Morgunblaðið - 08.01.2003, Page 17

Morgunblaðið - 08.01.2003, Page 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 17 Kennsla hefst 13. janúar samkvæmt stundaskrá Metnaður - Þjálfun Hvatning - Vellíðan - Árangur H a u k u r MJÓDD. Álfabakka 14a Sími: 587 9030 Netfang: gudbjörg@ballet.is Veffang: ballet.is JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, minnti franska herinn á það í gær að vera í viðbragðsstöðu og gaf í skyn að franskir hermenn kynnu að verða sendir til að taka þátt í hernaði í Írak, ef til hans kemur. Brezk stjórnvöld kölluðu í gær út 1.500 varaliðsmenn brezka hersins í tengslum við liðsflutninga til Persaflóasvæðisins. Í nýársávarpi til franska herafl- ans talaði Chirac í gær um núver- andi „athafnasvið“ erlendis, þar sem Frakkar eru meðal leikenda, en tók fram: „Önnur gætu því mið- ur opnazt.“ „Að vera viðbúinn öllu er kjarn- inn í starfi hermannsins sem þið hafið kosið. Einkum og sér í lagi þurfum við að fylgjast með því hvernig Írak uppfyllir ályktun ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1441,“ sagði Frakklandsforseti. Þetta er skýrasta vísbendingin til þessa um að Frakkar muni taka virkan þátt í hernaðaríhlutun í Írak, komi til hennar. Bandaríkjamenn og Bretar eru um þessar mundir í óða önn að byggja upp herafla í grennd við Írak, en Frakkar hafa til þessa staðið fast á því að ekki beri að grípa til neinna hernaðaraðgerða gegn Írak nema heimild fyrir slíku verði samþykkt á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Chirac ítrekaði þessa afstöðu síðar í gær. „Hugsanleg ákvörðun um að beita hervaldi verður að vera afdráttarlaus og verður að vera tekin af öryggisráði SÞ á grundvelli vel unninnar skýrslu frá vopnaeftirlitsmönnunum,“ sagði hann. 1.500 brezkir varaliðsmenn kallaðir út Geoff Hoon, varnarmálaráð- herra Bretlands, sagði í neðri deild brezka þingsins í gær að hann hefði gefið út tilskipun um útkall varaliðsmanna hersins í tengslum við hugsanleg átök í Írak. Hann sagði ekki viðeigandi að gefa upp hve margir vara- liðsmenn yrðu kallaðir út, en sagði þó að til að byrja með væru þeir 1.500 talsins. Hoon sagði ennfremur að hluti brezka flotans yrði sendur inn á Miðjarðarhaf til að stunda þar æf- ingar fyrir þátttöku í hugsanlegum átökum í Persaflóa. Hoon sagði þó að herkvaðningin þýddi hvorki að stríð við Írak stæði fyrir dyrum né væri það óhjákvæmilegt. En þetta er nýj- asti leikurinn til að auka þrýsting- inn á Saddam Hussein Íraksfor- seta. Talsmenn skrifstofu brezka forsætisráðherrans Tony Blair sögðu að með tilkynningu varn- armálaráðherrans væru brezk stjórnvöld að uppfylla gefin fyr- irheit um að grípa til viðeigandi ráðstafana ef nauðsynlegt skyldi reynast að beita hervaldi í Írak. Blair sjálfur sagði að heimurinn myndi „iðrast afleiðinga veikleika okkar,“ ef alþjóðasamfélaginu tæk- ist ekki að afvopna Saddam Huss- ein. Reuters Flugmóðurskipið HMS Ark Royal í Portsmouth-höfn í gær. Það mun fara fyrir brezkum flota sem ákveðið hefur verið að senda áleiðis til Persaflóa. Bandaríkjamenn og Bretar eru nú að byggja upp herafla í grennd við Írak. Franskir hermenn í viðbragðsstöðu Auknir liðsflutn- ingar brezka hersins til Persa- flóasvæðisins París, London. AP, AFP. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hvatti í gær ráðamenn í Wash- ington til að gefa gaum að áhyggjum annarra þjóða af friðarferlinu í Mið- Austurlöndum, loftslagsbreytingum og fátækt í heiminum. „Vandinn sem margir eiga í með Bandaríkin – ekki hinir æstu and-am- eríkusinnar heldur venjulegt meðal- hófsfólk – er ekki það, til dæmis, að vera á móti stefnu þeirra í baráttunni gegn útbreiðslu gereyðingarvopna eða alþjóðlegri hryðjuverkastarf- semi,“ sagði Blair í ræðu í Lundúnum í gær. „Fólk hlustar á sjónarmið Bandaríkjamanna í þessum málum og er jafnvel samþykkt þeim. En það vill að Bandaríkjamenn hlusti líka á það,“ sagði Blair. „Alþjóðasamfélaginu finnst friðar- ferlið í Mið-Austurlöndum ekki síður mikilvægt; að gefa beri fátækt í heim- inum meiri gaum; að hlýnun loftslags sé mikilvægt mál; að Sameinuðu þjóð- irnar séu mikilvægar.“ Í ræðu forsætisráðherrans voru jafnframt mörg lofsyrði um Banda- ríkin, en í henni lét Blair falla gagn- rýnustu orðin í garð ráðamanna í Washington sem dæmi eru um fram til þessa. Meðal kjósenda heima fyrir hefur Blair sætt nokkru ámæli fyrir fylgi- spekt við stefnu George W. Bush Bandaríkjafor- seta gagnvart Írak. Skoðanakannanir sýna að brezka þjóðin er klofin í u.þ.b. jafn- stórar fylkingar með og á móti hugs- anlegu stríði gegn Írak. „Verðið fyrir brezk áhrif er ekki, eins og sumir vilja álíta, að við verðum að hlaupa til og gera hvað sem Banda- ríkjamenn biðja um. Ég myndi aldrei skuldbinda brezka hermenn til að ana út í stríð sem ég teldi að væri rangt eða óþarft. Þar sem okkur greinir á, svo sem um Kyoto[bókunina um að- gerðir gegn gróðurhúsaáhrifunum], greinir okkur á,“ sagði Blair. „En verðið fyrir áhrif er líka að við eft- irlátum Bandaríkjamönnum ekki ein- um að fást við erfiðu málin í heim- inum,“ bætti hann við. Stjórn Bush hlusti á aðra Tony Blair hvetur Bush og menn hans til að vísa ekki allri gagnrýni á bug London. AP. Tony Blair ÍSRAELSKT dagblað sagði í gær, að lögreglan væri að rannsaka hugsanleg spillingarmál, sem tengdust Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, þar á meðal yf- irfærslu rúmlega 120 millj. ísl. kr. frá manni í Suður-Afríku til Shar- on-fjölskyldunnar. Amram Mitzna, leiðtogi Verkamannaflokksins, skoraði í gær á Sharon að segja af sér vegna þessara ásakana. Dagblaðið Haaretz vitnaði í gögn frá dómsmálaráðuneytinu og sagði, að Sharon og Omri, sonur hans, væru grunaðir um svik og mútuþægni og að hafa blekkt lög- regluna og ríkisendurskoðun. Kemur þessi frétt aðeins þremur vikum fyrir þingkosningar í Ísrael en samkvæmt skoðanakönnunum hafa Sharon og Likudflokkurinn gott forskot á keppinautana. Sam- kvæmt sömu könnunum hefur flokkurinn samt misst fjórðung fylgisins vegna spillingarmála í sambandi við prófkjör sitt í síðasta mánuði. Blaðið sakað um lygar Talsmaður Sharons vildi ekkert um fréttina segja en nokkrir ráð- gjafa hans efndu í gær til blaða- mannafundar þar sem þeir sögðu, að fréttin í Haaretz væri full af lygum og augljóslega runnin und- an rifjum Verkamannaflokksins. Meir Sheetrit, dómsmálaráð- herra Ísraels, sakaði í gær fjöl- miðla um að reyna að spilla fyrir Sharon en vildi þó ekkert um rannsóknina á málum hans segja. Sagði hann undarlegt, að þeir skyldu vera að rifja þetta mál upp nú en Haaretz segir, að það ætti rætur að rekja til prófkjörs í Lik- udflokknum 1999. Ísraelska rík- isendurskoðunin sagði í október 2001, að Omri, sem þá var kosn- ingastjóri föður síns, hefði safn- að miklu fé er- lendis með hjálp fyrirtækis, sem sett var upp í því skyni, þótt erlend framlög til ísr- aelskra stjórnmálaflokka séu bönnuð. Var Sharon gert að end- urgreiða fyrirtækinu um 80 millj. króna og var það gert að mestu með bankaláni. Setti hann að veði fyrir því búgarð sinn í Negev-eyði- mörkinni. Bankinn sagði hins vegar láninu upp þegar í ljós kom, að Sharon átti ekki búgarðinn, heldur leigði hann af ríkinu. Örlátur S-Afríkumaður Í janúar í fyrra eða þremur mánuðum síðar sendi Suður-Afr- íkumaðurinn Cyril Kern rúmlega 120 millj. kr. til sona Sharons, Omris og Gilads, og var það fé þá notað sem trygging fyrir banka- láninu. Er Sharon sakaður um að hafa haldið þessu leyndu og haldið áfram að fullyrða, að erlendu kosningaframlögin hefðu verið endurgreidd með láni út á búgarð- inn þótt hann vissi, að hann ætti ekkert veð í honum. Mitzna, leiðtogi Verkamanna- flokksins, hvatti í gær Sharon til að sýna gott fordæmi og gera hvorttveggja í senn, segja af sér og segja sannleikann. Þá hafa yfirvöld í Suður-Afríku staðfest, að verið sé að rannsaka málið þar í landi. Sharon grunaður um spillingu Leiðtogi Verkamannaflokksins hvetur hann til að segja af sér Jerúsalem. AP. Ariel Sharon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.