Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 8 3 0 4 / sia .is FITUL&LÍTIÐ Ef þú ert að spá í línurnar getur þú notið þess að smyrja með fitulitlu viðbiti sem bragðast líkt og smjör. Létt og laggott – þyngdarlausa viðbitið. ÞAÐ VAR allt á tjá og tundri í höf- uðstöðvum Landlæknisembættisins í gær, þó ekki vegna farsóttar, held- ur flutninga sem standa yfir. Emb- ættið er nefnilega að flytja á Aust- urströnd 5 á Seltjarnarnesi og verða skrifstofur þess opnaðar þar á mánudaginn. Það var því mikið um að vera í gær er starfsmenn pökk- uðu saman föggum sínum í gömlu skrifstofunni á Laugavegi 116 og héldu á vit nýrra ævintýra á Nesinu. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem landlæknir fær aðstöðu á Seltjarn- arnesi því þegar embættið varð til árið 1760 var landlæknir þar allt til ársins 1834. „Það ár var embættið flutt til Reykjavíkur,“ útskýrir Sig- urður Guðmundsson landlæknir sem gaf sér tíma til að ræða við blaðamann þrátt fyrir að standa nánast á haus ofan í pappakassa í gær. „Þá var verið að búa til höf- uðborg og embættið flutt frá út- kjálkanum, þ.e. Nesinu.“ Aftur til heimahaganna Landlæknisembættið var lengi vel í Arnarhvoli að sögn Sigurðar en flutti á Laugaveg 116 árið 1981 þar sem það hefur verið þar til nú. „En núna ætlum við að fara aftur til heimahaganna á Seltjarnarnesi. Flutningarnir hafa þó átt sér um tveggja ára aðdraganda. Það var orðið ljóst að við þyrftum annað húsnæði, orðið þröngt um okkur og skrifstofurnar komnar á þrjá staði. Svo flutningar voru orðnir tímabær- ir.“ Sigurður segist ánægður með nýju aðstöðuna sem sé í nýju hús- næði sem hafi verið sérstaklega skipulagt með starfsemi Landlækn- isembættisins í huga. Þá sé útsýnið betra á Austurströndinni. „Ég get ekki borið útsýnið á gamla og nýja staðnum saman. Á nýja staðnum horfi ég beint á Esjuna en á Lauga- veginum beint á lögreglustöðina, með fullri virðingu fyrir vinum okk- ar í lögreglunni.“ Sigurður segir að þrátt fyrir þessa gömlu tengingu við Seltjarn- arnesið hafi það ekki verið meg- inástæða þess að embættið flytur á Austurströndina. Starfsmenn Land- læknisembættisins eru 24 og höfðu þeir allir með tölu í nógu að snúast í gær við flutningana. „Það þarf eiginlega að flytja á fimm ára fresti,“ segir Sigurður að lokum áður en hann tók til við að pakka ofan í kassa á nýjan leik. „Það er alltaf svo mikið drasl sem þarf að henda.“ Landlæknisembættið flytur frá Laugavegi 116 á Austurströnd 5 á Seltjarnarnesi Flytur á ný til heimahaganna Morgunblaðið/Árni Sæberg Stund milli stríða. Sigurður Guðmundsson landlæknir og starfsfólk Landlæknisembættisins tók sér hlé frá flutn- ingunum í gær og gæddi sér á pizzu. Skrifstofa embættisins verður opnuð á nýja staðnum á mánudaginn. Seltjarnarnes Jóns Péturs og Köru, Skákskóli Ís- lands, Jassballetskóli Báru, Karate- félagið Þórshamar, Balletskóli Eddu Scheving, Frístundamiðstöðin Tónabær, Borgarbókasafnið í Kringlunni, Háteigskirkja og Hall- grímskirkja. Á fjölskylduhátíð Nella nágranna í Tónabæ verður boðið upp á atriði OPIÐ hús verður hjá fjölmörgum aðilum sem bjóða upp á tómstunda- og íþróttastarf í austurborginni í dag. Um árlegan viðburð er að ræða er kallast Dagur Nella nágranna. Þá er börnum og foreldrum í hverf- unum sem markast af Þingholtun- um, Suðurlandsbraut og Grensás- vegi boðið að kynna sér það fjölbreytta starf sem í boði er fyrir börn utan hefðbundins skólatíma. Jafnframt verður lífleg fjöl- skylduhátíð haldin kl. 16:30 í Fé- lagsmiðstöðinni Tónabæ, Safamýri 28. Þrettán aðilar sem bjóða upp á þjónustu fyrir börn og unglinga verða með opið hús milli kl. 13 og 16. Það eru knattspyrnufélögin Val- ur og Fram, Mímir – símenntun, Skátafélagið Landnemar, Dansskóli úr smiðju þjónustuaðila og happ- drætti. Meðal vinninga verða nám- skeið fyrir börn og unglinga frá þeim sem taka þátt í deginum. Verkefnið er skipulagt af For- varnarfélaginu Samtaka, sem er samstarfsverkefni nokkurra aðila sem starfa með börnum í hverfun- um hans Nella. Dagur Nella nágranna Austurborg Ljósmynd/Ásdís Fjölskylduhátíðin í Tónabæ á Degi Nella nágranna í fyrra var vel sótt. Þar var m.a. hægt að fylgjast með borðtennissnillingum sýna meistaratakta. SKOTMENN í Reykjavík hafa nú fengið æfinga- og keppnisaðstöðu innanhúss í Egilshöllinni í Grafarvogi samkvæmt viðbótarsamningi sem borgarstjórinn í Reykjavík undirrit- aði í gær ásamt eigendum Egilshall- arinnar. Samningurinn hefur í för með sér enn frekari leigu borgarinnar á aðstöðu í höllinni, en samkvæmt honum fær fimleikafólk Fjölnis sér- útbúna aðstöðu, Korpuskóli aðstöðu til íþróttakennslu og frjálsíþróttafólk í Reykavík fær þreföldum á æfingaað- stöðu sinni innanhúss. Samið um aðstöðu til íþróttaiðkunar Grafarvogur Morgunblaðið/RAX Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri undirritar samninginn ásamt (f.v.) Snorra Hjaltasyni og Sigurði Sigurgeirssyni, eigendum Egilshall- arinnar, og Önnu Kristinsdóttur, formanni Íþrótta- og tómstundaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.