hagsveiflunnar því
ekki náð. Greiningardeildin telur
líklegast að hagsveifluvísitalan
lækki enn frekar á næstu mánuðum
en haldist síðan óbreytt þegar líða
taki á árið 2003, jafnvel þó af stór-
iðjuframkvæmdum verði.
Í skýrslu greiningardeildarinnar
kemur fram að vísitala til mælingar
á hagsveiflunni sé þekkt erlendis en
samsetning slíkra vísitalna sé mis-
jöfn á milli landa. Í þeirri hag-
sveifluvísitölu sem greiningardeild
Búnaðarbankans hefur sett saman
er notast við fjórar stærðir, breyt-
ingu á almennum innflutningi á
föstu verði, nýskráningu á bílum,
raunverð á íbúðarhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu og skráð atvinnu-
leysi.
Aðlögun gengið vel
Aðlögun að breyttum efnahagsað-
stæðum er einnig til umfjöllunar í
skýrslu greiningardeildar Búnaðar-
bankans og þar kemur fram að á síð-
ustu tveimur árum hafi aðlögunin
gengið ótrúlega vel og skilað betri
árangri en flestir hafi þorað að vona.
Mikilvægur þáttur í þessum árangri
séu þær breytingar sem gerðar hafi
verið á umgörð peningamála og sú
staðreynd að gengi krónunnar
ræðst á markaði.
Hefðbundin aðferð við að leiðrétta
ójafnvægi í utanríkisviðskiptum hafi
verið að fella gengi krónunnar til að
draga úr kaupmætti með aukinni
verðbólgu og beina jafnframt eftir-
spurninni að innlendum vörum
fremur en innfluttum. Vegna nýs
gengisfyrirkomulags hafi aðlögunin
orðið með öðrum hætti. Krónan hafi
lækkað hratt í fyrra en síðan hafi
hún styrkst meira en flestir hafi átt
von á með þeim afleiðingum að verð-
bólguáhrif hafi orðið vægari en ótt-
ast hefði verið. Afleiðingin sé meðal
annars sú að kaupmáttarskerðingin
hafi orðið minni en útlit hafi verið
fyrir og raungengið hafi hækkað
hratt á þessu ári. Þrátt fyrir þetta
hafi eftirspurn eftir innflutningi
ekki aukist að ráði á nýjan leik.
Ný hagsveifluvísitala Búnaðarbankans
Botninum
enn ekki náð
0 0& 0 01 02 03 04 05 06 0 0 0 & 0
7*897 *7*+
!""#$%##%
& :&
&6
&5
&4
&3
&2
&1
&
&&
&
6
5
4
hafi aukist eftir að verðbólgumarkmið var tekið
upp. Í kjölfarið hafi sjálfstæði SÍ aukist og telja
höfundar að það stuðli að sterkum gjaldmiðli.
Gagnsæi peningastefnu Seðlabankans er hins
vegar ekki talið nægjanlegt. Einkum er fundið
að því hve óreglulega sé tilkynnt um vaxta-
breytingar auk þess sem stýrivöxtum sé breytt í
misstórum skrefum. Minnst er á að Landsbanki
Íslands hafi áður bent á mikilvægi þess að koma
á föstum vaxtaákvörðunarfundum. Telja höf-
undar að það myndi stuðla að skilvirkari miðlun
peningastefnunnar. Þá segir að flestir seðla-
bankar breyti vöxtum sínum í reglulegum skref-
um, þ.e. hækki þá eða lækki um sömu prósentu-
stig. SÍ geri það hins vegar ekki og telja
höfundar þá stefnu ekki til þess fallna að auka
REIKNA má með auknu gengisflökti vegna
minnkandi vaxtamunar og fyrirhugaðra virkj-
ana- og álversframkvæmda. Þetta er meðal þess
sem fram kemur í nýútkominni skýrslu sem
Landsbankinn Landsbréf gefur út um þróun og
horfur í gengi krónunnar. Þar segir að versn-
andi viðskiptakjör og krafan um aukinn vöxt út-
flutnings geti helst hamlað styrkingu krónunn-
ar. Skýrsluhöfundar, þeir Arnar Jónsson og
Stefnir Kristjánsson, segja að raungengi krón-
unnar sé ekki hátt í sögulegu samhengi og að
það gæti hækkað á næsta ári. Telja þeir að hóf-
leg verðbólga sé mikilvæg forsenda fyrir styrk-
ingu krónunnar.
Í skýrslunni er vikið sérstaklega að trúverð-
ugleika Seðlabanka Íslands og segir að hann
trúverðugleika bankans og gagnsæi peninga-
stefnunnar.
Viðskiptahalli lítill
Meðalgengi krónunnar er talið verða hærra á
árinu 2003 en á þessu ári og því síðasta. Líkur
eru taldar á að fyrir vikið versni samkeppn-
isstaða útflutnings. Í ljósi vaxandi atvinnuleysis
er ekki að vænta aukningar á innflutningi á
neysluvöru á næsta ári, segir í skýrslunni. Þrátt
fyrir að fjárfesting kunni að aukast, vegna lægri
vaxta og stóriðjuframkvæmda, eru taldar horf-
ur á að vöruskiptajöfnuður verði jákvæður. Þar
sem ekki sé að vænta hækkunar á erlendum
vöxtum bendi flest til þess að viðskiptahalli
verði lítill á næsta ári.
Skýrsla Landsbankans um þróun og horfur í gengi íslensku krónunnar
Hærra meðalgengi á næsta ári
VERÐ á ýsu á fiskmörkuðum hefur
lækkað um 25% það sem af er fisk-
veiðiárinu og verð á þorski um rúm
10%. Verðlækkunin helgast fyrst og
fremst af gengisbreytingum sem og
af auknu framboði af ýsu.
Hjá Fiskmarkaði Íslands var
meðalverð á ýsu á tímabilinu frá 1.
september til 23. desember sl. um
143 krónur hvert kíló miðað við
slægðan fisk sem er lækkun um 54
krónur frá sama tímabili síðasta ári.
Fyrir óslægðan fisk hefur fengist
161 króna fyrir kílóið sem er 52
krónu lækkun.
Gunnar Bergmann Traustason,
uppboðshaldari hjá Fiskmarkaði Ís-
lands, segir verðlækkunina fyrst og
fremst helgast af gengisbreytingum.
Þá hafi ýsukvótinn verið aukinn á yf-
irstandandi fiskveiðiári og framboð-
ið því meira á mörkuðunum. „Krón-
an hefur styrkst mjög frá því í fyrra
og það skilar sér strax inn í verðlag-
ið. Verð á ýsu fór óvenju hátt síðast-
liðið haust vegna gengisbreytinga.
Eins hefur verið meiri ýsuveiði í
haust en í fyrra, vegna þess að kvót-
inn var aukinn. Eins ríkti nokkur
óvissa með kvótasetningu smábáta í
fyrrahaust og þeir báru sig lítið eftir
ýsu á meðan. Framboðið af ýsu er
þannig mun meira á mörkuðunum
en var í fyrra. Þannig hafa verið seld
um 1.123 tonn af ýsu á Fiskimarkaði
Íslands það sem af er fiskveiðiárinu,
eða nærri helmingi meira magn en á
sama tíma í fyrra,“ segir Gunnar.
Markaðsverð á ýsu
lækkað um fjórðung
♦ ♦ ♦
HEIMAMENN í Vestmannaeyjum,
undir forystu Gunnlaugs Ólafssonar
og Haraldar Gíslasonar, hafa náð
samkomulagi við Ker hf. um kaup á
12,5% hlut í Vinnslustöðinni hf. og
kauprétt eða kaupskyldu á 12,5% til
viðbótar 23. janúar næstkomandi.
Búnaðarbankinn hefur milligöngu
um viðskiptin.
Í tilkynningu frá Keri hf. segir að
með kaupunum séu hluthafar með
heimilisfesti í Vestmannaeyjum
komnir með aukinn meirihluta í fyr-
irtækinu. „Er þetta gert til að
tryggja að hagsmunir Vestmannaey-
inga muni ráða framtíðarskipulagi
og uppbyggingu félagsins. Það er
mat fyrirsvarsmanna Kers hf., að
nauðsynlegt hafi verið að stíga þetta
skref nú, eftir að rekstur Vinnslu-
stöðvarinnar hf. hefur færst í rétt
horf, og áhugi hefur aukist á kaupum
á hlutum í félaginu.“
Heimamenn
kaupa í
Vinnslu-
stöðinni
♦ ♦ ♦