Morgunblaðið - 24.12.2002, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
Starfsfólk Eignamiðlunarinnar
Í STAÐ þess að senda jólakort fyrir
þessi jól ákváðu Fosshótelin að af-
henda Blindrafélaginu, samtökum
blindra og sjónskertra, nokkur
gjafabréf þar sem félögum Blindra-
félagsins eru boðnar gistinætur á
Fosshótelunum á næsta ári.
Ennfremur verður Þríkrossinn,
skartgripur, tákn heilagrar þrenn-
ingar, seldur hjá Fosshótelunum
næsta sumar. Þríkrossinn er seldur
til styrktar blindum og sjónskertum
og er dreift af Blindrafélaginu.
Blindrafélagið kann Fosshót-
elunum bestu þakkir fyrir þessa
gjöf og væntir góðs af komandi
samstarfi.
Meðfylgjandi mynd er tekin við
afhendingu gjafabréfanna.
Frá vinstri eru Vala Krist-
insdóttir, sölufulltrúi Fosshótela,
Renato Grunenfelder, fram-
kvæmdastjóri Fosshótela, Gísli
Helgason, formaður Blindrafélags-
ins og Björg Anna Kristinsdóttir,
framkvæmdastjóri Blindrafélags-
ins.
Afhentu
Blindra-
félaginu
andvirði
jólakorta
ATLANTSSKIP hafa afhent
Hjálparstarfi kirkjunnar fimmtíu
gjafabréf fyrir jólatrjám handa
fólki sem leitar aðstoðar hjá stofn-
uninni fyrir jólin.
Hjálparstofnun kirkjunnar út-
deilir gjafabréfunum og geta
handhafar þeirra fengið jólatré,
allt að 180 cm, á sölustað Garð-
listar við Umferðarmiðstöðina
(BSÍ) í Reykjavík.
Við hjá Atlantsskipum erum
komin í jólaskap, segir Stefán
Kjærnested, framkvæmdastjóri
Atlantsskipa. „Við treystum Hjálp-
arstofnun kirkjunnar til að koma
gjafabréfunum í góðar hendur. Við
vonumst til að þau komi að góðum
notum og lýsi upp skammdegið
fyrir þá sem gjöfina hljóta. Við
óskum öllum landsmönnum gleði-
legra jóla og farsældar á komandi
ári.
Atlantsskip gefa Hjálpar-
starfi kirkjunnar jólatré
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Stefán Kjærnested, framkvæmdastjóri
Atlantsskipa, afhenti Jónasi Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs
kirkjunnar, gjafabréfin fimmtíu.
VERSLUNIN Krónan á Selfossi af-
henti sambýlum fatlaðra fjögur
jólatré. Fulltrúar heimilanna tóku á
móti trjánum og viðbótargjöfum
frá versluninni.
Á myndinni eru Lilja Björg Guð-
jónsdóttir, Alma Lára Jóhanns-
dóttir, Þuríður Þórmundsdóttir,
Ragnar Bjarki Ragnarsson, Sig-
urður Már Sigurfinnsson, Jóhanna
Frímannsdóttir, Helgi Haraldsson
verslunarstjóri, Tryggvi Pálsson
afgreiðslumaður og Herborg Her-
geirsdóttir.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Verslunin Krónan gaf jólatré
Selfossi. Morgunblaðið.