Morgunblaðið - 24.12.2002, Síða 57

Morgunblaðið - 24.12.2002, Síða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 57 Lostafullt og ósiðlegt Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 2 /0 2 miðvikudaginn 8. janúar kl. 19:30 fimmtudaginn 9. janúar kl. 19:30 föstudaginn 10. janúar kl. 19:30 laugardaginn 11. janúar kl. 17:00 3.000 / 2.600 / 2.200 kr. Í lok átjándu aldar þóttust menn vissir um að „hinn lostafulli og ósiðlegi“ vals væri „ein af meginástæðunum fyrir veikleika kynslóðar okkar bæði á sál og líkama.“ Tíminn hefur síðan leikið þessa kenningu grátt en eins og allir unn- endur Vínartónlistar vita er hún sannkallaður óður til fegurðar og lífsgleði. Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru vinsælustu sígildu tónleikar ársins. Peter Guth, listrænn stjórnandi Strauss hátíðarhljómsveitarinnar í Vín, stjórnar af sinni alkunnu snilld. Hringdu núna í miðasöluna í síma 545 2500 til að tryggja miða; opið í dag, á morgun og á Þorláksmessu frá 9-17. Gjafakort á Vín er góð gjöf Hafðu samband við miðasöluna og láttu útbúa góða jólagjöf fyrir þína. Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Garðar Thor Cortes Dansari: Lucero Tena Vínartónleikar í Háskólabíói Miðaverð LÖGREGLAN í Reykja- vík stöðvaði aðeins þrjá ökumenn vegna gruns um ölvun við akstur um helgina. 20 voru stöðvaðir vegna hraðaksturs. Síðdegis á laugardag var ekið á gangandi vegfaranda, eldri konu. Bifreiðinni var ekið vestur Lauga- veg og beygt til vinstri áleiðis suður Snorrabraut en konan gekk til vest- urs yfir gangbraut sunnan gatna- mótanna. Konan var flutt á slysa- deild með sjúkrabifreið og virtist ekki um alvarleg meiðsli að ræða. Lögreglumenn voru víða á ferðinni með endurskinsmerki sem fólk var hvatt til að nota en áberandi hefur verið hvað fáir nota endurskins- merki. Á laugardagskvöld var bifreið mæld á Vesturlandsvegi nálægt Suðurlandsvegi á 134 km hraða en þarna er 80 km hámarkshraði. Öku- maður virti ekki stöðvunarskyldu en ók á móti rauðu umferðarljósi og komst undan. Síðdegis á sunnudag varð árekstur á gatnamótum Sól- eyjargötu og Skothúsvegar. Öku- maður og farþegi úr annarri bif- reiðinni voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild en meiðsli þeirra voru þó talin minni háttar. Hinn ökumaðurinn fór af vettvangi og var talið að hann væri undir áhrifum áfengis. Báðar bifreiðarnar voru fluttar á brott með krana- bifreið. Slökktu á kertaljósum Lögreglumenn settu miða með aðvörunum á allmargar bifreiðar þar sem ökumenn höfðu skilið eftir verðmæti í bifreiðunum. Um helgina var brotist inn í átta bifreið- ar og stolið meðal annars fjórum dýrum farsímum, bjór, miklu af geisladiskum og jólagjöfum. Á föstudagskvöld hringdi kona og lýsti áhyggjum sínum af kertaljós- um við verslun á Suðurlandsbraut. Lögreglan slökkti á kertunum en hafði að öðru leyti ekki afskipti af jólaskreytingum í borginni. Aðfaranótt föstudags var tilkynnt um mann sem lá á jörðinni við Suð- urgötu og var sjúkralið og lögregla sent á staðinn. Maðurinn reyndist ofurölvi og var handtekinn og flutt- ur í fangageymslu. Talsverður erill var hjá lögreglu aðfaranótt föstudags vegna ölvaðs fólks sem var að slást eða trufla ná- granna með hávaða. Snemma á laugardagsmorgun hringdi maður í Neyðarlínuna og sagðist hafa slas- ast þegar hann var að skokka eftir gangstíg einvers staðar í Elliðaár- dalnum og taldi hann sig vera ná- lægt Reykjanesbrautinni. Sendir voru tveir sjúkrabílar til aðstoðar. Maðurinn fannst kaldur og hrakinn og var fluttur á slysadeild til að- hlynningar. Á laugardagsmorgun var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr aðstöðu verktaka á Réttarhálsi. Stolið var borvélum og hjólsög. Einnig var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr geymslu í Hólahverfi. Hurð var spennt upp og stolið ál- felgum og sumardekkjum. Með tölvuleiki á listanum Síðdegis á laugardag var piltur staðinn að þjófnaði í Kringlunni en hann hafði reynt að stela sælgæti að verðmæti rúmlega þúsund krón- ur. Leitað var á piltinum og fundust þá vörur úr fleiri verslunum, sæl- gæti og skartgripir. Pilturinn var fluttur á lögreglustöðina þangað sem faðir hans sótti hann. Aðfaranótt sunnudags var tölu- verður erill fyrripart nætur í mið- borginni og mikil ölvun. Fólk var æst og voru höfð afskipti af mönn- um vegna líkamsárása og slags- mála. Kvartað var yfir miklum há- vaða frá samkvæmi í íbúð í Fellahverfi. Afskiptum lögreglu lauk með því að hald var lagt á tvö skotvopn í eigu húsráðanda. Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um að sést hefði til tveggja manna brjóta rúðu í bifreið vestan við Hafnarhús og tína alls kyns muni úr bifreiðinni í poka. Lög- reglan kom á vettvang skömmu síð- ar og handtók mennina. Þá voru tveir piltar handteknir í verslun á Laugavegi. Þeir voru grunaðir um þjófnað þarna og í annarri verslun fyrir nokkrum dögum en komust á brott í bæði skiptin. Á þeim fé- lögum fannst innkaupalisti með nöfnum tölvuleikja sem þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að út- vega með ólöglegum hætti. Snemma á mánudagsmorgun var tilkynnt um mann sem hafði brotið rúðu í skartgripaverslun á Lauga- vegi. Honum tókst að stela tals- verðu af skartgripum og komst undan á hlaupum. Úr dagbók lögreglu – 20.–23. desember Lögreglan kölluð út til að slökkva á kertaljósum Morgunblaðið/Júlíus Ekið var á eldri konu á gangbraut á horni Laugavegar og Snorrabrautar. LÝST er eftir ökumanni jepplings vegna áreksturs á Reykjanes- braut sunnan Bústaðavegar í Reykjavík þann 22. desember sl. á Áreksturinn varð með þeim hætti að jepplingurinn var stöðvaður á vinstri akrein Reykjanesbrautar, þrátt fyrir mikla umferð, enda logaði grænt ljós fyrir akstursleið ökutækja áfram yfir gatnamót Bústaðavegar. Stöðvun þessi hafði í för með sér aftanákeyrslu aftar í röðinni og urðu þar slys á fólki. Bifreið- inni var síðan skyndilega ekið vestur Bústaðaveg og hvarf þar sjónum. Talið er að sú bifreið sé svartur jepplingur af gerðinni Honda. Lögreglan í Reykjavík biður ökumanninn að hafa sam- band svo og þá sem geta gefið frekari upplýsingar um málið. Lýst eftir vitnum Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.