Morgunblaðið - 08.01.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Er einhver hér að segja að hann Össi minn sé dóni?
Hlýindi á hlýindi ofan
Nálægt hlýjasta
kjarnanum
VEÐURBLÍÐA erekki orð sem Ís-lendingar tengja
við yfirstandandi árstíð, en
marga daga má þó segja að
ríkt hafi einmitt það, veð-
urblíða. Óvenjulega mildur
vetur stendur nú yfir, það
sem af er sá besti hingað til
í nokkurri röð sem hófst
1996. Trausti Jónsson veð-
urfræðingur á Veðurstofu
Íslands ræddi við Morgun-
blaðið um veðrið.
– Það liggur beinast við
að spyrja, Trausti, hvernig
stendur á þessu ótrúlega
veðurfari?
„Það eru nú tiltölulega
einfaldar skýringar á því
hvers vegna veðrið er eins
og það er, en að nefna það
kallar á margar aðrar
spurningar þar sem svörin eru
ekki í öllum tilvikum jafn borð-
leggjandi. En í stuttu máli, þá hef-
ur Ísland verið í óvenjulega þrálát-
um sunnan- og austanáttum
drjúgstóran hluta ársins og með
því berst hlýtt loft og væta. Ástæð-
an fyrir þessu er sú, að loftmassar
berast til norðurs og suðurs með
bylgjugangi lofthjúpsins. Það eru
af þessum sökum alltaf einhver
svæði, tvö til þrjú á norðurhveli,
þar sem hlýtt loft teygir sig lengra
í norður en að meðaltali. Þessi
svæði eru gjarnan 2000 til 3000 km
á breidd á hverjum stað. Á sama
hátt teygir loft úr norðri sig langt í
suður þannig að noðurhvelið skipt-
ist í köld og hlý belti á víxl.“
– Við erum samkvæmt því í þess
háttar hlýrri tungu núna?
„Það vill svo til að nú um skeið
höfum við verið nálægt hlýjasta
kjarna þessa lofts, en það sem er
óvenjulegt núna miðað við að
svona lagað er vel þekkt, er hversu
stöðugt veðurfarið er. Það er í
sjálfu sér ekkert óvenjulegt við að
svona hlýindakaflar komi, við eig-
um að fá svona kafla, sagan sýnir
það. Hvers vegna þetta er jafn
stöðugt nú og raun ber vitni er
ekki alveg vitað.“
– Þetta hefur þá áhrif á veður-
far í kringum okkur?
„Já, heldur betur. Hlýja tungan
lá síðasta sumar og fram á haust
fyrir austan landið og inn á Skand-
inavíu. Fyrstu níu mánuðir síðasta
árs voru afar hlýir á þeim slóðum,
en síðan færðist tungan vestur
þannig að hún liggur nú frá Ír-
landi, yfir Ísland og norður með
Grænlandi. Við það kólnaði mjög í
Skandinavíu og þar og í Rússlandi
hafa verið miklar vetrarhörkur.
Og víðar raunar, rigningar og
kuldi voru í Evrópu vegna kalda
loftsins úr norðri.“
– Hvað með afganginn af vetr-
inum?
„Þegar við skoðum þau tilvik
þegar svona hefur gerst áður þá
eru tvö mynstur inni í myndinni.
Það eru dæmi um að svona hlýindi
standi allan veturinn og alveg
fram á vor. Þannig var ástandið
hjá okkur t.d. árin 1963 og 1964 en
þá voru fádæma kuldar
á sama tíma í Vestur-
Evrópu. Það sama má
segja um stríðsárin,
vetur voru þá afar kald-
ir í Evrópu, t.d. frusu
herir Þjóðverja á flóttanum frá
Rússlandi, en á sama tíma var
mjög hlýtt hér á landi, sérstaklega
árin 1941 og 1942.
Árin 1965 og 1966 eru síðan
dæmi um annað mynstur, þá er
mjög hlýtt fram yfir áramót, í öðru
tilvikinu fram í miðjan janúar og í
hinu tilvikinu fram í miðjan febr-
úar, en þá urðu skyndileg og alger
umskipti og við tóku miklar vetr-
arhörkur.“
– Og hvað veldur?
„Loftstraumarnir færast til.
Það óhagstæðasta sem getur kom-
ið fyrir hjá okkur núna er að þeir
færi sig í vestur. Þeir hafa raunar
gert það síðan í sumar. Kalda loft-
ið náði aftur völdum um tíma í
haust og þá voru nokkrir mjög
kaldir dagar, m.a. kuldamet í októ-
ber og nokkrir kaldir dagar í nóv-
ember sem eyðilögðu mjög með-
alhitatölurnar. Það er eins og það
þurfi alltaf öðru hvoru smáendur-
skipulagningu, en þegar hlýja
tungan kom aftur lá kjarni hennar
vestar. Það hlýnaði hjá okkur við
það, en þokist hún enn vestar gæti
farið að kólna.“
– Það er stundum verið að tala
um að nú sé hlýskeið í uppsiglingu.
„Það er nú erfitt að segja til um
það, en hitt er staðreynd, að árin
1965–1995 var kalt tímabil með
smáhléum og eftir það hafa árin
yfirleitt verið hlý og farið batn-
andi. Síðasta ár var t.d. það hlýj-
asta síðan 1987 og það ár ásamt
2002 eru þau hlýjustu eftir 1965.
Hins vegar hefur níu sinnum verið
hlýrra á árabilinu 1920 til 1965
þannig að því fer víðs fjarri að
þetta veðurfar nú sé eitthvert
einsdæmi. Síðan má bæta við, að
hitastig í heiminum hefur hækkað
og á kortunum má sjá að hlýju
svæðin þekja stærri svæði en þau
köldu og á meðan svo er aukast
líkur á því að lenda í hlýju lofti.“
– Gæti svo farið að Reykvíking-
ar sjái snjólausan vetur?
„Það verður a.m.k. ekki þessi
vetur, því 30. og 31. október var al-
hvít jörð og það gránaði jörð 28.
desember. Það hefur
aldrei gerst áður að
heill vetur líði án þess
að snjó festi í höfuð-
staðnum og frekar er
það nú ólíklegt að það
gerist. Snjóleysi í Reykjavík stafar
af tvennu, vegna hlýinda annars
vegar og þurrka í kaldri norðanátt
hins vegar, á meðan norðurhluti
landsins verður aðeins snjólaus
vegna hlýinda“
– Hverju spáir þú um framvind-
una í vetur?
„Ég held ég þrítryggi svarið
eins og í knattspyrnugetraunun-
um.“
Trausti Jónsson
Trausti Jónsson er fæddur í
Borgarnesi 5. júní 1951. Stúdent
frá MA 1970 og embættispróf í
veðurfræði frá Háskólanum í
Bergen 1978. Hefur starfað á
Veðurstofu Íslands síðan, seinni
árin við úrvinnslu og rannsóknir.
Landsþekkt andlit úr veðurspám
í Sjónvarpinu. Hann hefur lengi
sinnt félagsmálum af ýmsu tagi
fyrir Félag íslenskra náttúru-
fræðinga.
… og við tóku
miklar
vetrarhörkur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
19
85
4
0
1/
20
03
Tilvalinn
í gönguna
Einnig er útsala
á ýmsum öðrum fatnaði.
Léttur jakki
m/öndun
S - XXXL
Verð áður: 5.990 kr.
Nú 3.990 kr.