Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LÍKUR Á ARÐI AF VIRKJUN
Niðurstaða eigendaskýrslu
Landsvirkjunar er að arðsemisút-
reikningar vegna Kárahnjúkavirkj-
unar byggist á eðlilegum forsendum.
Miklar líkur séu á að virkjunin verði
arðsöm.
Tekist á um TM
Rótgróin valdablokk tók sig sam-
an um að koma meirihlutaáhrifum í
Tryggingamiðstöðinni aftur í hend-
ur fjölskyldunnar í Vestmanna-
eyjum í fyrravetur. Kemur þetta
fram í þriðju greininni í flokknum
Baráttan um Íslandsbanka.
Frumvarp um álver
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
leggja fram frumvarp þegar Alþingi
kemur saman 21. janúar um heimild
til að semja við Alcoa um að reisa ál-
ver við Reyðarfjörð.
Banki kaupir hlut í SH
Landsbankinn hefur keypt nær
25% hlut Þormóðs ramma – Sæ-
bergs og fyrirtækis í eigu Róberts
Guðfinnssonar í SH. Verðið var nær
tveir milljarðar króna.
Bush kynnir til lögur
George W. Bush Bandaríkja-
forseti kynnti í gær tillögur sínar um
eflingu efnahagslífsins með skatta-
lækkunum og fleiri ráðstöfunum.
Áætlun hans er til tíu ára og á að
kosta alls 674 milljarða dollara.
Slóvenar sigruðu
Slóvenar sigruðu Íslendinga 32–
25 í vináttulandsleik í handbolta í
Reykjavík í gærkvöldi.
Frakkar með í hernaði?
Forseti Frakklands, Jacques
Chirac, ávarpaði franska hermenn í
gær og gaf í skyn að Frakkar myndu
ef til vill taka þátt í hernaði gegn
Írak. Bretar hafa þegar kallað út
varalið og hyggjast senda bæði her-
menn og skip til Miðausturlanda.
Vaxandi áhugi á þorskeldi
Slátrað var um 150 tonnum af eld-
isþorski í fyrra og er mikill áhugi
víða um land á að auka þorskeldi. Í
skýrslu sem gerð var fyrir sjávar-
útvegsráðuneytið er sagt að hugs-
anlega geti eldið skilað ríflega 30
þúsund tonnum árið 2011.
2003 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR BLAÐ B
LÍKURNAR á að enski knatt-
pyrnumaðurinn Lee Sharpe leiki
með Grindavík í úrvalsdeildinni í
umar hafa minnkað verulega. Sig-
urbjörn Dagbjartsson, einn þeirra
em hyggjast standa straum af komu
þessa fyrrverandi leikmanns Man-
hester United til landsins, segir þó
ð málið sé ekki úr sögunni.
„Við teljum að við séum komnir
angt með að mæta fjárhagslegum
kröfum hans. Hann gaf okkur afsvar
gær án þess að á það reyndi, en einn
kkar fer síðar í mánuðinum til Eng-
ands, færir honum fisk eins og hon-
um hafði áður verið lofað, og þá fær
hann formlegt tilboð frá okkur í
hendurnar,“ sagði Sigurbjörn við
Morgunblaðið í gær.
Sharpe vill fá um 400 þúsund krón-
ur fyrir hvern leik sem hann spilar
með Grindavík, sem gerir um 7 millj-
nir króna ef hann yrði með í öllum
eikjum í úrvalsdeildinni. „Okkar til-
boð er ekki alveg svo hátt, en með
ukagreiðslum og ef allt gengur upp,
gæti hann farið nærri þeirri upphæð.
Þetta skýrist síðar meir, en þó ekk-
rt yrði af þessu á ég von á að Sharpe
komi eftir sem áður í heimsókn til
kkar í sumar þar sem góð kynni
hafa tekist milli hans og okkar,“
agði Sigurbjörn Dagbjartsson.
Litlar
líkur á að
Sharpe
komi
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
Ó É
FÆREYSKA landsliðið í knatt-
pyrnu mætir vel undirbúið til
eiks gegn Íslendingum í und-
ankeppni Evrópumóts landsliða 7.
úní. Henrik Larsen landsliðsþjálf-
ari kallar saman 25 manna hóp til
æfinga um aðra helgi á Tóftum og
aftur í Þórshöfn tveimur vikum
íðar. 14. febrúar fer færeyski
hópurinn í níu daga æfingabúðir
il Spánar og eftir það kemur hann
af og til saman frameftir vori. Í lok
apríl leika Færeyingar tvo lands-
eiki við Kasakstan á heimavelli.
Færeyingar standa vel að vígi
því flestallir leikmanna þeirra
pila með færeyskum liðum og
þeir eiga auðvelt með að kalla hóp-
nn saman.
Í 25 manna hópnum sem boð-
aður hefur verið fyrir fyrstu æf-
ingarnar eru fjórir fyrrum leik-
menn íslenskra liða. Það eru þeir
Jens Martin Knudsen, Sámal Joen-
sen og John Petersen sem spiluðu
með Leiftri og Pól Thorsteinsson
sem lék með Val.
Leikurinn við Ísland á Laugar-
dalsvellinum 7. júní er fyrsti
leikurinn af fimm hjá Færeyingum
á þessu ári. Þeir eiga síðan eftir
heimaleiki við Þýskaland, Ísland
og Litháen og útileik gegn Skot-
landi. Færeyska liðið gerði jafn-
tefli við Skota, 2:2, og tapaði 2:0 í
Litháen og 2:1 í Þýskalandi í
fyrstu þremur leikjum sínum í
keppninni.
Góður undirbúningur
hjá Færeyingum
DÖNSKU Olsen-bræðurnir eiga að syngja
dönskum handknattleiksmönnum og dönsk
þjóðinni baráttuanda í brjóst á meðan heim
meistaramótið stendur yfir í Portúgal. Bræ
urnir, sem slógu eftirminnilega í gegn þega
þeir unnu Söngvakeppni evrópskra sjónvar
stöðva fyrir nærri þremur árum, hljóðrituð
nýlega baráttusöng tileinkaðan danska land
liðinu sem á eftir að óma í Danmörku á með
keppnin fer fram. Lagið heitir „Vi tænder ly
set“ eða „Við kveikjum ljósið“. Lagið verðu
frumflutt ásamt myndbandi á blaðamannafu
danska landsliðsins í íþróttamiðstöðinni í Ba
erup á morgun. Olsen-bræðurnir vilja með l
inu leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess
blása danska karlalandsliðinu baráttuanda
brjóst með von um að það komi heim með ve
laun frá HM eftir 26 ára bið.
Olsen-bræður
kveikja á Dönum
Eradze lék sinn fyrsta landsleikfyrir Íslands hönd sl. laugardag
í Kaplakrika en hann lék áður með
landsliði Georgíu þar
sem hann er fæddur.
„Ég var tauga-
óstyrkur fyrir fyrsta
leikinn og það var
mjög skrítið að upplifa það að standa
úti á gólfinu og heyra þjóðsöng Ís-
lands. Þegar ég fékk tækifæri í síð-
ari hálfleiknum var gaman að finna
stuðninginn frá félögum mínum í
landsliðinu og áhorfendum. Ég geri
miklar kröfur til mín og veit einnig
að margir búast við því að ég verji öll
skot sem koma á markið. Í lands-
leikjum er maður að glíma við at-
vinnumenn sem skjóta betur á
markið en áhugamenn hér á Íslandi.
Það er staðreynd.“ Eradze l
þriðja leiknum vegna meiðs
sem eru ekki alvarleg. „Það
inn taka áhættu þegar aðei
vikur eru þar til HM hefst
gal. Ég tel mig eiga jafna m
á við hina markmennina á að
í lokahópinn og er bjartsý
leika fyrir íslenska landsliðið
Eradze sagði að landslið G
sem hann lék með áður væ
eins sterkt og það íslenska. „
er ekki með Ólaf Stefánsson
Jóhannesson, Guðjón Val
son og Sigfús Sigurðsson.
stoltur og glaður ef ég fen
færi á stórmóti,“ sagði Erad
Morgunblaðið/Árni
Varnarmenn Slóveníu tóku fast á Íslendingum í gær og komst Sigurður Bjarnason hvorki lönd né strönd að þessu sinni.
„Skrítið að heyra
þjóðsönginn“
„ÞETTA voru æfingaleikir og það gengur á ýmsu þegar verið er að
prófa nýja hluti. Ég hef að minnsta kosti ekki miklar áhyggjur þessa
stundina þrátt fyrir að við höfum tapað frekar illa í þriðja og síðasta
leiknum gegn Slóvenum,“ sagði markvörðurinn Roland Valur
Eradze að loknum þriðja leik Íslendinga gegn Slóvenum í Laug-
ardalshöll.
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
NÝR LAND CRUISER 90
330 HESTAFLA IMPREZA
BREYTTUR CRUISER
PARÍS-DAKAR
BÍLASÝNINGIN Í DETROIT
FÖRGUN GAMALLA BÍLA
AUDI SÝNIR LÚXUSJEPPA
Blanda af sportbíl og jeppa
Umboðs- og þjónustuaðili
fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað
frá Clifford og Avital.
Alhliða
lausn í
bílafjármögnun
Suðurlandsbraut 22 540 1500
www.lysing. is
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI
SÍMI 555 6025 • www.kia.is
K IA ÍSLAND
Bílar sem borga sig!
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 30/33
Viðskipti 16 Kirkjustarf 33
Erlent 17/19 Staksteinar 34
Höfuðborgin 20 Skák 35
Akureyri 21 Bréf 36
Suðurnes 21/22 Dagbók 38/39
Landið 22 Leikhús 40
Listir 23 Fólk 40/45
Forystugrein 24 Bíó 42/45
Viðhorf 28 Ljósvakamiðlar 46
Umræðan 28/29 Veður 47
* * *
ÖKUMAÐUR vörubíls sem var í vega-
vinnu við stæði að nýrri Þjórsárbrú var
fluttur á slysadeild Landspítalans í Foss-
vogi í gærkvöldi eftir að bíll hans valt þeg-
ar verið var að sturta jarðefni á vinnu-
svæðinu.
Bíllinn fór á hliðina og við það tognaði
ökumaðurinn en slasaðist ekki alvarlega.
Vörubíll valt
við Þjórsárbrú
TALIÐ er 22 tonna bílfarmur af
gleri hafi eyðilagst þegar drátt-
arbíll með tengivagn valt á að-
rein að Reykjanesbraut í gær-
morgun. Ökumaðurinn var
fluttur á slysadeild með minni-
háttar meiðsl en bíllinn og vagn-
inn eru töluvert skemmdir. Að-
reinin var lokuð í um klukku-
stund á meðan bílnum var komið
á réttan kjöl og hreinsað til á
vettvangi. Ekki er ljóst hvers
vegna bíllinn valt en tildrög
óhappsins eru til rannsóknar hjá
lögreglunni í Reykjavík.
Morgunblaðið/Golli
Valt með 22 tonn af gleri
UMSVIF flugfélagsins Atlanta í
pílagrímaflugi í ár verða þau
minnstu síðan árið 1995. Davíð
Másson, framkvæmdastjóri sölu-
og markaðssviðs Atlanta, sagði
að ástæðan væri sú að flestar
flugvélar félagsins væru í lang-
tímaverkefnum og því gæti fé-
lagið ekki sinnt tímabundnum
verkefnum eins og pílagríma-
fluginu með sama hætti og
stundum áður.
Pílagrímaflugið stendur frá 4.
janúar til 15. mars. Davíð sagði
að Atlanta væri með átta flug-
vélar í pílagrímaflugi að þessu
sinni. Flogið væri frá Malasíu,
Indónesíu og Nígeríu til Sádi-
Arabíu. Hann sagði að 38 flug-
áhafnir væru í þessu verkefni og
um 40% starfsfólksins væru Ís-
lendingar.
Viðbúnir stríði
Margir óttast að stríð muni
brjótast út í Írak á næstu vikum
eða mánuðum. Davíð sagði að
Atlanta fylgdist vel með fréttum
frá þessu svæði. „Við erum til-
búnir með áætlanir um hvernig
við bregðumst við ef það brjót-
ast út átök,“ sagði Davíð.
Davíð sagði að verkefnastaða
hjá Atlanta væri mjög góð um
þessar mundir. Félagið væri
með 21 flugvél í verkefnum um
allan heim. „Við erum að fljúga í
verkefni í Ástralíu og Argentínu
svo það er ekki ofmælt að við
störfum um allan heim. Það er
lægð í flugheiminum, en við höf-
um með öflugri markaðssetn-
ingu komist inn á ný markaðs-
svæði.
Það er spáð áframhaldandi
lægð í flugheiminum alveg til
2005, sérstaklega þó í farþega-
flugi. Við teljum að við getum
nýtt okkur breyttar aðstæður og
sjáum sóknarfæri á mörgum
stöðum,“ sagði Davíð.
Góð verkefnastaða hjá flugfélaginu Atlanta
Minnstu umsvif í píla-
grímaflugi um árabil
TÖLUVERT hrun hefur orðið úr
Víkurhömrum rétt vestan við
Víkurklett í Mýrdal. Hrunið hef-
ur komið alveg ofan frá brún rétt
vestan við Heljarkinnarhaus úr
svokölluðum Hillum. Hrunið úr
Víkurhömrum hefur valdið tölu-
verðum skemmdum á gróðri og
nokkrir steinar hafa fallið á golf-
vallarbraut sem sáð var í síðast-
liðið sumar og myndað í henni
nokkrar aukaholur. Líklegt er að
mikil úrkoma að undanförnu
valdi hruninu.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Úrkoma veldur hruni úr
Víkurhömrum í Mýrdal
Fagradal. Morgunblaðið.
FJÖLDI skráðra atvinnulausra á
landinu var 5.339 í gær en þar af
voru 2.767 karlar og 2.572 konur.
Að sögn forstjóra Vinnumála-
stofnunar er þetta mun meira at-
vinnuleysi en var í nóvember og
er útlit fyrir að atvinnuleysi verði
meira í ár en í fyrra.
Að sögn Gissurar Péturssonar,
forstjóra Vinnumálastofnunar,
liggja ekki fyrir samantektartöl-
ur um atvinnuleysi í desember.
„Þetta er talsvert meira nú en í
nóvember en það er hins vegar
alveg í samræmi við það sem er
á þessum tíma því hörðustu mán-
uðirnir í þessum efnum, janúar
og febrúar, eru að ganga í garð.
Það er mikið af nýskráðu at-
vinnuleysi núna í byrjun mán-
aðarins en ég held að það verði
nálægt því sem við spáðum síðast
að það yrði, þ.e. á bilinu 2,8 til
3,2 prósent.“
Hann segir þróunina hafa ver-
ið þá að undanförnu að atvinnu-
leysi hafi verið að aukast smátt
og smátt. „Við erum farnir að sjá
atvinnuleysi sem hefur ekki sést
síðan 1997 og teljum í sjálfu sér
ekki að það lagist mikið á höf-
uðborgarsvæðinu fyrr en fer að
draga fram á vormánuðina.
Loðnan mun örugglega slá á
mikið atvinnuleysi sem er í Vest-
mannaeyjum þannig að það
koma svona tímabundnir kippir í
jákvæða átt á ákveðnum svæðum
á landinu. En það mun í sjálfu
sér ekki gerast mikið fyrr en fer
að draga undir vor.“
Hann segir atvinnulífið venju-
lega taka kipp á þeim árstíma.
„Þetta er nokkuð reglubundin
sveifla en hún er dýpri núna en
hún hefur verið. Við vonum auð-
vitað að stóriðjuframkvæmdir
muni auka veltuna í samfélaginu
þannig að það rétti úr kútnum,
að minnsta kosti á næsta ári, en
við höfum ástæðu til að ætla að
atvinnuleysi verði á þessu ári
talsvert meira en það var í
fyrra.“
Mikið af nýskráðu
atvinnuleysi
Atvinnuleysi hefur ekki verið
meira á landinu síðan 1997
FIMM voru fluttir til aðhlynningar á Heil-
brigðisstofnunina á Sauðárkróki eftir
árekstur fólksbíls og jeppa á eystri Héraðs-
vatnabrú um klukkan hálfþrjú í gær. Sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunnar á Sauð-
árkróki lentu bílarnir saman á miðri brúnni,
sem er einbreið, en við það valt jeppinn á
hliðina.
Einn reyndist vera nokkuð skorinn í and-
liti auk þess sem hann hlaut höfuðhögg.
Annar handleggsbrotnaði en hinir þrír
sluppu að mestu við meiðsl. Loka varð veg-
inum vegna slyssins og var hann ekki opn-
aður aftur fyrr en um klukkan fimm síðdeg-
is.
Skullu saman
á miðri brú
Sauðárkróki. Morgunblaðið.
LÍKURNAR á að enski knattspyrnumað-
urinn Lee Sharpe leiki með Grindavík í úr-
valsdeildinni í sumar hafa minnkað veru-
lega.
Sharpe vill fá um 400 þúsund krónur fyr-
ir hvern leik sem
hann spilar með
Grindavík, sem ger-
ir um 7 milljónir
króna ef hann yrði
með í öllum leikjum
í úrvalsdeildinni.
Sigurbjörn Dag-
bjartsson, einn
þeirra sem hyggjast
standa straum af
komu þessa fyrr-
verandi leikmanns
Manchester United til landsins, segir þó að
málið sé ekki úr sögunni. „Okkar tilboð er
ekki alveg svo hátt, en með aukagreiðslum
og ef allt gengur upp gæti hann farið nærri
þeirri upphæð,“ segir hann.
Sharpe vill 400
þúsund fyrir
hvern leik
Litlar líkur/B1
Lee Sharp
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦