Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SLÖK ÁVÖXTUN Raunávöxtun eigna lífeyrissjóð- anna á nýliðnu ári verður víða í kringum núllið og neikvæð í sumum tilvikum og ræður þar mestu hlutfall eigna sjóðanna erlendis. Þetta er þriðja árið í röð sem ávöxtunin er al- mennt slök en hún var mjög góð árin þar á undan. Fyrsta vetnisstöðin opnuð Fyrsta vetnisstöð í heimi, sem er uppbyggð fyrir almennan markað, verður opnuð á Íslandi 24. apríl nk. Til að byrja með þjónustar stöðin eina vetnisbifreið af gerðinni Benz og verður hún sú fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. Mikil rykmengun Rykmengun var 10 til 20 sinnum meiri í Reykjavík á gamlársdag en á venjulegum degi, en rykið kom frá flugeldum, sem sprengdir voru um áramótin. Áhyggjur af atvinnuleysi Forystumenn launþega hafa áhyggjur af auknu atvinnuleysi og segja að það bitni á öllum. Góð loðnuveiði geti hins vegar bjargað stöðu mála í fiskvinnslunni og fram- kvæmdir við virkjun og álver auki bjartsýni. Aukinn herafli Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að að senda um 35.000 hermenn til við- bótar til Persaflóa og stefnir í að 100.000 bandaríska hermenn verði þar að finna við lok þessa mánaðar. Hins vegar vilja bandamenn þeirra í Evrópu hægja á undirbúningi að- gerða gegn stjórn Saddams Húss- eins Íraksforseta. Fer fram á frávísun Pétur Þór Gunnarsson, fyrrver- andi eigandi Gallerís Borgar, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa falsað eða látið falsa nær 100 mynd- verk, ætlar að krefjast þess að ákæru efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra verði vísað frá Hér- aðsdómi Reykjavíkur þar sem hann hafi áður verið dæmdur í sama saka- máli. Milljón manns á útifundi Stjórnvöld í Norður-Kóreu vör- uðu í gær við því að þau kynnu að hefja á ný tilraunir með eigin eld- flaugavopnatækni og um ein milljón manna var sögð hafa safnast saman á útifundi í höfuðborginni Pyong- yang til stuðnings ákvörðuninni. Tölvusmiðjan óskar eftir að ráða fólk í eftirfarandi störf Tölvunarfræðingur — kerfisfræðingur Verið er að leita að einstaklingi með háskóla- menntun í tölvunarfræðum. Nauðsynlegt er að hafa reynslu af hlutbundinni, lagskiptri for- ritun fyrir Internet-lausnir. Starfið felst í við- haldi og áframhaldandi þróun hugbúnaðar, nýsmíði hugbúnaðar, þ.m.t. þarfagreiningu, hönnun, prófunum og uppsetningu. Starfið krefst hæfni til að vinna sjálfstætt og í hóp. Samskipti við viðskiptavini eru einnig hluti af starfinu. Þjónustufulltrúi Verið er að leita að einstaklingi til að sinna verkstjórn og gæðastjórnun í þjónustudeild fyrirtækisins. Helstu verkefni eru: Móttaka verk- beiðna, verkstjórn, gæðastjórnun, upplýsinga- gjöf, símsvörun, afgreiðsla og önnur tilfallandi þjónusta. Mikilvægt er að vikomandi hafi þjón- ustulund, hafi gaman að krefjandi verkefnum og geti unnið sjálfstætt. Góð tölvukunnátta nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega Kerfisstjóri — netmaður Verið er að leita að einstaklingi til að sinna dag- legum rekstri á netþjónum og netbúnaði. Aðal- lega er um að ræða rekstur á búnaði í hýsing- arþjónustu og kerfisleigu, rekstur internetþjóna s.s. vefþjóna, póstþjóna o.fl. Starfið krefst af- burðarþekkingar á Microsft stýrikerfum og æskilegt að viðkomandi hafi reynslu á þessu sviði. Leitað verður eftir meðmælum og einnig er æskilegt að viðkomandi hafi Microsoft vott- un. Eftirfarandi kostir skipta einnig miklu máli: Þekking á víðnetsbúnaði (aðalega Cisco), Grunnþekking á Linux, hæfileiki til að vinna sjálfstætt og skipulega, almennur áhugi á upp- lýsingatækni og nýjungum á því sviði, metnað- ur og almenn reglusemi. Um Tölvusmiðjuna Tölvusmiðjan er fyrirtæki í upplýsingatækni og eru helstu starfssvið tölvuþjónusta, netþjónusta, víðnetslausnir og hugbúnaðarþróun. Tölvusmiðjan hefur starfsstöðvar á Egilsstöðum og í Neskaupstað og þjónustar fyrirtæki og stofnanir á miðausturlandi. Fjöldi starfsfólks í dag er 9. Umsóknir sendist á netfangið starf@tolvusmidjan.is. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 470 2230. Deildarstjóri hjúkrunardeildar HSSA Hjúkrunarfræðingur óskast í fasta stöðu deildarstjóra á hjúkrunardeild HSSA á Hornafirði. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands (HSSA) skiptist í hjúkrunardeild, sjúkra- deild, fæðingardeild, dvalarheimili, heilsugæslu og heimaþjónustudeild. Væntanlega verður til deild heilabilaðra við stækkun húsnæðisins. HSSA varð til þegar Sveitarfélagið Hornafjörður tók að sér reynsluverki í heilbrigðis- og öldrun- armálum 1996. Verkefnið fól í sér yfir- töku verkefna frá ríkinu, þ.e. heilsugæslu og önnur verkefni sem ríkið sér um á landsvísu. Samkvæmt reglum sveitarfélagsins fá þeir einstaklingar og fjölskyldur sem koma til starfa flutningsstyrk og hús- næðisstyrk fyrstu þrjú árin Hafið sam- band og kynnið ykkur önnur kjör sem í boði eru. Nánari upplýsingar um stöðuna veita Guðrún Júlía Jónsdóttir hjúkrunarfor- stjóri í síma 478 1021 og 478 1400 og Jó- hann Ólafsson framkvæmdastjóri í síma 478 2071. Á Hornafirði búa um 2.300 manns, flestir á Höfn. Aðalat- vinnan er sjávarútvegur og ferðaþjónusta. Á Höfn eru þrír leikskólar. Grunnskólinn er þrískiptur, 1.—3. bekkur fer í Nesjaskóla, 4.—7. bekkur í Hafnarskóla og gagnfræðadeild- in fer í Heppuskóla. Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafells- sýslu (menntaskóli) er á Höfn í nýju húsnæði sem kallast Nýheimar. Þar er einnig til húsa Menningarmiðstöð (bókasafn) og Austurlandssetur Háskóla Íslands, rannsókn- ardeild. Aðstaða til fjarnáms er til fyrirmyndar á Hornafirði. Náttúrufegurð í héraðinu er rómuð. Auðvelt er að stunda út- ivist af öllu tagi, s.s. kajaksiglingar, göngur, veiðar og fjalla- ferðir eru óvíða fjölbreyttari. Samgöngur eru góðar. Áæt- lunarflug milli Hafnar og Reykjavíkur, sumar og vetur. Veg- asamband við höfuðborgarsvæðið er beint og breitt, eini fjallvegurinn á leiðinni er Hellisheiði og því eru vetrarsam- göngur mjög greiðar. Tölvu- og upplýsingatækni — leitum að skipulögðum og úrræðagóðum aðila — Í boði er áhugavert og spennandi starf í tölvu- og upplýsingatækni fyrir tölvunarfræðing eða kerfisfræðing. Starf verkefnastjóra Starfssvið:  Umsjón með nýsmíði, hönnun og prófunum á hugbúnaði.  Vinna í áætlanagerð og skipulagningu.  Vinna við eftirlit á framvindu verkefna og samskipti við verktaka.  Önnur tilfallandi verkefni. Menntun og hæfniskröfur:  Háskólapróf í tölvunarfræði, kerfisfræði eða önnur sambærileg tæknimenntun.  Þekking á Oracle og SQL æskileg.  Öguð og sjálfstæð vinnubrögð og færni í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar veitir Rósa Halldórsdóttir, yfirverkefnastjóri á tölvu- og upplýsingatækni Tryggingastofnunar, sími 560 4464, tölvupóst- fang rosah@tr.is . Senda má upplýsingar raf- rænt eða í pósti til starfsmannaþjónustu Trygg- ingastofnunar, Laugavegi 114, 150 Reykjavík, tölvupóstfang gudjonsk@tr.is . Umsóknarfrest- ur er til 20. janúar 2003. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Upplýsingar um Tryggingastofnun má finna heimasíðu: http://www.tr.is . Starfsfólk óskast Ferskar kjötvörur hf. óska eftir að ráða starfs- fólk til almennra framleiðslustarfa. Umsóknarfrestur er til 15. janúar n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu fyrirtækisins að Síðumúla 34, Reykjavík. Nánari uppl. veitir Ingibjörn Sigurbergsson fram- leiðslustjóri á staðnum milli kl. 14.00-16.00. Bílstjóri óskast Starfið felst í tiltekt, sækja vörur, útkeyrslu og afhendingu vöru til viðskiptavina. Hæfniskröfur eru að umsækjandi hafi umtals- verða reynslu af störfum við útkeyrslu, en meirapróf og/eða lyftarapróf er æskilegt. Rík áhersla er lögð á reglusemi, snyrtimennsku, nákvæmni í vinnubrögðum og lipurð í mann- legum samskiptum. Leitað er að metnaðarfull- um einstaklingi, sem býr yfir góðri reynslu og er vanur að vinna sjálfstætt sem og í hópi. Æskilegur aldur er frá 30 ára. Upplýsingar gefur Stefán Friðþórsson milli kl. 9 og 12 mánudag og þriðjudag á skrifstofu í Klettagörðum 12. Upplýsingar eru ekki gefnar í síma. Sindra Stál. Hjá Sindra starfa 60 manns og eru með höfuðstöðvar í Klettagörðum 12 í Reykjavík ásamt því að reka tvær verslanir í Hafnarfirði og á Akureyri. Organisti Staða organista í Möðruvallaklausturspresta- kalli er laus til umsóknar. Um er að ræða kór- stjórn og tónlistarflutning í Möðruvallakirkju, Glæsibæjarkirkju, Bægisárkirkju og Bakkakirkju í Öxnadal. Laun skv. kjarasamningi Félags íslenskra organleikara. Upplýsingar um starfið veitir sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir sóknarprestur í síma 462 1963 og 898 4640. Umsóknum skal skila fyrir 10. febrúar 2003 til formanns sóknarnefndar Sverris Haraldssonar Skriðu Hörgárdal, 601 Akureyri. Sunnudagur 12. janúar 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 7.168  Innlit 12.452  Flettingar 52.198  Heimild: Samræmd vefmæling Hilmar Örn Hilmarsson var kjörinn allsherjargoði í Ása- trúarfélaginu á dögunum, en hann hefur verið kunnari fyrir tónsmíðar sínar en trú- ariðkun. Pétur Blöndal ræðir við hann um trúna, Svein- björn allsherjargoða, deil- urnar í Ásatrúarfélaginu og þann mikla vöxt og viðgang sem verið hefur í félaginu á undanförnum árum./B2 Maður leit- ar sér að sínum stað í tilverunni ferðalögHamingjuhelgisælkerarBocuse d’OrbörnErtu góður vinur?bíóSalt á Forum Hver fann Ameríku? Siglingar íslenskra sæfara Mikilvægt að fólk setji sér markmið við upphaf rækt- unar Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 12. janúar 2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 41 Hugsað upphátt 25 Myndasögur 42 Listir 24/31 Bréf 42 Af listum 24 Dagbók 44/45 Birna Anna 24 Krossgáta 46 Forystugrein 28 Leikhús 48 Reykjavíkurbréf 28 Fólk 48/53 Skoðun 32/33 Bíó 50/53 Minningar 34/36 Sjónvarp 54 Þjónusta 40 Veður 55 * * * aðeins fyrir framkvæmdum en hann vonar að þeir séu að komast framhjá þessu. Stöðva þurfti sprengingar fyrir helgi meðan sett- ir voru bergboltar í gangaþakið og steypu var sprautað innan í göngin þar sem hrunhætta var. Rúnar segir að verktökunum hafi verið sagt að þeir gætu átt von á misgengi en það sé meira en reikn- að var með. Gangurinn við svona framkvæmd er venjulega sá að sprengja, setja bergbolta og sprautusteypa eftir aðstæðum, en vegna misgengisins þarf að sprautusteypa strax. liggja þessi skil lóðrétt í berginu. Óþægilegt er að fá svona lög í berg- ið vegna þess að lausa lagið vill gleypa sprenginguna sem þar af leiðandi verður áhrifaminni. Að sögn Rúnars Ágústs Jóns- sonar, staðarstjóra Íslenskra að- alverktaka, tefur þetta misgengi NOKKURT misgengi berglaga hef- ur komið í ljós við gerð aðkomu- ganga vegna Kárahnjúkavirkjunar. Við misgengi jarðlaga verða skil í berginu sem leir sest í og myndar mjög laust jarðlag sem hægt er að mylja niður með höndunum. Þar sem verið er að vinna í göngunum Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Misgengi í berglögum tefur FLUGELDUR er talinn hafa kveikt eld í sinu við bæinn Höfn á Svalbarðsströnd skömmu fyr- ir miðnætti á föstudagskvöld. Eldurinn logaði glatt og var tal- in hætta á að hann bærist í trjá- reit fyrir norðan bæinn. Óskað var eftir aðstoð Slökkviliðsins á Akureyri vegna eldsins en íbúar og gestir á bænum voru langt komnir með slökkvistarf þegar slökkvi- liðið kom á vettvang. Sinueldur á Sval- barðsströnd PÉTUR Þór Gunnarsson, fyrrver- andi eigandi Gallerís Borgar, sem ákærður er vegna hátt í 100 mynd- verka sem voru ýmist fölsuð eða með fölsuðum höfundarmerkingum, hyggst krefjast þess að ákæru efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra verði vísað frá Héraðsdómi Reykja- víkur. Byggir hann m.a. á því að hann hafi áður verið dæmdur í sama sakamálinu og að rannsókn þess hafi dregist úr hömlu. Þannig hafi hann verið með stöðu sakbornings í um fimm ár sem geti varla talist eðlileg eða sanngjörn málsmeðferð. Hann hyggst einnig vísa máli sínu til um- boðsmanns Alþingis. Árið 1999 var Pétur dæmdur í Hæstirétti fyrir að blekkja við- skiptavini Gallerís Borgar til að kaupa þrjú málverk með falsaðri höf- undarmerkingu um að þau væru eft- ir Jón Stefánsson, auk þess sem hann var dæmdur fyrir bókhalds- brot. Hlaut hann sex mánaða fang- elsisrefsingu. Pétur hefur ávallt neit- að sök í málinu. Í samtali við Morgunblaðið sagði Pétur að fljótlega eftir að hann var kærður til lögreglu árið 1997 hefði hann verið kominn með stöðu sak- bornings. Hann hefði afplánað dóm- inn frá 1999 að fullu en fangelsisvist- in engu breytt varðandi þessa stöðu hans. Þetta gerði honum á margan hátt erfitt fyrir, m.a. væri nánast ómögulegt fyrir hann að ráða sig í vinnu því hann þyrfti að tilkynna hugsanlegum vinnuveitanda að hann væri sakborningur í umfangsmiklu sakamáli. Í öðru lagi hefði því verið lýst yfir af hálfu efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóra að málið sem ákært er fyrir nú og dómsmálið frá 1999 væru eitt og sama sakamálið, meðal annars af þeim sökum teljist brotin ekki fyrnd. Í lögum um með- ferð opinberra mála væri hins vegar skýrt kveðið á um að ekki mætti ákæra menn tvisvar fyrir mál sem þeir hefðu áður hlotið dóm fyrir. Pét- ur segir að þetta sé vissulega lög- fræðilegt álitamál en telur réttinn sín megin. Þar að auki telur Pétur útilokað að hann fái réttláta meðferð hjá lögreglu eða hjá dómstólum, í ljósi þess að hann hafi þegar hlotið dóm í málinu. Málið verður þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Pétur Þór Gunnarsson, hjá Galleríi Borg Krefst frávís- unar ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að framkvæmdir við Kára- hnjúkavirkjun ættu að geta hafist af fullum krafti í mars eða apríl á þessu ári. Áætlað er að fjárfest- ingar á þessu ári í tengslum við framkvæmdirnar verði ríflega 20 milljarðar króna. Stefnt er að undirritun samninga við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo strax í kjölfar und- irritunar samninga við Alcoa í byrjun febrúar. Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun hófust haustið 2002 með gerð Kárahnjúkavegar, og nokk- urra vegslóða og með lagningu rafstrengja til und- irbúnings því að meginverkþættir gætu hafist á út- mánuðum 2003, þ.e. bygging Kárahnjúkastíflu og gröftur aðrennslisganga. Höfuðstöðvar í Fljótsdal Bygging Kárahnjúkastíflu tekur þrjú og hálft ár og mun ljúka undir lok árs 2006. Framkvæmdir við stöðvarhúsið, að meðtöldum aðkomugöngum og frárennsli, hefjast í haust og er þá miðað við að byrjað verði að setja upp vélar og rafbúnað í lok árs 2004. Þorsteinn segir að það liggi fyrir að það verði vinnubúðir við Kárahnjúka, þar sem stíflugerðin er og annar endi ganganna, aðrar búðir verði á Teigs- bjargi við hinn endann á göngunum. Þá er gert ráð fyrir vinnubúðum við aðkomugöng inn í göngin. Einnig verði vinnuaðstaða í Fljótsdal í tengslum við framkvæmdir við stöðvarhúsið og þar er gert ráð fyrir að höfuðstöðvar framkvæmdanna verði til að byrja með, að sögn Þorsteins. Hann segir að meðan ekki sé búið að semja við Impregilo sé ekki hægt að staðsetja nákvæmlega allar vinnubúðir né segja nákvæmlega hversu margir starfsmenn komi að verkinu. Það sé verk- takans að útfæra hvernig hann vinni sína vinnu og hversu marga starfsmenn hann ráði til starfa. Alls er gert ráð fyrir 4.000 ársverkum við bygg- ingu virkjunarinnar og tilheyrandi flutningsvirkja og segir Þorsteinn að mest sé gert ráð fyrir 1.100 ársverkum við virkjunarframkvæmdirnar árið 2005. Unnið verði við gangagerð allan ársins hring en fleiri muni vinna í kringum stífluna sjálfa að sumarlagi. Eftir er að bjóða út 25 km gangagerð í tengslum við Kárahnjúkavirkjun og tvær minni stíflur, sína hvorum megin við Kárahnjúkastíflu. Ráðgert er að verkefnin verði boðin út síðar á þessu ári. Að sögn Þorsteins er það fyrst og fremst jarð- vinna sem liggur fyrir á þessu ári. „Það sem er tímafrekast er gangagerðin og stóra stíflan, þess vegna er farið af stað með und- irbúningsframkvæmdir í vetur,“ segir Þorsteinn og bætir við að mikilvægast sé að vinna við ganga- gerðina komist vel af stað. Áætlaðar fjárfestingar á þessu ári vegna Kára- hnjúkavirkjunar eru ríflega 20 milljarðar. Þorsteinn segir að gert sé ráð fyrir ákveðnum kostnaði í upphafi þótt framkvæmdir verði þyngri seinna. Verktakar þurfi að fjárfesta í búnaði sem endist þeim öll árin þannig að greiðslubyrðin geti orðið þyngri í byrjun fyrir vikið. Líklegt að framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun hefjist af krafti í mars eða apríl Ríflega 20 milljarða fjárfesting á þessu ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.