Morgunblaðið - 08.01.2003, Side 29

Morgunblaðið - 08.01.2003, Side 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 29 Útsalan hefst á morgun Smáralind - Kringlunni V I L A Smáralind Í TENGSLUM við afsögn Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur sem borgarstjóra og ráðningu ópólitísks borgarstjóra í hennar stað hefur nokkuð verið vikið að stjórn Reykja- víkurborgar 1978–1982 og ráðningu borgarstjóra þá. Sagt hefur verið að það hafi gefist illa að ráða ópólitískan borgarstjóra 1978 og jafnvel gefið í skyn að slæmt samkomulag meiri- hlutaflokkanna á þessu tímabili hafi valdið miklu um hvernig til tókst. Í Morgunblaðinu 31. desember sl. seg- ir að myndað hafi verið þríeyki sem farið hafi með stjórn borgarinnar og borgarstjórinn, Egill Skúli Ingi- bergsson, hafi orðið að bera öll mál – stór og smá – undir það. Þetta er rangt. Hið rétta er eftirfarandi: Al- þýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur fengu meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur 1978. Alþýðuflokkur fékk 2 borgar- fulltrúa, Alþýðubandalag 5 fulltrúa og Framsóknarflokkurinn 1. Þrátt fyrir þennan misjafna styrk meiri- hlutaflokkanna lagði ég fram tillögu á fyrsta viðræðufundi flokkanna um að samstarf flokkanna yrði á jafn- réttisgrundvelli og til þess að inn- sigla það lagði ég til að hver flokkur hefði 1 fulltrúa í borgarráði og for- mennska í ráðinu skiptist milli flokk- anna. Þetta var samþykkt og Alþýðu- flokkurinn fékk formennsku í borgarráði fyrsta árið. Alþýðubanda- lagið fékk forseta borgarstjórnar. Það var ekkert þríeyki myndað til þess að fara með æðstu stjórn borg- arinnar. Völdin lágu hjá borgarráði og borgarstjórn. Borgarstjóri sat að sjálfsögðu alla fundi borgarráðs og borgarstjórnar. Fulltrúar meirihluta borgarstjórnar og meirihluta borg- arráðs héldu að sjálfsögðu iðulega fundi og borgarstjóri sat þá einnig. Eins og framkvæmdastjóri í stóru fyrirtæki framkvæmdi borgarstjóri samþykktir stjórnar borgarinnar. Borgarstjórinn var samviskusamur og vandvirkur en sumum þótti hann full hlédrægur. Samkomulag innan meirihlutans var mjög gott allt tíma- bilið. Aldrei kom upp ágreiningur innan meirihluta borgarráðs. Og að- eins einu sinni kom upp alvarlegur ágreiningur innan meirihluta borg- arstjórnar. Það var um stækkun Landsvirkjunar.Varðandi rekstur borgarinnar var aldrei neinn ágrein- ingur. Það er því alrangt að borg- arstjórinn hafi ekki notið sín vegna ágreinings innan meirihlutans. Og það er þjóðsaga að samkomulag hafi ekki verið gott innan meirihlutans 1978–1982. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði unnu saman eins og einn maður og fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn unnu vel saman í öllum málum nema einu og það mál varðaði ekki rekstur borgarinnar. Eftir Björgvin Guðmundsson „Rangt er, að Egill Skúli Ingi- bergsson hafi orðið að bera öll mál – stór og smá – undir þríeyki.“ Höfundur er fv. borgarfulltrúi Alþýðuflokksins. Stjórn Reykjavíkur- borgar 1978–1982 NOKKUR umfjöllun hefur verið nýlega í fjölmiðlum um þjónustu við erlenda ferðamenn um jól og áramót, m.a. í leiðara Morgunblaðsins sunnu- daginn 29. desember. Um jólin voru u.þ.b. 4–500 erlendir ferðamenn í Reykjavík og um áramót u.þ.b. 1.300 ferðamenn. Íslenskar og erlendar ferðaskrifstofur eru hér með hópa á sínum snærum auk þess sem sívax- andi hópur fólks kemur á eigin veg- um. Ljóst er að flestar ferðaskrifstof- urnar halda utan um sína hópa og bjóða upp á dagskrá og þjónustu og veita fólkinu upplýsingar um hvernig jól og áramót á Íslandi eru haldin. Þá kemur sú spurning hvernig þjónustu og upplýsingar við veitum því fólki sem kemur hér á eigin vegum. Jól og áramót á Íslandi eru mjög sérstök, hér er meiri hátíð og helgi en víðast hvar annars staðar og er þess gætt að sem flestir geti verið með fjöl- skyldum sínum, sérstaklega á að- fangadagskvöld og jóladag. Það er ýmislegt sem við köllum séríslenskt, þ.e. algengara á Íslandi en víðast hvar annars staðar, sem bæði skapast af fámenni þjóðarinnar og þessari miklu helgi jólanna. Það er t.d. séríslenskt að Íslendingar erlendis, s.s. nemend- ur við erlenda skóla, leggi mjög mikið á sig til þess að komast heim til fjöl- skyldunnar yfir hátíðar, það er sér- íslenskt að allur landslýður skuli í sínu fínasta pússi hefja hátíð kl. 18 á aðfangadagskvöld, það er séríslenskt að nánast hver einasta fjölskylda á landinu skjóti upp sínum eigin flug- eldum á gamlárskvöld, það er sérís- lenskt að öll þjóðin skuli horfa á sama gamanþáttinn á sama kvöldi. Það er ennfremur séríslenskt að höfuðdag- blað þjóðarinnar skuli ekki koma út svo dögum skiptir yfir hátíðar. Allt þetta er í huga Íslendinga eðlilegt og getur ekki verið að einhverjum er- lendum ferðamönnum þyki þessi jóla- friður og helgihald eftirsóknarvert þrátt fyrir takmarkaða þjónustu? Nokkur hótel og gistiheimili eru opin yfir jóladagana, m.a. þrjú stærstu hótel borgarinnar sem bjóða upp á fjölbreyttan mat á sínum fyrsta flokks veitingastöðum. Það kann að þykja lítið framboð en á það ber að líta að við erum að tala um einn og hálfan dag sem svo er. Fyrir ferða- menn sem vanir eru öðruvísi jólum er þetta mjög sérstakt og alveg ljóst að hvorki ferðamenn né borgarbúar geta vænst þess á næstunni að geta spáss- érað milli veitingahúsa og skemmti- staða á aðfangadagskvöld eins og fólk gerir víða erlendis. Jólin hér eru ein- faldlega öðruvísi. Ferðaþjónustufyr- irtæki í borginni bjóða upp á fjölda dagsferða út frá Reykjavík á bæði að- fangadag og jóladag, s.s. í Bláa lónið, Gullfoss- og Geysishringinn o.fl. Að þessu sögðu hlýtur að vera mik- ilvægast að allir söluaðilar Íslands- ferða og þeir sem halda úti upplýs- ingavefjum fyrir ferðamenn gæti þess að erlendir ferðamenn hafi rétt- ar upplýsingar um eðli jólahalds á Ís- landi. Það er erfitt að aðstoða ferða- menn sem enga tilraun gera til þess að kynna sér málið en það er á ábyrgð okkar allra sem störfum í ferðaþjón- ustu að sjá til þess að þessar upplýs- ingar séu réttar og aðgengilegar. Jól á Íslandi Eftir Ernu Hauksdóttur Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er á ábyrgð okk- ar allra sem störfum í ferðaþjón- ustu að sjá til þess að upplýsingar séu réttar og aðgengilegar.“ Í UMRÆÐUNNI um virkjanir og stóriðju skiptast menn í tvær andstæðar fylkingar, náttúru- verndarsinna sem vilja sem minnst hrófla við landinu og skila því nán- ast ósnortnu til afkomenda okkar. Þeir tala gjarnan um að þeir sem eru ekki á sama máli fari með hernað gegn landinu. Ég er virkj- unarsinni og tel að þjóðin verði að nýta sér auðæfi landsins, innan skynsamlegra marka sér til fram- dráttar, ef hún á að geta lifað og dafnað í þeim heimi sem við lifum í. Auðvitað er ég líka náttúrusinni og vildi helst skila Fjallkonunni nánast ósnortinni til afkomenda minna en því miður finnst mér það ekki raunhæft. Fiskimiðin, vatns- orkan og jarðhitinn eru okkar mik- ilvægustu auðlindir og hafa skapað okkur lífskjör sem eru með þeim bestu í heiminum í dag. Ég álít lífsnauðsyn fyrir okkur að vera stöðugt í sókn og að auka gull- vinnsluna úr ánum og jarðhitanum. Að vera móti því finnst mér vera hernaður gegn þjóðinni. Ég trúi því að Fjallkonan sé á mínu bandi og vilji að í landinu búi heilbrigð og ánægð þjóð sem geti tekist á við þær veraldlegu áskor- anir sem eru gerðar í dag til hverr- ar þjóðar. Ég trúi því að hún ætlist til þess að við nýtum þær auðlindir sem hún á, okkur til hagsbóta og betra lífs. Hún veit að ekkert er ókeypis og er tilbúin að leggja sitt að mörk- um. Hún hefur mátt þola ýmislegt gegnum tíðina. Hraungos og ösku- gos sem hafa skilið eftir sviðna og svarta jörð og eyðilagt fossa og flúðir á stórum svæðum í gegnum aldirnar. Hún hefur í rólegheitum klætt hraunið litríkum og fallegum mosa og öðrum gróðri og nýir foss- ar, ár og vötn hafa myndast. Ég trúi því líka að hún hafi skilið þörf forfeðra minna til að nýta skóg- arfeldinn hennar til að lifa af, í ár- daga landnámsins. Ég trúi því að hún hafi horft með velþóknun á þegar afar mínir í byrjun síðustu aldar byrjuðu að skera þúfurnar og ræsa fram túnin til að gera þau véltæk. Þá kviknaði von hjá þeim um að geta sett á nokkrar fleiri skjátur og komist úr torfkofunum og komið börnunum sínum til mennta. Ein helsta gullnáma þjóðanna sem byggja Alpana eru fjöllin og náttúrufegurðin. Í stað þess að friða fjöllin og hafa þau að mestu ósnortin, sem hefði verið stórkost- legt, hafa þær valið að vélvæða fjöllin sér til veraldlegra hagsbóta. Þær hafa byggt vegi, jarðgöng, hótel og þorp upp um öll fjöll. Skíðalyftur á flesta fjallatoppa með tilheyrandi möstrum, vírum, stólum og kláfum, auðvitað er mik- il sjónmengun af þessu öllu. Á móti kemur að öllu venjulegu fólki hefur verið gert kleift vetur sem sumar að njóta Alpanna frá dýpstu dölum til hæstu fjallatinda. Við eigum að gera svipað, nema taka frá og friða ákveðin vernd- arsvæði þar sem ósnortin íslensk náttúra fær að njóta sín. Ég tel að hægt sé að gera þetta og samt virkjað þar sem er hagkvæmt að virkja. Virkjunarframkvæmdirnar á hálendinu með sínum vegum og mannvirkjum, koma til með að auðvelda ferðamönnum að komast að og njóta íslenskra öræfa og náttúru. Auðvitað myndi okkar ört vaxandi ferðamannaiðnaður njóta góðs af. Mín skoðun er að álver á Reyð- arfirði myndi verða stórkostleg lyftistöng fyrir alla íbúa landsins og sérstaklega fyrir íbúa Austur- lands alveg frá Akureyri til Horna- fjarðar. Þó að ég sé fæddur og al- inn upp í Reykjavík þá tel ég að til að geta notið landsins alls, ekki bara öræfanna, þurfi öfluga og blómlega byggð um allt land. Því miður hefur þróunin síðustu ára- tugi verið þannig að ein helsta gullnáma byggðanna út um land, þ.e. fiskiðnaðurinn, hefur minnkað stórlega. Þess vegna finnst mér það vera hernaður gegn þjóðinni ef þessum byggðum verður meinað að nýta sér aðrar gullnámur sem landið hefur upp á að bjóða og þessir gömlu fiskibæir látnir drabbast niður og verða að hálf- gerðum draugabæjum. Með hernaði gegn þjóðinni Eftir Rúnar Guðbjartsson „Mín skoð- un er að ál- ver á Reyð- arfirði myndi verða stór- kostleg lyftistöng fyrir alla íbúa landsins.“ Höfundur er sálfræðingur og fyrr- verandi flugstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.