Morgunblaðið - 08.01.2003, Side 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 31
✝ Gunnar Ingi Löv-dal fæddist í
Reykjavík hinn 25.
febrúar 1964. Hann
lést af slysförum í
Reykjavík föstudag-
inn 27. desember síð-
astliðinn. Hann var
sonur hjónanna Sig-
rúnar Jóhönnu Jóns-
dóttur og Edvards
Lövdal, þau slitu
samvistum.
Systkini Gunnars
Inga eru Ragnar
Kornelíus, f. 28.
september 1958, Jón Valdimar,
f. 9. desember 1959, d. 1. mars
1982, Sigurður Jóhann, f. 26. júlí
1962, Ólafía Vigdís, f. 3. júní
1965, Sigrún Edda, f. 11. október
1966, Ingiberg, f. 13. september
1969, og Sigurgeir, f. 3. maí
1977, Kári Þór, f. 22. júlí 1965,
og Gyða, f. 17. desember 1965.
Gunnar Ingi eignaðist þrjú
börn, þau eru Jónas Ingólfur, f.
30. september 1982, Sonny, f. 16.
maí 1991, og Sunna
Lind, f. 4. ágúst 1992.
Gunnar Ingi ólst
upp í Breiðholti og
var í Breiðholtsskóla
til 13 ára aldurs, fór
þá tvo vetur í Húsa-
bakkaskóla í Svarf-
aðardal. Hann lauk
grunnskólaprófi í
Reykholti í Borgar-
firði. Gunnar Ingi
stundaði aðallega
störf tengd sölu-
mennsku og sjó-
mennsku. Hann
stundaði sjó frá unga aldri, bæði
við fiskveiðar og einnig á far-
skipum. Hann var tvö ár til sjós í
Noregi. Gunnar Ingi starfaði um
árabil við sölu á notuðum bif-
reiðum. Hann hafði skipstjórn-
arréttindi og gerði út skemmti-
bátinn MS Andreu þegar hann
lést.
Útför Gunnars Inga verður
gerð frá Kópavogskirkju í dag
og hefst athöfnin kl. 13.30.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Mig langar að minnast Gunna með
fáeinum orðum.
Ég er búinn að þekkja Gunna í góð
tíu ár og á ég honum margt gott að
þakka af þessum árum enda eru
minningarnar margar og góðar. Ég
og Gunni unnum saman um tíma við
að mála, hann stytti oft stundirnar
við vinnuna því hann var mikill húm-
oristi og hafði gaman af að segja frá.
Þeir voru ófáir mennirnir sem Gunni
hitti að hann gaf þeim ekki nafn og
auðvitað fann hann nafn á mig sem
var „Njalli“, ég vildi fá smá skýringu
á þessu nafni og jú það var ekki flók-
ið, honum fannst ég nöldra helst til
mikið við vinnuna og eftir það kallaði
hann mig aldrei neitt annað. Þá
fannst mér við hæfi að kalla hann
Dagstein en Gunni var ekki eins hrif-
inn af því og fannst það ekki eins
sniðugt, hann var nefnilega einn af
þeim sem hafði gaman af að stríða og
gera grín en átti ekki eins gott með
að taka því sjálfur.
Gunni var góður vinur og gaman
að umgangast hann. Það væri hægt
að sitja og skrifa margar blaðsíður
um Gunna en það ætla ég ekki að
gera því minninguna um Gunna mun
ég geyma í hjarta mínu.
Kæra fjölskylda, skarðið sem
Gunni skilur eftir verður aldrei fyllt
en minningarnar eru margar sem
munu lifa með okkur um ókomna tíð.
Ég bið góðan Guð að vera með og
styrkja börnin hans, Jónas Ingólf,
Sonny, Sunnu Lind, foreldra og
systkini í þeirra miklu sorg og alla
aðra aðstandendur.
Minning um góðan dreng lifir.
Þinn vinur og mágur,
Bjarni Þór.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Gunni.
Mikið ofboðslega er erfitt og sárt
að sjá á eftir þér og söknuðurinn er
alveg óbærilegur, en það er gott til
þess að hugsa að Nonni hefur tekið á
móti þér og er það huggun harmi
gegn. Þegar ég fékk að vita að þú
værir látinn komst ég ekki hjá að
hugsa til þess hversu ótrúlegt og
ósanngjarnt þetta líf væri og á erfitt
með að sætta mig við það að nú sé
bæði búið að taka Nonna og þig frá
okkur langt um aldur fram. En það á
að vera einhver tilgangur með þessu
þó svo að ég sjái hann ekki núna og
viti ekki hver hann er. En ég finn
styrk í minningunni um þig, þessar
minningar eru ljúfar, þær lifa í hjört-
um okkar og verða ekki teknar frá
okkur.
Þegar ég minnist þín er það fyrsta
sem kemur í hugann hversu mynd-
arlegur og fallegur þú varst, þú varst
skemmtilegur og fyndinn en samt
svolítill einfari sem fórst þínar eigin
leiðir, manni fannst ekki lífið alltaf
leika við þig en samt einhvern veginn
gastu alltaf séð hlægilegu hliðina á
þessu öllu saman og bara slóst því
upp í grín og hélst ótrauður áfram.
Það virtist vera alveg sama hvenær
eða hvar þú komst, alltaf varstu
hrókur alls fagnaðar, svo ótrúlega
orðheppinn og hafðir mikla frásagn-
arhæfileika sem ekki er okkur öllum
gefinn og því var alltaf svo gaman að
hlusta á þig segja frá því sem á daga
þína hafði drifið og því fólki sem þú
hittir því þú hafðir yfirleitt alltaf eitt-
hvað um það að segja. Þú hafðir mik-
inn áhuga á bílum og hafðir gaman af
að stússast í að kaupa og selja bíla
enda varstu mikill sölumaður. Þú
hafðir mjög gaman af tónlist og varst
alltaf til í að grípa gítarinn og taka
lagið. Þú varst hugmyndaríkur og
varst einn af þeim sem framkvæmdir
þær hugmyndir sem þér leist vel á
og það var fyrir um ári sem þú fékkst
þá hugmynd að kaupa þér bát og
eins og svo oft þá framkvæmdir þú
hugmyndina og báturinn varð þinn.
Þú lagðir allt í þennan bát og varst
mikið stoltur af honum og gerðir
hann út til sjóstangar og skemmti-
ferða. Ég var ekki ein af þeim fjöl-
mörgu sem fóru í ferð með þér þó svo
að oft hafir þú boðið mér og ekki
skildir þú þá áráttu mína að vilja
aldrei út á sjó fara og auðvitað gastu
slegið því upp í grín og spaugað með
það. Þú eignaðist þrjá sólargeisla,
Jónas Ingólf, Sonny og Sunnu Lind.
Þú varst svo stoltur af þeim enda
börnin falleg og öllum þeim kostum
búin sem faðir getur verið stoltur af.
Sporin sem í dag verða stigin verða
þung og erfið en minning um góðan
dreng mun lifa um ókomna tíð.
Guð þig geymi, elsku Gunni.
Þín systir.
Edda.
„Af hverju þurfti nú Gunni að
deyja, hann sem var svo mikill grín-
karl?“ sagði litla frænka þín og ég
spurði mig að þessu sama. Reyndi að
finna svar en allt sem ég gat sagt var
að stundum bara deyr fólk þótt það
sé ekki gamalt og veikt. Svona er
lífsins skóli og við verðum að halda
áfram, muna að ekkert er sjálfsagð-
ur hlutur í lífinu. Ég hugsa um börn-
in þín, hvað lífið hefur nú þegar
kennt þeim, Jónas Ingólf, Sunnu
Lind og Sonny. Öll svo falleg, hrein
og bein. Við mæðgur vottum þeim
okkar dýpstu samúð og óskum þess
að Guð veri með þeim í þessum erf-
iðleikum.
Elsku Gunni, þú varst sannarlega
„grínkarl“. Við minnumst þín og
margra gleði- og hláturstunda með
þér, gítarsins og skemmtilegra
sagna og orðatiltækja frá þér. Þú
hafðir gott hjarta.
Við kveðjum þig með söknuði,
kæri frændi og mágur.
Svanhildur A. Sigurgeirs.
Theódóra og Dagbjört.
Að kvöldi 27. desember sitjum við
Jói mágur í kaffi, Raggi er staddur
uppi á fjöllum með útlendinga, Edda
hringir til mín með þessar hörmu-
legu fréttir, hann Gunni okkar er dá-
inn.
Það koma margar ljúfar minning-
ar upp í huga mér, en ekki er auðvelt
að setja þær á blað.
Það var fyrir tæpum 27 árum að
ég kynntist Gunna, en hann var þá
12 ára snáði, en ég 17 ára, þetta var
þegar ég fór að vera með honum
Ragga mínum.
Gunni var ekki lengi að ná hjarta
mínu, því hann var mjög hugljúfur,
þótt hann hefði mikið skap.
Í gegnum tíðina var Gunni mikið
með okkur, þótt það hefði ekki verið
eins mikið í seinni tíð.
Gunni var hrókur alls fagnaðar,
spilandi á gítarinn og sögumaður
góður. Það var hægt að sitja tímun-
um saman og hlusta á hann segja
sögur bæði af sjálfum sér og öðrum.
Ekki er hægt að sleppa því að
segja frá gömlu góðu systkinapartí-
unum, Gunni spilandi á gítarinn og
við sungum með, þetta voru frábær-
ar samkomur.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þig, Gunni minn. Guð blessi
þig og börnin þín: Jónas Ingólf,
Sonny og Sunnu Lind.
Foreldrum, systkinum, Birnu og
öðrum aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð.
Guð veri með ykkur og gefi ykkur
styrk.
Kristín Halldórsdóttir.
GUNNAR INGI
LÖVDAL
Fleiri minningargreinar
um Gunnar Inga Lövdal bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma okkar
og langamma,
VALBORG GÍSLADÓTTIR,
Bergöldu 4,
Hellu,
áður Mávahlíð 34,
er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Hulda S. Eggertsdóttir, Eggert Ólafsson,
Eggert V. Guðmundsson, Eygló Bergs,
Sigurður B. Guðmundsson, Jaroon Nuamnui
og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
ÓLAFUR BERGMANN ELÍMUNDARSON
frá Hellissandi,
til heimilis í Stóragerði 7,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur sunnudaginn 5. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudag-
inn 14. janúar kl. 13.30.
Fyrir mína hönd, systkina og annarra vandamanna,
Viktoría Daníelsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, ástvina mín, tengda-
móðir, amma og langamma,
ODDLAUG VALDIMARSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánu-
daginn 6. janúar.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðviku-
daginn 15. janúar kl. 13.30.
Halldóra Ólafsdóttir,
Alda Jóna Ósk Ólafsdóttir, Ólafur Svanur Gestsson,
Ragnheiður Ólafsdóttir,
Aðalsteinn Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
MIKAEL GABRIELSSON,
Mijo Benkovic
leigubílstjóri,
lést mánudaginn 6. janúar.
Sigríður Ósk Guðmundsdóttir,
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, Paula van der Ham,
Stefán Benkovic Mikaelsson, Hildur Björg Hafstein,
Elísabet Benkovic Mikaelsdóttir, Ólafur H. Jónsson
og barnabörn.
Sambýlismaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir,
VILMUNDUR HAFSTEINN REIMARSSON,
Hreggnasa,
Bolungarvík,
lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar mánudaginn 6. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigfríður Hallgrímsdóttir,
Reimar H. Vilmundarson,
Guðrún H. Vilmundardóttir
og aðrir aðstandendur.
Bróðir okkar, mágur og frændi,
KRISTJÁN M. JÓHANNESSON,
Eyjabakka 11,
lést á hjartadeild Landspítalans aðfaranótt
sunnudagsins 5. janúar.
Guðleif K. Jóhannesdóttir, Þorsteinn S. Sigvaldason,
Magnús Jóhannesson, Guðríður Guðmundsdóttir,
börn og barnabörn þeirra.
Ástkær frænka okkar,
KATRÍN ELLERTSDÓTTIR,
Sólheimum 12,
Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 4. janúar.
Útförin verður gerð frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 15. janúar kl. 11.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Elín Gunnarsdóttir, Guðjón Sigurðsson.