Morgunblaðið - 11.01.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 11.01.2003, Síða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 8 3 0 4 / sia .is FITUL&LÍTIÐ Ef þú ert að spá í línurnar getur þú notið þess að smyrja með fitulitlu viðbiti sem bragðast líkt og smjör. Létt og laggott – þyngdarlausa viðbitið. ÞAÐ VAR allt á tjá og tundri í höf- uðstöðvum Landlæknisembættisins í gær, þó ekki vegna farsóttar, held- ur flutninga sem standa yfir. Emb- ættið er nefnilega að flytja á Aust- urströnd 5 á Seltjarnarnesi og verða skrifstofur þess opnaðar þar á mánudaginn. Það var því mikið um að vera í gær er starfsmenn pökk- uðu saman föggum sínum í gömlu skrifstofunni á Laugavegi 116 og héldu á vit nýrra ævintýra á Nesinu. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem landlæknir fær aðstöðu á Seltjarn- arnesi því þegar embættið varð til árið 1760 var landlæknir þar allt til ársins 1834. „Það ár var embættið flutt til Reykjavíkur,“ útskýrir Sig- urður Guðmundsson landlæknir sem gaf sér tíma til að ræða við blaðamann þrátt fyrir að standa nánast á haus ofan í pappakassa í gær. „Þá var verið að búa til höf- uðborg og embættið flutt frá út- kjálkanum, þ.e. Nesinu.“ Aftur til heimahaganna Landlæknisembættið var lengi vel í Arnarhvoli að sögn Sigurðar en flutti á Laugaveg 116 árið 1981 þar sem það hefur verið þar til nú. „En núna ætlum við að fara aftur til heimahaganna á Seltjarnarnesi. Flutningarnir hafa þó átt sér um tveggja ára aðdraganda. Það var orðið ljóst að við þyrftum annað húsnæði, orðið þröngt um okkur og skrifstofurnar komnar á þrjá staði. Svo flutningar voru orðnir tímabær- ir.“ Sigurður segist ánægður með nýju aðstöðuna sem sé í nýju hús- næði sem hafi verið sérstaklega skipulagt með starfsemi Landlækn- isembættisins í huga. Þá sé útsýnið betra á Austurströndinni. „Ég get ekki borið útsýnið á gamla og nýja staðnum saman. Á nýja staðnum horfi ég beint á Esjuna en á Lauga- veginum beint á lögreglustöðina, með fullri virðingu fyrir vinum okk- ar í lögreglunni.“ Sigurður segir að þrátt fyrir þessa gömlu tengingu við Seltjarn- arnesið hafi það ekki verið meg- inástæða þess að embættið flytur á Austurströndina. Starfsmenn Land- læknisembættisins eru 24 og höfðu þeir allir með tölu í nógu að snúast í gær við flutningana. „Það þarf eiginlega að flytja á fimm ára fresti,“ segir Sigurður að lokum áður en hann tók til við að pakka ofan í kassa á nýjan leik. „Það er alltaf svo mikið drasl sem þarf að henda.“ Landlæknisembættið flytur frá Laugavegi 116 á Austurströnd 5 á Seltjarnarnesi Flytur á ný til heimahaganna Morgunblaðið/Árni Sæberg Stund milli stríða. Sigurður Guðmundsson landlæknir og starfsfólk Landlæknisembættisins tók sér hlé frá flutn- ingunum í gær og gæddi sér á pizzu. Skrifstofa embættisins verður opnuð á nýja staðnum á mánudaginn. Seltjarnarnes Jóns Péturs og Köru, Skákskóli Ís- lands, Jassballetskóli Báru, Karate- félagið Þórshamar, Balletskóli Eddu Scheving, Frístundamiðstöðin Tónabær, Borgarbókasafnið í Kringlunni, Háteigskirkja og Hall- grímskirkja. Á fjölskylduhátíð Nella nágranna í Tónabæ verður boðið upp á atriði OPIÐ hús verður hjá fjölmörgum aðilum sem bjóða upp á tómstunda- og íþróttastarf í austurborginni í dag. Um árlegan viðburð er að ræða er kallast Dagur Nella nágranna. Þá er börnum og foreldrum í hverf- unum sem markast af Þingholtun- um, Suðurlandsbraut og Grensás- vegi boðið að kynna sér það fjölbreytta starf sem í boði er fyrir börn utan hefðbundins skólatíma. Jafnframt verður lífleg fjöl- skylduhátíð haldin kl. 16:30 í Fé- lagsmiðstöðinni Tónabæ, Safamýri 28. Þrettán aðilar sem bjóða upp á þjónustu fyrir börn og unglinga verða með opið hús milli kl. 13 og 16. Það eru knattspyrnufélögin Val- ur og Fram, Mímir – símenntun, Skátafélagið Landnemar, Dansskóli úr smiðju þjónustuaðila og happ- drætti. Meðal vinninga verða nám- skeið fyrir börn og unglinga frá þeim sem taka þátt í deginum. Verkefnið er skipulagt af For- varnarfélaginu Samtaka, sem er samstarfsverkefni nokkurra aðila sem starfa með börnum í hverfun- um hans Nella. Dagur Nella nágranna Austurborg Ljósmynd/Ásdís Fjölskylduhátíðin í Tónabæ á Degi Nella nágranna í fyrra var vel sótt. Þar var m.a. hægt að fylgjast með borðtennissnillingum sýna meistaratakta. SKOTMENN í Reykjavík hafa nú fengið æfinga- og keppnisaðstöðu innanhúss í Egilshöllinni í Grafarvogi samkvæmt viðbótarsamningi sem borgarstjórinn í Reykjavík undirrit- aði í gær ásamt eigendum Egilshall- arinnar. Samningurinn hefur í för með sér enn frekari leigu borgarinnar á aðstöðu í höllinni, en samkvæmt honum fær fimleikafólk Fjölnis sér- útbúna aðstöðu, Korpuskóli aðstöðu til íþróttakennslu og frjálsíþróttafólk í Reykavík fær þreföldum á æfingaað- stöðu sinni innanhúss. Samið um aðstöðu til íþróttaiðkunar Grafarvogur Morgunblaðið/RAX Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri undirritar samninginn ásamt (f.v.) Snorra Hjaltasyni og Sigurði Sigurgeirssyni, eigendum Egilshall- arinnar, og Önnu Kristinsdóttur, formanni Íþrótta- og tómstundaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.