Morgunblaðið - 08.01.2003, Page 20
MÝRARGATA 26, þar sem Hraðfrystistöðin
var lengi til húsa, er við það að ganga í endurnýj-
un lífdaga, ekki sem fiskvinnslufyrirtæki, heldur
mun húseignin nýtast undir 40 vinnustofuíbúðir
að erlendri fyrirmynd sem verða afhentar vænt-
anlegum kaupendum í haust.
Einkennandi fyrir íbúðirnar er að í þeim er
hátt til lofts og vítt til veggja með miklu opnu
rými sem hentar vel listamönnum eða öðrum
sem kann að þykja hentugt að sameina vinnu-
stofu og íbúðarhúsnæði.
Það er eignarhaldsfélagið Nýja Jórvík, sem
stofnað var í upphafi árs 2002, sem stendur að
framkvæmdunum. Á heimasíðu félagsins, myr-
argata.is, segir að félagið sé í eigu nokkurra
eignarhaldsfélaga, fagmanna og fagfjárfesta.
Framkvæmdastjóri félagsins er Magnús Ingi
Erlingsson hdl. Þar er jafnframt að finna ítar-
legar upplýsingar um það sem í boði er, s.s. verð
og lýsingar á einstökum íbúðum auk tövuteikn-
inga sem sýna hvernig húseignin mun líta út eft-
ir einungis hálft ár.
Dýrasta íbúðin á 36,6 m. kr.
Guðjón Bjarnason, arkitekt og myndlistar-
maður, sem teiknaði íbúðirnar og endurhannaði
húsið, segir flestar vinustofuíbúðirnar vera á
bilinu 75–160 fermetrar að stærð. Dýrasta íbúð-
in í húsinu er 166,1 fermetri að stærð og kostar
36,6 milljónir króna að því er fram kemur á
heimasíðu félagsins og sú ódýrasta, sem er 61,3
fermetrar, kostar 9,9 m. kr.
Búið er að hreinsa út úr húsinu og næsta
skref verður að stækka glugga sem verða áber-
andi stórir til að gefa sem mesta birtu í húsið og
sjávarútsýnið fái notið sín.
Að sögn Guðjóns er íbúðarformið óvenjulegt í
augum margra Íslendinga en þekkt víða erlend-
is svo sem í Soho- og Chelsea-hverfunum í New
York, þar sem gömul iðnaðarhverfi hafa verið
gerð upp. Það er því vel við hæfi að húsið skuli
nú nefnt NY-húsið eða New York-húsið.
Guðjón segir að sameignin í húsinu verði mun
skemmtilegri en fólk á að venjast í fjölbýlishús-
um hér á landi og m.a. verði þar setustofur sem
setji svip sinn á hana. „Þetta er ekki bara spurn-
ing um að skapa íbúðir heldur er verið að skapa
ákveðna umgjörð um hvernig fólk vill búa.“
200 metra hlaupabraut á þakinu
Reynt verður að haga hönnuninni þannig að
sem bjartast verði innandyra en um leið að sem
mest athafnarými verði innan hvers rýmis.
Húsið er á þremur hæðum auk kjallara. Í
kjallara og á 1. hæð verða geymslur fyrir vinnu-
stofuíbúðirnar, hjóla- og vagnageymslur, sam-
eiginlegt þvottahús, bílastæði og verslunarrými.
Á 2. og 3. hæð verða vinnustofuíbúðirnar. Á þaki
hússins verður hannaður garður til útivistar
með 200 metra langri hlaupabraut. Í tengslum
við frekari stækkun hússins síðar meir er ráð-
gert að fólk geti framvegis skellt sér í heita pott-
inn eða í gufubað á þaki húsbyggingarinnar.
Íbúðir á 2. hæð eru flestar ýmist rúmlega 71
eða 90 fermetrar. Fram kemur í lýsingu að sam-
eignin sé sérlega vönduð og í húsinu sé lyfta í yf-
irstærð. Lofthæð í íbúðunum er 4,0 m. Í þeim er
rúmgóð snyrting auk eldhúss en þar fyrir utan
er íbúðin opið rými. Birta inn í íbúð berst af
gangi frá þakglugga á miðjum gangi sameignar
og frá stórum heilum glervegg með frönskum
hurðum við útvegg sem opnast út á svalir. Íbúð-
um er skilað fullbúnum án gólfefna en boðið er
upp á nokkra viðbótarmöguleika, s.s. parket á
gólfi, nuddpott, eldhúseyju, lýsingu o.s.frv.
Vinnustofuíbúðirnar á 3. hæð eru flestar rúm-
lega 105 eða 125 fermetrar að stærð. Lofthæðin
er 5,7 m og eru þær á tveimur hæðum með 35
fermetra millilofti sem er tengt milli hæða með
járnstiga með viðarþrepum og glerhandriði. Í
íbúðunum er rúmgóð snyrting, eldhús og opið
rými. Íbúðunum er skilað fullbúnum án gólf-
efna.
Aðalinngangur inn í húsið verður áfram frá
Mýrargötu. Í móttöku í rúmgóðu anddyri verða
póstkassar og símaklefi auk móttöku húsvarðar
sem starfar í húsinu og mun móttakan því fá yf-
irbragð hótels. Þá er gert ráð fyrir 150–200 m²
kaffistofu í suðvesturhorni byggingarinnar sem
tengist anddyri hússins.
Á heimasíðu félagsins segir að með breyttu
deiliskipulagi á hafnarsvæðinu sé stefnt að því
að byggja 2–3 hæðir ofan á húsið og að þær
framkvæmdir séu áætlaðar fyrir árið 2005.
Að sögn Guðjóns stóðu framkvæmdaraðilar
fyrir stórri kynningu á verkefninu sl. laugardag
jafnframt því sem opnaður var vefur þar sem
eignirnar eru sýndar. Fjölmenni var á kynning-
unni og segir Guðjón að viðbrögð fólks hafi verið
mjög jákvæð og eins hafi þeir fengið góð við-
brögð frá fólki erlendis frá sem þekkir vel til
húsnæðis af þessu tagi.
Búið er að opna sýningarsal í húsnæðinu þar
sem fólk getur séð hvernig húsið mun líta út
fullfrágengið.
„Við erum bjartsýnir á að þetta eigi eftir að
höfða til breiðs hóps fólks,“ segir Guðjón að lok-
um.
Fjörutíu vinnustofuíbúðir innréttaðar í gömlu Hraðfrystistöðinni við Mýrargötu 26
Innblásturinn
sóttur til Soho
Íbúðirnar tilbúnar til afhendingar í haust
Vesturbær
Morgunblaðið/Sverrir
Búið er að rífa allt út úr húsinu og verður næsta skref að stækka glugga þess sem verða áber-
andi stórir þannig að birta og útsýni fái notið sín.
Teikning/Hugsmíð
Sameign hússins er mjög stór og um margt
ólík því sem þekkist hér á landi, með setu-
stofum, móttöku húsvarðar og stærðar
kaffistofu.
Inngangur hússins mun sem fyrr snúa út að
Mýrargötu. Þar verður myndarlegt anddyri
og móttaka húsvarðar sem gefur húsinu
ákveðið hótelyfirbragð. Eins og sést er fram-
húsið látið halda sér í útliti.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
20 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Ís-
lands, segir að fundur borgarráðs og
háskólaráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur á
mánudaginn hafi verið viss tíma-
mótafundur. „Þetta er í fyrsta sinn
sem borgarráð og háskólaráð funda
saman. Borgin og Háskólinn hafa í
mörg ár haft með sér samráð af
ýmsu tagi en á þessum fundi er sam-
ráðið komið á hæsta stjórnunarstig
hjá báðum aðilum,“ segir Páll og tel-
ur að það muni festa sig í sessi.
„Þetta var fyrst og fremst sam-
ræðu- og samráðsfundur. Þarna
voru skipulagsmál í tengslum við
Háskólann og miðbæ Reykjavíkur
og sameiginleg verkefni kynnt,“ seg-
ir Kristín Árnadóttir, forstöðumaður
fjölskyldu- og þróunarsviðs Reykja-
víkur, sem vann að undirbúningi
fundarins. Hluti fundarins hafi svo
verið helgaður umræðu um upp-
byggingu Háskólans og tengsl hans
við miðbæinn.
Sameiginlegir hagsmunir
Páll segir nauðsynlegt að yfirvöld í
borginni og háskólanum ræði reglu-
bundið saman. „Það eru gífurlega
miklir sameiginlegir hagsmunir.
Ekki síst vegna þess hvar háskólinn
er staðsettur og tengsl hans við mið-
borgina. Borgin þarf oft að ræða
þessi skipulagsmál og Háskólinn
þarf að leita til borgarinnar.“
Jafnframt segir Páll að samstarf á
öðrum sviðum hafi aukist milli Há-
skólans og Reykjavíkurborgar, sér-
staklega með tilkomu Borgarfræða-
seturs, sem byggt hafi verið upp
síðastliðin tvö ár. „Þar eru fræði-
menn að vinna að ýmsum rannsókn-
arverkefnum sem snúa sérstaklega
að borginni og er áhugavert að séu
unnin.“ Nýlega var svo komið á fót
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn-
mála innan stjórnmálafræðiskorar
félagsvísindadeildar sem einnig var
kynnt.
Borgarfræðasetur
Markmið Borgarfræðaseturs er
einkum að efla rannsóknir á borgar-
og búsetumálefnum. Núverandi
verkefni eru meðal annarra að kanna
breytta stöðu borga í hnattvæðing-
unni og bera Reykjavík saman við
aðrar borgir. Kannað hefur verið
hversu nútímalegir Reykvíkingar
eru miðað við íbúa 15 annarra evr-
ópskra höfuðborga, vinnuviðhorf
þeirra, lífsgæðamat og samfélagsvið-
horf. Niðurstaðna úr þeim saman-
burði er að vænta í vor. Formaður
stjórnar Borgarfræðaseturs er Jón
Sigurðsson, bankastjóri Norræna
fjárfestingabankans, og Stefán
Ólafsson er forstöðumaður.
Fundinn sátu fulltrúar í borgar-
ráði og háskólaráði, embættismenn
frá báðum aðilum og stjórnir Borg-
arfræðasetur og Stofnunar stjórn-
sýslufræða og stjórnmála. Engar
formlegar ákvarðanir voru teknar á
fundinum. Kristín sagði að gagnleg-
ar umræður hefðu skapast eftir er-
indin þar sem fundarmenn komu á
framfæri sjónarmiðum sínum. Ekki
hefur verið tekin ákvörðun um næsta
samráðsfund þessara aðila.
Háskólaráð og borgarráð funda saman í fyrsta sinn
Samráðsfundur sem
markar tímamót
Reykjavík
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Alfreð Þorsteinsson borg-
arfulltrúi og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, tóku þátt í sameig-
inlegum fundi borgarráðs og háskólaráðs.
STARFSMENN gatnamálastjóra
eru þessa dagana á ferð um hverfi
borgarinnar og eru að safna saman
jólatrjám sem borgarbúar hafa skil-
ið eftir fyrir framan hús sín.
Jólatrjám verður safnað til og
með 10. janúar nk. og eru borg-
arbúar sem hafa áhuga á að nýta sér
þessa þjónustu beðnir um að skilja
trén eftir fyrir utan lóðamörk og
verða þau þá hirt.
Að sögn Sigurðar Skarphéð-
inssonar gatnamálastjóra er áætlað
að um 40–45 þúsund tré falli til frá
heimilum í Reykjavík eftir hátíð-
irnar og er talið að mikill meirihluti
borgarbúa nýti sér þjónustu borg-
arinnar.
Þeir sem einhverra hluta vegna
sjá fram á að geta ekki tekið niður
jólatréð fyrir þann tíma eða finnst
einfaldlega of gaman að horfa á ljós-
in á trénu og glitrandi kúlurnar geta
snúið sér til gámastöðva Sorpu eftir
10. janúar. Öllum trjám verður að
lokum safnað saman hjá Gámaþjón-
ustunni þar sem þau verða endur-
unnin.
Fólk hirði upp skoteldaleifar
Í tilkynningu frá borgarstjór-
anum í Reykjavík eru íbúar sem fyrr
hvattir til að hirða upp leifar af skot-
eldum og blysum í nágrenni sínu.
Þá er tekið við heilum flugeldum
á Sorpu og í efnamóttöku Sorpeyð-
ingar í Gufunesi. Að sögn starfs-
manns hjá Sorpeyðingu er mik-
ilvægt að fólk láti farga flugeldum
sem ekki tókst að sprengja í stað
þess að þeir séu geymdir, jafnvel
fram að næstu áramótum. Mikil eld-
hætta getur oft stafað af gömlum
flugeldum.
Morgunblaðið/Þorkell
Hvort heldur þau eru sver eða grönn, barrlítil eða -mikil fara flest jólatré í
Reykjavík um hendur starfsmanna gatnamálastjóra.
Jólatrjám
safnað saman
Reykjavík