Morgunblaðið - 08.01.2003, Side 14
Samheldni í Eyjum
Guðbjörg Matthíasdóttir, ekkja Sigurðar heitins Ein-
arssonar í Vestmannaeyjum, og sonur hennar og Sig-
urðar, Einar, voru einörð í stuðningi sínum við Gunn-
ar Felixson. Síðar kom á daginn að Gunnar naut
víðtæks stuðnings, langt út fyrir raðir eigenda.
Andvígur formennsku
Davíð Oddsson forsætisráðherra var andvígur því að
Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar,
yrði formaður í stjórn TM í mars 2001, því hann taldi
að formennska hjá TM jafnhliða formennsku í nefnd-
inni gæti leitt af sér ýmiss konar hagsmunaárekstra.
Mynduðu bandalag í afmæli Alla ríka
Fjórmenningarnir, þeir Brynjólfur Bjarnason, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Róbert Guðfinnsson og Krist-
inn Björnsson, mynduðu með sér bandalag í afmæli Alla ríka, í lok janúarmánaðar í fyrra. Þeir þjörmuðu næt-
urlangt að Bjarna Ármannssyni og sannfærðu hann að lokum um að Straumur mætti ekki selja 10,72% hlut
sinn í TM til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Eftir þetta sagði Bjarni endanlega skilið við þá Jón Ásgeir Jóhann-
esson og Þorstein Má Baldvinsson og gekk í lið með „hinum ráðandi öflum“.
Hugði á hrókeringu í forstjórastól
Jón Ásgeir Jóhannesson hafði fullan hug á því haustið 2001 að hrókering yrði í forstjórastól TM, Gunnar Fel-
ixson stigi niður af stólnum og Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Kaupþings, tæki sæti hans. Þor-
steinn Már Baldvinsson, félagi Jóns Ásgeirs í Orca, átti í ákveðnum erfiðleikum í þessum efnum, því hann var
einnig vinur Gunnars og viðskiptavinur TM í áraraðir. Ekki kom til þess að Þorsteinn Már þyrfti að velja hvort
hann styddi Jón Ásgeir eða Gunnar, því þeir Jón Ásgeir náðu ekki undirtökunum í TM.
Davíð Oddsson
Þetta eru þeir Jón Ásgeir og Hreinn Loftsson
m.a. að gera í trausti þess að Ovalla Trading
muni fá að kaupa bréf Straums í TM, en
Straumur átti 10,72% í TM og með þeim bréf-
um ásamt bréfum Eignarhaldsfélagsins Vors
og Fountaine Blanc Holding S.A. (bæði í eigu
Péturs Björnssonar) að viðbættum hlut Ovalla
Trading, 18,02%, töldu Jón Ásgeir og Hreinn
Loftsson að þeir væru komnir með ráðandi
hlut í TM, samtals 33,5% hlut. Á þessum tíma
var sú skoðun ríkjandi innan Íslandsbanka, að
sölusamningur um bréf Straums í TM hefði
verið gerður á milli Straums og Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, aðaleiganda Ovalla Trading,
með vitund Bjarna Ármannssonar.
Í janúar fyrir ári er Jón Ásgeir tekinn að
ókyrrast og farinn að senda mönnum í stjórn
TM fyrirspurnir um „hvort standa eigi við það
sem talað var um í Vestmannaeyjum í vetur“.
Hér mun Jón Ásgeir hafa átt við áform sín og
Hreins Loftssonar um forstjóraráðningu
Hreiðars Más Sigurðssonar.
Leist að sönnu vel á Hreiðar Má
Staðreynd málsins mun vera sú, að Sigurð-
ur heitinn Einarsson hafði talsvert áður en
hann veiktist hitt Hreiðar Má að máli og því er
haldið fram að honum hafi litist vel á hann sem
ungan, framsækinn og dugmikinn mann, sem
gæti átt glæsta framtíð fyrir sér í viðskiptalíf-
inu, jafnvel innan Tryggingamiðstöðvarinnar.
Jafnframt er fullyrt að í þeim efnum hafi Sig-
urður verið að horfa til framtíðar, þ.e. þegar
sá tími kæmi að Gunnar Felixson drægi sig í
hlé fyrir aldurs sakir, en Gunnar er ekki nema
liðlega sextugur.
Löngu síðar, eða skömmu fyrir aðalfund
TM 2001, sem haldinn var í mars, fóru þeir Jó-
hannes Jónsson í Bónus og Hreinn Loftsson
til Vestmannaeyja og hittu fjölskyldu Sigurð-
ar heitins og nána ráðgjafa hennar að máli,
þeirra á meðal Gunnlaug Sævar Gunnlaugs-
son. Markmið þeirra Jóhannesar og Hreins
mun hafa verið að fullvissa fjölskylduna í
Vestmannaeyjum um að þeir vildu gott sam-
starf við hana um stefnumörkun og rekstur
TM. Jóhannes mun m.a. hafa hreyft því á þeim
fundi, að Baugur hygðist opna Bónusverslun í
Vestmannaeyjum. Aðalerindi tvímenninganna
var samt sem áður að vinna forstjóraráðningu
Hreiðars Más fylgi fjölskyldunnar.
Munu þeir hafa fengið svör á þann veg, að
mönnum litist ljómandi vel á Hreiðar Má og
vel mætti skoða þann möguleika að hann
kæmi að fyrirtækinu sem aðstoðarforstjóri við
hlið Gunnars, með það fyrir augum að taka við
sem forstjóri síðar meir.
Þeir Jóhannes og Hreinn töldu sig hins veg-
ar hafa náð óformlegu samkomulagi um að
Hreiðar Már yrði gerður að forstjóra. Fullyrt
er að Hreiðar Már hafi haustið 2001 hitt stjórn
TM og um það hafi ríkt samkomulag, að hann
tæki við sem forstjóri, en þeim í Vestmanna-
eyjum hafi einfaldlega snúist hugur. Aftur
stendur hér orð gegn orði í þessari frásögn.
Hlutverk Hreiðars Más átti samkvæmt
kenningunni að vera að stjórna því fjármála-
fyrirtæki sem Tryggingamiðstöðin er og öll-
um hennar sjóðum. Þau völd sem felast í að
stjórna bótasjóðum tryggingafélags eins og
Tryggingamiðstöðvarinnar eru gífurleg, því
þar er um að ræða sjóði á milli 13 og 14 millj-
arða króna, auk þess sem hlutabréfaeign fé-
lagsins er nálægt 8 milljörðum króna.
Sá eða þeir sem stýra bótasjóðum trygg-
ingafélaga taka ákvarðanir um hvernig sjóð-
irnir skulu ávaxtaðir, hvaða hlutabréf skulu
keypt og seld, hvaða skuldabréf skulu keypt
og seld og svo framvegis, þannig að klárlega
hefðu þeir Jón Ásgeir og félagar verið fljótir
til og aukið hlutabréfaeign TM í Íslandsbanka
áfram til muna, hefðu þeir náð því marki, sem
þeir voru svo sérstaklega nálægt í janúarlok á
þessu ári, að tryggja sér undirtökin í Trygg-
ingamiðstöðinni með því að eignast bréfin sem
Straumur átti í TM.
Tilraunir í þá veru höfðu reyndar hafist fyrr
um haustið, þegar þeir Jón Ásgeir og Hreinn
gerðu um það tillögu í stjórn TM, að félagið
keypti ákveðinn hlut í Íslandsbanka, sem
stjórninni leist ekki illa á í sjálfu sér, en taldi
þó hlutinn, sem lagt var til að TM keypti, held-
ur stóran.
Við nánari skoðun á þeirri tillögu, komu
ákveðnir hlutir í ljós, sem mönnum í stjórn
TM þóttu hálfdularfullir og beinlínis ógeð-
felldir, svo sem það, að þegar málið var af-
greitt í stjórn TM, þá var Kaupþing búið að
kaupa bréf í Íslandsbanka fyrir 1.200 milljónir
króna sem voru ætluð TM. Kaupþing lenti í
hálfgerðum vandræðum með þessi kaup sín,
en á endanum keypti TM bréfin í Íslands-
banka af Kaupþingi í desember í fyrra fyrir
1.185 milljónir króna og var þannig orðin
fjórði stærsti hluthafinn í Íslandsbanka með
4,31% hlut.
Gagnrýni á vinnubrögð
Í stjórn TM gætti nokkurrar óánægju hjá
ákveðnum stjórnarmönnum með þau vinnu-
brögð að stjórnarmenn í TM, Jón Ásgeir og
félagar, hefðu fengið Kaupþing til þess að
kaupa hlutinn í Íslandsbanka og „geyma“ þar
til stjórnarsamþykkt væri fengin í TM fyrir
kaupunum.
Jón Ásgeir gaf lítið fyrir slíka gagnrýni og
sagði að fjórir stjórnarmanna hefðu frá upp-
hafi verið hlynntir kaupunum og því væri ekk-
ert athugavert við þessi vinnubrögð. Í við-
skiptum væri það einfaldlega oft lykilatriði að
hugsa hratt og framkvæma hratt, annars
gætu góð viðskiptatækifæri glatast. Þetta
segja kunnugir að sé oftast leiðarljós Jóns Ás-
geirs í viðskiptum. Einhver núningur varð á
milli þeirra Jóns Ásgeirs og Hreins Loftsson-
ar í kjölfar þessarar afgreiðslu, þar sem
Hreinn sem stjórnarformaður taldi brýnt að
ávallt væri farið að lögum og reglum í öllum
viðskiptum félagsins og eðlilegt hefði verið að
fá fyrst stjórnarsamþykkt í TM fyrir kaup-
unum og ráðast í þau að því búnu.
Sérstaka athygli manna vakti í þessu sam-
bandi, að Hreinn Loftsson, sem þá var stjórn-
arformaður TM, sagði í samtali við Morgun-
blaðið hinn 5. desember 2001 að ekki væru
áform um að Tryggingamiðstöðin yki enn hlut
sinn í Íslandsbanka, en fyrir þessi kaup hafði
félagið átt 1,31% í Íslandsbanka.
Aðrir stjórnarmenn höfðu litla trú á sann-
leiksgildi þessara orða stjórnarformannsins,
því þegar þetta var voru menn orðnir sann-
færðir um að Jón Ásgeir myndi beita hvaða
ráðum sem væri, til þess að fá TM til að auka
enn við hlut sinn í Íslandsbanka, þar sem full-
yrt var að hann hefði fyrir margt löngu sett
Hreinn Loftsson
Gunnar Felixson Hreiðar Már Sigurðsson
Brynjólfur Bjarnason Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Róbert Guðfinnsson
Guðbjörg Matthíasdóttir Einar Sigurðsson
Jón Ásgeir Jóhannesson
Kristinn Björnsson
Þorsteinn Már Baldvinsson
14 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ