Morgunblaðið - 08.01.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.01.2003, Qupperneq 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 19  ATAL Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, segir að ind- verskir vísindamenn eigi að stefna að því að senda mann til tunglsins, að sögn breska útvarpsins BBC. Forsætisráðherrann sagði á menntamálaráðstefnu í Bombay að indverskir vísindamenn væru að vinna að því að senda geimfar til tunglsins. Verulegar framfarir hefðu orðið í geimvísindum og eld- flaugatækni á Indlandi og landið ætti að vera nógu öflugt til að geta látið drauminn um að senda mann til tunglsins rætast. Að sögn BBC stefnir í geim- ferðakapphlaup milli Indverja og Kínverja. Ómannað kínverskt geimfar lenti á sunnudag eftir að hafa verið á braut um jörðu í tæpa viku og markmiðið með ferðinni var að æfa og undirbúa fyrstu mönnuðu geimferð Kínverja sem ráðgerð er síðar á árinu. Aðeins tvö ríki, Bandaríkin og Sovétríkin fyrrverandi, hafa sent fólk í geim- inn á eigin spýtur. Rússar hafa þurft að fjármagna ferðir sínar til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með því að flytja þangað auðkýfinga gegn greiðslu. Fréttastofan AP hafði eftir yf- irmanni Geimvísindastofnunar Indlands á laugardaginn var að hún stefndi að því að senda mann til tunglsins einhvern tíma milli 2005 og 2015. „Við ætlum að taka áform okkar um tunglferð til at- hugunar á næstu mánuðum,“ sagði hann. „Við hyggjumst þó fyrst senda ómannað geimfar umhverfis tunglið.“ Indverjar sendi mann til tunglsins RÚSSNESKI bærinn Bolshoi Kamen (Stóri klettur) er kenndur við tilkomumikinn klett sem er löngu horfinn því að hann var sprengdur til að stækka hafn- armynnið. Bærinn hefur líka misst lífsviðurværi sitt, viðgerðir á kafbátum sem áttu að vera meginstoð öflugs Kyrrahafsflota Sovétríkjanna. Hálfri öld eftir að sovéski her- inn reisti þennan leynilega bæ hefur hann fengið nýtt hlutverk sem þykir ekki eins tilkomumik- ið. Þar eru kafbátarnir settir í brotajárn í Zvezda (Stjarna), ann- arri af tveimur brotajárns- vinnslustöðvum rússneska sjó- hersins. „Geta sprungið hvenær sem er“ Zvezda hefur fengið alls 120 milljónir dollara, andvirði 9,6 milljarða króna, frá Bandaríkja- stjórn á síðustu átta árum fyrir að rífa niður 22 kafbáta sem hafa verið teknir úr notkun samkvæmt afvopnunarsamningum ríkjanna. Síðasti kafbáturinn verður settur í brotajárn síðar á árinu og pen- ingarnir frá Bandaríkjunum verða þá uppurnir. Stjórnendur vinnslustöðvarinnar leggja því nú kapp á að fá meiri peninga frá Bandaríkjastjórn til að hægt verði að rífa niður tugi annarra kafbáta. Rússar segja að umhverfinu stafi mikil hætta af kafbátunum og því þurfi vinnslustöðin að fá peninga sem fyrst. „Kjarn- orkukafbátar eru eins og eldfjöll og geta sprungið hvenær sem er,“ sagði Valerí Lebedev, að- stoðarráðherra sem fer með kjarnorkumál. Rússar hafa lagt alls 190 kjarn- orkuknúnum kafbátum á síðustu 15 árum. Embættismenn segja að 90 þeirra liggi enn við bryggju með geislavirkt eldsneyti í kjarnakljúfunum. Margir óttast að kjarnorkuelds- neytið verði flutt til annarra landa eða komist í hendur hryðjuverkasamtaka. Slæmt við- hald skapar einnig hættu á því að geislavirk efni leki úr bátunum. Kostar 310 milljarða Tveir kjarnorkukafbátar, sem höfðu verið teknir úr notkun, sukku við bryggju á Kamtsjatka- skaga 1997 og 1999. Þeir voru hífðir upp og rússneski sjóherinn sagði að þeir hefðu ekki valdið mengun. „Þeir eru hættulegir og hættan vex með hverju árinu sem líður,“ sagði Níkolaj Júrasov flotafor- ingi, sem hefur umsjón með nið- urrifi kafbáta Kyrrahafsflota Rússlands. Rússar hyggjast eyðileggja 130 kafbáta fyrir árið 2010, að sögn Viktors Akhúnovs, yfirmanns vistfræðideildar rússneska kjarn- orkumálaráðuneytisins. Þeir voru næstum allir teknir úr notkun á níunda áratug aldarinnar sem leið. Akhúnov segir að það kosti andvirði 310 milljarða króna að eyðileggja alla kafbátana. Rúss- neska stjórnin veitti þó aðeins 5,6 milljarða króna í fyrra til verk- efna sem miðast að því að auka öryggi alls kjarnorkuheraflans. Akhúnov segir að eitt af brýn- ustu verkefnunum sé að smíða geymsluaðstöðu fyrir 19 kjarna- kljúfaklefa sem geymdir eru á floti í Razbojník-flóa nálægt Bolshoi Kamen, um 37 km frá hafnarborginni Vladivostok. Þar sem ekki er til nein geymsla á landi fyrir kjarnakljúfana voru klefarnir skornir úr kafbátunum, lokaðir með stálplötum og geymdir á floti. Áætlað er að geymsluaðstaðan kosti andvirði 5,6 milljarða króna. Gert hefur verið ráð fyrir því að framkvæmdirnar hefjist í ár en rússneska stjórnin er enn að leita eftir erlendu fjármagni. Rússar hafa einnig óskað eftir andvirði 1,5 milljarða króna til að byggja varanlega geymslu fyrir tvo kafbáta sem lentu í slysum. Kjarnakljúfar þeirra skemmdust og valda geislamengun. Kafbát- arnir eru nú geymdir á flatbotn- uðum bátum í flóa nálægt Bolshoi Kamen. Vilja meira fé til niðurrifs Rússar hafa lagt 190 kjarnorkuknún- um kafbátum á síðustu 15 árum Bolshoi Kamen. AP. AP Rússneskir kafbátar, sem hafa verið teknir úr notkun, við bryggju í bænum Bolshoi Kamen þar sem kafbátar hafa verið settir í brotajárn. ’ 90 kafbátar liggjaenn við bryggju með geislavirkt eldsneyti í kjarnakljúfunum. ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.