Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 26
LANDIÐ 26 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í BOÐIÐ koma saman fjórar kyn- slóðir og borða hátíðarkvöldverð. Maturinn samanstendur af rjúp- um, hamborgarhrygg og þrenns konar eftirréttum. Þannig hefur matseðillinn hljóðað í áratugi. Matinn býr hún til ein því í hennar huga er þetta létt og skemmtilegt viðfangsefni. Þeir sem þekkja Sig- urbjörgu vita að hún er annálaður dugnaðarforkur og hefur yndi af því að taka á móti gestum og búa til góðan mat. „Það er hefð í okkar fjölskyldu að fjögur eftirlifandi börnin mín, ásamt mökum, börn- um og barnabörnum, sameinast hjá mér á aðfangadagskvöldi. Allt- af er að bætast í hópinn því lengi vel kom lítið jólabarn á hverjum jólum og nú er von á einu lang- ömmubarninu til viðbótar,“ segir hún. „Ég hef undirbúið þetta kvöld með tilhlökkun að fá allan hópinn minn klukkan sex. Það er þó alltaf að verða erfiðara að koma öllum fyrir við borðstofuborðið því við erum orðin sextán sem borðum saman og ég hef þurft að gera sér- stakar ráðstafanir til að stækka borðið.“ Hún segist skipuleggja að- fangadagskvöld mjög vel. „Í byrj- un desember skrifa ég niður hvað ég ætla að hafa í matinn og panta rjúpurnar að norðan, úr sveitinni minni, en ég er fædd og uppalin að Þverá í Öxarfirði í Norður- Þingeyjarsýslu. Ég man aldrei eftir öðru en að fá rjúpur á að- fangadagskvöldi og sú hefð hélst eftir að ég gifti mig. Það var mikið um rjúpu þegar ég var að alast upp. Við borð- uðum rjúpu allt haustið, hún var bæði steikt og soðin í súpu. Með henni voru borðaðar kartöflur og rófur. Nú eru rjúpur aðeins á borðum á jólum og fylgir því mikil til- hlökkun að fá að borða þær. Gufusýður rjúpurnar Sigurbjörg segist vinna rjúp- urnar að öllu leyti sjálf en fjöl- skyldan hefur hjálpað henni síð- ustu árin við að hamfletta þær. Hún er spurð að því hvernig hún matreiði rjúpurnar, því ef að líkum lætur lumar hún á góðum ráðum eftir áratuga reynslu af þeirri eldamennsku. En við höfum fyrir satt að rjúpurnar hennar séu alltaf mjúkar og safamiklar. „Mér finnst þurfa að dekra mikið við rjúp- urnar,“ segir Sigurbjörg. „Ég byrja auðvitað á því að hreinsa, þær og þurrka, krydda þær og steiki í íslensku smjöri. Síðan set ég vatn í pott og grind yfir. Í vatn- ið set ég einiber. Ég raða rjúpunni á grindina þannig að lofti á milli þeirra. Þarf að gæta þess að vatn- ið fljóti ekki yfir rjúpurnar. Þær eru þannig gufusoðnar við hægan hita í tæpan klukkutíma. Því næst eru þær látnar liggja í soðinu í annan klukkutíma meðan ég útbý sósuna. Ég tek rjúpukrikana, hjartað, lifrina og fóhornið og sýð við hægan hita í potti. Soðið nota ég í sósuna. Ég baka sósuna upp í smjöri og set soðið út í og krydda með salti og pipar. Að endingu set ég rjóma í sósuna. Hún segist líka alltaf bjóða upp á hamborgarhrygg á aðfangadags- kvöldi fyrir þá sem eru ekki fyrir rjúpu en það eru helst lang- ömmubörnin sem vilja hana ekki. Á eftir býður hún upp á eftirrétti. Hún er með triffli með serríi í botninum fyrir fullorðna og fyrir börnin er heimalagður ís með súkkulaðibráð og rjómarönd með karamellusósu. Sigurbjörg kaupir í matinn með dætrum sínum nokkra daga fyrir jól. „Þegar ég er komin með hrá- efnið í hendurnar skipulegg ég matartilbúninginn og veit því varla af eldamennskunni. Ég bý til ísinn nokkrum dögum fyir jól. Hina eftirréttina bý ég til á Þor- láksmessu. Þá er bara eftir að skreyta þá á aðfangadag og laga matinn. Ég byrja að búa til matinn kl. 1 á aðfangadag. Þá steiki ég rjúpurnar og undirbý hrygginn. Skreyti búðingana og bý til súkku- laðisósuna á ísinn. Ég dekka borðið deginum áður og er búin að ákveða hvar fólkið situr en hver á sitt sæti við borðið. Svo hjálpast öll fjölskyldan að við að setja matinn á borðið. Á meðan verið er að taka af borðum á milli rétta fær ungviðið að taka upp eina til tvær gjafir því spenn- ingurinn eftir að fá að vita hvað er í pökkunum er svo mikill. Það sem gefur þessu kvöldi gildi er sú hlýja og gleði sem því fylgir þegar fjöl- skyldan kemur öll saman. Það eru mestu gleðistundir lífs míns að sjá yfir hópinn minn.“ Dekrar við menn og rjúpur Þegar fólk er komið á efri ár dregur það sig venjulega í hlé og lætur yngra fólkið um að halda fjölskylduboð um hátíðirnar. Þetta á þó ekki við um Sig- urbjörgu Benedikts- dóttur sem er 86 ára því ennþá heldur hún margréttað fjölskylduboð á aðfangadagskvöldi. Morgunblaðið/Golli Sigurbjörg Benediktsdóttir á heimili sínu í Hraunbænum. NORÐMENN nota 50 milljónir metra af gjafapappír um jólin. Ef við reiknum með að Íslendingar noti svipað magn miðað við höfðatölu eru það 3–4 milljónir metra. Margir nýta jólapappírinn aftur og aftur, taka varlega utan af gjöfunum og rúlla pappírnum upp og geyma til næstu jóla. Sama gera þeir með jóla- skrautið á pökkunum. Þetta er æski- legt að gera frá vistvænu sjónarmiði, því samkvæmt upplýsingum frá Sorpu má ekki setja jólapappír í pappírsgáma á höfuðborgarsvæðinu, glimmerið, gylling og sterkir litir henta ekki til endurvinnslu. Pappakössum og bylgjupappa má hinsvegar skila í pappagáma á endur- vinnslustöðvum Sorpu. Bylgjupappi er fyrirtaks hráefni til endurvinnslu og má endurvinna hann allt að sjö sinnum. Landvernd bendir á heimasíðu sinni á vistvænar leiðir til að pakka inn; Safnið öskjum, pappírspokum og maskínupappír yfir árið. Með svolítilli hugmyndaauðgi og listfengi í skreyt- ingum getur þetta orðið að persónu- legum og skemmtilegum gjafaum- búðum. Að lokum má geta þess að kerta- afgangana frá jólum má nýta. Sorpa tekur við kertaafgöngum sem lenda svo hjá kertagerð Sólheima í Gríms- nesi þar sem þeir nýtast í framleiðslu á nýjum kertum. Notum jólapappírinn aftur að ári Morgunblaðið/Kristinn Hugsum vistvænt um jólin NEYTENDUR HEILSUEFLINGARNEFND Hveragerðis og Staðardagskrá 21 héldu fyrir nokkru fund í matsal Heilsustofnunar NLFÍ. Frummæl- endur á fundinum voru tveir ráðgjaf- ar SÁÁ, þau Kristján Ingólfsson og Halldóra Jónasdóttir. Árni Gunnars- son, framkvæmdastjóri Heilsuhælis- ins, setti fundinn og sagði m.a. að heilbrigður maður ætti sér margar óskir en sá sjúki aðeins eina. Áður en fyrirlestrarnir hófust kom KK og söng þrjú lög af nýút- kominni plötu sinni. KK sagðist hafa kynnst helvíti sálarinnar sem fíknin er og væru sumir textar nýju plöt- unnar sagan um það. Kristján Ingólfsson rakti í sínu er- indi þróun áfengissýki og tengdi það jólunum sem væri í flestra huga há- tíð kærleika og friðar. Á heimilum áfengissjúklings er ástandið ólíkt þessu því sá sjúki ræður ekki við drykkjuna sína, hann gefur loforð sem hann ekki getur staðið við þótt hann vilji. Þol drykkjusjúklings eykst á fyrstu stigum sjúkdómsins, hann notar áfengið alstaðar. Ein af meginástæðum áfengissjúklings er að hann réttlætir drykkjuna með öll- um mögulegum ástæðum. Einnig reynir hann oft að skipta um vínteg- und og telur sjálfum sér og öðrum trú um að það muni bæta drykkju- mynstrið. Íslenskt samfélag er orðið mjög áfengistengt og það hentar áfengissjúkum, því þeir tapa öðrum áhugamálum og allt þeirra líf verður tengt áfengi. Kristján sagði fundar- mönnum t.d. dæmi um fólk sem kem- ur í viðtal við hann og spyr hann hreinlega að því hvernig það eigi að grilla og horfa á enska boltann ef það hætti að drekka. Veldur streitu á heimilinu Halldóra Jónasdóttir ræddi um aðstandendur þess sjúka og áhrif sjúkdómsins á fjölskylduna. Fjöl- skyldan verður sjúk, því allir vilja hjálpa. „Í þessari fjölskyldu stönd- um við saman“, enginn segir frá því sem gerist heima. Skömmin, sem kemur vegna vanþekkingar fólks, kemur í veg fyrir að fólk leiti sér hjálpar. Í kjölfar misnotkunar reyna aðstandendur að stjórna alkanum og missa við það stjórn á eigin lífi. Ástandið á heimilinu veldur streitu sem leiðir til líkamlegra kvilla.“ Hall- dóra ræddi um hlutverk sem þekkt eru hjá börnum í áfengissjúkum fjöl- skyldum, þau eru m.a: fjölskyldu- hetjan, trúðurinn, svarti sauðurinn, týnda barnið og stuðningsmaður sjúklingsins. Þessi einkenni blandast venjulega saman en öll eru þau þekkt. Í þessum fjölskyldum eru samskipti oft erfið, fólk talar saman á óeðlilegan hátt, væntumþykja er sýnd með stórgjöfum, til að vinna sér inn prik og fleira mætti nefna. Hall- dóra sagði fundargestum að að- standendur geti komið og fengið að- stoð óháð því hvort áfengissjúklingurinn er tilbúinn til að leita sér aðstoðar. Í boði eru við- töl, fyrirlestrar og námskeið fyrir fjölskyldu og aðstandendur og einn- ig eru starfrækt AlAnon samtök að- standenda þar sem aðstandendur hittast og styrkja hver annan. Í hléi milli erinda voru stelpur úr Íþróttafélagi Hamars með veitinga- sölu til styrktar félaginu sínu. Þær seldu heitt súkkulaði og kökur. Þeg- ar erindunum var lokið kom Magnús Þór Sigmundsson og spilaði og söng fyrir gesti. Í lok samkomunnar þakkaði Árni fundarmönnum góðan fund og minnti fólk á að vera ófeimið við að ræða þennan kvilla eins og alla aðra kvilla í samfélaginu. Þetta var svo sannarlega gott framtak sem tókst með afbrigðum vel, verst þótti fréttaritara að ekki fleiri skyldu sjá sér fært að koma og njóta þessarar kvöldstundar á Heilsustofnuninni, því gestir voru innan við hundrað. Jól og áfengi Hveragerði Ljósmynd/Margrét Ísaksdóttir Halldóra Jónasdóttir ræddi um áhrif áfengissýki á fjölskylduna. Á SÍÐASTA ári kom friðarljósið frá Betlehem í fyrsta sinn til Íslands. Það var flutt frá fæðingarkirkju frelsarans, þar sem því hefur verið viðhaldið í margar aldir, sjóleiðina til Íslands og kom til landsins 19. desember. Nunnur á Íslandi hafa varðveitt ljósið síðan það kom. Um allan heim hafa skátar tekið að sér það hlutverk að dreifa friðarljósinu til þeirra sem það vilja þiggja. Friðarljósið er gjöf, það er ljós samkenndar og samábyrgðar, frið- ar og vináttu, frelsis og sjálfstæðis, hjálpsemi í verki og síðast en ekki síst ljós fyrir þá sem þjást eða eru einmana. Hér í Hveragerði eru það St. Georgsskátar og skátar í Skátafé- laginu Stróki sem sjá um að dreifa friðarljósinu. Síðasta skóladag fyr- ir jólafrí er kertadagur og koma þá allir nemendur með kerti í skólann. Þessi dagur er notaður til að að eiga saman notalega stund, lesa jólasögu, lesa jólakortin og hlusta á jólatónlist áður en farið er í fríið. Nemendur fengu allir friðarljósið á kertin sín og var sagt frá því hvað- an það kom og tilgangi þess. Frið- arljósið verður í Gallerí Smiðju, fyrir alla þá sem vilja nálgast það. Friðarljósið frá Betlehem Hveragerði Ljósmynd/Margrét Ísaksdóttir Skátarnir Hafþór Stefánsson, Eva Rós Sveinsdóttir, Sunna Björk Guð- mundsdóttir, Berglind Ýr Sigurðardóttir, Anna Jakobína Guðjónsdóttir og Bjarni Haukur Guðnason gáfu nemendum friðarljósið frá Betlehem.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.