Morgunblaðið - 08.01.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.01.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVORKI Halldór Ásgrímsson né Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kæm- ust á þing ef marka má skoðana- könnun DV um fylgi flokkanna í Reykjavík. Framsóknarflokkurinn fengi einn mann kjörinn í Suðurkjördæmi en engan mann í Norðurkjördæmi og Samfylkingin fengi fjóra þingmenn í hvoru kjördæmi. Sjálfstæðisflokk- urinn bætir við sig frá könnun DV í desember en Vinstri grænir tapa. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 6,6% myndu kjósa Framsóknar- flokkinn, 46,6% sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 3,3% Frjálslynda flokkinn, 35,8% Sam- fylkinguna og 7,8% Vinstri hreyf- inguna – grænt framboð. Könnun DV var gerð á sunnudag- inn og var úrtakið 600 manns, jafnt skipt á milli kynja og kjördæma. Um 80% svarenda tóku afstöðu til listanna. Bera mest og einnig minnst traust til Davíðs Oddssonar Í könnun Fréttablaðsins þar sem spurt var á hvaða stjórnmálamanni menn hefðu mest traust var for- sætisráðherra, Davíð Oddsson, efst- ur á blaði en 33,2% þeirra sem af- stöðu tóku nefndu hann. Um 28% aðspurðra sögðust bera mest traust til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra en í þriðja sæti var Halldór Ásgrímsson með 8,9%. Davíð var einnig sá stjórnmála- maður sem menn töldu sig bera minnst traust til. Rúm 30% nefndu Davíð, þá kom Össur Skarphéðins- son en tæp 22% nefndu hann og í þriðja sæti var Ingibjörg Sólrún en rúm 14% aðspurðra sögðust bera minnst traust til hennar. Hringt var í 600 manns í könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin vinnur á en Framsóknarflokkurinn tapar Samfylkinginn hefur unnið veru- lega á í könnunum Gallup á liðnum mánuðum; í fyrravor losaði fylgi flokksins um fimmtung en var um 32% í desember eða 5% meira en kosningunum 1999. Fylgi Fram- sóknarflokksins hefur dalað mjög frá því í haust og var komið niður í 12,5%, hefur lengst af verið 16–17% í könnunum Gallup en var 18,4% í kosningunum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið nokkuð stöðugt í kringum 40% allt frá kosningum ef undan er skilin smániðursveifla í fyrrahaust. Það var rétt tæp 40% í síðustu könnun Gallup en var 40,7% í kosn- ingunum. Fylgi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs mælist nú aðeins meira en fylgi Framsóknarflokksins eða 13,2%. Könnun DV á fylgi flokkanna í Reykjavík Ingibjörg og Halldór ekki inni                                             !  " # $%%$ &     '% (' (% )' )% $' $% ' % ' % #  *                                         !        + (%,-+ $.,/+ /,(+ ,+ (,$+ ),+ )$,+ ),$+ $,%+ $,'+ KOSTNAÐUR við urðun, förgun eða endurnýtingu verður framvegis hluti af framleiðslukostnaði viðkom- andi vöru en ný lög um úrvinnslu- gjald tóku gildi um áramót. Formað- ur stjórnar úrvinnslusjóðs segir um stefnubreytingu að ræða. Frá árinu 1997 hefur spilliefna- gjald verið lagt á ýmis mengandi efni, svo sem smurolíu, kælivökva, leysiefni og eiturefni. Lögin um úr- vinnslugjald taka yfir lög um spilli- efnagjald og bætt er við nýjum vöruflokkun eins og hjólbörðum, fiskinetum, fernum og heyrúllu- plasti, svo nokkuð sé nefnt. Meðal annars verður lagt 1.050 króna úr- vinnslugjald á ökutæki, sem standa á straum af kostnaði við förgun þeg- ar það er afskráð. Fær eigandinn greiddar 10 þúsund krónur þegar bílhræi er skilað til viðurkenndrar móttökustöðvar. Verður þessi end- urgreiðslutilhögun komin í gagnið eftir 1. júlí næstkomandi. Guðmundur G. Þórarinsson, for- maður stjórnar úrvinnslusjóðs, segir gjaldið verða innheimt í tvennu lagi með bifreiðagjöldum af ökutækjum sem þau bera en sem dæmi má nefna að öryrkjar eru undanþegnir þeim. Gjaldið verður innheimt í 15 ár og segir Guðmundur ætlunina að það standi undir endurgreiðslu og förgun þegar ökutæki hefur farið sína síðustu ferð. Gert er ráð fyrir að fyrst verði unnt að fá þessa greiðslu frá 1. júlí fyrir bíl sem er af- skráður enda þótt úrvinnslugjald hafi aðeins verið greitt einu sinni. Guðmundur segir um mikla stefnubreytingu að ræða í sorpmál- um með nýju lögunum. Markmiðið sé að stuðla að aukinni endurnýt- ingu og draga úr urðun. Úrvinnslu- gjaldið sé lagt á vöru við innflutning eða framleiðslu og sé því ætlað að standa undir endurnýtingu eða förg- un vöruafganga að umbúðum með- töldum. Lög um úrvinnslugjald gengu í gildi í ársbyrjun Stuðla að aukinni endurnýtingu og minni urðun leyti á seiðaframleiðslu sem þá muni nema um 10 milljónum seiða á ári. Fimm fyrirtæki lengst komin Nokkur fjöldi fyrirtækja hefur hafið þorskeldið og hefur meðal annars verið úthlutað sérstökum til- raunakvóta vegna áframeldis til margra fyrirtækja. Eldi byggt frá grunni, það er á seiðum, er í upp- byggingu og hefur Hafrannsókna- stofnun lagt til töluvert af seiðum. Þau fyrirtæki sem mesta reynslu hafa af þorskeldi eru Þórsberg á Tálknafirði, Hraðfrystihúsið Gunn- vör í Hnífsdal, Útgerðarfélag Ak- ureyringa, Síldarvinnslan í Nes- kaupstað og Hraðfrystihús Eski- fjarðar. Tálknfirðingar slátra mestu Þórsberg slátraði 57,7 tonnum af þorski í fyrra og á fyrirtækið eftir um 10 til 15 tonn af þorski í kvíum. Í fyrra voru veidd 35 tonn til að setja í kvíarnar, en nú er gert ráð fyrir að veiða 70 tonn og að það skili um 150 tonnum úr eldinu. Hraðfrystihúsið Gunnvör slátraði tæpum 20 tonnum í fyrra, en alls Mikill áhugi fyrirtækja á þorskeldi víða á landinu Ríflega 30.000 tonn árið 2011? SLÁTRAÐ var um 150 tonnum af eldisþorski á síðasta ári og fyrstu dögum þessa árs hjá þeim fimm fyr- irtækjum sem stórtækust eru. Mestu var slátrað hjá Þórsbergi á Tálknafirði, tæpum 60 tonnum. Gert er ráð fyrir að slátrað verði enn meiru á þessu ári, en eldi þorsksins byggist á áframeldi smáþorsks sem veiddur er og settur í kvíar. Í skýrslu sem hefur verið tekin saman fyrir sjávarútvegsráðuneytið er talið að hugsanlega muni þorsk- eldi geta skilað 30.500 tonnum árið 2011. Þá er gert ráð fyrir því að sú framleiðsla byggist að langmestu Morgunblaðið/Kristján Útgerðarfélag Akureyringa hefur m.a. notað gildrur til að veiða þorsk í áframeldið sem félagið stendur fyrir. FRIÐÞÓR Eydal, upplýsinga- fulltrúi Varnarliðsins, segist ekki hafa heyrt af því fyrr að áhugi sé á því að friða mann- virkin sem byggð voru í tengslum við ratsjárstöðina á Stokksnesi sem starfrækt var um áratuga skeið. Greint var frá sjónarmiðum þess efnis í Morgunblaðinu á mánudag. Ekkert formlegt erindi hefur heldur borist varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins meðósk um að mannvirkin verði varðveitt. „Þetta er það fyrsta sem við heyrum um þetta. Eðlilegasti farvegur í þessu sambandi, ef einhverjir hafa raunverulegan áhuga á og getu til þess að gera þetta, er að þeir snúi sér til utanríkisráðuneytisins sem síðan hugsanlega bæri erindið undir Varnarliðið,“ segir Frið- þór. Hann bendir á að Varnarlið- ið sé að láta rífa mannvirkin til að þurfa ekki að standa straum af kostnaði við að halda þeim við. Að öðrum kosti væri hætta á að bygg- ingarnar færu í niðurníðslu sem gæti skapað kröfur á hendur Varn- arliðinu síðar meir. Að sögn Matthíasar Pálssonar á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins koma þessi viðbrögð um að friða mannvirkin ráðu- neytinu nokkuð á óvart. „Þetta kemur nokkuð flatt upp á okk- ur enda hefur umræðan ein- göngu verið á þeim nótum að menn hafa viljað mannvirkin burt sem fyrst.“ Kostnaður gæti fallið á Íslendinga Matthías bendir á að hugs- anlegt niðurrif á byggingunum síðar meir myndi hafa gífur- legan kostnað í för með sér sem þá myndi falla á íslenska ríkið. „Af þessum ástæðum hefur enginn haft áhuga né ástæðu til að eltast við vernd- arsjónarmið,“ segir hann. Hann segir að bærist formlegt erindi þess efnis yrði það að sjálfsögðu skoðað. Matthías bendir á að þótt Varnarliðið láti nú rífa mann- virkin á Stokksnesi sé svæðið áfram varnarsvæði og á veg- um Varnarliðsins. Hvaða byggingar verði rifnar og hverjar fái að standa í friði sé því fyrst og fremst ákvörð- un Varnarliðsins. Formlegt erindi hefur ekki borist um friðun minja á Stokksnesi „Kemur nokkuð flatt upp á okkur“ Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.