Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞVÍ jafnt þykja mér heit þín og handsöl annarra manna“, þetta til- svar Guðmundar ríka úr Ljósvetn- ingasögu hefur komið æ oftar í hug minn síðustu daga. Tilefnið er sú at- burðarás sem hrundið var af stað þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ákvað að taka sæti á lista Samfylking- arinnar í Reykjavík. Það er ekki síst málflutningur þeirra sem komið hafa fram sem mál- svarar borgarstjóra, sem hafa vakið mig til umhugsunar. Í þættinum Í vikulokin laugardag- inn 28. desember ræddu fjórir ein- lægir aðdáendur borgarstjóra um at- burðarás síðustu daga. Ég náði ekki fullum nöfnum þátttakenda utan þáttarstjórnandans Þorfinns Ómars- sonar, aðrir hétu, Kjartan, Skúli og Þórunn. Rætt var um afdráttarlausar yfir- lýsingar borgarstjóra fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar um að hún myndi ekki hverfa á vettvang stjórn- mála á landsvísu. Í því sambandi sagði Skúli að sjálfstæðismenn hefðu egnt gildru fyrir borgarstjórann. Hvað átti maðurinn við? Kosningar snúast m.a. um trúverðugleika, og þær snerust a.m.k. í síðustu borgar- stjórnarkosningum í Reykjavík um leiðtoga. Auðvitað snerust þær líka um málefni. Það var ljóst við upphaf kosningabaráttunnar í upphafi árs 2002 að fylkingar voru nokkuð jafn- stórar í borginni. Þegar flokkarnir höfðu tilkynnt framboð sín kom í ljós að R-listinn hafði náð verulegu for- skoti. Ég hygg að flestir sem greindu stöðuna hafi talið að framboð Ingi- bjargar Sólrúnar sem borgarstjóra skipti þarna sköpum. Það var jafn- ljóst að langstærsti hluti kjósenda R-listans kaus listann út á málefni hvað sem leið þeim sem skipuðu listann. Það má hins vegar leiða líkur að því að nógu stór hluti væntanlegra kjósenda R-listans létu sig varða hver var borgarstjóraefni til að það gæti ráðið úrslitum. Það skipti því máli að ekki væri hægt að sannfæra Reykvíkinga um að tjaldað væri til einnar nætur með borgarstjóraframboði Ingibjargar Sólrúnar. Það var fullkomlega eðli- legt í kosningabaráttunni að krafist væri svara varðandi væntanlega þátt- töku hennar í landsmálapólitík. Það að telja nánast óheiðarlegt að krefja stjórnmálamann svara um framtíðar- áform hljómar eins og farsi. Og að telja það réttlætingu fyrir því að segja ósatt vekur upp spurningu um siðferði þeirra sem hafa slíkar skoð- anir. Þegar rætt var í þættinum sem fyrr var nefndur, um fullyrðingar framsóknarmanna og Vinstri grænna um að samið hefði verið um það milli þeirra flokka sem mynda R-listann að Ingibjörg Sólrún færi ekki í lands- málin á kjörtímabilinu, þá birtist hneykslun þátttakenda fyrst. Kjartan kvað upp úr um að ekkert hefði verið gert skriflegt og þótt eitthvað hafi verið sagt á fundi í bakherbergjum þá væri það ekki að marka. Með öðrum orðum, heit og handsöl sem fara milli manna eru einskis virði. Í fyrirlestri eftir séra Magnús Helgason sem var skólastjóri Kenn- araskólans á fyrstu áratugum síðustu aldar fjallar hann um orðheldni og sannsögli. Hann segir m.a. „Ég er Ís- lendingur. Viljið þið stuðla að því, hver um sig, að Íslendingar fái það orð á sig bæði heima og heiman, að þeir ljúgi aldrei, níðist aldrei á því, sem þeim er til trúað, heitin þeirra séu betri en handsöl annarra manna? Gaman væri þá að vera Íslendingur.“ Eftir Hrafnkel A. Jónsson „Nógu stór hluti vænt- anlegra kjósenda R- listans létu sig varða hver var borg- arstjóraefni til að það gæti ráðið úrslitum.“ Höfundur er héraðsskjalavörður, Fellabæ. Heit og handsöl Í sland er eyja. Íslendingar eru eyjarskeggjar. Svo virðist stundum sem þess- ar staðreyndir hafi mótað lundarfar landans meira en margt annað; raunar virðist stundum af þjóðmálaumræðunni að Ísland sé jafnvel enn lengra úti í ballarhafi en raun ber vitni, fjarri öllu öðru fólki, ósnert af þeim við- fangsefnum sem aðrar þjóðir þurfa að takast á við. Þetta sýndi sig t.a.m. um ára- mótin þegar hvorki forseti lands- ins né forsætisráðherra töldu ástæðu til að fjalla um heimsmálin í áramóta- ávörpum sín- um, jafnvel þó að veður hafi sjaldan verið jafnválynd og nú. Ekki var heldur mikið rætt (ef nokkuð) um þessi efni í umræðu- þáttum í sjónvarpi. Er þetta firring eða snerta átök í Mið-Austurlöndum, spenna á Kór- euskaga, líklegt stríð í Írak og al- menn hryðjuverkaógn okkur ekk- ert? Umfjöllun um Evrópusam- bandið er sama marki brennd. Ým- islegt sem markað hefur um- ræðuna um sambandið annars staðar er ekki uppi á borðum hér á landi. Hér er málið einfaldlega reikningsdæmi; Evrópusambands- aðild snýst um fisk. Eða kannski um hugtök: fullveldi og sjálfstæði. Nú verður ekki gert lítið úr mik- ilvægi þess að reikna dæmið til enda (að svo miklu leyti sem það er hægt). Raunar hljóta menn og eiga að ræða hugsanlega kosti og galla aðildar áður en frekari skref eru tekin. Jafnvíst er líka að hagræn áhrif inngöngu eru ofarlega í huga þeirra þjóða, sem nú hefur verið boðin aðild, sem og þeirra sem enn bíða slíks boðs. Ýmislegt fleira hangir þó jafnan á spýtunni. Hér er ég að ræða um ídeal, þá staðreynd að framsýnir menn komu hugmyndinni um Evrópu- samvinnu upphaflega á koppinn til að fyrirbyggja frekari styrjaldir milli stórþjóðanna á meginlandinu. Birtingarmynd þessa ídeals í dag er e.t.v. þrá fyrrum austantjalds- þjóða til að tilheyra hinni vestrænu Evrópu, þ.e. Evrópusambandinu, og fá að njóta ávaxta þess lýðræðis og þeirrar velsældar sem þar hef- ur ríkt. Tíðindi sem nú berast frá Kýpur eru til marks um sögulegt framlag „báknsins í Brussel“. Þar standa vonir til þess að senn muni takast að binda enda á þrjátíu ára langa deilu, sem leikið hefur landið grátt, enda verður ella ekkert af Evrópu- sambandsaðild tyrkneska hluta eyjunnar. Hér getur kannski að líta „hið rétta andlit ESB“, sem Birgir Tjörvi Pétursson, framkvæmda- stjóri Heimssýnar, kallaði svo í Morgunblaðsgrein 7. desember sl. en þar gagnrýndi hann m.a. kröfu- hörku forsvarsmanna sambands- ins í viðræðum við Íslendinga, Norðmenn og Liechtenstein um áhrif stækkunar ESB á EES- samninginn. Athyglisvert er hins vegar að kröfuharka ESB virðist ætla að verða til þess að tryggja giftusamlega niðurstöðu á Kýpur; þ.e. hafa vit fyrir misvitrum stjórn- málamönnum í líkingu við Rauf Denktash, leiðtoga Kýpur-Tyrkja, sem er sjálfur greinilega lítt áfjáð- ur í að semja. Í þessu sambandi má einnig nefna að sá maður sem hvað mest hefur beitt sér fyrir friði á Norður- Írlandi, Nóbelsverðlaunahafinn John Hume, hefur ávallt haft Evr- ópuhugsjónina í forgrunni. Hefur hann vonast til þess að með því að draga úr mikilvægi landamæra í hinni nýju Evrópu sé um leið verið að stuðla að sáttum á Norður-Írlandi. Gefum Hume orðið en hann sagði í samtali við Morgunblaðið 12. júlí 2000: „Ég lít á tilurð Evr- ópusambandsins sem þá tilraun til að leysa átök og deilur þjóða í mill- um sem hvað best hefur heppnast í veraldarsögunni. Þegar haft er í huga að á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar voru háðar tvær heims- styrjaldir er erfitt að trúa því að við lok tuttugustu aldarinnar skuli sömu þjóðir og bárust á banaspjót í þessum styrjöldum vera komnar í nána samvinnu undir merkjum Evrópusambandsins. Og þó er það staðreynd sem ekki verður hrak- in.“ Svo mörg voru þau orð. Kannski kemur þetta Íslend- ingum ekkert við. Hér eru engar þjóðernisdeilur. Við erum siðaðri en svo, að berast á banaspjót inn- byrðis. Út í hött er að bera að- stæður okkar saman við þær sem ríkja á Norður-Írlandi eða Kýpur. Sömuleiðis eru Íslendingar ekki Mið- eða Austur-Evrópuþjóð sem þarf á aðstoð að halda við að stíga skref í umbótaátt. En af þessu má þó læra að Evr- ópusambandið og aðild að því snýst ekki bara um atvinnuleysis- og hagvaxtartölur. Meira hefur gjarnan legið undir en einfaldir (flóknir?) útreikningar. Það hefur kannski ekkert með íslenskar að- stæður að gera, en Íslendingar mega samt alveg gera sér grein fyrir því. Við þetta er því að bæta að í Tyrklandi telja menn aðild að ESB svo mikilvæga að þar voru menn tilbúnir til að mæta ýmsum þeim kröfum, sem gerðar voru af hálfu ESB: semsé afnámi dauðarefs- ingar, auk annars sem snýr að auknum mannréttindum og lýð- ræði. Hið rétta andlit ESB, þ.e. sú kröfuharka sem það sýnir, er því sumpartinn býsna fagurt fés. Aðrir þættir, sem ég hef ekki fjallað um hér, koma líka til og telj- ast víst til galla á hugsanlegri Evr- ópusambandsaðild. Ljóst má þó vera af þessu að Evrópusambandið er ekki alvond skepna, sem allt illt á skilið. Ég veit að vísu ekki hvort það skiptir nokkru máli á Íslandi: við erum eyþjóð. Hið rétta andlit ESB? Athyglisvert er […] að kröfuharka ESB virðist ætla að verða til þess að tryggja giftusamlega niðurstöðu á Kýpur; þ.e. hafa vit fyrir misvitrum stjórnmála- mönnum í líkingu við Rauf Denktash … VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is UNDANFARNA daga og vikur hefur umræðan um væntanlega Kárahnjúkavirkjun harðnað til muna, einkum af hálfu ráðamanna og ráðherra. Látum liggja milli mála hvort ég sé fylgjandi eða á móti virkjunum á þessum stað, það skiptir í þessu samhengi ekki öllu máli. Umhverfisverndarsinnar hafa verið sakaðar um tilfinninga- semi, áróðurssemi m.m. og vís- indamenn við Háskóla Íslands hafa verið sakaðir um að misnota stöðu sína og fara með pólitískan áróður. Að sjálfsögðu eru tilfinningar beggja vegna víglínunnar, annað væri óhugsandi í svona stóru máli. En gleymum um stund svoköll- uðum tilfinningum og tölum blá- kalt um peninga og stærð fjárfest- ingarinnar. Þetta er ein stærsta fjárfesting Íslandssögunnar og hvað varðar samninga við Reyð- arál og eða Alcoa þá hefur hvílt mikil leynd yfir. Iðnaðarráðherra hefur margoft sagt að raforku- verðið sem rætt er um og nú vænt- anlega búið að semja um, sé leynd- armál. Ég set stórt spurningar- merki við þetta þegar um er að ræða 100 milljarða kr. framkvæmd þar sem notað er almenningsfé. Til nú að þóknast iðnaðarráðherra þá er ég ekki að tala um ríkisfé, held- ur almannafé. Landsvirkjun er nú einu sinni í eigu ríkis og sveitarfé- laga. Hagfræðingar bæði innan og utan raða umhverfisverndarsinna hafa véfengt opinbera útreikninga og tölur. Rök þessara hagfræðinga hafa verið afgreitt sem bull og vit- leysa, talað um tölur sem standast ekki, þó svo að notaðar hafi verið þekktar tölur um raforkuverð, bæði héðan að heiman og annars staðar frá. Byggist ekki slík rök- færsla ráðamanna á tilfinninga- semi? Þekktir vísindamenn, bæði á sviði líffræði og jarðfræði, hafa komið með góð og gild rök. Þess- um rökum hefur verið sópað af borðinu á álíka hrokafullan hátt. Er það ekki tilfinningasemi? Mér finnst reyndar merkilegt hvernig unnt er að fá leyfi til að byggja nokkra tugi kílómetra vega, eina brú yfir stórfljót og síð- an annað minni háttar áður en bú- ið er að semja og áður en nið- urstöður liggja fyrir um umhverfismat og leyfi til virkjun- arframkvæmda er gefið. Ef húseigandi í Reykjavík mundi byrja framkvæmdir áður en öll leyfi liggja fyrir og teikningar eru samþykktar, þá væri voðinn vís. Er þetta ekki hroki? Því má líka velta fyrir sér hvort okkur vanti enn eina álverksmiðj- una? Þau stórfyrirtæki sem eiga og reka álverksmiðjur eru löngu hætt að byggja slíkar verksmiðjur heima hjá sér. Þeir eru að loka gömlum verksmiðjum og byggja nýjar í þriðja heiminum. Hingað til hefur ekki þótt sérlega fýsilegt að framleiða hráefni og hafa þau lönd sem lifa af framleiðslu hráefnis fyrir iðnþjóðirnar þótt frekar frumstæð hvað varðar efnahags- kerfi. Sem betur fer hefur vægi fisk- veiða og fiskvinnslu farið niður í u.þ.b. 40 % af útflutningstekjum og hafa aðrar greinar fyllt upp í skarðið. Nú er ég ekki sem slíkur að gagnrýna álframleiðslu sem þegar er til í landinu því ákvörðun um hana var tekin fyrir löngu og er barn síns tíma og vona ég að þess- um tveimur fyrirtækjum farnist vel og lengi. Vonandi verður ein- hvern tímann unnt að vinna eitt- hvað hér á landi úr þessu hráefni. Hvað varðar atvinnuástandið á Austurlandi þá er ég ekki sann- færður um að brottfluttir Austfirð- ingar flykkist heim í Fjarðarbyggð til að vinna í einhverjum kerskála. Það er frekar að nokkrir austfirsk- ir bændur geti loksins yfirgefið búið, komist í menninguna og farið að keyra búkollur, fyrst þeir þurfa ekki að mjólka þær lengur. Þetta eru allt hinar stórkostlegustu framkvæmdir og Einar Ben. hlýt- ur að vera kampakátur í sínum himneska Selvogi. Einar gamli Ben. var ekki á undan sinni sam- tíð, heldur var hann á hárréttum tíma, það erum við sem erum átta- tíu árum á eftir. En snúum okkur aftur að há- lendinu. Eins og fyrr sagði þá greinir vísindamenn á um áhrif þessara miklu framkvæmda og þannig verður það að sjálfsögðu alltaf þegar um stórframkvæmdir eru að ræða. Mér hefur verið kennt að við eigum að reyna að skila betri ver- öld en þeirri sem við tókum við. Þetta gildir á öllum sviðum: á mannlega og persónulega sviðinu, og það gildir líka hvað varðar nátt- úruna. Við höfum einfaldlega ekki rétt til að skemma eitthvað sem komandi kynslóðir geta ekki bætt úr. Víðar í heiminum eru vond dæmi um skemmdarverk mannsins á náttúrunni og það með hörmu- legum afleiðingum fyrir mannfólk- ið á viðkomandi svæðum. Var barátta frú Sigríðar í Bratt- holti tilfinningarugl? Hefðum við bara átt að virkja Gullfoss? Því miður er allt of auðvelt fyrir valdhafa að kæfa alla umræðu og afgreiða mörg mál sem tilfinninga- rugl. Umræðan um EES er annað gott dæmi um umræðu sem hefur verið jörðuð af hálfu ráðamanna. Ég vildi óska þjóðinni og alþing- ismönnum þess að í framtíðinni verði greidd atkvæði um öll stór- mál skv. samvisku hvers og eins alþingismanns en ekki skv. flokks- línum. Það væri okkur kjósendum og alþingismönnum fyrir bestu og væri þá unnt að ganga hreint til verks og ekki fela sig á bak við flokkssvuntuna. Hroki eða tilfinningasemi? Eftir Finn P. Fróðason Höfundur er innanhúss- arkitekt, FHI. „Þekktir vís- indamenn, bæði á sviði líffræði og jarðfræði hafa komið með góð og gild rök.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.