Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Spil 1 Suður gefur, AV á hættu. Norður ♠ 843 ♥ -- ♦ 8642 ♣KDG1084 Suður ♠ ÁKD52 ♥ G964 ♦ ÁK ♣Á3 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 4 hjörtu * Pass 6 spaðar Pass Pass Pass * Einspil eða eyða í hjarta (splinter). Útspil: Hjartatvistur. Hvernig er best að spila? Spil 2 Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ 52 ♥ Á53 ♦ K8532 ♣Á53 Suður ♠ ÁK6 ♥ KD742 ♦ Á9 ♣K76 Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 5 grönd Pass 6 tíglar Pass 7 hjörtu Pass Pass Pass Þetta eru hræðilegar sagnir, enda samningurinn eftir því. Útspil vest- urs er lauftía. Hvernig er best að spila? Spil 3 Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 53 ♥ 65 ♦ ÁG109542 ♣109 Suður ♠ ÁD7 ♥ ÁD2 ♦ K3 ♣ÁKD65 Vestur Norður Austur Suður -- 3 tíglar Pass 6 grönd Pass Pass Pass Útspil: spaðagosi. Hvernig er best að spila? Spil 4 Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁDG109 ♥ 108 ♦ Á1094 ♣KD Suður ♠ K8 ♥ ÁD97 ♦ D87 ♣ÁG109 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass *2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass 6 grönd Allir pass * Yfirfærsla í spaða. Útspil: Laufátta. Hver er áætlunin? Spil 5 Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 7 ♥ 43 ♦ Á10765 ♣ÁK832 Suður ♠ ÁK ♥ ÁKDG109 ♦ 9842 ♣6 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: Spaðagosi. Hver er áætlunin? Spil 6 Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ G654 ♥ D62 ♦ Á ♣DG543 Vestur Austur ♠ D ♠ 982 ♥ G1097 ♥ K543 ♦ KD1087654 ♦ 9 ♣-- ♣109876 Suður ♠ ÁK1073 ♥ Á8 ♦ G32 ♣ÁK2 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði 3 tíglar 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 7 spaðar ! Pass Pass Pass Útspil: Tígulkóngur. Nú fær lesandinn að sjá allar hendur og mun ekki af veita. Hvern- ig á sagnhafi að krækja í 13 slagi? Jólabridsþrautir ALLTAF fylgir því viss hátíðleiki þegar slemma er sögð við spilaborðið. And- artakið fyrir útspilið er þrungið eftirvæntingu, andstæðingarnir íhuga sagnir af kostgæfni og sagnhafi dregur djúpt andann, svolítið smeykur um að blindur standi ekki undir væntingum. Bútar og geim eru hverdagsleikinn við spila- borðið, en nú eru jól og hátíð í bæ – rétti tíminn til að spila slemmur. Hér á eftir fara sex slemmuspil, þar sem lesandinn er í öllum tilfellum í sæti sagnhafa í suð- ur. Verkefnið er að finna bestu leiðina til vinnings, en svörin verða birt í blaðinu í sérstökum þætti milli jóla og nýárs. Góða skemmtun og gleðilega hátíð. Guðmundur Páll Arnarson. 1. Hvítur leikur og vinnur. 2. Hvítur leikur og vinnur. 3. Hvítur leikur og vinnur. 4. Hvítur leikur og vinnur. 5. Hvítur leikur og vinnur. 6. Hvítur leikur og vinnur. Jólaskákþrautir JÓLASKÁKÞRAUTIRNAR í ár koma úr ýmsum áttum og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi til að glíma við. Ein staðan er úr kapp- skák, önnur úr bréfskák, sú þriðja kom upp í fjöl- tefli, ein á sér ókunnan uppruna o.s.frv. Hvítur á leik í öllum þrautunum. Lausnir verða birtar eftir jólin. Gleðileg jól! JÓHANN Hjartarson og Helgi Ólafsson urðu efstir og jafnir á fyrsta Jólaskákmóti Búnaðarbankans sem haldið var sl. laugardag í aðalútibúi bankans, Austurstræti 5. Jóhann og Helgi hlutu 10 vinninga í 13 skákum. Þriðji varð Hannes Hlífar Stefánsson með 9½ vinning. Alls tóku 14 skák- menn þátt í mótinu, þar af átta af níu íslensku stórmeisturunum. Árni Tómasson bankastjóri setti mótið og lék fyrsta leiknum í skák Friðriks Ólafssonar og Karls Þorsteins. Mótið var afar spennandi. Jóhann náði snemma forystunni, en um mið- bik mótsins skaust Hannes fram úr honum eftir tvær tapskákir Jóhanns. Eftir það hélt Hannes forystunni allt þar til í lokaumferðinni og fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur hans. Lokaumferðin réð hins vegar úrslit- um á mótinu, er Hannes tapaði fyrir Helga Ólafssyni, sem komst við það í efsta sæti ásamt Jóhanni Hjartar- syni. Lokastaðan: 1.–2. Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson 10 v. 3. Hannes Hlífar Stefánsson 9½ v. 4.–5. Helgi Áss Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson 9 v. 6. Þröstur Þórhallsson 8 v. 7. Karl Þorsteins 7 v. 8. Jón L. Árnason 5½ v. 9. Margeir Pétursson 5 v. 10.–11. Bragi Þorfinnsson og Björn Þorfinnsson 4½ v. 12. Friðrik Ólafsson 4 v. 13. Ágúst Sindri Karlsson 3½ v. 14. Sigurður Daði Sigfússon 1½ v. Skákstjóri var Gunnar Björnsson. Mótið var afar vel sótt af áhorfendum. Árni Tómasson lofaði því við verð- launaafhendingu í mótslok að Jóla- skákmót Búnaðarbankans yrði árleg- ur skákviðburður. Karpov sigraði Kasparov Karpov sigraði Kasparov í fjögurra skáka einvígi sem fram fór í New York, 19. og 20. desember. Úrslitin urður 2½-1½ Karpov í vil. Þetta eru óvænt úrslit, en þrátt fyrir að Kasp- arov geti státað sig af því að hafa ver- ið sterkasti skákmaður heims frá 1985 hefur honum aldrei tekist að hrista Karpov alveg af sér. Kasparov vann fyrstu skákina, en Karpov jafn- aði metin í annarri skákinni og sigraði aftur í þeirri þriðju. Fjórðu skákinni lauk svo með jafntefli. Karpov hefur gengið vel undanfarið, sérstaklega í atskák. Þau tímamörk virðast hins vegar ekki henta Kasparov vel og má m.a. benda á afar slakan árangur hans í Heimurinn–Rússland nýverið. Jóla- og flugeldaskákmót TK Jólahraðskákmót Taflfélags Kópa- vogs verður haldið fimmtudaginn 26. desember kl. 14. Teflt verður í félags- heimili TK í Hamraborg 5, þriðju hæð. Að venju verða vegleg verðlaun í boði. Flugeldamót Taflfélags Kópavogs verður síðan haldið sunnudaginn 29. desember kl. 14 á sama stað. Vegleg flugeldaverðlaun í boði. Jólahraðskákmót á Akureyri Föstudagskvöldið 27. desember kl. 20 heldur Skákfélag Akureyrar jóla- hraðskákmót í opnum flokki og er það opið öllum. Daginn eftir, laugardag- inn 28. desember kl. 13:30, er svo barna- og unglingaæfing hjá félaginu að venju. Jólahraðskákmót TR Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur fer fram 28. desember og hefst kl. 14. Teflt verður í einum flokki eftir Monrad-kerfi. Tveir efstu keppendurnir vinna sér rétt til þátt- töku í Nýársmóti Skeljungs sem fer fram 29. desember. Jólamót Hellis á ICC Taflfélagið Hellir heldur jólamót félagsins í annað sinn mánudaginn 30. desember í samstarfi við ICC. Mótið fer fram á Netinu á ICC-skákþjón- inum. Það hefst kl. 20 og lýkur um kl. 22:30. Góð verðlaun eru í boði, pen- ingaverðlaun og frímánuðir frá ICC. Öllum er heimil þátttaka sem er ókeypis. Jóhann og Helgi sigruðu á Jólaskákmóti Búnaðarbankans Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is Jóhann Hjartarson og Friðrik Ólafsson. Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsileg kampavínsglös fyrir áramótin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 301. tölublað (24.12.2002)
https://timarit.is/issue/251119

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

301. tölublað (24.12.2002)

Aðgerðir: