Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 14
„Kabúl-yfirlýsingin“
Friður við
grannríkin
STJÓRNVÖLD í Afganistan undir-
rituðu á sunnudag svokallaða „Kab-
úl-yfirlýsingu“ en hún kveður á um
frið við nágrannaríkin sex. Vonast er
til, að með yfirlýs-
ingunni verði
bundinn endi á öll
afskipti þeirra af
afgönskum inn-
anríkismálum.
Undirritunin
átti sér stað er
rétt ár var liðið
frá því Hamid
Karzai tók við
sem forseti afg-
önsku bráðabirgðastjórnarinnar en í
júní sl. hlaut hann formlegt kjör.
Auk Afgana undirrituðu „Kabúl-
yfirlýsinguna“ fulltrúar stjórnvalda í
Kína, Pakistan, Íran, Túrkmenistan,
Úsbekistan og Tadsíkistan en að
auki voru við undirritunina fulltrúar
Indlands, Sádi-Arabíu, Tyrklands,
Evrópusambandsins, Sameinuðu
þjóðanna og Bandaríkjanna.
Karzai sagði í ræðu að öryggi og
friður í Afganistan væri forsenda
framfara í öllum heimshlutanum.
„Vinnum að því, að þetta svæði verði
laust við starfsemi öfgamanna,
hryðjuverk og fátækt,“ sagði hann.
Hamid Karzai
Kabúl. AP.
ERLENT
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÚÐUMYND af Jesú Kristi ásamt
öðrum minjagripum í anda krist-
indómsins í verslun skammt frá
Fæðingarkirkjunni í Betlehem á
Vesturbakkanum. Íbúarnir hafa
ekki farið varhluta af meira en
tveggja ára, blóðugum átökum Pal-
estínumanna og Ísraela sem varpa
dimmum skugga á jólahátíðina sem
nú gengur í garð. Margir íbúa Betle-
hem eru kristnir. „Við munum leita
hughreystingar í miðnæturmess-
unni, að öðru leyti verða engin há-
tíðarhöld,“ sagði Johnny Babun sem
rekur bílaþvottastöð og verkstæði.
Talsmenn Ísraelshers segja að út-
göngubanni verði aflétt í Betlehem
næstu daga ef allt verði með ró og
spekt. Staðfest var á sunnudag að
palestínska heimastjórnin hefði
frestað fyrirhuguðum þing- og leið-
togakosningum sem áttu að fara
fram 20. janúar.AP
Skuggi
ófriðar yfir
Betlehem
BANDARÍSKA tímaritið Time
hefur nefnt þrjár konur sem
„Menn ársins“ og allar fyrir að
hafa skýrt frá alvarlegum yfir-
sjónum eða sviksemi á vinnu-
stað sínum.
Coleen
Rowley,
starfsmað-
ur FBI,
bandarísku
alríkislög-
reglunnar,
skýrði frá
því hvernig
stofnunin hefði brugðist og
ekki fylgt eftir vísbendingum
um hryðjuverkin í Bandaríkj-
unum og þær Sherron Watkins
og Cynthia Cooper sögðu frá
umfangsmiklum fölsunum í
bókhaldi fyrirtækjanna Enrons
og WorldComs. Er þeim hrósað
fyrir mikið hugrekki.
Jólasveinn
í önnum
JÓLASVEININUM í Græn-
landi hafa borist meira en
60.000 bréf og um 200.000
tölvupóstskeyti frá börnum um
allan heim. Þau gleyma því hins
vegar stundum að láta eigið
heimilisfang fylgja og því er dá-
lítið erfitt fyrir jólasveininn að
þakka þeim fyrir tilskrifið. Þótt
heimilisfangið fylgi, þá er það
oft illskiljanlegt og hafa þau
japönsku valdið aðstoðarmönn-
um jólasveinsins sérstökum
heilabrotum. Ef unnt er að ráða
fram úr heimilisfanginu fá
börnin kveðju frá jólasveinin-
um en gjafaóskir þeirra verður
einhver annar að uppfylla.
Herliði beitt í
Venesúela
HERLIÐ beitti táragasi þegar
það réðst til atlögu gegn hundr-
uðum andstæðinga Hugo Cha-
vez, forseta Venesúela, í Mara-
caibo í gær þegar þeir ætluðu
að sýna áhöfnum olíuskipa, sem
eru í verkfalli, stuðning. Cha-
vez hefur svarið þess eið að ná
aftur stjórn á olíuiðnaði lands-
ins sem hefur lamast vegna
verkfallsins. Hann sagði að
verkfallsmenn yrðu reknir og
sóttir til saka fyrir þann skaða
sem þeir hafa valdið með því að
leggja niður vinnu. Sagði for-
setinn að forstjóri ríkiolíufyrir-
tækisins PDVSA hefði þegar
hafizt handa við að reka menn.
Fullyrti Chavez að olíuútflut-
ingur væri að hefjast á ný.
Verkfallsmennirnir krefjast af-
sagnar Chavez.
Styður pal-
estínskt ríki
BANDARÍSKI öldungadeild-
arþingmaðurinn Joeseph Lieb-
erman, sem var varaforsetaefni
Al Gores í forsetakosningunum
2000, lýsti í gær yfir ein-
dregnum stuðningi við sjálf-
stætt palestínskt ríki. Gerði
hann það á fundi með palest-
ínskum embættismönnum í
Ramallah á Vesturbakkanum.
Sagði hann, að fyrr myndi eng-
in lausn fást á deilum Ísraela og
Palestínumanna. Lieberman,
sem er gyðingur, er hugsan-
legur frambjóðandi demókrata
í forsetakosningunum 2004.
STUTT
Þrjár kon-
ur eru
„Menn
ársins“
FULLTRÚAR Alþjóðakjarnorku-
málastofnunarinnar (IAEA) í Vín
harma þá ákvörðun stjórnvalda í
Norður-Kóreu að taka niður eftirlits-
myndavélar í kjarnorkustöðvum sín-
um og rjúfa innsigli sem erindrekar
IAEA og Sameinuðu þjóðanna hafa
sett á tækjakost í kjarnorkustöðinni í
Yongbyon. Aðgerðir Norður-Kóreu-
manna hafa verið gagnrýndar af þjóð-
um heims og Mark Gwozdecky, tals-
maður IAEA, sagði í gær að einu
notin sem þeir gætu hugsanlega haft
af aðstöðunni í Yongbyon, sem þar til
um helgina var innsigluð, væri til
framleiðslu plútons í kjarnorku-
sprengjur.
Vinnslu var hætt í kjarnorkustöð-
inni í Yongbyon, sem er um 80 km
norður af höfuðborginni Pyongyang,
árið 1994 í samræmi við samning sem
þá var gerður við Bandaríkjamenn.
Hafa erindrekar IAEA síðan þá haft
eftirlit með því að N-Kóreumenn
stæðu við sinn hluta samningsins.
Um helgina greindu fulltrúar stofn-
unarinnar hins vegar frá því að
stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu tek-
ið innsiglin af eldsneytisgeymi sem í
voru 8.000 úranstautar. „Þar sem úr-
anstautarnir geyma töluvert magn af
plútoni eru þessar aðgerðir [Norður-
Kóreu] andstæðar þeirri áherslu sem
lögð hefur verið á að koma í veg fyrir
frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna,“
sagði Mohamed ElBaradei, fram-
kvæmdastjóri IAEA, í yfirlýsingu
sem hann sendi frá sér á sunnudag.
Sagðist ElBaradei harma mjög að
stjórnin í Pyongyang skyldi ekki hafa
svarað óskum hans um viðræður um
málið. Talsmenn Norður-Kóreustjórn-
ar sögðu hins vegar í gær að IAEA
hefði ekki orðið við óskum þeirra um
að rjúfa innsiglin af tækjakostinum í
kjarnorkuvinnslustöðinni. Því hefðu
þeir orðið að gera það sjálfir.
Tengist ekki
raforkuframleiðslu
Bandaríkjamenn, sem eru helsti
bandamaður Suður-Kóreu, hafa gefið
til kynna að þeir vilji semja um lyktir
deilna um áform Norður-Kóreu-
stjórnar. Þeir ljá þó ekki máls á bein-
um viðræðum nema Norður-Kórea
leggi fyrst til hliðar áætlanir um
framleiðslu kjarnorkuvopna.
Norður-Kóreumenn gáfu til kynna
í gær að semja mætti um málið en
sögðu forsenduna þá að Bandaríkin
yrðu við gamalli kröfu þeirra um
samning milli Suður-Kóreu og Norð-
ur-Kóreu sem fæli í sér fyrirheit um
að ríkin réðust ekki hvort gegn öðru.
Lou Fintor, talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins, sagði menn
þar á bæ hafa miklar áhyggjur af þró-
un mála um helgina enda ljóst að úr
úranstautunum í Yongbyon mætti
auðveldlega vinna plúton í kjarnorku-
sprengjur. Sagði öldungadeildarþing-
maðurinn Joseph Biden reyndar að
innan fárra mánaða gætu Norður-
Kóreumenn verið búnir að framleiða
fjórar til fimm kjarnorkusprengjur til
viðbótar við þær sem þeir eiga þegar.
Óttast menn nú vaxandi spennu á
Kóreuskaganum en tvær vikur eru
liðnar síðan Norður-Kóreumenn
sögðust ætla að opna kjarnorkustöðv-
ar sínar á ný til að framleiða rafmagn.
Fintor sagði úranstautana í Yong-
byon ekkert hafa með framleiðslu raf-
magns að gera.
Ákvörðun N-Kóreu-
stjórnar hörmuð
Hafa rofið inn-
sigli á tækjakosti
í kjarnorkustöð-
inni í Yongbyon
Seoul. AP.
EFTIRLITSMENN Sameinuðu
þjóðanna héldu áfram störfum sínum
í Írak í gær en á sama tíma flugu
skeytin á milli stjórnvalda í Bagdad
og Washington. Er Flóttamanna-
stofnun SÞ farin að búa sig undir
hernað í landinu og mikinn fólksflótta
þaðan.
Eftirlitsmennirnir skoðuðu á
þremur stöðum nærri Bagdad í gær
og þar á meðal verksmiðju, sem var
lokað fyrir þremur árum, en hún
framleiddi áður þurrmjólkurduft.
Voru gerðar loftárásir á hana 1991 og
aftur 1998 vegna grunsemda um, að
þar væru einhver önnur efni fram-
leidd.
Amir al-Saadi, ráðgjafi Saddams
Husseins Íraksforseta, sagði á
sunnudag, að Írakar væru reiðubúnir
að svara öllum spurningum Breta og
Bandaríkjamanna og bauð hann að
auki fulltrúum CIA, bandarísku
leyniþjónustunnar, að koma til lands-
ins og skoða það, sem þeir vildu.
Hefur Bandaríkjastjórn vísað
þessu boði á bug og talsmaður hennar
sagði, að það væri Íraksstjórnar
sjálfrar að sýna fram á, að öllum ger-
eyðingarvopnum hefði verið eytt.
Hátt í milljón
manns gæti flúið
Flóttamannastofnun SÞ tilkynnti í
gær, að hún væri farin að búa sig und-
ir hernað í Írak og mikinn flótta-
mannastraum þaðan. Hefðu matar-
birgðir verið sendar til ýmissa staða í
Mið-Austurlöndum af þeim sökum
auk þess sem ýmis aðildarríki hefðu
verið beðin að veita stofnuninni 37,4
milljóna dollara neyðarframlag, um
2,8 milljarða ísl. kr.
Breska dagblaðið The Times sagði
í gær og hafði eftir heimildamönnum í
SÞ, að Flóttamannastofnunin byggist
við, að allt að 900.000 manns muni
flýja frá Írak komi til árása á landið
en talsmaður Alþjóða Rauða kross-
ins, sem fór að efla viðbúnað sinn
vegna hugsanlegs stríðs í Írak fyrir
hálfum mánuði, vill ekki reyna að
geta sér til um flóttamannafjöldann.
Sérfræðingar yfirheyrðir
Mohamed ElBaradei, yfirmaður
Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn-
ar, sagði í gær, að eftirlitsmenn henn-
ar í Írak væru farnir að yfirheyra
íraska sérfræðinga og ynnu nú að því
að fara með þá, sem það vildu, úr
landi. Hefur Bandaríkjastjórn lagt
mikla áherslu á, að írösku sérfræð-
ingarnir verði yfirheyrðir utan Íraks
og telur, að þá fyrst þori þeir að segja
frá því, sem þeir vita.
Búa sig undir
mikinn straum
flóttamanna
AP
Jólatréssali í Bagdad hjálpar til við að koma tré fyrir í bíl. Kristnir menn í
Írak eru um ein milljón og halda þeir jól með líku sniði og á Vesturlöndum.
Sameinuðu þjóðirnar telja auknar líkur á að til hernaðaraðgerða komi í Írak
Bagdad, Washington. AFP, AP.